Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁÓUR 29. DESEMBER 1988 Ríkisendurskoðun athugar greiðslur til lækna frá sjúkrasamlögum: Margir læknar í fullu starfi hjá ríkinu og með einkarekstur MARGIR læknar, sem ráðnir eru í fullt starf hjá opinberri stofn- un, eru að auki með eigin rekstur eða í hiutastarfi annars staðar. Þá eru margir læknar í hlutastarfi hjá fleiri en einni stofiiun og dæmi eru um mjög háar greiðslur til einstakra lækna. Þetta kem- ur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreikn- ings fyrir árið 1987, og er meðal ýmissa atriða sem talið er ábóta- vant í rekstri heilbrigðiskerfisins. Ríkisendurskoðun endurskoðaði í fyrsta skipti rekstur allra sjúkra- húsa og sjúkrastofnana á síðasta ári, og í skýrslunni kemur fram, að viðvarandi rekstrarhalli er á þeim öllum. Er rekstrarhalli sjúkra- húsa á föstum fjárlögum að meðal- tali 4,8% af veltu, en sjúkrahúsa á daggjöldum 17,1%. Ríkisendurskoðun telur að helstu orsakir stöðugs rekstarhalla sjúkrahúsa séu þær, að samræmt bókhald og reikningsskil séu ekki til staðar, óglögg skil séu miili rekstareininga í skýrslum sjúkra- húsa og á milli sjúkrahúsa og heil- sugæslustöðva þegar þessar stofn- anir eru teknar sameiginlega. Kostnaði sé ekki rétt skipt upp, og því falli yfirleitt meiri kostnaður á sjúkrahús og þar með ríkissjóð. Þá sé starfsmannaíjöldi sjúkrahúsa yfirleitt umfram heimildir ijárlaga. Margir starfsmenn séu ráðnir til hlutastarfa en vinni síðan lengri vinnutíma með hærra álagi. Ríkisendurskoðun gerði sérstaka athugun á nokkrum sjúkrastofnun- um, m.a. Landakotsspítala en sú athugun var mjög í fréttum fyrr á þessu ári. Þá var athugun gerð á rekstri Sjúkrahótels Rauða kross íslands með sérstöku til aukins halla á árinu 1987. Þar kom fram, að tap á síðasta ári hafi verið 49% af veltu, en hafði verið 35% árin á undan. Er það skýrt af hækkun launa, fæðiskostnaðar, húsaleigu og fjármagnskostnaðar. Fram kemur að rekstur hótelsins er orð- inn mun umfangsmeiri en ráð var fyrir gert, þegar starfsemi þess hófst árið 1974, og hafi heilbrigðis- yfirvöld ekki amast við því. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun rekstur sjúkrasamlaga, sem voru 40 talsins á síðasta ári. Er bent á, að sjúkrasamlögin valdi mörg ekki hlutverki sínu, bókhaldsþekk- ingu og þekkingu á lögum um al- mannatryggingar sé víða ábóta- vant, og er talið nauðsynlegt að breyta núverandi fyrirkomulagi í færri einingar eða eina sjúkra- tryggingu. VEÐUR Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gáer) /V V í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR íDAG, 29. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandssundi er 970 mb lægð á norðaustur- leið, og önnur álíka skammt suðaustur af Jan Mayen einnig á norð- austurleið. Um 250 km suðaustur af Vestmannaeyjum er þriðja lægöin, um 979 mb djúp, og hreyfist hún austnoröaustur. Veður fer kólnandi og má búast við 3ja til 6 stiga frosti víða um land á morgun. SPÁ: Allhvöss ríorðanátt með éljum norðan- og vestanlands, en hægari og úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Hægviðri - víða él á Norðausturlandi og suövestanlands, annars staðar að mestu úrkomulaust. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanátt, víða allhvöss eða hvöss um suövestan- og vestanvert landið, en hægari í öðrum lands- hlutum. Sunnanlands og vestan- slydda eða rigníng, en úrkomulít- ið annars staöar í fyrstu. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A__ ZjRk. Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka == Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hlti 0 +1 veður alskýjað léttskýjað Björgvin 7 rigning og súld Helsinki +11 snjókoma Kaupmannah. 6 skýjað Narssarssuaq +19 léttskýjað Nuuk vantar Ósló 2 skýjað Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn 8 rigning Aigarve 16 skýjað Amsterdam 11 þokumóða Barcelona 11 mistur Berlin 6 skýjað Chicago +9 alskýjað Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 9 skýjað Glasgow 13 mistur Hamborg 6 þokumóða Las Palmas 18 rykmistur London 12 skýjað Los Angeles 4 heiðskírt Lúxemborg 6 þoka Madríd 5 tágþokublettir Malaga 15 skýjað Maliorca 15 skýjað Montreal 2 rígning New York 11 alskýjað Orlando 18 þokumóða Par/s 10 skýjað Róm 9 þokumóða San Diego 7 léttskýjað Vín 9 skýjað Washington 12 skýjað Winnipeg +27 heiðskírt Morgunblaöið/Sverrir Safnað í brennu Strákamir á Ægisíðunni láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að safiia í brennu. Þeir stilltu sér stoltir upp á hrauknum er ljósmyndarinn átti leið þjá I gær og hugsa sér eflaust gott tU glóðarinnar á gamlárskvöld. Bannað að auglýsa „frían“ kaupbæti VERÐLAGSRÁÐ hefiir bannað Sanitas að nota orðið „frítt“ á gosumbúðum þó innihaldið sé aukið án þess að verð flöskunnar sé hækkað. Er talið að þessi notk- un orðist stangist á við verðlags- lögin, hún sé brot á samkeppnis- reglum og sé auk þess villandi. Ragnar Birgisson forstjóri Sanit- as segir að fyrirtækið muni virða bannið og hætta notkun á umbúð- um með þessu orði eftir því sem birgðir af merkimiðum kláruðust og nefiia þessa endurgjaldslausu viðbót eftirleiðis „ábót“. Sanitas hefur selt IV2 lítra gos- flöskur á „verði IV4 lítra“ í nokkra mánuði og auglýst 25 cl „frítt". Að undanfömu hefur það einnig selt 2 lítra flöskur á verði sem sagt er IV2 lítra-verð og auglýst V2 lítra „frítt". Samkeppnisaðilar á gos- drykkjamarkaði kærðu þetta. Gísli G. ísleifsson yfirlögfræðingur Verð- lagsstofnunar segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi við fyrir- tækið. Þar sem þessari merkingu, sem talin hafí verið ólögleg, hafi ekki verið hætt hafi málið verið tekið fyrir í verðlagsráði 21. desem- ber. Verðlagsráð ákvað að banna notkun orðsins „frítt“ í þessu sam- hengi með vísan til verðlagslag- anna. í tilkynningu til Sanitas er bent á að þessi svokallaði frí hluti gosdrykksins fáist því aðeins að flaskan í heild sé keypt og endur- gjald komi fyrir en ekki sé heimilt að nota orðið frítt nema um það sem fáist án endurgjalds. Gísli segir að bann verðlagsráðs hafi strax tekið gildi og væri Sanit- as óheimilt að dreifa gosdrykkjum með þessum merkingum. Sanitas hefur undanfama mán- uði selt Pepsi í dósum þar sem sagt er: 50% meira fyrir sama verð. Gísli sagði að ekki hefðu verið gerðar athugasemdir við þetta enda væri heimilt að veita kaupbæti ef kaup- bætirinn sé sama eðlis og viðkom- andi vara og einnig væri mönnum frjálst að gefa afslátt. Norræni sjónvarpssjóðurinn: Styrkur veittur til myndaflokks í umsjá Hraftis Gunnlaugssonar HRAFN Gunnlaugsson mun skrifa handrit fyrir og leikstýra myndaflokki sem sækir efnivið í islenskar fornsögur. Til þessa verkefiiis hefúr Norræni sjón- varpssjóðurinn veitt upphafs- styrk að upphæð um 3 milljónir ísl. króna. Sá styrkur er veittur til „umfangsmikillar undirbún- ingsvinnu sem liggja þarf fyrir áður en endanleg ákvörðun um upptöku verður tekin,“ segpr í frétt frá Sjónvarpinu. Þetta er í fyrsta sinn sem fé er veitt úr þessum sjóði og hlutu í það sinn fiögur verkefiii styrki. OU verk- efiiin verða unnin í samvinnu tveggja eða fleiri sjónvarps- stöðva sem aðild eiga að Nord- vision. Alls voru veittar tæpar 50 millj- ónir íslenskra króna úr sjóðnum, en gert er ráð fyrir að í framtíðinni muni sjóðurinn hafa um 100 millj- ónir króna til ráðstöfunar árlega. Þau verkefni sem fengu styrki nú eru, auk myndaflokksins sem Hrafn gerir, Norðurlönd 1814 sem er leikin heimildamynd um stjórn- málaviðburði á Norðurlöndum þetta ár, Stein 0mhoj frá norska ríkis- sjönvarpinu stjómar upptökum; Goðafræði Norðurlandabúa sem er teiknimyndasyrpa ætluð bömum um goðafræði, vestnorræna jafnt sem austnorræna, í 24 þáttum og annast fínnski hreyfílistamaðurinn Seppo Putkinen gerð þeirra fyrir hönd finnska sjónvarpsins; Axel sem er sjónvarpsmynd eftir sögu Bo Carpelans undir leikstjóm Anssa Blomstedt, myndina gerir finnska sjónvarpið. Að auki er gert ráð fyr- ir að veita styrk til norræns saka- málamyndaflokks að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sá flokkur ber heitið Det skulle væra sá sundt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.