Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER -1988
12181
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Vandræði vegna
lánskjaravísi-
tölunnar
Nú eru þrír mánuðir síðan
ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar var mjmduð
undir þeim gunnfána að grípa
tafarlaust til varanlegra efna-
hagsaðgerða. Breyting á
grundvelli lánskjaravísitölu
var meðal þeirra fyrstu að-
gerða, sem ríkisstjórnin ætl-
aði að beita sér fyrir. Fól ríkis-
stjómin Seðlabanka íslands
að vinna að framgangi þess
jnáls. Jafnframt var ákveðið
að taka upp gengisvísitölu og
á hún að taka gildi nú um
áramótin. Heitstrengingar
stjómarherranna um breyt-
ingar á lánskjaravísitölunni
hafa hins vegar ekki enn skil-
að árangri og á þriggja mán-
aða afmæli ríkisstjómarinnar
var tilkynnt, að þessari
„fyrstu efnahagsaðgerð"
hennar hefði enn verið frestað
um þijá mánuði.
Strax á fyrstu dögum ríkis-
stjómarinnar kom fram, að
hugmyndir þær sem fæddust
í viðræðunum um myndun
stjómarinnar um breytingar
á lánskjaravísitölunni væm
óraunhæfar. Ríkisstjóminni
barst skýrsla frá Seðlabank-
anum um málið fyrstu dagana
í nóvember. í tilefni af því
sagði forsætisráðherra, að
hann vildi ekkert segja um
það, hver niðurstaða málsins
yrði, en lánskjaravísitölunni
yrði breytt. Um miðjan nóv-
ember sagði Jón Sigurðsson,
viðskiptaráðherra, í samtali
við Alþýðublaðið: „Éggeri ráð
fyrir að breytingar á láns-
kjaravísitölu komi til fram-
kvæmda um næstu áramót
o g það verður allt saman mjög
rækilega undirbúið." í Morg-
unblaðinu í gær rökstyður Jón
Sigurðsson þriggja mánaða
ffestun á gildistöku nýrrar
lánskjaravísitölu meðal ann-
ars með þessum orðum:
„Undirbúningurinn að hinni
nýju lánskjaravísitölu er að
mínu mati ekki orðinn nægi-
lega góður, einkum í banka-
kerfinu."
Efasemdir manna um gildi
þeirrar stefnu, sem ríkis-
stjórnin mótaði með stjómar-
sáttmála sínum, snýst um efni
málsins en ekki það, hvemig
tæknilegum undirbúningi er
háttað. í fyrsta lagi er dregið
í efa, að löglegt sé að breyta
lánskjaravísitölu. í öðm lagi
er dregið í efa, að sú hug-
mynd stjómmálamannanna
að láta laun vega þyngst í
lánskjaravísitölunni séu af
hinu góða og skili þeim ár-
angri sem að er stefnt.
Nú em brátt tíu ár liðin frá
því að lánskjaravísitalan kom
til sögunnar. Upphaf hennar
er að rekja til ríkisstjómar
sömu flokka og nú em við
völd, Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Framsóknar-
flokks. Hafði það lengi verið
baráttumál forsætisráðherra
þeirrar stjómar, Ólafs Jó-
hannessonar, að verðtryggja
sparifé en það markmið næst
ekki nema hið sama gildi um
lánsfé. Nú er það hins vegar
markmið Steingríms Her-
mannssonar, arftaka Ólafs í
Framsóknarflokknum, að af-
nema vísitölur af þessu tagi.
Vandræðum ríkisstjómar-
innar vegna lánskjaravísi-
tölunnar er ekki lokið. Niður-
staðan kann að verða sú, að
fleiri en ein vísitala verði
hannaðar vegna lánsfjár-
markaðarins. Yrði það svo
sem í góðu samræmi við
hrossakaupin innan ríkis-
stjómarinnar; úr því að ekki
næst samkomulag um einn
kost er þeim bara fjölgað.
Vandræðin vegna vísi-
tölunnar em til vitnis um óða-
gotið og óskhyggjuna, sem
réð myndun ríkisstjómarinn-
ar. Þau minna einnig á, að
töluverður vegur er á milli
kaldra staðreynda efnahags-
lífsins og þess veruleika, sem
stjómarherramir sjá. Það sem
þótti sjálfsagt að gera fyrir
þremur mánuðum og var þá
talið vænlegast til að bjarga
bráðum vanda reynist ekki
unnt að framkvæma þrátt
fyrir fyrirheit, viðræður,
rannsóknir og undirbúning.
Sumir hefðu talið skynsam-
legast að bíða með fyrirheitin,
þar til rannsóknir og athugun
hefðu farið fram. Slíkar
starfsaðferðir eiga hins vegar
ekki upp á pallborðið hjá
þeim, sem vilja fá sitt fram
hvað sem það kostar.
„Svartar spár“ er dreg-
ur að kjarasamningum
Morgunblaðið/Ðjami
Ævar Kvaran hyiltur í lok sýningar. Við hlið hans stendur Þórar-
inn Eyflörð.
Ævar hylltur ílok sýningar
ÆVAR Kvaran leikari var hylltur í lok frumsýningarinnar á
Fjalla-Eyvindi og konu hans í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum.
Ævar á fímmtíu ára leikafínæli á þessu ári.
Það var Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri sem flutti ávarp til
heiðurs Ævari í lok frumsýningarinnar en frumsýningargestir og
meðleikendur klöppuðu lengi fyrir hinum aldna leikara.
í leikritinu Fjalla-Eyvindi sem Jóhann Siguijónsson samdi fer
Ævar með hlutverk Arngríms holdsveika.
Spár okkar heiðarlegar og óháðar, segir Þórður Friðjónsson
BHMR gagnrýnir Þjóðhagsstofnun:
íslendingar aðilar að samn-
inguni um vemdun ósonlagsms
Rikisstjórnin hefúr, að tillögu iðnaðarráðherra, ákveðið að íslendingar
gerist aðilar að tveimur alþjóðasamningum um verndum ósonlagsins.
Annars vegar svonefndum Vínarsáttmála og hins vegar Montrealsamn-
ingnum. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra skýrði frá þessari ákvörðun
á blaðamannafundi í gær, þar sem kynnt var skýrsla nefndar sem kann-
að hefiir notkun ósoneyðandi efiia og gert tillögur um aðgerðir til að
draga úr notkun þeirra. Lagði nefiidin m.a. til að íslendingar gerðust
aðilar að fyrrnefhdum samningum og hafa verið ákveðnar aðgerðir til
að fúllnægja þeim. Samkvæmt framkvæmdaáætluninni verður mönnum
m.a. gert skylt að merkja úðabrúsa sem innihalda ósoneyðandi efni frá
1. júní 1989, og verður sala þeirra síðan óheimil eftir 1. júní 1990.
Þótt mjög lítið sé af lofttegundinni
óson í gufuhvolfinu gegnir hún afar
þýðingarmiklu hiutverki fyrir lífríki
jarðar þar sem hún stöðvar orkum-
ikla útfjólubláa geislun frá sólinni
sem er hættuleg flestum lífverum.
Eyðing ósonlagsins hefur því í för
með sér aukna útfjólubláa geislun á
jörðunni sem raskað getur lífkeðjum
lands og sjávar. Alvarlegustu áhrifin
á heilsu fólks eru fyrst og fremst
aukin tíðni húðkrabbameins, veikara
ónæmiskerfi og augnskaðar.
Sérstaklega eru það svokölluð
klórflúorkolefni sem eyða ósonlaginu
en þau eru einkum notuð í úðabrús-
um, kæli- og frystikerfum, harð- og
mjúkfroðueinangrun og sem leysiefni
í efnalaugum og rafeindaiðnaði.
Einnig má nefna halona, kolefnasam-
bönd sem innihalda bróm, sem eink-
um eru notaðir í slökkvitækjum og
brunavarnakerfum. Halonar eru mun
skaðlegri fyrir óson en klórflúorkol-
efni en notkun þeirra er hins vegar
tiltölulega lítil.
Hinn 15. júní sl. skipaði þáverandi
iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson,
nefnd til að kanna notkun efna og
efnasambanda, sem eyða ósonlaginu,
og gera tillögur um hvemig megi
draga úr þeirri notkun, svo og að
áætla kostnað þar að lútandi. í nefnd-
inni áttu sæti Sigurður M. Magnús-
son, forstöðumaður Geislavama ríkis-
ins, formaður, Eyjólfur Sæmundsson,
forstjóri Vinnueftirlits ríkisins,
Sveinn Jónsson, vélstjóri, Hermann
Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra, og Sigurbjörg
Gísladóttir, deildarefnafræðingur hjá
Hollustuvemd ríkisins.
í skýrslu nefndarinnar kemur fram
að talið er að heildamotkun ósoneyð-
andi efna á íslandi á árinu 1986
hafi verið um 200 tonn og þar af
hafi rúmlega 70 tonn verið flutt inn
sem hráefni til notkunar í iðnaði og
I framleiðslu, og um 130 tonn í hálf-
unnum og fullunnum vamingi.
Megintillaga nefndarinnar er að
ísland fylgi eftir þeim aðgerðum, er
Norðurlöndin koma sér saman um,
svo og að ísland gerist aðili að Vínar-
sáttmálanum og undirriti Montreal-
samninginn. Hefur ríkisstjómin þeg-
ar tekið ákvörðun um það eins og
áður kom fram.
Vínarsáttmálinn var undirritaður
22. mars 1985 að tilstuðlan Um-
hverfismálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Hann inniheldur ekki
ákveðin ákvæði um aðgerðir en mælst
;r til þess að þjóðimar minnki notkun
ásoneyðandi efna eins og unnt er. í
framhaldi af þessum sáttmála var
gerður samningur í Montreal 16.
september 1987 um takmörkun á
notkun og framleiðslu klórflúorkol-
efna og halona. Montrealsamningur-
inn tekur gildi 1. janúar 1989, ef
hann hefur verið samþykktur af 11
þjóðum sem jafnframt eru fulltrúar
fyrir þjóðir, sem nota að minnsta
kosti 67% af áætlaðri heildarfram-
leiðslu viðkomandi efna miðað við
árið 1986. Sex mánuðum eftir að
samningurinn tekur gildi skal notkun
þeirra klórflúorkolefna sem hann nær
til ekki vera meiri en hún var 1986.
í júlí 1993 er gert ráð fyrir að dreg-
ið hafi úr notkun þeirra um 20%
miðaðvið 1986 og50% l.júlí 1998.
Til þess að fullnægja þessum
samningum hefur verið gerð fram-
kvæmdaáætlun sem miðar að því að
hægt verði að minnka heildamotkun
klórflúorkolefna hér á landi fyrir árið
1991 um meira en 25% af notkuninni
árið 1986. Það er jafnframt skoðun
nefndarinnar, að hægt eigi að vera
að minnka heildamotkun klórflúor-
kolefna fyrir lok ársins 1994 um 50%
af notkuninni árið 1986.
Nefndin telur að kostnaður við að
draga úr notkun klórflúorkolefna hér
á landi geti orðið hliðstæður við áætl-
aðan kostnað annars staðar á Norð-
urlöndum, eða 300-400 kr. per kíló.
Heildarkostnaður við að minnka
notkun klórflúorkolefna um helming
fyrir lok ársins 1994 yrði þannig
30-40 milljónir króna, reiknað á verð-
lagi í lok ársins 1988. Þessi kostnað-
ur, sem dreifist á árin, er að hluta
vegna aukins stofnkostnaðar og að
hluta vegna aukins rekstrarkostnað-
ar.
Ósoneyðandi efni í úðabrúsum eru
um ijórðungur af heildamotkuninni
og mun hún því dragast saman sem
því svarar þegar notkun þeirra verður
bönnuð. Einnig eru áætlaðar aðgerð-
ir til að minnka notkun ósoneyðandi
efna í kæli- eða frystibúnaði, einang-
runarefnum, efnalaugum, slökkvi-
tækjum o.fl.
Af öðrum fyrirhuguðum aðgerðum
má nefna að iðnaðarráðherra hefur
skrifað fjármálaráðherra bréf þar
sem óskað er eftir því að sérstök
tollskráning verði tekin upp á klórflú-
orkolefnum sem fyrst til að auðvelda
eftirlit með innflutningi á þeim og
lagt hefur verið til að kannað verði
hvort koma megi upp aðstöðu til
aftöppunar klorflúorkolefna til endur-
vinnslu eða eyðingar.
Að sögn Sigurðar M. Magnússon-
ar, formanns nefndarinnar, hafði
nefndin samband við um 70 aðila á
meðan á starfinu stóð og sagði hann
viðbrögð við hugmyndum hennar
hafa verið jákvæð.
um, enda sé hún nánast deild í
forsætisráðuneytinu. Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofú-
unar, segir það af og frá að spám
stofúunarinnar sé stýrt annars
staðar frá og að þær séu áreiðan-
legri nú en áður vegna þess að
áreiðanlegri aflatölur liggi nú fyr-
ir með góðum fyrirvara.
Samningar BHMR áttu að losna
nú um áramótin, en vegna bráða-
birgðalaga ríkisstjómarinnar eru þeir
bundnir fram til 15. febrúar á næsta
ári. BHMR segir að spár sínar um
hagvöxt hafi verið miklu nær raun-
veruleikanum en spár Þjóðhagsstofn-
unar. Stofnunin hafi til dæmis spáð
3,6% samdrætti í landsframleiðslu
1984, en þá hefði hún aukist um
3,6%. BHMR spáir 0,3% hagvexti á
næsta ári en Þjóðhagsstofnun spáir
1,6% samdrætti.
Þá telja forsvarsmenn BHMR að
í spám Þjóðhagsstofnunar og Vinnu-
veitendasambandsins séu villandi
upplýsingar um launaþróun á und-
anförnum ámm. Ekki sé rétt að miða
við hlutfall launa af svonefndum
„vergum þáttatekjum", sem er mun
hærra hér á landi en á Norðurlöndun-
um og í Bretlandi. Páll Halldórsson
sagði að réttara væri að miða við
hlutfall launa af landsframleiðslu eða
einkaneyslu, en sá samanburður sé
íslandi mjög í óhag. Hér á landi hefði
hlutfall launa af einkaneyslu verið
70-90%, en um og yfir 100% á hinum
Norðurlöndunum. Þar hafi verið rúm
fyrir umtalsverðan spamað á meðan
innlendir og erlendir fjármagnseig-
endur 'tækju til sín stærri hluta af
einkaneyslunni á íslandi.
Páll Halldórsson sagði að hótanir
Vinnuveitendasambands íslands um
hugsanlegt atvinnuleysi hér á landi
á næsta ári væru óraunhæfar. Ef
lífskjör hér versnuðu enn myndi fólk
flytjast úr landi og þeir færu fyrst
sem yngstir væru og með mestu
menntunina.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sagði að stofnunin
ástundaði heiðarleg og fagleg vinnu-
brögð og það væri af og frá að stofn-
unin reyndi vísvitandi að draga upp
of dökka mynd af efnahagsástandinu
þegar kjarasamningar stæðu til.
Miklar sveiflur í aflaspám gætu skýrt
að hluta það sem kallað væri „kerfis-
bundið vanmat" Þjóðhagsstofnunar
á hagvexti. Aflaspá fyrir næsta ár
væri byggð á stjómvaldsákvörðum
sem þegar hefði verið tekin og hún
ætti því að vera venju fremur ná-
kvæm. BHMR segði að aflinn réði
mestu um hagvöxtinn og fyrirsjáan-
legur aflasamdráttur væri framund-
an.
Morgunblaðið/Emilía
Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR, og Páll Hall-
dórsson, formaður samtakanna, kynna þjóðhagsspá BHMR og gagn-
rýni á spár Þjóðhagsstofnunar og VSÍ.
Morgunblaðið/Bjarni
Aðgerðir til vemdar ósonlaginu vora kynntar á blaðamannafúndi í gær. Á myndinni era talið frá vinstri
Arni Þ. Árnason, skrifstofustjóri iðnaðarráðuneytisins, Eyjólfúr Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkis-
ins, Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins, og Sigur-
björg Gísladóttir, deildarefnafræðingur við Hollustuvernd ríkisins.
Aðgerðir ákveðnar til verndar ósonlaginu:
BANDALAG háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna telur að ekki sé
hægt að byggja á spá Þjóðhags-
stofúunar um hagvöxt við væntan-
Iega kröfúgerð samtakanna, sem
nú er í undirbúningi. Páll Hall-
dórsson, formaður BHMR, segir
að spár Þjóðhagsstofiiunar versni
þegar dregur að kjarasamningum
og telur líklegt að stjórnmála-
menn segi stofiiuninni fyrir verk-
Bjart framundan
eftir Þórarin Eldjárn
Þær fregnir hafa borist að stjórn-
völd hafi ákveðið að falla frá áfrýj-
un til Hæstaréttar á dómi undirrétt-
ar í Sturlumálinu svokallaða. Fram
hefur komið sá skilningur núver-
andi ráðherra mennta- og flármála
að framganga Sverris Hermanns-
sonar í málinu á sínum tíma hafi
verið hrein valdníðsla og ofsókn,
fræðslustjórinn fyrrverandi er
hreinsaður af öllum ávirðingum,
honum er boðið að ganga inn í sitt
fyrra starf á ný, taka þar upp þráð-
inn eins og ekkert hafi í skorist.
Sjálfur kaus hann þó fremur að svo
stöddu tveggja ára námsdvöl er-
lendis á kostnað ríkissjóðs.
Mér sýnist að málið hafi i aðalat-
riðum snúist um þetta: Ef embætt-
ismaður sér fram á að fjárveitingar
hins opinbera dugi ekki til að hægt
sé að fylgja fyrirmælum laga um
hlutverk og skyldur viðkomandi
embættis, hvort á hann þá frekar
að hlýða ráðherra, Alþingi og fjár-
lögum, eða lögum um starf stofnun-
ar sinnar?
Fræðslustjórinn vildi meina að
hann ætti skyldur sínar fyrst og
fremst við þá sem embætti hans
þjónaði, ekki síst böm með sér-
kennsluþarfir á Norðurlandi eystra,
hvað þau varðaði væm fyrirmæli
laga skýr og þeim yrði hann að
fylgja þó fyrirsjáanlegt væri að það
yrði mun dýrara en fjárlög gerðu
ráð fyrir. Ráðherrann taldi hins
vegar að íjárlög hlytu að ráða,
embættismönnum bæri að hlíta fyr-
irmælum yfirboðara sinna hvað sem
öllum sérlögum Iiði, til þess væru
stjómvöld að stjóma og ákveða
hvað biýnast þætti hveiju sinni,
enda væri þeirra ábyrgðin og dóm-
urinn loks kjósenda.
Öllum er kunnugt hvemig málin
þróuðust: Fræðslustjórinn sat við
sinn keip uns ráðherrann vék hon-
um úr starfi. Ur varð mikil orrahríð
sem lauk með málshöfðun fræðslu-
stjórans á hendur ríkissjóði. Dómur
undirréttar féll þar sem sannað
þótti að fræðslustjóranum hefði orð-
Hann hefur líka alltof
lengi vaðið í villu og
svíma og gert þau reg-
inmistök að taka mark
á ráðherrum, Alþingi
og fjárlögum. En nú
þarf hann þess augljós-
lega ekki lengur.
ið ýmislegt á í starfi, en spumingar-
merki var einnig sett við einhveija
hirðsiði ráðherrans. Málinu var
áfrýjað til Hæstaréttar og biðu
margir spenntir eftir úrslitum
vegna fordæmisgildis málsins, enda
var það vitað að margnefndur
fræðslustjóri var síður en svo einn
um að hafa farið fram úr fjárlögum.
í millitíðinni hafði hins vegar tekið
við ný ríkisstjórn og svo enn önn-
ur. Þar á bæ hafa nú ráðherrar
mennta- og fjármála ákveðið að
taka ómakið af Hæstarétti: Allt
málið frá upphafi var semsé ekkert
Þórarinn Elcþ'árn
annað en valdníðsla Sverris Her-
mannssonar, allar hans aðgerðir em
dæmdar ómerkar en fræðslustjór-
inn lýstúr sigurvegari. Hann hafði
rétt fyrir sér, hann var allan tímann
að beijast fyrir réttlætismálum með
réttum aðferðum.
Þetta em merkileg tíðindi, en
viðbrögð við ákvörðun ráðherranna
þóttu mér þó enn merkilegri til að
byija með: Sverrir Hermannsson
sagði sig úr Þjóðminjasafnsnefnd í
mótmælaskyni. Þetta er nefnd sem
á að gera tillögur um hvernig hefja
skuli Þjóðminjasafnið úr þeirri lægð
sem það hefur um langt skeið verið
í vegna nánasarháttar hins opin-
bera. Ég hafði eins og fleiri velunn-
arar safnsins bundið miklar vonir
við að atorka Sverris ætti eftir að
nýtast vel á þeim vettvangi, og nú
hugsaði ég sem svo: Voðaleg fljót-
fæmi er nú þetta af blessuðum
manninum, að láta í reiðikasti Þjóð-
minjasafnið gjalda þess að á hann
skyldi hallast í allóskyldu máli.
En svo fór ég að hugsa málið
betur og þá rann allt í einu upp
fyrir mér ljós: Ákvörðun Sverris um
að segja sig úr nefndinni var auðvit-
að háifétt og fullkomlega rökrétt.
Hvers vegna? Jú, er ekki deginum
ljósara, að það þarf ekki lengur
neina nefnd? Hún er orðin óþörf.
Nefndinni var ef til vill fyrst og
fremst ætlað að huga að fjáröflun-
arleiðum, en ég fæ ekki betur séð
en að fjárhagsvandi safnsins sé
endanlega úr sögunni eftir nýju
niðurstöðuna í Sturlumálinu.
Fyrir því má færa eftirfarandi
rök: Þjóðminjasafnið starfar sam-
kvæmt sérstökum lögum. Þar er
skýrt kveðið á um hlutverk þess og
skyldur. Ef maður skoðar ákvæði
laganna og ber saman við framlög
til safnsins á íjárlögum ár hvert sér
maður strax, að safnið hefur engin
tök á að sinna nema örlitlu broti
af þeim verkefnum sem því er lög-
um samkvæmt skylt að annast.
Rétt eins og Sverrir reyndi án
árangurs að knýja Sturlu til lög-
brota hafa því Alþingi og ráðherrai
árum saman knúið þjóðminjavörð
til linnulausra brota á þjóðminjalög-
unum. Hann hefur líka alltof lengi
vaðið í villu og svíma og gert þau
reginmistök að taka mark á ráð-
herrum, Alþingi og fjárlögum. En
nú þarf hann þess augljóslega ekki
lengur. Þjóðminjaverði hlýtur nú
að vera fijálst að hringja strax á
morgun í alla þá iðnaðarmenn sem
hann telur sig þurfa til að endur-
byggja hús safnsins, hann hlýtur
einnig umsvifalaust að geta kallað
til alla þá starfskrafta sem hann
telur þörf á til brýnna rannsóknar-
verkefna. Hann á ekki lengur að
þurfa að ganga um með betlistaf
til að geta borgað fyrir aðföng og
viðgerðir á safngripum. Núverandi
ráðherrar mennta- og fjármála hafa
staðfest svo ekki verður um villst,
að sjálfdæmið sé hin rétta og lofs-
verða aðferð og þeir munu því áreið-
anlega borga allt með glöðu geði
þegar reikningarnir fara að berast
í ráðuneytin.
Ekkert sé ég heldur því til fyrir-
stöðu að þjóðminjavörður megi slá
lán að vild til að fjármagna starf-
semina ef honum sýnist að brot
ráðherra og Alþingis á þjóðminja-
lögum ætli að keyra úr hófi. Mér
dettur t.d. í hug að athuga mætti
með erlend lán og grái markaður-
inn, sem ekkert aumt má sjá, er
ábyggilega allur af vilja gerður. Til
að byija með mæli ég þó með því
að þjóðminjavörður panti sér við-
talstíma í Landsbankanum og falist
eftir svo Sem eitt hundrað milljón
króna skammtímaláni til að dekka
fyrstu vikurnar. Ég er viss um að
Sverrir Hermannsson bankastjóri
tekur honum vel.
Áfram hélt ég að spinna þennan
þráð i huganum og ég verð að játa
það að mig sundlaði þegar ég fór
að átta mig til fulls á öllum mögu-
leikunum sem allt í einu blasa við:
Allra vandræði munu nú leysast og
stanslaus lögbrot leggjast af: Þjóð-
leikhúsið getur nú risið úr alkalí-
duftinu, Þjóðarbókhlaðan þotið upp
eins og gorkúla og bólgnað af bók-
um og skjölum, við fáum náttúru-
gripasafn og tónlistarhöll. Launa-
sjóður rithöfunda sjöeflist, Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra fær loks það
íjármagn sem lög kveða á um, en
flárlög hafa jafnan skorið af...
Þessari upptalningu mætti halda
lengi áfram, það er bjart framund-
an, en allt er þó undir því komið
að forsvarsmenn ofannefndra
stofnana og annarra sem íjársvelti
hefur lengi þjakað þekki sinn vitjun-
artíma. Þeirra dugur, þeirra útsjón-
arsemi og einkaframtak í lánsíjár-
öfluninni verður það sem stofnan-
irnar munu standa og falla með.
Ég sé ekki betur en ráðherramir
hafi þama dottið ofan á töfraform-
úlu sem einna helst gæti kallast
ríkis-thatcherismi ef hann væri til,
fmmkvæði og framtak einstakl-
ingsins nýtast til fulls, ekki þó í
eiginhagsmunaskyni, heldur í þágu
ríkisins, sem síðan borgar brúsann
möglunarlaust eins og mildur og
örlátur faðir.
En menn verða að bregða skjótt
við. Eins og fræðslustjórinn góði
benti raunar sjálfur á þegar hann
tók námsdvölina fram yfir starfið
þá veit enginn hversu lengi við fáum
að njóta slíkra mæringa sem núver-
andi ráðherra mennta- og fjármála.
Það er sviptivindasamt í pólitíkinni.
Hvenær sem er getur það gerst að
einn ráðherra neiti að fara á fyllirí
með öðmm með þeim hörmulegu
afleiðingum sem slíkir atburðir hafa
fýrir stjómarsamstarf. Fyrr en var-
ir gætum við setið uppi með valdníð-
inga sem beita fyrir sig Alþingi og
fjárlögum. Ég skora því á forsvars-
menn allra íjársveltra opjnberra
stofnana og sjóða að neyta nú með-
an á nefinu stendur.