Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 14
14__________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988_
Hof og Panþeon
eftir Einar Pálsson
Hinn 8. júní 1986 sendi undirrit-
aður frá sér í Morgunblaðinu grein
um „Róm og Rangárþing". Var þar
athuguð stóreinkennileg^ staða sem
upp er komin í fræðum íslendinga,
nánar til tekið sú, að unnt er að
beita fom-íslenzkum menningar-
háttum til að skilgreina fom-
rómverska hugmjmdafræði. Birtist
önnur grein um efnið, „Staðfesting
frá Róm“, í Morgunblaðinu 27.
sept. 1986. í SÖGU, tímariti Sögu-
félagsins, XXVI-1988, eru svo fram
settar fjörutíu tilgátur (hypotesur),
forsagnir eða forspár um það, hvað
fínnast muni í Róm við nánari rann-
sóknir. Eru tilgátumar fjörutíu
fram settar ÁÐUR en vattvangs-
rannsókn fer fram í Róm, svo að
allmörgum manninum mun þykja
í mikið ráðizt. En nú liggja sem
sagt fyrir talsverðar upplýsingar
um þetta nýstárlega efni; lesendur
koma vonandi ekki alveg af fjöllum,
þegar við er bætt. Grundvöllurinn
er að sjálfsögðu lagður í ritsafni
því, sem hér verður til styttingar
nefnt RÍM (Rætur íslenzkrar menn-
ingar).
Eldri forsögn
í raun var sagt fyrir um sam-
svörun ins helga íslenzka baugs og
hliðstæðs tákns Rómaborgar í Bak-
sviði Njálu 1969 (tilgáta 64). Þar
vora því gerðir skór, að táknmál,
sem ráðið hafði verið af íslenzkum
fomritum, mundi segja fyrir um
tengsl trúarbragða og landnáms
annarra samfélaga, helzta táknmál
klassiskrar heiðni, stjamhimin og
áttavísan og ýmislegt fleira. Þetta
hefur gengið eftir; með klassiskri
heiðni er átt við heiðinn sið Grikkja
og Rómveija. Með athugunum
þeim, sem gerðar vora í Flórenz,
og skýrðar era í ritinu Hvolfþak
himins (1985) dýpkaði myndin all-
mjög, og það svo, að óhætt má nú
telja að sleppa flestum þeim fyrir-
vöram, sem fyrr vora á hafðir.
Eftir rannsóknina í Flórenz var
leiðin greið til Rómar; því hafði
raunar verið spáð fyrir í ritinu
Rammaslag 1978, að ýmsar beinar
hliðstæður mundu fínnast með
helztu landnámshugmyndum Róm-
veija og íslendinga, og var fyrirvör-
um þá þegar sleppt. Nokkur orð
vora um þetta höfð í ensku ritgerð-
inni The Dome of Heaven, sem rit-
uð var fyrir vissa arkitekta og
áhugamenn árið 1981, svo að að-
dragandinn að því sem hér verður
frá greint er orðinn býsna langur.
Verður að ætla, að íslenzkir fræði-
menn hafi haft ærinn tíma til að
velta efninu fyrir sér.
Staðan þá
Það sem flestum mun þykja ein-
kennilegast við forspár RIM er, að
þær gengu þvert á viðteknar skoð-
anir um stofnsetningu og skipulag
Rómaborgar. Allt fram til ársins
1986 var það viðtekið, svona rétt
eins og tilviljun hefði ráðið niður-
skipan mannvirkja. Niðurstaða
RÍM var þveröfug. Hinn 21. apríl
1986 kemur svo fram ítalski arki-
tektinn Piero Maria Lugli og birtir
niðurstöður af rannsókn sinni á
borgarskipulagi Rómar hinnar
fomu. Er ekki að orðlengja það,
að þær niðurstöður staðfesta meg-
intilgátur RÍM um efnið. Spyiji ein-
hver, hvemig í ósköpunum unnt sé
að nota íslenzk gögn til að spá
fyrir um stofnsetning Rómaborgar
þvert gegn viðteknum skoðunum
þeirra manna sem taldir vora sér-
fræðingar í faginu, er svarið: verk-
lagið. Notazt var við verklag til-
gátunnar — hypotesunnar — þar
sem „skoðun“ rannsakandans er
látin lönd og leið, „álit“ hans og
annarra lagt til hliðar; niðurstöður
af rannsókn einar látnar gilda. Það
er þetta verklag sem vísað hefur
til merkingar í Róm.
Staðan nú
í Baksviði Njálu var Baugur
Rangárhverfís tekinn sem viðmiðun
Rómaborgar. Ketill hængur, land-
námsmaður, er átti sér bú að Hofí
á Rangárvöllum, er þar látinn koma
fram og segja á nútímamáli frá
meginviðmiðunum heimsmyndar
sinnar. I tímaritinu Sögu breytum
’AM
n<m
ALteKA IFÖttMA AV&V&TU-n ööGto*\M^AQC>
OOO p* Í2SB
AV*;V5Tí
Niðurstaða P.M. Lugli um sólstaðnalinu Rómar (merkt Tusculum). Hið fornfræga hof Panþeon liggur
á línunni. Athugið að suður snýr upp og norður niður á uppdrættinum.
Einar Pálsson
„í Róm jafiit sem á
Rangárvöllum var gjör-
völl sögnin miðuð við
|ól. Betri jólagjöf hafa
Islendingar vart fengið
en þessa: héðan í frá
verður eigi nákvæmari
viðmiðunargrundvöllur
fundinn í klassiskum
fornum fræðum en sá
sem varðveittist á
skinni hér norður við
yzta haf.“
við orðalagi forspárinnar til einföld-
unar og skilningsauka svo, þar sem
greint er frá þeim fjóram viðmiðun-
um er mestu skipta:
1. Það mun í ljós koma, að Róma-
borg hin foma var byggð á
Baug.
2. Það mun í ljós koma, að sá
baugur var heimsmynd, spegil-
mynd af sjóndeildarhring, þ.e.
alheimi, eins og menn skildu
hann að fomu.
3. Það mun í ljós koma, að Baugur-
inn var jafhframt skiptur í átta
geira eða rimar.
4. Það mun í ljós koma, að sumar-
og vetrarsólstöður gegndu meg-
inhlutverki í mörkuninni.
Það er þetta sem Piero Maria
Lugli fínnur og birtir eftir þijátíu
ára starf að rannsókn á upprana-
legu skipulagi Rómaborgar. Hefur
hann þá að eigin sögn notið aðstoð-
ar sérfræðinga í fomleifafræði,
bókmenntum, málfræði og fleiri
greinum. En til skýringar fyrir þá
sem ekki þekkja tilgátuformið í
vísindum skal þess getið, að þegar
það fínnst, sem spáð er fyrir, skýt-
ur það stoðum undir hvort tveggja
í senn, það sem miðað er við og
það sem reiknað er út — í þessu
tilviki Hjól Rangárhverfís og Baug
Rómaborgar.
Hof á Rang’árvöllum
Meginatriði í túlkun hins
íslenzka táknmáls varðaði Hof á
Rangárvöllum, bæ ins fyrsta land-
námsmanns héraðsins, Ketils
hængs. Ef gögn voru rétt metin lá
sá bær á þeirri sjónlínu, sem land-
námsmenn kenndu við sólstöður,
frá Bergþórshvoli í Landeyjum að
Stöng í Þjórsárdal. Enginn smá-
vandi er að fínna erlendar hliðstæð-
ur, þar sem miðað er við ólíka
landshætti og kennileiti, og þó er
það hægt. Þar skiptir sköpum eðli
Hofs frá sjónarmiði hugmynda-
fræðinnar. Það eðli mátti reikna
út og setja fram um það tilgátur.
Þetta var gert, og, eins og menn
vita, fannst skýr hliðstæða í Flór-
enz árið 1980. Sú hliðstæða byggð-
ist ekki á því, að sjónlínan kæmi í
ljós á undan viðmiðuninni, heldur
á hinu, að sjálf grandvallarviðmið-
un Flórenzborgar, Battistero di San
Giovanni (Skímarhús Jóhannesar),
var talin lítt umdeilanleg. Reiknað
hafði verið út hér nyrðra, að Hof
á Rangárvöllum hefði hlotið að
vera tengt sérstökum talnasam-
stæðum, sem helgi var á að fomu.
Þannig var Hof dæmigervingur
tölunnar 216, ef niðurstaðan var
rétt, en mörkun lands er fylgdi (í
beinum tengslum við mörkun Al-
þingis á Þingvöllum) var sama tala
þúsundföld, þ.e. 216.000 rómversk
fet frá Bergþórshvoli að Stöng. Ef
tilgátan var rétt áttu þessar tölur
að fínnast í grandvallarviðmiðun
Flórenzborgar og tengjast átta-
vísaninni suðvestur-norðaustur.
Það var þetta sem fannst — auk
fleiri efnisþátta — í grandvallarvið-
miðun Flórenz, Battistero di San
Giovanni.
Hliðstæðan í Róm
Þótt spáð hafi verið í RÍM, að
svipaðir menningarhættir mundu
finnast í Róm og á Rangárvöllum,
var sú spá að sjálfsögðu fram lögð
að breyttu breytanda. Miða varð
við annað landslag, sérstaka helgi-
daga Rómveija, mismunandi siði
og tímaskeið. En þama eram við
heppin: Piero Maria Lugli hefur
tekizt að greina sundur skipulag
Rómaborgar eftir tímaskeiðum.
Þegar þetta er ritað hafa raunar
borizt upplýsingar um fleiri fræði-
menn, er svipaðar mælingar
stunda, svo að mikil bylting virðist
á orðin þar syðra. Hér höldum við
okkur hins vegar að því einfaldasta
í fræðunum. Til að skýra, hversu
skrýtin staðan nú er, og til að sýna
hvílíka möguleika íslendingar eiga
í iðkun fomfræða, skal eitt sér-
kenni samsvöranar Rómar og
Rangárþings hér athugað og greint
frá því, hvem veg meginatriðum
ber saman hér og syðra.
Það mál varðar staðsetningu
bæjar Ketils hængs, Hofs á Rang-
áiyöllum. Samkvæmt niðurstöðum
RÍM var sá bær eigi aðeins bústað-
ur og helgistaður, Hof, heldur sjálf
viðmiðun landamörkunar dæmi-
gerð. Þetta mátti greina af tákn-
máli, sem hér er eigi staður til að
skýra. Forspáin sagði svo fyrir, að
ef hliðstæða fyndist í Róm, ætti
mikilvægt hof að liggja á sjónlínu
þeirri, er Rómveijar mörkuðu milli
tiltekinna staða á sjónlínu þeirri,
_er Rómveijar mörkuðu milli tiltek-
inna staða á sjónhring er þeir
kenndu við jól og mitt sumar. Það
var því ekki með lítilli eftirvænt-
ingu að höfundur þessarar greinar
skyggndist eftir slíku hofí á kortum
þeim, er Lugli var svo vinsamlegur
að senda honum. Og er óþarfí að
orðlengja um þetta: einmitt á þeirri
línu gat að líta það hof, sem lýst
er sem mikilfenglegasta mannvirki
er enn stendur frá fomöldinni í
Róm, eða, eins og stendur í skýr-
ingabók á ensku um efnið eftir
F.C. Pavilo: „The Pantheon, a glory
of the Etemal City, is the most
perfect of all classical monuments
in Rome.“
Skírnarhúsið og hofið
Það liggur með öðram orðum
fyrir, að frægustu og glæsilegustu
musteri Ítalíu era nú orðin einhver
fágætustu rannsóknarefni
íslenzkra fræða. Það forvitnileg-
asta við musterin tvö er þó e.t.v.
sá munur sem skilur þau að í rann-
sóknunum. í Flórenz var ákveðinn
viðmiðunardepill finnanlegur, og
musterið er þar stóð reyndist byggt
yfír hina fomu „hugmynd" Pýþag-
órasar, töluna 216. Engin leið var
að afskrifa slíkt 'sem tilviljun. Hins
vegar fannst þar ekki Mannslínan
milli Steingeitar og Krabba. í Róm
er þessu öfugt farið: þar veitir
Lugli því athygli, að hið glæsta hof
Panþeon liggur einmitt á línu þeirri
er markar sólstöður á miðjum vetri
og miðju sumri. Panþeon liggur,
svo skýrar sé að kveðið, þar sem
það hefði átt að liggja samkvæmt
niðurstöðum RÍM — byggðum á
Hofi á Rangárvöllum og táknmáli
þess. Skímarhús Jóhannesar og