Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 11

Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 11 Söii£ftónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Sigríður Jónsdóttir mezzósópr- ansöngkona hélt sína fyrstu tón- leika í Norræna húsinu sl. mið- vikudag og henni til aðstoðar var Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari. A efnisskránni voru lög eftir Bononcini, Pergolesi, Faure, Britten og lagaflokkurinn Frau- enliebe und -leben, eftir Schum- ann. Islensku lögin voru: Þú eina hjartans yndið mitt og Ég lít í anda liðna tíð, eftir Sigvalda Kald- alóns og Söngur bláu nunnanna og Jarpur skeiðar, eftir Pál ísólfs- son. Sigríður hefur undanfarin þijú ár stundað söngnám í Banda- ríkjunum og mun á næstunni ljúka BA-prófi í tónlist. Þetta er frum- raun og trúlega liður í námi henn- ar að koma fram, svo að hér gef- ur að heyra forspjall að því sem verða má að námi loknu. Sigríður hefur feikna fallega rödd, er músíklega mjög örugg og ræður þegar yfir nokkuð góðri tækni. Það óöryggi sem heyra mátti í öndun og hafði nokkur áhrif á jafnvægi raddarinnar er eitthvað sem yfirvinna má og trú- lega veldur þar nokkru um það reynsluleysi söngkonunnar, sem aðeins verður yfírunnið með frek- ara tónleikahaldi. Hvað sem þessu líður er hér á ferðinni mjög efni- leg söngkona. Efnisskráin var þannig saman- sett, að fyrst var tekist á við ítalskar „antik-aríur“, þá þýskan og franskan ljóðasöng. íslensku lögin, sem komu þar á eftir, hefðu frekar átt að vera á undan þýsku ljóðalögunum og að enda tónleik- ana á útsetningu Brittens og því saklausa alþýðulagi, Danny boy, varð til þess að niðurlag tónleik- anna var frekar dauft. Fyrsta lag tónleikanna, Per a gloria, eftir Bononcini, var mjög vel sungið og sömuleiðis Claire de lune og Aprés un Réve, eftir Faure. Lagaflokkur Schumanns er erfið tónsmíð og þó margt væri þar vel gert hjá söngkon- unni, vantaði nokkuð á fullt jafn- vægi raddarinnar. í heild voru tónleikamir uppfærðir af smekkv- ísi og músíkölsku öryggi og rödd- Sigríður Jónsdóttir in er, eins og fyrr segir, feikna falleg og býr yfir miklum mögu- leikum, bæði hvað varðar blæmót- un og styrk. Undirleikur Jónasar Ingimund- arsonar var í heild yfirvegaður og oftlega með þeim ágætum, sem hann á best til. Sínfóníutónleíkar Efiiisskrá: Mozart: Forleikur að Töfra- flautunni Beethoven: Píanókonsert nr.l Stravinski: Sinfónía í C Einleikari: Guðmundur Magn- ússon Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Tónleikamir hófust á Forleikn- um að Töfraflautunni eftir Mozart en samkvæmt fyrstu útgáfu efnis- skrár vetrarins átti að hefja þá á Serenöðunni nr. 10, fyrir tólf blás- ara og kontrabassa. Það er æði oft sem gripið er til forleikja Mozarts, þegar eitthvað fer úr- skeiðist og því finnst mörgum hlustanda það augljóst, að verið sé að nota þessi fallegu verk meistarans sem uppfyilingu, en að öðm leyti sé Mozart ekki á dagskrá. Aðalefni tónleikanna var frum- raun Guðmundar Magnússonar, píanóleikara, í fyrsta píanókon- sertinum eftir Beethoven og Sin- fónía í C eftir Stravínskí. Guð- mundur lék konsertinn af öryggi og mátti vel heyra ýmislegt fal- lega gert hjá honum, þó hljóm- Guðmundur Magnússon sveitin undir stjóm Páls P. Páls- sonar væri nokkuð hrá og ekki hljómfalleg á köflum. Guðmundur stóð sig vel og hafði greinilega unnið heimavinnuna sína vel og ástæða til að bjóða hann velkom- inn í hóp þeirra íslensku píanóleik- ara sem erindi eiga upp á hljóm- leikapallinn með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Lokaverkefnið á tónleikunum var Sinfónía í C, eftir Stravinskí. Þetta verk er samið 1938, fyrir hálfri öld og þrátt fyrir að höfund- urinn byggi verkið á eldri form- gerðum, sónötuforminu í fyrsta þætti, gamalli aríugerð með óbóið í aðalhlutverki i öðrum þætti, sem Kristján Þ. Stephensen lék mjög fallega, menúett og passepied dansformum í þriðja og eftir hæg- an inngang, eonserto grosso vinnubrögðum í þeim Ijórða, er samt langt frá því að tóntak verksins sé gamaldags, jafnvel enn í dag er það róttækara en margt það sem samið er „í dag“. Hvað sem þessu líður var flutn- ingurinn á köflum góður, þó hér og þar hefði mátt leggja áherslu á meiri skerpu í hljóðfalli og hraða en annar þáttur aftur á móti hefði mátt vera ögn hægferðugari eða meiri ró yfir honum í heild. Þetta eru f raun aðeins smámunir og í heild var verkið vel mótað af stjómandanum, Páli P. Pálssyni og hljómsveitin skilaði sínu vel. Til sölu í Grafarvogi 4ra herbergja íbúðir á góðum stað. íbúðirnar henta vel eldra fólki. Stór stofa, stórar suðursvalir og bílskúr. Örn ísebarn byggingameistari, sími 31104. LOKASMÖLUN verðurá haustbeitarlöndum Fáksá Kjalarnesi sunnudaginn 8. janúar. Þau hross sem þá verða eftir verða auglýst og seld sem óskilahross. Bíll verður í: Dalsmynnikl. 13.00 Arnarholti kl. 14.00 Saltvíkkl. 15.00 Hestamannafélagið Fákur. Til sölu húseign í miðbæ Reykjavíkur Eignin er með samþykktum teikningum af viðbyggingu, er í útleigu til skamms tíma og gefur af sér um 1,5 millj. á ári. Verð 8,5 millj. Mikið áhvílandi. Upplýsingar í síma 612437 eða 41707. 91^70 LÁRUSÞ.VALDIMARSSONframkvæmdastjori L I I WV " L I 0 / U LARUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASAU f sölu eru aö koma meðal annarra eigna: Endurnýjuð þakhæð í Laugardal rótt við Sundlaugarnar. Nánar tiltekið 4ra herb. rúmir 100 fm. 3 góð svefnherb. (geta verið 4). Mikið endurn. (gler, svalahurð, parket o.fl.). Danfoss kerfi. Góðar suðursv. Geymsluris fylgir. Sanngjarnt verð. Endurbyggð íbúð á Melunum 3ja herb. neðri hæð, ekki stór. Vel skipul. Allar innr. og taeki ný. Þríbýli. Góður bílsk. 33,8 fm. Góð lán fylgja. Laus fljótl. Góð eign - tvær íbúðir í Vogunum. Nánar tiltekið efrl hæð 90 fm meö 3ja-4ra herb. íb. og svölum. Neðri hæð 113 fm með 4ra herb. íb. Kj. 113 fm. Innb. bilsk., þvottah., geymslur. Gott vinnupláss. Mikið af tækjum og innr. er nýtt. Ræktuð lóð. Mikil og góð lán fylgja. Góð eign á góðu verði 2ja herb. suðurib. á 2. hæð 63,9 fm við Miövang í Hafnarfiröi. Sér- þvottahús. Mikil og góð sameign. Skuldlaus. Mikið útsýni. Lausfijótl. Hagkvæm skipti HEIM, OG INNRETTINGUM • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. ELDHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR OG BAD- INN RÉTTINGAR, i hvltu, hvitu og beyki, gráu, gráu og hvitu, eik, beyki, furu og aski. Við erum við hliðina á Álnabæ i Siðumúla. Opið 9-19 alla daga. Laugardaga 10-16. Sunnudaga 10-16. VER0CA.KR. 119.000,- nnréttinpar Siöumúli 32 Simi: 680624. Eftir opnunartima 667556. ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 4ra herb. góð ib. óskast i lyftuh. helst við Fannborg eða Hamraborg, Kóp. í skiptum fyrir gott raðh. við Álfhólsveg með stórum bílsk. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Opið í dag laugardag kl. 10.00-16.00. AIMENNA FASTEIGWASALAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR Stórútsölumarkaður verður haldinn á mjög góðum stað í borginni f rá 10. janúartil 10. febrúar nk. Húsnæðið er þekkt og vel auglýst. Áformað er að vera með aug- lýsingaherferð í sjónvarpi, dagblöðum og útvarpi á tímabilinu. Nokkrir sölubásar eru lausir. Upplýsingar í síma 12927.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.