Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 3

Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 3
MÖRGUNBLAÍÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 FLUGLEIDIR OFAROGOFAR NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • DESEMBER 1988 Heimsfréttirnar á Saga Class Frá og með þessum mánuði bjóða Flugleiðir Saga Class farþegum mörg vönduðustu dagbiöð og tímarit Evrópu. íslensk dagblöð og tímarit skipa eftir sem áður veglegan sess á Saga Class. Listinn yfir erlendu blöðin, sem fáanleg eru um borð að öllu jöfnu, er forvitnilegur og í anda þeirra sem gera kröfur. Má þar nefna blöð eins og International Herald Tribune, Wali Street Journal, Financial Times, USA Today, Time, Newsweek, Spiegel og L’Express. Þekktustu dagblöðin frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi kóróna svo nýtt og fjölbreyttara dagblaðaúrval fyrir Saga Class farþega. Laugardagar - Alpadagar Allir laugardagar í vetur eru Alpadagar hjá Flugleiðum því þá fljúgum við beint til Salzburg í Austurríki. Hressilegt skíðafólk á leið til Mayrhofen, Zell am See og Kitzbiihel kánn vel að meta þessar laugardagsferðir. íslenskir Alpafarar, athugið: skíði og snjór eru engin aðalatriði í Salzburg og Mið-Evrópu. í hinni vinalegu Salzburg eru góð hótel, hlýlegar krár, veitingastaðir sem bragð er að, verslanir með stíl og lágt vöruverð og mörg diskótek. Tónsnillingurinn' Mozart fæddist í Salzburg og þarf ekki að fara fleiri orðum um tónlistarandann sem þar svífur yfir vötnum. Aldagamlar hallir, kirkjur og hús gæða umhverfið rómantískum blæ. Salzburg er á öndvegisstað í Evrópu. Þaðan er fárra stunda ferð með lest eða bflaleigubíl til nafntogaðra borga: Vínar, Múnchen, Zurich, Mflanó, Frankfurt, jafnvel til Hamborgar, Amsterdam og Parísar. Flugleiðir bjóða þér til Salzburg í vikuferð frá_ kr. 19.900. Hótel Esja með nýjum blæ Eftir áramót mun Hótel Esja bjóða upp á gistingu í nýinnréttuðum herbergjum. Hótelið er sex hæðir með 135 herbergjum. Nýlega voru fyrstu 46 herbergin á tveimur fyrstu hæðunum opnuð. Allt gamalt var tekið út og nýtt sett inn í staðinn. í janúar bætast við aðrar tvær hæðir og við stefnum að því að nýsköpuninni verði lokið þann 1. mars 1989. Herbergin sem eru af öllum stærðum eru einstaklega björt og innréttuð samkvæmt nýjustu tísku. Smáatriðin sem gera dvölina þægilegri gleymdust ekki. Nýju herbergin verða búin fatapressu, hárþurrku, smábar og litasjónvarpi. Á skjánum má velja um myndbönd, ríkissjónvarpið, Sky Channel og síðast en ekki síst hina alþjóðlegu CNN fréttaþjónustu allan sólarhringinn. Alþjóðlegur veitingastaður, Pizza Hut, var nýlega opnaðurá 1. hæð hótelsins. Þar er einnig hinn sígildi matsölustaður Esjuberg og auðvitað er Skálafellið sívinsæla á 9. hæðinni. Hótel Esja er sannarlega hótel í stöðugri sókn. „Listablað" flugfarþegans Hjá Flugleiðum færð þú dýrindis perlufestar á góðu verði. En hvað með penna, úr og klukkur, leikföng, gullkeðjur og sólarlandavörur sem Flugleiðir bjóða til sölu? Jafnvel tísku- og leðurvörur? Við þessu fást svör í glænýjum og glæsilegum vörulista Saga Boutique, búðarinnar um borð í millilandaflugi Flugleiða, sem nú iiggur frammi á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum - heima og erlendis. Og auðvitað eru litmyndir eru af öllum vörum. Sem sagt, allt sem þú þarft að vita um Saga Boutique er í þessu ,Jistablaði“. Saga Boutique býður sambærilegt eða lægra verðlag en ýmsar fríhafnir á jörðu niðri. En það er þægilegra að versla í ró og næði í flugvélinni og láta fara vel um sig í sætinu. Ekki er ráð nema f tíma sé tekið. Gjörðu svo vel að taka nýja Saga Boutique _ vörulistann. 9 ] m 30 UjV k/JjWJU 'iÍÝZÍL J M T ’ \ I J LM AUÐVELT TENGIFLUG UM LONDON OG GLASGOW í VETUR Vetraráætlun Flugleiða til Bretlands mælist sérstaklega vel fyrir. Nýir brottfarartímar gera tengiflug til og frá Evrópu um London og Glasgow að leik einum. (vetur bjóðum við 8 beinar ferðir til Bretlands, alia daga nema laugardaga. Áðalbreytingin er fólgin í síðdegisferðum til London alla þriðjudaga og fimmtudaga frá ■ Keflavík kl. 15.30, tveimur tímum fyrr en áður. Það þýðir að farþegar geta reiknað með að ná tengiflugi til allra helstu borga Evrópu upp úr kl. sex, strax eftir komu Flugleiðavélarinnar. Eða þá átt ánægjulegt kvöld framundan í London. Tengiflugsmöguleikarnir eru fjölmargir: Amsterdam, Briissel, Köln, París, Genf, Hamborg, Frankfurt o.fl. Önnur veigamikil breyting er síðdegisferðir til Glasgow alla mánudaga og föstudaga. Brottför frá Keflavík er kl. 17, lent ytra um sjöleytið. Til íslands er haldið kl. 20 og lent um tíuleytið. Þægilegt er fyrir þá sem vilja komast heim fyrir helgi að taka föstudagskvöldvélina frá Glasgow. Þessar nýju ferðir til og frá Glasgow bjóða einnig upp á auðvelt tengiflug til helstu stórborga Evrópu. Sem sagt, Glasgowflug Flugleiða að kvöldlagi er sömu daga og morgunflug til London. Með þessu fyrirkomulagi og síðdegisfluginu nýja leitumst við sérstaklega við að þjóna fólki í viðskiptaerindum. Morgunflug til London er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á sunnudögum bjóðum við svo hið vinsæla miðnæturflug frá London. Rúsínan í pylsuendanum er eftir. Flugleiðir ætla sér að gera fslendingum kleift að komast enn ódýrar til Glasgow strax eftir áramótin. Frá 1. janúar bjóðum við súper- apexfargjald báðar leiðir fyrir 13.700 krónur. Jólin í Flugleidavélunum Fyrir starfsfólk flugfélags er ekkert eins ánægjulegt og glaðir farþegar. Við viljum því gjarnan nota gott tækifæri og leyfa jólaandanum að leika um flugvélar Flugleiða fram yfir hátíðar. Við höfum m.a. skreytt farþegaiými allra flugvélanna með jólakrönsum og leikum jólatónlist fyrir farþega í millilandaflugi. Einnig munu yngstu farþegarnir fá lítinn jólapoka. Flugleiðir taka þátt í jóla- hátíðinni með landsmönnum, innanlands sem utan. Farangur strax á Reykjavíkur- flugvelli Löng bið eftir farangri er ekki það skemmtilegasta sem farþegar lenda í. Hinsvegar mætti halda að það skemmtilegasta sem hlaðmenn innanlandsfiugs Flugleiða á Reylqavíkurflugvelli gerðu væri að koma farangri farþega félagsins strax til skila. Við viljum gjarnan vekja athygli á því að þessum dugmiklu starfsmönnum Flugleiða tekst jafnan á 4-5 mínútum að skila farangri úr flugvél inn í flugstöðina. Biðin á því ekki að vera löng ef nokkur. Þetta kallast strax. I flugstöðina er nú komið nýtt og fullkomið færiband sem auðveldar afgreiðslu farangurs enn frekar og stuðlar að bættri meðferð á honum. Þetta er enn eitt lítið atriði í bættri þjónustu við farþega. Sérfræðingar lofa rauðvínið okkar Flugleiðir leggja mikið kapp á að bæta þjónustuna um borð í flugvélum félagsins jafnframt því að brydda upp á nýjungum í þeim efnum. í haust fengum við til liðs við okkur kunnáttumenn um vín til að meta þær víntegundir sem við höfum haft á boðstólum í millilandaflugi og vera okkur til aðstoðar við val á nýjum vínum. Fremstur meðal jafningja í þessum hópi var vínlistamaðurinn góðkunni Einar Thoroddsen. ’> Okkur til mikillar ánægju hlaut eitt rauðvínið, sem hefur verið um borð í vélum okkar undanfarin misseri, bestu móttökurnar t blindsmökkun vínlistamannanna. Þetta vín kemur frá Bordeaux. Flugleiðum er vitaskuld sönn ánægja að bjóða þeim farþegum flp sem vilja vínið góða enn um sinn. Síðan munum við bera fram önnur rauðvín og ný hvítvín snemma á næsta ári. Bon appétit! AUK/SlA kt 10d20-273

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.