Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
35
Jón Pálsson
héraðsdýralæknir
Við höfum verið minnt á að lífið
og tíminn líður. Jón Pálsson fyrrver-
andi héraðsdýralæknir á Selfossi er
fallinn frá 97 ára að aldri. Jón náði
óvenju háum aldri, en hann átti ætt-
ir til þess að verða háaldraður og
halda sér vel fram í andlátið.
Jón fæddist 7. júní 1891 í Þing-
múla í Skriðdal, en fluttist 8 ára
gamall með foreldrum sínum að
Tungu í Fáskrúðsfirði og ólst þar
upp. Þegar Jón hafði aldur til hóf
hann nám í Flensborgarskólanum og
fór þaðan í Menntaskólann. Þegar
Jón hafði lokið 5. bekk bauðst honum
styrkur til dýralæknisnáms í Kaup-
mannahöfn. Jóhann Siguijónsson
skáld hugði upphaflega á dýralækn-
isnám og hafði hlotið styrk til þess,
en varð svo afhuga dýralæknisnám-
inu og sneri sér að skáldskap og
nýtti ekki styrkinn. Þekktur maður
á Selfossi, Björn Sigurbjarnarson,
fékk þá styrkinn en snerist einnig
hugur. Jón Krabbe kom því svo til
leiðar að Jóni Pálssyni byðist styrkur-
inn og hóf hann þegar námið.
Skömmu eftir að Jón byijaði námið
í Kaupmannahöfn hófst heimsstytj-
öldin fyrri. Foreldrar Jóns vildu þá
að hann kæmi heim en hann hélt
náminu áfram og lauk því 1918. Jón
hafði ekki fyrr lokið prófínu en hann
gekk að eiga Áslaugu Stephensen
og voru þau gefin saman í ráðhúsinu
í Kaupmannahöfn. Strax var haldið
heim þar sem Jón tók við dýralæknis-
héraði Austurlands. 1934 fékk Jón
veitingu fyrir dýralæknisembættinu
á Suðurlandi og vann þar fram til
þess að hann lét af störfum um ára-
mót 1961—62. Þegar Jón tók við
héraðinu spannaði það allt Suður-
landið frá Selvogi austur að Lóma-
gnúp. Það gefur augaleið að ekki var
hægt að sinna dýralækningum í
nútíma skilningi við þær aðstæður
sem voru í samgöngumálum og síma-
málum. Aðalvegurinn var að mestu
bílfær í gegnum allt héraðið en út-
vegir voru lélegir. Hestar voru því
mikið notaðir fyrst framanaf enda
þótt Jón eignaðist bíl eftir að hann
kom á Selfoss. Fyrstu störf Jóns eft-
ir að hann kom á Suðurland voru
eftirlit með sauðfjárböðun og eftirlit
með mjólkurframleiðslunni og ráð-
leggingar í sambandi við hana.
Mjólkurbú Flóamanna var þá nýtekið
til starfa og í kjölfar þess kom mik-
ill uppgangur í kúabúskap. Almennar
dýralækningar stundaði Jón eins
langt út frá Selfossi og hann náði
en þar fyrir utan varð að styðjast
við leikmenn sem höfðu sýnt vilja
og hæfni til þess að fást við dýra-
lækningar. Til þess að ná sem bestum
árangri við þessar erfiðu aðstæður
efndi Jón til námskeiða fyrir þessa
menn og kenndi um helstu sjúkdóma
og helstu lyfín þannig að hægt væri
að ræða um sjúkdómana og með-
höndlun þeirra af meiri þekkingu í
síma en síminn var mikið notaður.
Auðvitað hefur á öllum tímum verið
fólk sem fengist hefur við að hjálpa
sjúkum dýrum, en þá meira af innri
þörf og nauðsyn en af getu og þekk-
ingu. Með námskeiðum Jóns og ann-
arra dýralækna barst þekkingin út.
Brautryðjendurnir voru að verki. Nú
eru þessir aðstoðarmenn að hverfa
af sjónarsviðinu'. Þeirra er ekki leng-
ur þörf. Á því svæði sem Jón þjón-
aði með þeirra hjálp eru nú 7 héraðs-
dýralæknar og 1 praktiserandi í
tengslum við Selfosshéraðið. Að auki
er dýralæknir forstöðumaður sæð-
ingastöðvarinnar í Þorleifskoti. Einn
síðasti af þessum hjálparmönnum
féll frá á síðasta ári, Þorlákur
Bjarnason, landskunnur hestamaður,
dýralæknir og bóndi í Eyjarhólum í
Mýrdal. Þeir voru miklir vinir Jón
og hann og þeir nutu ellinnar saman
eftir að Þorlákur fluttist á Selfoss
fyrir nokkrum árum. Áugamálin voru
þau sömu hjá báðum: hestamennska,
pólitík — báðir voru sjálfstæðismenn
— og landbúnaður. Margir af starf-
andi héraðsdýralæknum í dag kynnt-
ust íslenskum dýralækningum fyrst
hjá þeim Áslaugu og Jóni og var ég
einn af þeim.
Það var ómetanlegt fyrir unga
dýralækna að njóta tilsagnar góðs
kennara, en það var ekki síður gott
að koma inn á gott heimili og sjá
hvemig standa ætti að dýralækning-
um heimafyrir, en þær lögðu undir
sig heimilið þá eins og þær gera það
nú. Þegar ég tók við af Jóni kynnt-
ist ég viðhorfum bænda til hans og
verka hans. Jón var glaðlyndur og
flutti gleðina með sér. Bændurnir
kunnu vel að meta þessa eiginleika
hans og urðu margir vinir hans, en
verkin hans kunnu bændur ekki síður
að meta og myndi hvaða dýralæknir
sem er vera fullsæmdur af þeim ein-
kunnum sem hann fékk. Það fór því
ekki hjá því að samferðamenn Jóns
fólu honum ýmis trúnaðarstörf.
Hann var formaður hestamannafé-
lagsins Sleipnis og heiðursfélagi,
formaður Hrossaræktarsambands
Suðurlands um árabil og heiðurs-
félagi Landssambands hestamanna-
félaga. Jón var einn af stofnendum
Dýralæknafélags íslands, formaður
þess um tíma og heiðursfélagi og
einn af stofnendum Rótaryklúbbs
Selfoss. Jón hafði mikinn áhuga á
stjórnmálum og fór ekki dult með
að hann taldi að Sjálfstæðisflokkur-
inn bæri fram þær skoðanir sem
næst voru hans. Jón átti sæti í fýrstu
hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisfíokk-
inn og var heiðursfélagi sjálfstæðis-
félagsins Óðins á Selfossi.
Áslaug og Jón eignuðust 4 syni:
Garðar, skógarvörð, kvæntur Móeiði
Helgadóttur; Pál, tannlækni, kvænt-
ur Svövu Þorsteinsdóttur; Ólaf, for-
stjóra Steypustöðvar Suðurlands,
kvæntur Hugborgu Benediktsdóttur;
Helga, bankastjóra á Akureyri,
kvæntur Höllu Teitsdóttur. Þau hjón-
in ólu að auki upp tvær stúlkur;
Ástu Beck frá Sómastöðum, ekkju
Brynjólfs Þorvarðarsonar, og Stein-
unni Sigurðardóttur, systurdóttur
Áslaugar, gift Halídóri Jónssyni
verkfræðingi.
Ég vil að lokum láta í ljósi þakk-
læti mitt fyrir það sem ég varð að-
njótandi á heimili Áslaugar og Jóns
bæði fyrr og síðar og votta ástvinum
hans samúð mína og konu minnar.
Jón Guðbrandsson
MENNTASKÓLINN VID HAMRAHLÍÐ
ÖLDUNGADEILD
Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíó er fyrsta öldungadeild
viö framhaldsskóla hérlendis, stofnuð 1972. Við höfum því langa reynslu og
þj álfaðkennar alið.
Nútímaþjóðfélag gerir kröfur um menntun og nú um áramótin er rétti tíminn til
að hefja nám hjá okkur - hvort sem þú vilt rifja upp, bæta við eldri menntun
eða hefja nýtt nám.
Öldungadeild Menntaskólans viö Hamrahlíð býður framhaldsskólanám á 6
brautum: eðlisfræðibraut, náttúrufræðibraut, nýmálabraut, fornmálabraut,
félagsfræðibraut (hún skiptist í fjölmiðlalínu, sálfræðilínu og félagsfræðalínu)
og tónlistarbraut.
Hægt er að stunda nám í mörgum eða fáum námsgreinum.
Á vorönn 1989 býður skólinn eftirfarandi greinar:
Tungumál:
Danska
Enska
Franska
ítalska
Kínverska
Latína
Spænska
Þýska
Raungreinar:
Stærðfræði
Eðlisfræði
Efnafræði
Jarðfræði
Líffræði
Samfélagsgreinar:
Félagsfræði
Þjóðhagfræði
Bókfærsla
Listasaga
Lögfræði
Stjórnmálafræði
Heimspeki
Saga
Mannfræði
Auk þessa er boðið upp á nám í tölvufræðum, bæöi grunnnám og forrit-
un. Notaðar eru tölvur af PC- og BBC-gerðum. Boðið er fjölbreytt nám í íslensku,
bæði ritþjálfun og munnleg tjáning, bókmenntir og málfræði.
Einnig eru myndlist og leiklist kenndar við öldungadeildina.
Innritun og val í öldungadeild MH fer fram á skrifstofu skólans
frá kl. 9.00-18.00, dagana 3.-6. janúar. Skólagjald er aóeins 7.400
krónur óháó fjölda námsgreina sem þió leggió stund á.
VR og BSRB styAJa
sfnafMaga tll þátt-
tðku I námskslðlnu.
3.,5.,10.og
12.janúarkl.20-23.
Innrítunísímum
687590 og 686790.
Fjölbreytt, vandað og skemmtilegt byrj
endanámskeið fyrirfólk á öllum aldri.
Tilvalið námskeið til að losna við alla
vanmáttarkennd gagnvarttölvum.
Dagskrá:
★ Grundvallaratriði í notkun PC-tölva.
★ Stýrikerfið MS-D0S.
★ RitvinnslukerfiðWordPerfect.
★ Töflureiknirinn Multiplan.
•Ar Umræðurogfyrirspurnir.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.