Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 19888
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
20
dagar
til jóla
Risnukostn-
aður ríkisins
200 milljónir
Risnukostnaður ríkisins
stefhir í 200 milljónir á þessu
ári. Þá er miðað við hækkanir á
kostnaðinum árin 1983 til 1986.
Risnukostnaður ríkisins árið
1986 nam rúmum 80,7 milljón-
um króna á þáverandi verðlagi, eða
119,4 milljónir króna á núverandi
verðlagi. Opinberar tölur fyrir árið
1987 liggja hins vegar ekki fyrir.
Kostnaður vegna áfengiskaupa á
sérkjörum vegur þar þó sáralítið,
enda megníð af áfenginu keypt á
kostnaðarverði frá ÁTVR.
Sjá bls. 16-17.
Tillögur RÚV-nefiidar:
Afiiotagjöldin
hækki um 28%
I greinagerð frá RÚV-nefiid-
inni, sem skipuð var til að gera
tillögur um eflingu Ríkisútvarps-
ins, er gert ráð fyrir að afiiota-
gjöld verði hækkuð í 1.500 krónur
á mánuði eða um 28%
"CUnnig gerir nefndin það að til-
fhv-f lögu sinni að RÚV fái greidd
afturvirk aðstöðugjöld og að Menn-
ingarsjóður útvarpsstöðva verði lagð-
ur niður.
Sjá frétt á bls. 26- 27 C.
K V s B \
■I \ V4
W m§ml r mi
\M * JlBKI
/ZM :M
(mtm ■j. Jp* 1 M 1
^ Morgunblaðið/Þorkell
JOLAHREINGERNING
Fhigleiðir hafa selt sína
fíramtu þotu á þessu ári
Andvirðið tveir milljarðar sem fara í innborgun á nýjar þotur
eftir Björn Vigni Sigurpálsson
FLUGLEIÐIR gengu í vikunni frá sölu á yngstu þotu félagsins,
Boeing 727-200-vél, sem ber einkennisstafina TF-FLI. Söluverð
þotunnar er 12,5 milljónir dala eða um 560 milljónir króna, sem
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir hagstætt verð fyrir
þessa vél. Kaupandinn er bandarískt Qárfestingarfyrirtæki, sem
leigir Flugleiðum þessa vél aftur til 11 mánaða en leigutímann
má framlengja, ef Flugleiðir telja sig þurfa. Með þessari flugvélar-
sölu eiga Flugleiðir nú einungis eina þotu eftir, Boeing 727-100
„combivéI“, en hafa selt 5 þotur á árinu. Nokkrar þessara véla
hefur félagið áfram á leigu fram til þess tíma að það fær af-
hentan hinn nýja flugvélakost — Boeing 737-vélarnar næsta vor
og Boeing 757-vélarnar árið 1990.
Að sögn Sigurðar
Helgasonar er and-
virði flugvélanna
fimm sem seldar
hafa verið á þessu
ári alls um 43 milljónir dala eða
.. m tæpir 2 milljarðar króna — umtals-
verð upphæð sem hvergi ,var gert
ráð fyrir í þjóðhagsáætlunum en
heggur nokkuð í áætlaðan við-
skiptahalla þjóðarbúsins. Fyrsta
vélin, sem var seld, var DC-8 55-
þota, og var hún seld til Nígeríu
fyrir um 1,3 milljónir dala. í haust
voru seldar þtjár DC-8-vélar til
ensks fjárfestingarfyrirtækis og
leigja Flugleiðir tvær þeirra aftur
til þess tíma að nýju 757-vélamar
koma. Verð þessara þriggja véla
var um 30 milljónir dala.
Með sölu Boeing 727-vélarinnar
nú í vikunni á 12,5 milljónir dala
er því heildarverðið orðið 43 millj-
ónir dala, eins og áður segir. Flug-
leiðir eru þó eftir sem áður með
tvær slíkar vélar í notkun á Evr-
ópuleiðum, þar sem félagið hefur
nú aðra slíka vél á leigu til 3ja ára
eða til vorsins 1990.
Flugleiðir hafa sem kunnugt er
þegar fest kaup á tveimur Boeing
737-þotum til nota á Evrópuleiðum
fyrir alls um 60 milljónir dala og
eiga þær að afhendast næsta vor.
Þá hefur félagið einnig undirritað
samning um kaup á tveimur Bo-
eing 757-vélum til nota á N-Atl-
antshafsleiðinni og á lengri leigu-
flugsleiðum og er kaupverð þeirra
um 95 milljónir dala. Þær eiga að
afhendast árið 1990. Þá er gert
ráð fyrir að innan skamms verði
gengið formlega frá kaupum á
þriðju Boeing 737-vélinni, sem
einnig mun verða afhent 1990 og
kostar hún 30 milljónir dala, þann-
ig að heildarfjárfesting Flugleiða
í þessum nýja flugvélakosti nemur
um 185 milljónum dala. Að sögn
Sigurðar Helgasonar hefur and-
virði vélanna fimm, sem seldar
hafa verið á árinu, farið sem inn-
borgun inn á hinar nýju þotur
Flugleiða.
Evrópubandalagið;
Athugasemd-
ir gerðar við
takmarkanir
á útflutningi
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Evrópubandalagið hefur frá því
í september gert óformlegar at-
hugasemdir og fyrirspurnir til
utanríkisráðuneytisins varðandi
útflutningstakmarkanir á óunn-
um fiski. Bandalagið býst við
greinargerð frá Islandi um málið
eftir helgi.
Evrópubandalagið telur að með
þessum útflutningstakmörkun-
um séu íslendingar að reyna að
halda uppi verði sem sé langt yfir
markaðsverði og hafa spurt ut-
anríkisráðuneytið hvort íslendingar
hafi tilkynnt þessar takmarkanir
samkvæmt 13. og 14. grein GATT,
samkomulagi um tolla og viðskipti.
Rauðvíns-
drykkja
tvöfaldast
í desember
íslending-
ar innbyrða
tvöfalt magn
af rauðvíni í
desember
miðað við
aðra mánuði
ársins og er
skýringanna
helst að leita
í vinsældum
svokallaðs
jólaglöggs,
að sögn
Gústafs
Níelssonar
skrifstofiistjóra ÁTVR.
Landsmenn drekka um
90.000 lítra rauðvíns í des-
ember miðað við um 45.000
lítra aðra mánuði. Gústaf bjóst
ekki við meiri sölu nú en í fyrra
miðað við fyrri mánuði ársins.
1987 seldust alls 585.496 lítrar
af rauðvíni.
Arnarflug;
Hlutabréf
voru boðin
án heimildar
„Þ AÐ voru hér tveir ungir menn
sem sáu um að selja hlutabréf.
Þeir gerðu þetta að eigin frum-
kvæði og í óþökk stjómar fyrir-
tækisins," sagði Kristinn Sig-
tryggsson framkvæmdastjóri
Amarflugs hf. um málaleitan til
sveitarfélaga um kaup á hluta-
bréfum í félaginu.
Hlutabréfakaup í Arnarflugi hafa
verið til athugunar í að minnsta
kosti tveimur sveitarfélögum, Hafn-
arfírði og Kópavogi. í Hafnarfirði
var þetta erindi kynnt fyrir nokkru
sem málaleitan Arnarflugs um að
bæjarsjóður kaupi hlut í félaginu.