Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 297. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bankar og sparisjóðir í Danmörku: Tap vegna gjaldþrota og nauðungaruppboða 43,6 milljarðar króna Kaupmannahöfii. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins í Danmörku. DANSKIR bankar og sparisjóðir munu í ár tapa um 6,5 milljónum danskra króna, eða jafhvirði 43,6 milljarða íslenzkra, vegna gjald- þrota og nauðungaruppboða á fyrirtækjum. í fyrra töpuðu sömu lánastofnan- ir um 4,5 milljörðum danskra króna, eða 30 milljörðum íslenzkra. Er því um að ræða um 44% aukningu frá fyrra ári. Steen Rasborg hjá Privatbanken, sem er formaður samstarfsnefndar banka og sparisjóða, sagði í viðtali við blaðið Ekstra Bladet í gær, að tapið næmi lánum eða ábyrgðum, sem lánastofnanir hefðu veitt tap- fyrirtækjunum. Hann fullyrti að ekki væri hægt að segja að bank- amir hefðu farið ógætilega í lán- Bandaríkin: Landhelgin í 12 mílur veitingum. Hér væri um eðlilega áhættu að ræða, sem jafnan væri tekin í bankaviðskiptum. Það vegur upp á móti tapinu að reiknaður gengishagnaður bank- anna af verðbréfakaupum er um- talsverður á árinu, eða um 5,5 millj- arðar danskra króna, jafnvirði 36,9 milljarða íslenzkra. Hann verður þó ekki handbær nema bankamir selji bréfin. Það em ekki aðeins bankamir sem tapa peningum. Skýrt hefur verið frá því að ríkissjóður hafí tap- að 62 milljónum króna, 415 milljón- um íslenzkra, í fyrra. Er þar um að ræða eftirgjöf á námslánum, sem atvinnulausir stúdentar er hætt höfðu námi í miðjum klíðum, höfðu ekki efni á að endurgreiða. Alls er um að ræða 828 námsmenn, þar af skuldaði 81 þeirra hver um sig rúmar 250 þúsundir danskra, eða 1,7 milljónir íslenzkra. Öflugt hraungos Ekkert lát hefur orðið á öQugu hraungosi í eldQallinu Lonquinay i Andesfjöllunum í Chile, en það hófst á aðfangadag jóla. Fjallið spúði ösku, hrauni og gastegundum í gær af sama krafti og í upphafi goss. Gossprungan er í hliðum Qallsins og er um 350 metra löng. íbúum í nágrenni Lonquinay hefiir ekki stafað hætta af gosinu vegna hagstæðra vindátta. í gær náði gosmökkurinn í um 24 þúsund feta hæð en þá var myndin tekin. Sjá má stórar hraunflygsur sem skotist hafa í loft upp. Frönsku systurnar ófundnar Ollioules, Frakklandi. Reuter. IBUAR smábæjarins Ollioules við Toulon í suðurhluta Frakklands bíða þess í ofvæni að heyra hver verða örlög sex og sjö ára systra, sem líbanskir mannræningjar sögðust ætla að láta lausar um jólin. Ekkert hefiir spurst til þeirra og sagði frændi systranna í gær að þær og fjölskylda þeirra hefðu verið misnotuð í áróðurs- striði Palestínumanna. Franska þjóðin fagnaði öll á að- fangadagskvöld er Byltingarráð Fatah, róttæk samtök Palestínu- manna í Líbanon, tilkynnti að syst- umar Marie-Laure og Virginie Va- lente hefðu verið látnar lausar. Fátt hefur verið um annað rætt en örlög systranna í Frakklandi en í gær- kvöldi voru þær enn ekki komnar fram. Faðir systranna, amma þeirra og frændi héldu strax til Beirút hlaðin jólagjöfum í von um endurfundi á jóladag, en þær vonir brugðust. Stúlkunum var rænt í nóvember í fyrra ásamt móður þeirra og fimm Belgíumönnum er mannræningjar- tóku áhöfn og farþega skútu þar sem hún var á siglingu undan Gaza, hinu hertekna svæði Israela. Mannrænin- gjamir sökuðu skipverja um að vera njósnarar ísraela. Los Angeles. Reuter. RONALD Reagan, Banda- ríkjaforseti, gaf i gærkvöldi út tilskipun um að landhelgi Bandaríkjanna og bandarískra yfirráðasvæða hefði verið færð út úr þremur sjómílum í 12. Bob Hall, talsmaður Banda- ríkjastjómar, sagði að helzti ávinningurinn af útfærslunni væri að með henni yrði erlendum ríkjum gert erfiðara að stunda njósnir meðfram strandlengju Bandaríkjanna og að upplýsinga- söfnun þeirra yrði óáreiðanlegri. Með þessari ákvörðun eru Bandaríkin komin í hóp 104 ann- arra ríkja, sem fært hafa land- helgi sína formlega út frá því Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna heimilaði þá stækkun árið 1982. Nýárstré skreyttí Leninakan Fátt er um að menn geri sér dagamun á skjálftasvæðunum í Armeníu um þessar mundir. Á leikskóla í Leninakan er þó reynt að leiða hug barna frá hörmungunum og var myndin tekin í skólanum af börnum að skreyta nýárstré, eins og tíðkast hefiir þar um slóðir. Pilturinn og stúlkan í forgrunni misstu bæði foreldra sína í jarð- skjálftunum. Sannað að sprengja hafi grandað Pan American-þotunni: Alþjóðleg leit hafin að ódæðismönniinum London. Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN hétu því í gær að komast að því hveijir grön- duðu Boeing-747-breiðþotu bandaríska flugfélagsins Pan American (Pan Am) yfir Skotlandi á miðvikudaginn í síðustu viku. Brezk flug- málayfirvöld tilkynntu í gær að rannsókn á braki úr þotunni hefði leitt í ljós óyggjandi sannanir þess að öflug sprengja hefði grandað henni. Bandarisk og brezk yfirvöld tilkynntu að í ljósi þessarar niðurstöðu yrði nú hafin alþjóðleg leit að ódæðismönnunum. Hefur Bandarikja- stjóm ákveðið að veita hálfrar milljónar dollara verðlaun fyrir upplýs- ingar er kunna að leiða til handtöku spellvirkjanna. Reutcr I tilkynningu brezku flugslysa- nefndarinnar í gær sagði að sprengjuleifar, sem fundist hefðu í braki þotunnar, hefðu ótvírætt leitt í ljós að mjög öflug svokölluð hnoð- sprengja hefði grandað henni. Enn- fremur hefðu málmflísar fundizt í líkum farþega og útilokaði það þá kenningu að þotan hefði splundrazt vegna málmþreytu en skyti stoðum undir þá niðurstöðu að sprengja hefði grandað henni. Niðurstöður úr rann- sókn á flugrita, sem skráir upplýsing- ar um flug þotunnar og stjómkerfi á stálþráð, og segulbandi með upp- tökum á samtölum í flugstjómarklefa staðfestu einnig að sprenging hefði orðið í þotunni. Hefði sprengjan splundrað þotunni rétt eftir að hún flaug yfír skozku landamærin 131 þúsund feta hæð. Talsmaður flugslysanefndarinnar sagði að enn hefði ekki fengizt stað- fest hvar í þotunni sprengjan var eða nákvæmlega hvaða sprengiefni var notað, en sérfræðingar sögðu að með ítarlegri rannsókn yrði hægt að leiða hvoru tveggja í ljós. Merki um sprengingu fundust m.a. á farang- ursbretti. Hermt er að hnoðsprengjur megi móta innan í töskur og annan farangur og að mjög erfitt sé að fínna þær við gegnumlýsingu farangurs. Stærstu hlutar braksins úr þotunni hrapaði niður á skozka bæinn Lock- erbie og biðu a.m.k. 11 bæjarbúar lífið auk þeirra 259, sem í flugvél- inni vom. Fórst hún tæpri klukku- stund eftir brottför frá Heathrow í London í áætlunarflugi til Kennedy- flugvallar í New York. í framhaldi af ódæðinu hefur bandaríska flugmálastjómin (FAA) látið herða öryggisráðstafanir vegna ferða bandarískra flugfélaga um heim allan. Bandaríska stórblaðið New York Times sagði í gær að innan banda- rísku leyniþjónustunnar væri nú talið ólíklegt að samtökin Verðir bylting- arinnar, sem styðja írani, bæru ábyrgð á sprengingunni þar eð þau þekktu ekki til fullkominnar sprengj- usmíði. Að sögn blaðsins þykja tvenn sam- tök Palestínumanna helzt koma til greina. Annars vegar 15. maí-sam- tökin, sem báru ábyrgð á sprengjutil- ræði í Pan Am-þotu á leið frá Tókýó til Honolulu á Hawai 1982. Hins vegar Alþýðufylking til frelsunar Palestínu, samtök sem klufu sig út úr Frelsissamtökum Palestínumanna (PLO) vegna ágreinings við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, árið 1982. Þau njóta stuðnings stjórnvalda í Sýr- landi og eru með bækistöðvar í Dam- askus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.