Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Hraðskákmót í Valhúsaskóla Hlíðarfjall: Ekkikomið skíðafæri EKKI eru miklar likur á skíða- lyftumar í HIíðarQalli verði gangsettar fyrir áramót. „Þó töluvert hafi snjóað í bænum undanfarna daga vantar ansi mikið upp á að skíðafæri sé í Hlíðarfjalli," var það svar sem símsvari Skíðastaða gaf þeim sem vora tilbúnir með skíðin og stafina í híbýlum sínum á Akureyri í gær, svo og blaða- manni Morgunblaðsins. „Það var alveg autt í fjallinu áður en fór að snjóa, þannig að það þarf talsvert til viðbótar til að við getum opnað. Við ætluðum að troða brautir í gær, en snerum frá vegna þess að snjórinn var ailtof lítill. Þá hefur verið alveg logn og því ekkert skafið," sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það þarf að minnsta * kosti annan eins skammt og kom- inn er áður en við getum farið að troða brautirnar," sagði ívar. Peninga- gjöftil FSA FÆÐINGARDEILD Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri barst I gær peningagjöf, 25.000 krón- ur, sem veija á til áhaldakaupa. Gjöfin barst frá kvenfélaginu í Fnjóskadal og það voru þær Kristín Ketilsdóttir og Hlín Guð- mundsdóttir sém afhentu gjöfína. Gjöfin er til minningar um Amdísi Kristjánsdóttur ljósmóður frá Víði- vöilum í Fnjóskadal sem lést í nóvember síðastliðnum. A mynd Rúnars Þórs frá því í gær eru, frá vinstri: Jónas Franklín læknir, Kristín Ketilsdóttir, Hlín Guð- mundsdóttir, Bjami Rafnar yfir- læknir og Friðrika Ámadóttir yfír- ljósmóðir. Þess má geta að fæðing- ardeildinni barst önnur gjöf í síðustu viku — þá komu Lionessur í Ösp í heimsókn og færðu deild- inni myndbandstæki í jólagjöf. Hressir krakkar að undirbúa einu áramótabrennuna á Akureyri að þessu sinni. Alda Ómarsdóttir, Harpa Helgadóttir, Silja Einarsdóttir, Ómar Ingimarsson, Konráð Logi Jóhannesson og Rúnar Friðriks- SOn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Eina brennan á Akureyri um áramótin: Pabbarnir fa allt draslið - við erum eiginlega bara að hjálpa þeim! AÐEINS ein brenna verður á Akureyri á gamlárskvöld; en þessi eina verður greinilega heíj- ar stór ef svo heldur fram sem horfir. Er blaðamaður kom við hjá brennunni í gær voru nokkr- ir krakkar að vinna við að færa til drasi, voru hinir hressustu og hlökkuðu greinilega mikið til þess augnabliks er kveikt verður í öllu saman. Krakkamir, sem öll eru úr Síðu- skóla, sögðust hafa gaman af því að starfa við brennuna — en þau gætu nú kannski ekki mikið gert. „Það eru pabbar okkar sem fá allt þetta drasl — við erum eiginlega bara að hjálpa þeim,“ sagði einn krakkanna í gær. En hvar fá þeir allt þetta drasl sem komið er í brennuna? „Það komu vörubílar og gáfu okkur þetta . . . og fólk sem nennir ekki upp á öskuhauga með draslið sitt kemur hingað og hendir því.“ Og allt er þetta löglegt, enda eins gott: „Það var fengið leyfi hjá bænum til að setja allt draslið héma. Svo kemur grafa og ýtir þessu öllu í einn haug,“ sagði einn — og svo verður kveikt í á gamlárs- kvöld; pabbamir sjá um það. Krakkamir sem blaðamaður hitti við brennuna í gær voru Alda Óm- arsdóttir 10 ára, Harpa Helgadóttir 9 ára, Silja Einarsdóttir 8 ára, Ómar Ingimarsson 9 ára, Konráð Logi Jóhannesson 9 ára og Rúnar Friðriksson 9 ára. Tveir krakkar til viðbótar hafa lagt hönd á plóginn, Gerald Hastler Aðalsteinsson 10 ára og Anna Ragnheiður Jónsdóttir 10 ára, en þau voru fjarverandi í gær. Hvemig gengur svo samstarf- ið — eru allir jafnduglegir að vinna? „Nei, iss — stelpumar leita bara að einhverju Barbie-dóti meðan við vinnum verkin,“ sagði einn strákur- inn! Stelpumar voru nú aldeilis ekki sammála þessu: „Þeir em alltaf að leita að byssum — og brauði til að gefa hestum," sagði ein þeirra um strákana. En hvað sem samstarfinu líður, þá hefur safnast mikið drasl á staðinn og á eflaust eftir að loga glatt í brennunni að kvöldi gamlárs- dags. Norðurfell og Málning kaupa hús Raforku GENGIÐ hefúr veríð frá kaupum byggingarvöraverslunarinnar Norðurfells hf. á Akureyri og málningarverksmiðjunnar Máln- ingar hf. á húsi Raforku hf. við Glerárgötu. Húsið er fjögurra hæða og verður verslun Norður- fells á tveimur neðstu hæðunum. Raforka flytur aftur á móti starf- semi sína í Kaupang — þar sem Norðurfell er nú til húsa. Tryggvi Pálsson, eigandi Norður- fells, sagði Morgunblaðinu að hann hygðist opna verslun sína á nýja staðnum um miðjan janúar. Norður- fell er umboðsaðili Málningar hf. á Akureyri og þannig stendur á sam- vinnu þessara aðila um kaup á hús- inu. Eignarhlutur aðilanna verður jafn stór í húsinu og leigir Norður- fell hlut Málningar. Verslunin verð- ur á tveimur neðstu hæðunum sem fyrr segir, en skrifstofur og aðstaða fyrir starfsmenn á tveimur efstu hæðunum. Nokkuð er liðið síðan viðræður hófust um kaup Norðurfells og Málningar á húsi Raforku, en ekki var gengið endanlega frá þeim fyrr en í gær, er fulltrúi Málningar skrif- aði undir kaupsamninginn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hús Raforku sem Norðurfell og Málning hafa keypt. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skautajól VÉLFRYSTA skautasvellið við Krókeyri hefúr verið vinsælt í vetur. „Það dró aðeins úr að- sókninni fyrir jólin en svo hefur aðsóknin verið mjög góð um jólin,“ sagði Guðmundur Pét- ursson hjá Skautafélagi Akur- eyrar í samtali við Morgun- blaðið. Svellið er opið á hveij- um degi og öll kvöld nema þriðjudagskvöld og Akur- eyringar hafa einmitt nýtt sér aðstöðuna við Krókeyri mjög vel — eins og þegar Rúnar Þór Ijósmyndari leit þar við í vik- unni, er mikið var af foreldrum með böra sín. Að sögn Guð- mundar Péturssonar era krakkar í miklum meirihluta þeirra sem koma á svellið, „en það hefúr aukist á ný að fúll- orðnir komi með,“ sagði hann. Hið árlega jólahraðskákmót Taflfélags Seltjamarness verður haldið í Valhúsaskóla í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00. Þátttaka er öllum heimil og verða vegleg verðlaun veitt. Þátt- takendur eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. Karl Steinar formaður MF A KARL Steinar Guðnason var kjörinn formaður Menningar- og firæðslusambands alþýðu á fyrsta fúndi sfjórnar MFA sem kosin var á þingi Alþýðusam- bands íslands í nóvember. í byrjun næsta árs hefst vinna við ritun sögu ASÍ á vegum MFA og er stefnt að útgáfu fyrra bindis á 75 ára afinæli ASÍ árið 1991. Meðal verkefna næstu mánaða er rekstur Félagsmálaskólans, þar sem haldnar verða sérstakar námsannir eins og undanfarin ár, og sérstök námskeið í Ölfusborg- um og að Illugastöðum í Fnjóska- dal. Trúnaðarmannanámskeið verða nokkur, auk félagsmála- námskeiða og námskeiða fyrir aldraða. Vorönn Tómstundaskól- ans, sem er í eigu MFA, hefst í bytjun febrúar. Þar verður boðið upp á um 60 námskeið um fjöl- breytt efni. Þá er von á tveimur nýjum ritum á vegum MFA; „Handbók vinnustaðarins" og „Umheimurinn og ábyrgð okkar", sem fjallar um umhverfismál, frið og samstöðu þjóða. Nýr oddviti á Grundarfirði Grundarfirði. NÝR oddviti meirihluta sjálf- stæðismanna var kosinn nú í vetur á Grandarfirði. Sigríður A. Þórðardóttir kenn- ari, sem verið hefur oddviti síðustu tvö ár, gaf ekki kost á sér áfram og við tók Kristján Guðmundsson vélstjóri. Sveitarstjóm Gmndar- ijarðar skipa 5 fulltrúar, 3 fulltrú- ar sjálfstæðismanna, 1 fulltrúi framsóknarmanna og 1 fulltrúi alþýðubandalagsmanna. - Ragnheiður Slagsmál á Reykja- nesbraut TVEIMUR Svíum á leið í með- ferð vegna áfengisneyslu að Fitjum á Kjalarnesi varð sund- urorða í bíl sem sótti þá á flug- völlinn. Bíllinn var þá á Reykja- nesbraut skammt frá Iögreglu- stöðinni í Hafiiarfirði og vora mennirnir báðir ölvaðir. Þegar þeir tóku að láta hendur skipta stöðvaði bíistjórinn bílinn, mennirnir stigu út og slógust á miðri Reykjanesbrautinni. Bílstjórinn og þriðji farþeginn fóm á lögreglustöðina í Hafnar- firði að leita aðstoðar og þegar lögreglan kom að lá annar mann- anna í vegarkantinum, blóðugur í andliti og með áverka á hnakka en hinn var ósár. Meiðsli mannsins vom ekki talin alvarleg og að lok- inni skoðun á slysadeild voru báð- ir fluttir á áfangastað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.