Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 35 Brúöhjónin Lárus Kristinn Ragnársson og Guðrún Björk Ragnarsdóttir. BRÚÐHJÓN VIKUNNAR „Tuninner fljótur að líða“ Brúðhjón vikunnar að þessu sinni eru þau Lárus Kristinn Ragnarsson og Guðrún Björg Ragnarsdóttir. Þau gengu í hjónaband þann 5. nóvember og fór athöfnin fram í Lang- holtskirkju. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson gaf þau saman. Hjónabandið færir fólk nær hvort öðru. En ég tengi hjónabandið ekki við trú heldur við samfélagið. Hjónaband er hefð. Ég er alinn upp í gömlu góðu bamatrúnni og hugsaði ekk- ert sérstaklega um trúarlegan til- gang í þessu sambandi. Er þetta ekki bara eðlilegt og sjálfsagt framhald af skírn og fermingu, við tilheyrum kristinni kirkju" segir Lárus. „Mér finnst hjónabandið breyta einhveiju. Það er ekki bara hefð- in. Og þegar fólk er á annað borð í sambúð, af hveiju þá ekki að gifta sig? Og ég trúi á eitthvað. En ég fer sjaldan eða aldrei í kirkju“ segir Guðrún. —Eftir tíu ára sambúð gangið þið í hjónaband. Hvað varð til þess? „Við eigum tvö börn, fimm ára og hálfs árs og þau em ein ástæð- an. Við höfum oft hugsað um það að gifta okkur og svo drifum við bara í því og létum skíra í leið- inni. Okkur fannst tilheyra að láta gefa okkur saman við hátíðlega athöfn" segir Guðrún og bætir við: „Ég hefði ekki viljað að at- höfnin tæki aðeins tvær mínútur“. —Fyrstu kynnin? „Við kynntumst í heimahúsi 5. nóvember 1978. Það var eitthvað sem dró okkur að hvort öðm strax þá. Ég bauð henni náttúmlega í bíó eftir það og svo fómm við að hittast á böllum“ segir Láms og svipur beggja verður dreyminn. „Við hittumst í Klúbbnum stuttu eftir að við sáumst fyrst en þá var það í fyrsta skipti sem maður komst inn á passanum" rifjar Guðrún upp og bætir við eftir stutta þögn: „Tíminn er fljótur að líða“ og það voru orð að sönnu. Þau giftu sig* ■ Láms Kristinn Ragnars- son og Guðrún Björg Ragn- arsdóttir ■ Siguijón Ragnar Grét- arsson og Þórgunnur Hjalta- dóttir ■ Sigmundur Guðmunds- son og Ama Rún Óskars- dóttir ■ Heimir Jón Gunnarsson og María Magnúsdóttir ■ Ólafur Snorrason og Jenný Kristjana Steingríms- dóttir Ætlunin er að á sunnu- dögum verði hér í dálknum birtur listi með nöfnum brúðhjóna og stutt spjall við ein hjón af þeim lista. Hér með er óskað eftir innsendum nöfnum þeirra sem gengið hafa í hjóna- band nýverið. Sendið upp- lýsingar um nöfii brúð- hjóna, brúðkaupsdag og hvar athöfiiin fór fram, i lokuðu umslagi, merkt: Morgunblaðið „Fólk í fréttum" Pósthóíf 1555, 121 Reykjavík. Báðir hófii þeir nám í Danmörku árið 1938. Annar nam húsgagnabólstrun og hinn var nemi í hárskurði. Bólstrarinn þurfti að láta skera hár sitt eins og gerist og gengur og rakaranemann vantaði að sjálfsögðu koll til þess að klippa. Þarna hófiist viðskipti þeirra Leifs Jóhannessonar, hárskurðarmeistara og Gunnars Theódórssonar, húsgagnaarki- tekts. Morgunblaðið/Keli Það er eflaust ekki algengt að fólk fari til sama hársker- ans svo áratugum skiptir en hér er Gunnar klipptur á fimmtíu ára viðskiptaaftnæli þeirra nú í nóvember. Síðan þá eru liðin fimmtíu ár og hefur Gunn- ar treyst Leifí til þess að skera hár sitt og snyrta á nákvæmnlega fímm vikna fresti. Til gamans má nefna að skiptin sem Leifur hefur skert hár Gunnars eru orðin um fímm hundruð! Þessa viðskiptatryggð má segja alveg ein- staka á síðustu og verstu tímum, þar sem kaup- sýsla hveiju nafni sem hún nefnist er orðin aðalsmerki landans. Hálf öld er hálf öld. En undantekningin sannar regluna segja menn. Árið 1945 gátu þeir ekki orðið samskipa með Esjunni heim til Islands því vegna mistaka var Leifur tekinn til yfirheyrslu er hann var kominn um borð og honum kippt í land. í annað sinn var Gunnar á ferðalagi um Bandaríkin árið 1955 og eru þetta einu frávikin. í hin skiptin hefur Leifur klippt Gunnar á rakarastofu Leifs og Kára, fyrst hjá Emskip, síðan á Frakkastíg og nú á Njálsgötunni. Þess má geta að þeir Leifur og Kári eiga Qörtíu ára samstarfsafmæli á komandi ári. 3?: Uj Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning Landsbankans og fengið 7,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. Landsbanki íslands Banki alira landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.