Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
15
Panþeon, mikilfenglegasta musterið sem varðveitzt hefur frá tímum
Rómveija hinna fomu.
Panþeon samsvara því kröfum RÍM
af nákvæmni — en á gjörólíkan
veg. Og minna ber á, að verklag
Lugli er þveröfugt við vinnuaðferð
þá er liggur að baki RÍM: Lugli
rannsakar fomleifar og miðar
helztu minnismerki og byggingar
út frá jarðneskum mælingum og
mörkunum einvörðungu. A tákn-
máli er ekki byggt, enn síður goð-
sögnum. Má raunar segja, að
ítölum hafí til skamms tíma ekki
verið ljóst fremur en íslendingum,
að unnt væri að greina sundur og
túlka táknmál í goðsögnum. En nú
blasir sú staðreynd við — og eigi
með óglæsilegri ásýnd þar syðra.
Staðsetning Panþeons
Eitt eftirtektarverðasta einken-
nið á sólstaðnalínu Rómar er, að
þótt talið sé óyggjandi, að línan
marki jól og mitt sumar, þá er þar
miðað við sólarlag á sumri, sólar-
upprás á vetri. Þessu var öfugt
farið hér í Rangárhverfí, að líkum
málsins, miðað var við sólarupprás
lengsta dag árs að Stöng í Þjórsár-
dal, við sólarlag stytzta dag árs
að Bergþórshvoli og Þrídröngum.
Sú lína er markar sólstöður í Róm
er m.ö.o. ekki samstæða línunnar
í Rangárhverfi heldur gagnstæða
hennar. Þetta breytir þó að sjálf-
sögðu ekki mikilvægi samanburð-
arins; gerir hann aðeins óvæntari.
En sjónlína sú sem Panþeon er við
miðuð er mörkuð við borgina Tus-
culum (suðaustur af Róm) og fæð-
ingu Ágústusar keisara. Er hún
þannig hvort tveggja í senn, mörk-
un á stað — sjóndeildarhring — og
tíma — eins og hliðstæðan hér
nyrðra. En á degi vetrarsólstaðna
færðu Rómverjar gyðju, er Anger-
ona hét, fómir. Samkvæmt Lugli
var réttur dagur þessarar línu skil-
greindur sem 21. desember, og er
það athyglisvert vegna jólahelgi
Ósíris ellegar hinnar ósigrandi sól-
ar, sem mörkuð var við 25. desem-
ber. Þama er m.ö.o. ekki um að
ræða beina samsvömn við þau jól
er kristnir menn tóku síðar upp og
helguðu fæðingu Frelsarans.
Sú staðreynd, að um gagnstæðu
er að ræða í Róm, ekki samstæðu,
gerir það að verkum, að eigi er
unnt að skilgreina „Bergþórshvol"
þeirra Rómveijanna án vandlegrar
rannsóknar. Á hið sama vitanlega
við um „Stöng“. Hins er að gæta,
að slík fim efnis em nú handbær
til samanburðarrannsókna, að lítill
vafí er á fundi þessara staða í ná-
inni framtíð. Vafalaust rekur ein-
hver upp stór augu, þá er hann sér
íslenzk staðamöfn notuð á þennan
hátt í Róm, en sannleikurinn er sá,
að þau em handhæg og sjálfsögð.
Þar kemur það ekki sízt til, að
sömu nöfn má nota við samanburð
hvarvetna í hinum miklu menning-
arsamfélögum fomaldar. Þannig
getum við í framtíðinni talað um
„Bergþórshvol" margskonar ríkja,
svo sem Súmera, Hittíta og Egypta,
að ekki sé talað um þau er nær
standa á landakortinu. Nú þegar
getum við talað um „Steinkross"
(miðjuna á Rangárvöílum) Róm-
veija, þ.e. hliðstæðuna, er nefndist
Fomm Pacis, „Friðartorg". Málum
er svo langt komið, að sennilega
verður unnt að rekja fjölda staða
í Róm og festa við goðsagnir, sem
ráðnar vom hér norður við Dumbs-
haf. Sá möguleiki veldur stærri
umbreytingum en okkur hefði órað
fyrir að fyrrabragði.
Um Panþeon
Nafnið Panþeon er komið úr
grísku og notuðu Rómveijar það
yfír „alla heilaga“. Var vinna við
musterið hafín árið 27 f.Kr., og
brann það árið 80 e.Kr. en var þá
endumýjað. Árið 110 brann hofíð
aftur og var musteri það sem nú
stendur endurreist að undirlagi
Hadríans keisara árið 120—124
e.Kr. En eins og segja má um
ýmis fom mannvirki hafa verið
gerðar á því nokkrar breytingar,
til dæmis þær sem kenndar em við
Septimus Sevems og Caracalla.
Hinn 6. marz 609 breytti páfinn
Boniface IV hinu heiðna hofí í
kristna kirkju er kennd var við
Maríu. Vom þá mörg lík kristinna
manna færð úr katakombum yfír
í Panþeon, og varð þetta framar
öllu öðru til að bjarga musterinu
frá eyðileggingu. Er kirkja Panþe-
ons nú talin einskonar þjóðarkirkja
allra ítala, og er hún sérstök að
því leyti.
Sem bygging er Panþeon fræg-
ust fyrir hvolfþak sitt, sem talið
er einstakt í heiminum. í miðju
hvolfþaksins er op, um 30 fet í
þvermál, og er eigi yfír það reft.
En hvolfþakið er svo mikið um sig
og slík völundarsmíð, að ekkert
ananð hvolfþak á jörðu hér má við
það jafnast, að sögn skýringabóka.
Em þá jafnvel hvolfþök Péturs-
kirkjunnar í Róm og Maríukirkju
Flórenz ekki undan skilin.
Það sem að öðm leyti einkennir
Panþeon er einfaldleiki, tign og
fegurð. Sjö innskot em í kirkjunni,
og stóð stytta af guðinum Jupiter
Ultor í miðjunni; tekið er fram, að
sá guð hafi refsað vegendum Cæs-
ars. Fleiri guði var þama að finna,
en nú hafa menn eigi af þeim ná-
kvæmar fregnir. Svo rík er kirkja
Panþeons að minnum og tengslum
við mikilmenni fortíðar, að hér
gefst eigi rúm til að skýra það mál
nánar. Nefna ber þó, að örlítil
tengsl má greina við ísland innan
veggja Panþeons: þar stendur mik-
ið verk eftir Thorvaldsen og er tal-
ið fágætlega gott, gert yfír Con-
salvi kardínála (1755—1824).
Staðan árið 1988
Þegár sá sem þetta ritar skoðaði
Panþeon árið 1972, var þar til leið-
sagnar kona ein mikil og menntuð
í listfræði, • sem spurð var um mál
kirkjunnar og hugsanlega tölvísi.
Er það ein þeirra minninga er eigi
hverfa úr hugskotinu, að kona þessi
brást ókvæða við, kvað hin upp-
mnalegu mál engu skipta, enda
væri tölvísi utan hennar áhuga-
sviðs. Hugsaði ég með mér, að þar
gerðist listfræðingurinn berari að
meiri skammsýni en efni stæðu til.
Þegar þetta er ritað er ná-
kvæmnisrannsókn í Panþeon óunn-
in með hliðsjón af þeim óvæntu
viðhorfum er skapazt hafa hér
nyrðra. Að sinni skal því aðeins
bent á örfáa möguleika sem lesa
má úr stöðunni. Þar ber þess fyrst
að geta, að tvö meginhugtök fomr-
ar tölvísi ætti að vera að fínna í
Panþeon, ef Hof á Rangárvöllum
er haft til samanburðar. Annað er
talan 216, ellegar talnamna sú sem
einkennir þá tölu, hitt er talan
256. Nánar til tekið ætti þama að
mega fínna hugtak Tenings (sem
tengdist talnamnu 216) og hugtak
Pólstjömu (er endurspeglaðist í
tölunni 16 x 16 = 256).
Ef við athugum fyrst hugtak
Tenings stingur í augu, að Panþeon
er nú talið 142—3 fet á hæð — og
að breiddin er talin jöfn hæðinni.
Á hið sama við um lengd, þ.e. ef
unnt er að tala um breidd og lengd
í kirkju sem er hringlaga. Nær
væri að tala um þvermálið, en
þama opnast samanburður við
kirkju Maríu blómsins í Flórenz,
sem einmitt er áttstrend, enda þótt
talin sé gerð um hugmynd tenings
(60x 60x 60 = 216000). Hring-
laga form Panþeons er einnig 8—
skipt. Sá möguleiki er m.ö.o. aug-
ljós í stöðunni, að Panþeon sé hugs-
að sem hringur innan femings —
og þannig tenings. Ef svo var, og
ef „fet“ vom notuð við byggingu
musterisins, liggur sú tilgáta ljós
fyrir, að miðað hafí verið við töluna
144, þ.e. tólf sinnum tólf. Sú til-
gáta mundi leysa dæmið á einfald-
an hátt: ef miðað var við tólf
„modules“ (mælieiningar) og hugs-
unin var Teningur (er merkti stað-
festu og hald, það sem við er mið-
að) þá fellur lausnin að dæminu,
sem svo var sett upp að fomu:
27-54-108-216-432-864-
1728, en 1728 er einmitt Teningur
tölunnar 12. Ætla verður þannig,
að þeir sem slá lausu máli á Panþe-
on nú noti ekki rétta viðmiðunar-
depla. Hin íslenzka tilgáta veitir
þannig skýran möguleika á nánari
rannsókn með fastri viðmiðun. Ber
að minna á, að „fet“ vom breytileg
að fomu.
Svipuðu máli gegnir um töluna
256. Tala þessi er talan 16 marg-
földuð með sjálfri sér. Allmikið
hefur verið um þessa tölu ritað í
RÍM, og gefst eigi færi á að fara út
í þá sálma hér. Það sem máli skipt-
ir er hins vegar, að „kórintu"—
súlumar frægu, er mynda framhlið
musterisins, em einmitt sextán að
tölu. Enginn hefur, mér vitanlega,
getið sér þess til á síðari tímum,
að tala þessara súlna byggðist á
hugmyndafræði tengdri tölvísi. Nú
kemur hin íslenzka tilgáta til skjal-
anna og kveður afdráttarlaust á
um sennileikann. Má þannig segja,
að það tvennt, sem augljósast er í
byggingu Panþeons bendi nú þegar
sterklega til hliðstæðu við Hof á
Rangárvöllum. Hvort þama sé um
„tilviljun" að ræða verða merin svo
að meta með hliðsjón af þeirri stað-
reynd, að Panþeon liggur einmitt
á línu, sem sögð hafði verið fyrir
í RÍM, þ.e. línu er markaði sólstöð-
ur. Það eykur svo aftur á fjölda
rannsóknarmöguleika, að um
gagnstæðu er að ræða í Róm, eigi
samstæðu.
Hof og Loki
Það skemmtilegasta við allt
þetta er, að ekkert musteri er nú
að fínna að Hofí á Rangárvöllum,
engar fomar rústir til viðmiðunar,
ekkert, sem mælt hefur verið og
markað líkt og Lugli gerir í Róm.
Gjörvöll hugmyndafræðin hefur
verið út reiknuð af táknmáli hér
nyrðra og innbyrðis afstöðu goð-
sagna. Eins og sýnt er ffam á í
síðustu bók RIM, Stefinu, er út
kom nú í haust, virðist sama hug-
myndafræði og sama landamörk-
unin liggja til grandvallar öllum
þingum Islands, og, þar með, goða-
veldinu. Það er þessi mörkun, sem
reiknuð var út, og lögð til grand-
vallar tilgátum þeim sem prófaðar
vora í Flórenz og Róm. Á einfaldri
íslenzku merkir þetta, að grand-
völlur hins íslenzka goðaveldis var
mjög svipaður grandvelli Róma-
réttar og Endurfæðingarinnar í
Flórenz. Við stóðum ekki utan
Evrópu, við voram hluti af henni.
En það merkir þá enn, að flest sem
íslendingar nútímans hafa haft fyr-
ir satt um fákunnáttu og grófan
hugmyndaheim landnámsmanna
íslands er bábylja. Þar fór menntað
fólk á sinnar tíðar vísu.
Það hlýtur að verða með ein-
dæmum forvitnilegt að grafa eftir
fornleifum að Hofí á Rangárvöllum.
Var þar að fínna byggingu í ætt
við musteri fomrar tölvisi? Eða létu
forfeður vorir sér nægja að geyma
hugmyndafræðina í táknum?
Skrýtnast fyrir þá sem áhuga hafa
á fomum arfí íslendinga er að
hyggja að goði því er byggði Hof;
þar fór Loki, sá viðsjálsgripur.
Þetta er nú augljóst af táknmálinu;
Loki gekk aftur í Merði Valgarðs-
syni, er tók yið búi að Hofi.
En það merkir, svo einkennilegt
sem það er, að við getum sagt fyr-
ir um upphafleg goð Battistero di
San Giovanni í Flórenz og Panþe-
ons í Róm. Þar ríkti Satúmus æðst-
ur; goð Tíma, Jarðar og Tenings.
Framtíðin
Vart inun á óvart koma, að Loki
átti sér gervi í Róm. Sá slægi gat
bragðið sér í allra kvikinda líki.
Hitt, hversu augljóslega má setja
fram tilgátur um samsvöran Hofs
og Panþeons af hugmynd Tenings
annars vegar, tölunnar 16 hins
vegar, hlýtur að koma jafnvel lærð-
ustu mönnum á óvart. Engu er
líkara ÁÐUR en vettvangsrann-
sókn er gerð og meðan einungis
er miðað við gögn send frá Róm —
en að hliðstæða musteranna
tveggja sé nú þegar geimegld.
Það sem ítölskum fræðimönnum
mun koma mest á óvart er þó ótal-
ið. Af hinni íslenzku hliðstæðu
hljótum við að setja fram þá til-
gátu, að lína sú sem nú er kennd
við Tusculum og Ágústus keisara,
sé mörgum öldum eldri og varði
sjálfa stofnsetning Rómaborgar.
Áð sjálfsögðu er þetta ekki gefíð —
hugsanlega var Róm endurmörkuð
og þann veg endurstofnuð þrem
eða fjóram sinnum. En möguleikinn
sem í samanburði Hofs og Panþe-
ons felst er slíkur, að ætla má
mikinn hluta svonefndra „Tróju“-
sagna við bundinn. Þannig er Hof
á Rangárvöllum ein helzta viðmið-
un þess goðvefs er ofínn var í sögu
Njáls á Bergþórshvoli, og þar sem
annars vegar er miðað við sjónlínur
(markleiðir) í þeim vef, hins vegar
föst og ákveðin innbyrðis tengsl
milli staða á jörðu niðri, á stjam-
himni og á sjóndeildarhring, er
ekki óhugsandi að unnt muni verða
að skilgreina goðsögn Neleusar og
Peliasar (Njáls og Flosa) í Róm,
þeirra ellefu er inni brannu þar að
Hvoli Upphafs, kerlingar Heljar
(Bergþóra), Dauðans (Skarphéð-
ins), Nestors, þess er einn slapp
úr brennunni (Kára) — að ekki sé
talað um sjálfan dæmigerving lag-
ar, jarðar og lögspeki, Mörð Val-
garðsson. Er þá að sjálfsögðu átt
við goðmyndimar að baki.
í Róm jafnt sem á Rangárvöllum
var gjörvöll sögnin miðuð við jól.
Betri jólagjöf hafa Islendingar vart
fengið en þessa: héðan í frá verður
eigi nákvæmari viðmiðunargrand-
völlur fundinn í klassiskum fomum
fræðum en sá sem varðveittist á
skinni hér norður við yzta haf.
Höfundur stundar rannsóknir i
menningarsagnfræði.
Þakkir vegna
aðstoðar
við Armeníu
SENDIRÁÐ Sovétríkjanna á ís-
landi hefiir beðið Morgunblaðið
að birta eftirfarandi tilkynningu:
„Sendiráð Sovétríkjanna á ís-
Iandi lætur í ljós innilegt þakklæti
sitt til allra þeirra sem lýst hafa
yfír samúð sinni vegna hörmulegra
afleiðinga náttúrahamfaranna í
Armeníu svo og til þeirra stofnana
og einstaklinga sem hafa á ýmsan
hátt hjálpað nauðstöddum íbúum
Armeníu.“
Veiðileyfi
borguð með
greiðslu-
kortum
ÞEIR stangaveiðimenn sem
kaupa veiðileyfi hjá Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur geta nú greitt
leyfin með greiðslukortum, bæði
frá Visa og Eurocard. Er þetta
nýlunda sem talin er að muni
auka eftirspurn og sölu veiði-
leyfa þrátt fyrir sihækkandi
verðlag.
“Við eram mjög ánægðir með
að geta boðið þetta," sagði Jón G.
Baldvinsson formaður SVFR um
málið. Sagði Jón enn fremur, að
ménn gætu greitt leyfin hér eftir
með ýmsum leiðum, allt eftir því
hversu háar upphæðimar væra,
aðalatriðið væri að þeim gæfist
kostur að ganga frá veiðileyfakaup-
um með raðgreiðslum. Lágmarks-
upphæð er 25.000 krónur og geta
menn greitt það á allt að sex mán-
uðum. Næsti flokkur er þar fyrir
ofan og upp í 50.000 krónur, en
þá býðst að greiða á allt að níu
mánuðum. Loks er efsti flokkurinn,
allt að 100.000 krónur, en veiði-
leyfi í þeim flokki má greiða á allt
að tólf mánuðum.
Mörkun Rangárhverfis samkvæmt likum táknmáls sem lesa má af
goðsögnum. Sú mörkun varðaði og mörkim Alþingis á Þingvöllum.