Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTIIDAGUR 29. DÉSRMBER 1988 Bréfabindi: Fyrir A4 skjöl, 7 cm. breið. Úr plasti með stálkanti að neðan. Hvít, blá, gul, rauð og grœn að lit. Kr. 198,- stk. (10 í kassa). Tölvumöppur: Fyrir allar stœrðir tölvulista. Bláar, grcenar og rauðar að lit. Kr. 249,- stk. (10 í kassa) Skjalavasar: Úr pappa og til í ýmsum stœrðum, gerðum og litum. Frá Kr. 25,- stk. (50 í kassa) Geymslukassar: Úr pappa og í þremur gerðum og stœrðum. Kr. 39,- stk. (10-75 í kassa) skilaboð í tvíriti Kr. 290,- stk. (5 í pakka) Söludeiid HolðrfÖflhKn S.".> LR sýnir söngleik um maraþondans Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir í dag söngleikinn Heims- meistarakeppnina í maraþon- dansi eftir Ray Herman. Leik- urinn er færður upp í skemmti- staðnum Broadway. Heims- meistarakeppnin i maraþon- dansi er byggð á skáldsögunni „They shoot horses, don’t they“ eftir Horace McCoy. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sögunni með þeim Michael Sarrazin og Jane Fonda í aðalhlutverkum. Leikstjóri sýningarinnar í Bro- adway er Karl Agúst Ulfsson. Söngleikurinn fjallar um heims- meistarakeppni í maraþondansi vestur í Los Angeles árið 1935. Atburðir verksins gerast að mestu í stórum danssal, en einnig að hluta niðri við höfn, segir í frétt frá LR. Fylgst er með keppninni frá upphafi til enda og skyggnst inn í örlög nokkurra keppenda. Inn í atburðarásina fléttast vofeif- legir atburðir - mannlegur harm- leikur. „Keppni af því tagi sem hér er lýst var algeng „skemmtun" vest- ur í Bandaríkjunum á kreppuár- unum. voru þær mikil fim: Dans- að var nær linnulaust langt á þriðja mánuð og verðlaun sigur- vegaranna - eina parsins sem eft- ir stóð að. loknu tvö þúsund klukkustunda kvalastríði - voru geysihá. En flestir færðu aðeins fómir og spmngu á limminu; ör- vinlaðir allsleysingjar langt um aldur fram,“ segir í frétt LR. Með aðalhlutverk í söngleikn- um fara Pétur Einarsson sem leik- ur Rocky Gravo, dansstjórann, Helgi Björnsson sem leikur Ro- bert Syverten og Hanna María Karlsdóttir sem leikur Gloriu Be- atty. Nítján leikarar fara með hlutverk í leiknum. Sjö manna Pétur Einarsson sem dansstjórinn Rocky Gravo og Erla B. Skúla- dóttir sem Mary Hawley í Heimsmeistarakeppninni í maraþon- dansi. hljómsveit leikur undir stjóm Jó- ir marga höfunda, þeirra á meðal hanns G. Jóhannssonar, en hann em Cole Porter, George Gershwin útsetti einnig lögin. Tónlist er eft- og Irving Berlin. Fjármagnskostnaður eykst og samkeppnisstaðan veikist - segir Víglundur Þorsteinsson um álagningu vörugjalds „VÖRUGJALDIÐ veikir veru- lega samkeppnisstöðu innlendr- ar framleiðslu gagnvart innflutt- um vörum. En því miður virðist iðnaðarráðherra ekki hafa tekið eftir meginröksemdum Félags íslenskra iðnrekenda gegn vöru- gjaldinu,“ sagði Víglundur Þor- steinsson formaður FÍI er leitað var álits hans á þeim ummælum Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra að álagning vörugjaldsins raskaði ekki samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Víglundur nefndi þrennt máli sínu til stuðnings: „Fyrstu megin- áhrifin em þau að vömgjaldið er lagt á ýmis hráefni í tolli. Og þó þau séu frádráttarbær í virðisauka- kerfi við sölu á fullunninni vöm þá bindur innheimtan vemlegt fjár- magn í íslenskum framleiðsluiðn- aði. Það em tveir til þrír mánuðir og jafnvel lengri tími sem líður frá því hráefni er leyst úr tolli þar til fullunnin vara er söluhæf. Þessi fjárbinding hefur í för með sér auk- inn fjármagnskostnað og veikir um leið samkeppnisstöðu íslensku framleiðslunnar. Við höfum óskað eftir því við fjármálaráðherra að innlendir framieiðendur fái gjald- frest á vömgjaldi af hráefnum þar til kemur að skilum á vömgjaldi af vömnni fullunninni en höfum ekki fengið hlýjar móttökum enn sem komið er, hvað sem síðar verð- ur. I öðm lagi vil ég nefna að vöm- gjaldið leggst í nokkmm tilvikum á hráefni til framleiðslu vöm sem vömgjald verður ekki á fullunninni. Mun reyna á það í slíkum tilvikum hvort ríkisvaldið fellir vömgjöldin niður. Verði það ekki gert veldur það ótvírætt samkeppnisóhagræði gagnvart innflutningi. I þriðja lagi má almennt segja um álagningu vömgjaldsins að þeg- ar Alþingi tekur út úr vömr og vöruflokka til að skattleggja sér- staklega með háum neysluskatti getur það haft áhrif á heildareftir- spurn og neyslu og valdið almenn- um samdrætti í framleiðslunni. Og þegar þessar vömr em að vemlegu leyti það sem íslenskur iðnaður er að framleiða bitnar það á iðnaðin- um,“ sagði Víglundur. HJÁLPIÐ Símahappdrætti 1988 Eftirtalin símanúmer hlutu vinning: 1. vinningur Nissan Pathfinder nr. 91-53520. 2.-4. vinningur Nissan Sunny Coupé nr. 91-621445 - 91 -12338 - 94-80108. 5.-9. vinningur Nissan Sunny Sedan nr. 91 -38200 - 91-687409 - 91 -651153 -92-15857-98-21244. 10.-29. vinningur vöruúttektir hjá Gunnari Asgeirssyni hf. 91-22367 - 91-19725 - 91-38382 - 91-72017 - 91-673373 - 91-671848 - 91-74509 - 91-674100 - 91-26676 - 91-51045 - 91-52273 - 91-52837 - 93-13099 - 93-41226 - 96-71700 - 96-22320 - 96-22079 - 97-11094 - 98-22560 - 98-11533. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Morgunblaðið/Sverrir Ámi Arinbjarnarson orgelleikari heldur tónleika í Grensáskirkju á föstudag. Orgeltónleikar í Grensáskirkju ÁRNI Arinbjarnarson heldur orgeltónleika föstudaginn 30. desember kl. 20.30. Hann leikur á hið nýja orgel Grensás- kirkju, sem sett var upp í kirkjunni og vígt sl. haust. Orgelið var smíðað I orgelverksmiðjunni Bruno Christensen & Sönner í Danmörku. Á efnisskrá tónleikanna em orgelverk eftir Pachelbel, Buxtehude, Bach, d’Aquin og Boéllmann, og em sum þessara verka tengd boð- skap jólanna. Áðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.