Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
ntÉTTASKÝRING
EHGAR REGLIJR
ll\GAR Yll»
II!
AIAHK
LIIIÐAÐHALD
eftir Svein Guðjónsson
Samanlagður risnukostnaður ríkisins árið 1986 nam rúmum 80,7
miiyónum króna á þágildandi verðlagi, sem eru 119,4 miiyónir
króna á verðlagi dagsins i dag. Þótt ekki liggi fyrir opinberar
tölur fyrir árið 1987 má með einföldum framreikningi, með
hliðsjón af hækkunum frá 1983 til 1986, ætla að kostnaður vegna
risnu sé nú farinn að nálgast 200 miiyónir króna. Kostnaður
vegna áfengiskaupa vegur þar þó sáralítið enda megnið af
áfenginu keypt á kostnaðarverði frá ÁTVR, sem nemur um 10%
af útsölu verði til almennings. Auk forseta íslands, handhafa
forsetavalds, forstjóra ÁTVR og Alþingis njóta ráðuneytin slíkra
kjara og reyndar einnig Eimskipafélag íslands, Rikisskip og
Fríhöfiiin á Keflavikurflugvelli, samkvæmt bréfi frá 1964, sem
virðist vera eina skráða heimildin um hvaða reglur gilda í þessum
efiium. Hvað þremur síðastnefiidu fyrirtækjunum viðvíkur er
þetta þó eingöngu bundið við áfengi sem ekki kemur til neyslu
innanlands. Staðreyndin er hins vegar sú að skýrar reglur um
framkvæmd eða viðmiðanir áfengiskaupa á sérkjörum eða risnu
hins opinbera eru ekki til og virðist sem menn hafi þar byggt á
einhverjum óljósum hefðum og viðkomandi embættismenn orðið
að meta það hver fyrir sig hvað hóflegt sé í þessum efiium.
Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefúr í samtali við
Morgunblaðið lýst því yfir, að hann muni beita sér fyrir því að
þessar reglur verði nú þrengdar og meðal annars, að heimild
handhafa forsetavalds til áfengiskaupa á sérkjörum verði
afnumin.
Fríðindi æðstu embættis-
manna ríkisins, hvað varðar
áfengiskaup á vildarkjör-
um, hafa verið í brennidepli
undanfama daga. Magnúsi Thor-
oddsen, fyrrum forseta hæstaréttar,
hefur verið veitt lausn frá embætti
hæstaréttardómara vegna ætlaðra
ávirðinga í sambandi við áfengiskaup
hans á kostnaðarverði frá ÁTVR
meðan hann gegndi hlutverki sem
einn af handhöfum forsetavalds. Mál
hans verður lagt fyrir dómstóla og
úr því skorið hvort honum verður
endanlega vikið úr embætti með tilv-
ísun til 61. greinar stjómarskrárinn-
ar.
En angar þessa máls teygja sig
víðar. Fyrir liggur, að hefð er fyrir
því að einstaka embættismenn og
ráðuneyti nýti sér heimild til áfengis-
kaupa á sérkjörum þótt í misjöfnum
mæli sé. Sumar þessar hefðir em
áratuga gamlar, þar á meðal sú hefð
að ráðuneyti þeih-a flokksforingja
sem við völd sitja hveiju sinni greiði
fyrir hanastélsboð á flokksþingum
viðkomandi flokka. Einnig er löng
hefð fyrir því að ráðuneyti kosti stór-
afmæli ráðherra sinna, þótt dæmi séu
um að einstaka ráðherrar hafi ekki
nýtt sér þau hlunnindi. Þá má til
gamans nefna að áratuga hefð er
fyrir því að starfsfólk alira ráðuneyta
fái tvær flöskur af áfengi á kostnað-
arverði á hveiju vori, en hefð þessi
er upphaflega tilkomin vegna vor-
ferðalags ráðuneytanna, sem nú er
löngu aflagt þótt hefðin gildi enn.
En þetta er þó sparðatíningur, sem
veit hefur verið upp í tengslum við
áfengiskaup fyrrum forseta Hæsta-
réttar, þar sem ýmsar spumingar
hafa vaknað. Menn vijja fá skýr svör
um það, hvaða aðilar hafi heimild til
áfengiskaupá á sérkjörum og hvemig
þeir hafa nýtt þá heimild. Önnur grein
af sama meiði varðar umfang opin-
berra vínveitinga og risnukostnað á
vegum hins opinbera. Það er hins
vegar athyglisvert, að hvort heldur
um er að ræða persónuleg fríðindi
einstakra embættismanna eða risnu-
kostnað ríkisins em engar skráðar
reglur til um hámark eða skilyrði
fyrir þessum áfengiskaupum á sér-
kjöram. Það eina sem við er að styðj-
ast í þessum efnum er bréf frá árinu
1964 þar sem tilgreindir eru þeir
aðilar sem hafa heimild til kaupa á
áfengi á kostnaðarverði, með breyt-
ingum sem samþykktar voru í ríkis-
stjóm árið 1971.
■ Fjármálaráðherra:
Heimild handhafa
forsetavalds til
áfengiskaupa á
sérkjörum afnumin
í ársbyijun 1964 skrifuðu alþingis-
mennimir Skúli Guðmundsson og
Bjöm Kr. Bjömsson Áfengis- og tó-
baksverslun ríkisins bréf með fyrir-
spum um hveijir geti fengið áfengiá
„kostnaðarverði". ÁTVR svaraði
bréfinu 12. febrúar 1964 í samráði
við fjármálaráðuneytið, samkvæmt
gögnum í skjalasafni ráðuneytisins.
I nefndu bréfi segir svo:
„Sem svar við bréfi yðar dags. 23.
f.m. viljum vér upplýsa eftirfarandi:
1. Þeir íslenskir aðilar búsettir hér
á landi, er fá áfengi keypt hjá oss á
kostnaðarverði eru þessin Forseti
íslands, handhafar forsetavalds,
ríkisstjóm, ráðherrar, ráðuneytin,
Alþingi, forseti sameinaðs þings,
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,
forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins, Eimskipafélag ísiands,
Ríkisskip, Fríhöfnin á Keflavíkurflug-
velli. Þá hafa deildarforsetar Alþingis
heimild til að kaupa áfengi á kostnað-
arverði fyrir allt að 2.000 og varafor-
setar Alþingis fyrir allt að 1.000 á
hveiju þingi.
Tekið skal fram, að handhafar for-
setavalds hafa aðeins rétt til slíkra
áfengiskaupa þann tíma, sem forseta-
■ Risnukostnaður
ríkisins yfir 100
milljónir þótt stærsti
hluti áfengiskaupa sé
á kostnaðarverði
valdið er í þeirra höndum. Áfengi
það, er Eimskipafélag íslands og
Ríkisskip kaupa er einungis selt í sigl-
ingum milli landa og kemur því ekki
til neyslu innanlands. Fríhöfnin selur
aðeins farþegum flugvéla við brottför
þeirra af landinu, og kemur því held-
ur ekki til neyslu innaniands áfengi
það, er hún selur."
Á fundi ríkisstjómar 14. október
1971 var samþykkt: „1. Fríðindi þau
við innkaup áfengis og tóba(<s, til
einkanota, er ráðherrar og forsetar
Alþingis hafa notið, skulu afnumin.
2. Við innkaup áfengis og tóbaks
vegna boða, sem ráðherra heldur í
embættisnafni, skuli þó haldast sömu
reglur og verið hafa, enda annisthlut-
aðeigandi ráðuneyti umrædd inn-
kaup.“ Samþykkt þessi var kynnt
ÁTVR 22. október 1971.
Fríðindi einstakra
embættismanna
Ekki hefur reynst unnt að fá
tæmandi upplýsingar um áfengis-
kaup einstakra embættismanna
ríkisins á kostnaðarverði og hafa
forsvarsmenn ÁTVR borið því við
að ekki séu gefnar upplýsingar um
■ Viðtekin hefð að
handhafar
forsetavalds nýti sér
heimild til
áfengiskaupa á
kostnaðarverði
einstaka viðskiptavini. Aðspurður
um eigin úttektir kvaðst Höskuldur
Jónsson, forstjóri ÁTVR, ekki sjá
ástæðu til að tjá sig nánar um þær
á þessu stigi. Úttekt sú sem fjár-
málaráðherra óskaði eftir nær ein-
göngu til handhafa forsetavalds
aftur til ársins 1982.
Eins og áður segir hafa engar
sérstakar reglur eða viðmiðanir gilt
um þessi viðskipti og ef til vill ligg-
ur þar hundurinn grafinn. Magnús
Thoroddsen hefur borið því við að
sér hafi ekki verið kunnugt um
neinar slíkar reglur (sem von er)
og því miðað vínkaup sín við þau
laun sem hann hafi haft sem hand-
hafi forsetavalds hveiju sinni. Enn-
fremur e_r haft eftir Þorvaldi Garð-
sameinaðs þings, að hann hafi
keypt um 100 til 200 flöskur á ári
þau ár sem hann var þingforseti
og handhafi forsetavalds og hafi
hann litið svo á að áfengiskaupin
væru hluti af risnukostnaði síns
embættis. (Reyndar voru flöskumar
/ v