Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Brasilía: Þekktur umhverfis- verndarsinni myrtur Sao Paulo. Reuter. MORÐINGI brasílsks umhverfisverndarsinna, Francisco Mendes, sem myrtur var í síðustu viku, gaf sig fram við lögreglu á mánudag. Mendes hafði áunnið sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn eyðingu regnskóga á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Reuter Torgsali í Belgyað afhendir viðskiptavini dagatal með mynd serb- neska flokksleiðtogans Slobodans Milosevics. Á innfelldu myndinni sést blaðsíða í tímaritinu NIN með mynd af konu Milosevics. Hann lét eyðileggja eintök með myndinni af ótta við ásakanir um persónu- dýrkun. Stjórn Júgóslavíu í kröggum: Mendes var skotinn til bana á heimili sínu í bænum Xapuri í Amazon 22. desember síðastliðinn. Morðinginn, Darci Alves Pereira, er 21 árs gamall sonur nautgripa- bónda. Að sögn lögreglu og um- hverfisverndarsamtaka beindist grunur strax að honum og bróður hans. Mendes barðist einarðlega fyrir vemdun regnskóga Amazon-svæð- Tillaga til sambandsfjár- laga felld á þjóðþinginu Belgrað. Reuter. ÞJÓÐÞING Júgóslavíu felldi í gær tillögur rikissijórnar Branko Mikulics til fjárlaga fyrir allt sambandsríkið. Áður höfðu tvö auðu- gustu sambandsríki Júgóslavíu, Króatía og Slóvenía, neitað að sam- þykkja Qárlögin Þrýstingur eykst sífellt á Mikulic um að hann segi af sér. Andstaða þinga ríkjanna tveggja þvingaði á sínum tíma sam- bandsstjórnina í Belgrað til að notast við bráðabirgðafjárveitingar langt fram á árið sem er að líða. Á ríkisfjárlögunum eru m.a. framlög til hers og ríkisstofnana ásamt stuðningi við þau héruð sem eru aftarlega á merinni efnahags- lega. Fjáriögin verða að hljóta ein- róma samþykki allra sex sambands- ríkja og beggja sjálfsstjómarhéraða Júgóslavíu til að verða að lögum. Tekið var undir kröfur um afsögn Mikulics, sem komu fram í flokks- blaðinu Borba síðastliðinn mánu- dag, í slóvenska blaðinu Delo í gær og króatíska blaðið Vjesnik sagði að „það yrði meira undrunarefni ef ríkisstjómin lifði af en hitt, að hún félli.“ Verkalýðssamband Júgó- slavíu ræddi í gær tillögu frá Kró- atíu-deild sambandsins þess efnis að borin skyldi fram vantrauststil- laga á ríkisstjómina á sambands- þinginu í Belgrað og jámbrautar- starfsmenn í Slóveníu, sem em í verkfalli, hafa krafist afsagnar Mik- ulies sem liggur undir ámæli fyrir mistök í efnahagsmálum og tengsl við hneykslismál. Dagatöl með myndum af Slobod- an Milosevic, leiðtoga kommúnista- flokksins í ijölmennasta sambands- ríkinu, Serbíu, em nú seld á götum úti í Belgrað, höfuðborg Serbíu og allrar Júgóslavíu, en Milosevic hefur haldið mjög á lofti málstað Serba, m.a. í deilum við Albani sem sakað- ir em um að kúga serbneskan minnihluta í sjálfstjómarhéraðinu Kosovo. Athygli hefur vakið að Milosevic hefur gert sér far um að eiginkona hans sé lítt áberandi í fjölmiðlum. Er talið að hann óttist ásakanir andstæðinga um að hann leyfi fylgismönnum sínum að stuðla að persónudýrkun og hann geti orð- ið að athlægi fyrir vikið. Fyrir skömmu lét hann stöðva dreifingu tímaritsins NIN með grein eftir eig- inkonuna, ásamt mynd af henni, og vom 12 þúsund eintök eyðilögð. Síðar birtist greinin en að þessu sinni án mynda. Suður-Kórea: Roh boðar að- gerðir gegn mótmælendum Seoul. Reuter. ROH TAE-WOO, forseti Suður- Kóreu, sagði í gær að framvegis yrði gripið til harðari aðgerða gegn ólögmætum vinnudeilum og mótmælum sem beinast að stjórnvöldum. Hann réðst að rót- tækum verkamönnum og stúd- entum í ávarpi sem hann flutti í beinni sjónvarpSútsendingu frá forsetabústaðnum að afloknum fúndi ríkisstjómarinnar og for- manna stjórnarflokkanna. í ávarpinu sagði Roh að þjóðin hefði að undanfömu orðið vitni að ólöglegum aðgerðum sem stofnuðu lýðræði landsins í hættu, brytu gegn lögum og reglum samfélagsins og stefndu hagsæld þjóðarinnar í voða. „Það eru daglegir viðburðir að athafnalíf í skóium og verksmiðjum landsins lamist og umferðaröng- þveiti skapist vegna ólöglegra mót- mæla. Mótmælendur setjast að í opinbemm skrifstofum, erlendum sendiráðum og þinghúsinu og eld- sprengjum er varpað að skrifstofum stjómmálaflokkanna," sagði Roh. Stjómarerindrekar segja að þetta sé harðorðasta aðv.ömn sem Roh hefur veitt mótmælaöflum í landinu frá því að hann tók við völdum í febrúar síðastliðnum, eftir fyrstu frjálsu kosningamar í Suður-Kóreu í 16 ár. Reuter Torséða árásarvopnið gegn fjárlagahallanum Sjónvarpsmál Dana: að enginn atburður á árinu 1988 hefði skaðað ímynd Brasilíu erlend- is jafn mikið og morðið á Mendes. isins og beitti sér gegn fjölgun naut- gripabúa á svæðinu. Umhverfis- vemdarsinnar, kirkjunnar menn og vinstri sinnaðir stjómmálamenn halda því fram að ríkisstjóm lands- ins beri ábyrgð á dauða hans. Skömmu fyrir andlát sitt skýrði Mendes yfirvöldum frá því að naut- gripabóndi nokkur hefði ráðið leigu- morðingja til að ráða sig af dögum. í brasílska dagblaðinu Folha de Sao Paulo var því haldið fram í gær PLO skorar á ísraela: Vilja ráð- stefiiu um hryðjuverk Dammam. Reuter. FULLTRÚI PLO, Frelsissam- taka Palestínumanna, hefúr skorað á ísraelsstjórn að taka þátt í ráðstefiiu ásamt PLO um hryðjuverkastarfsemi og leiðir til að koma i veg fyrir hana. „Við erum reiðubúnir að setj- ast niður með ísraelum og taka þátt í ráðstefnu í Washington eða New York þar sem rætt yrði fyrir opnum tjöldum um hryðj u verkastarfsemi, “ sagði Said Kamal, fulltrúi PLO í Kai- ró, í viðtali við saudi-arabíska dagblaðið al-Yom. „Eg segi þetta vegna þess, að nú beinast allra augu að PLO, nú vilja allir vita hver er afstaða samtakanna til hryðjuverkastarfsemi. Þess vegna skulum við hafa langa sögu stutta og gera hreint fyrir okkar dyrum.“ Fyrr í þessum mánuði gaf Yasser Arafat, leiðtogi PIX), út yfírlýsingu þar sem hann viður- kenndi tilverurétt ísraelsríkis og fordæmdi öll hryðjuverk. Indverjar og Pakist- anar semia Islamabad. Reuter. Pakistanar og Indveijar, sem hafa þrísvar sinnum borist á bana- spjót, ætla að gera með sér samn- ing um að ráðast ekki á kjarnorku- mannvirki hvorir í annars landi. Var þetta haft eftir embættis- mönnum beggja í gær. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, kemur til Islamabad í Pak- istan í dag, fímmtudag, en ekki er víst, að hann og Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, undirriti samninginn meðan á þeirri heimsókn stendur. Er sagt að fyrst verði að ræða hann í ríkisstjóm og á þingi. Koma Gandhis til Islamabad þar sem hann ætlar að sitja leiðtogafund Suðaustur-Asíuríkja er til marks um batnandi samskipti Indverja og Pak- istana. Hafa þeir lengi haft illan bif- ur hvorir á öðrum og ekki síst vegna hugsanlegrar kjamorkuvopnaeignar. Indveijar sprengdu kjarnorku- sprengju árið 1974 en fullyrða, að kjarnorkuáætlanir þeirra séu einung- is í friðsamlegum tilgangi. Stöðvarnar takast á um fréttatímann Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝJA sjópnvarpsstöðin í Danmörku, TV2, hefúr átt erfitt uppdrátt- ar frá því að henni var hleypt af stokkunum 1. október sl. Hið eigin- Iega ríkissjónvarp hefiir haft betur í samkeppninni en nú eru átök stöðvanna farin að snúast um fréttatímann. Raunar er TV2 iíka í ríkiseigu en reksturinn á að byggjast að mestu á auglýsingatekjum. Danskir sjónvarpseigendur verða þó að greiða til hennar lágt afiiota- gjald auk afnotagjaldsins af ríkissjónvarpinu en auglýsingatímarnir eru tveir á kvöldi, fimm mínútur hvor. Fréttasendingar beggja stöðv- sjónvarpsstöð og TV2 aðeins vara- anna hafa verið á sama tíma klukk- an 19.30 á kvöldin. Kannanir sýna, að aðeins um 12% áhorfenda horfa á fréttimar í TV2 en 50% á TVl fréttimar. Finnst flestum Dönum, að ríkissjónvarpið sé hin eiginlega skeifa, sem gripið er til endmm og eins. Vegna mikillar gagnrýni hefur Jörgen Schleimann, stjómandi TV2 nú ákveðið, að færa fréttatíma stöðvarinnar til klukkan 19.00 frá og með 1. janúar. Því er ekki sér- staklega fagnað af yfirstjóm Dan- marks Radio og TVl. Schleimann segir rangt, að hann hafí farið að óskum stjómmálamanna í þessu efni og ekki hafi hann heldur látið undan óskum auglýsenda. Hann hafí einungis tekið mið af því sem áhorfendur vilji. Danmarks Radio tapi aðeins andlitinu, ef eitthvað fari úrskeiðis. Fyrir TV2 sé það hins vegar banabitinn, ef fólk hætti að horfa á stöðina. Illa hefur gengið að fjármagna reksturinn með auglýsingum en í Qárlögum TV2 fyrir næsta ár er gert ráð fyrir, að auglýsingaverðið verði tvöfaldað. I þeim er raunar einnig reiknað með, að áhorfenda- fjöldinn verði helmingi meiri en hann var í upphafi þótt sannleikur- inn sé sá, að hann hefur farið lækk- andi um langa hríð. í skoðanakönn- un, sem Berlingske Tidende birti í gær, kemur fram, að 53% horfa aðallega á ríkissjónvarpið en aðeins 8% á TV2. Hefur verið áætlað að fari áhorfendur TV2 niður fyrir 10% þýði það flótta auglýsenda frá stöð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.