Morgunblaðið - 07.01.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 07.01.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989 15 viðkvæmasta stað borgarinnar. Um næstu áramót yrði húsið að fullu uppsteypt og yrði þá byrjað að glerja það. Fljótlega eftir að þeim áfanga væri náð yrði upp- fyllingin út í Tjömina vegna bygg- ingarframkvæmdanna fjarlægð. „Allar spár um erfiðleika við byggingu ráðhússins hafa reynst- rangar," sagði Davíð Oddsson. „Jafnvel þó spámenn hafi skreytt sig með miklum fræðimannstitl- um.“ Mesta umhverfisátak hérlendis Áfram verður haldið fram- kvæmdum við að hreinsa fjörur borgarinnar með byggingu sam- ræmda rása og dælustöðvar við Ægissíðu og sagði borgarstjóri þessar holræsaframkvæmdir líklega mesta umhverfisátak sem gert hefði verið hér á landi. Mikl- ar aðrar framkvæmdir væru líka í gangi varðandi umhverfismál, t.d. væri Reykjavíkurborg mesti skógræktaraðili á landinu. Á þessu ári mun borgin planta um 300.000 tijám í borgarlandinu. Einnig verður haldið áfram bygg- ingu Laugardalsgarðsins þar sem undirbúningur húsdýragarðs fyrir reykvísk böm er nú á lokastigi. Mikið átak verður gert varð- andi bifreiðastæði í gamla mið- bænum en í þeim efnum sagði borgarstjóri að þegar hefði tölu- vert áunnist. Byggt yrði bíla- stæðahús með 150 stæðum við Bergstaðarstræti sem ætti að vera tilbúið fyrir næstu jól. Jafnframt yrði byijað á öðrum þáttum er snerta fjölgun bílastæða þó að þeim yrði ekki lokið á árinu. í gatnagerðarmálum er aðal- verkefnið að ljúka við Bústaðar- veg niður að Miklatorgi og að breyta Miklatorgi úr hringtorgi í ljósastýrð gatnamót. Það á að létta mjög á umferð sunnanmegin í borginni og verður þeim fram- kvæmdum lokið í haust. Gervilausnir I efnahagsmálum Fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir þetta ár hljóðar upp á 8,8 milljarða og ijárhagsáætlun fyrir- tækja borgarinnar í heild nálgast sömu tölu. Sagði Davíð að gert væri ráð fyrir því að 2,5 milljörð- um yrði varið til eignabreytinga. Steftit er að því að afgreiða fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 19. janúar. „Það má segja að rekstur fyrir- tækja borgarinnar gangi vel. Við höfum lagt áherslu á að greiða niður skuldir fyrirtækja en hætt er við að gervilausnir í efnahags- málum á borð við verðstöðvun veiki stöðu þeirra á árinu.“ Davíð Oddsson borgarstjóri: Förum hægar í sak irnar vegna erfið- leika í þjóðfélaginu Borgin hækkar ekki sína skatta ÚTSVAR í Reykjavík verður óbreytt á þessu ári eða 6,7%. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir í samtali við Morgun- blaðið, að borgin reyni að halda þannig á sínum rekstri, að hún þurfí ekki að hækka skatta. Þrengingar í þjóðfélaginu haS þó auðvitað áhrif á borgar- reksturinn og eitthvað hægar verði að fara í framkvæmdir af þeim sökum. Hins vegar sé alls ekki um neina stöðnun að ræða og ráðist yrði i margar mikilvægar framkvæmdir á árinu vegna mikillar Qölgunar íbúa. Rekstur fyrirtækja borg- arinnar gengur vel að sögn borgarstjóra en hann óttast að „gervilausnir í efhahagsmál- um“ á borð við verðstöðvun kunni að veikja stöðu þeirra á árinu. „Við erum hluti af þjóðfélaginu og erfíðleikar þar hljóta að koma fram í rekstri borgarinnar," sagði Davíð Oddsson. „Það hjálpar okk- ur að staðan hefur verið sterk og skuldimar óveralegar. Ríkisvaldið hefur nokkur ár í röð hækkað skatta umfram verðlagsþróun og má segja að keyri nú um þverbak í þeim efnum. Borgin hefur reynt að halda þannig á sínum málum að hún geti rekið sinn búskap án aukinna skatta. Höfðum við t.d. framkvæði að því að tilkynna að útsvar yrði óbreytt 6,7% í Reykjavík. Af þessum sökum för- um við heldur hægar í sakimar en við hefðum ella gert.“ Engin stöðnun Borgarstjóri sagði að á hinn bóginn væri ekki um neina stöðn- un að ræða. Slíkt væri ófært. Á síðasta ári hefði íbúum fjölgað meira en en þeir hefðu gert í fjör- utíu ár á undan. Hefði íbúum Borgarleikhúsið í Reykjavík. Steftit er að því að framkvæmdum ljúki á þessu ári og að hægt verði að taka leikhúsið i notkun i októbermánuði. borgarinnar fjölgað sem svaraði einum Kópavogi í borgarstjóratíð hans. Óhjákvæmilegt væri að mæta slíkri fjölgun með um- fangsmiklum framkvæmdum og væra þær því miklar á sviði skóla- mála, dagvistarmála, heilbrigðis- mála og málefna aldraðra. í skólamálum mætti nefna að á árinu á að byggja tvær nýjar skólabyggingar. Seljaskóla í Breiðholti og Foldaskóla f Grafar- vogi. Jafnframt verður byggð ný skólaálma við Grandaskóla og ný skólaálma við Hagaskóla. Auk þess mun framkvæmdum ljúka við Vesturbæjarskóla á næsta ári. Davíð sagði að borgin myndi einnig byggja barnaheimili vestur í bæ við Seljaveg og hefja bygg- ingu bamaheimila við Selás og í Grafarvogi. Jafnframt yrðu tvö eldri heimili stækkuð til að auð- velda lengri dvalartíma leikskóla- barna' á heimilum. í öldrunarmálum verður lokið við stórbygginguna á homi Vest- urgötu og Garðastrætis þar sem verður þjónustumiðstöð fyrir aldr- aða í gamla vesturbænum. Það væri þó enn óvíst hvort tækist að ljúka við heilsugæslustöð í því húsi á þessu ári. Einnig verður lokið við þjónustumiðstöð á Meist- aravöllum og byijað á miklum byggingarframkvæmdum fyrir aldraða við Skúlagötu. Þá verður opnuð ný legudeild í B-álmu Borgarspítalans og lokið verður við byggingu hjúkranar- heimila Skjóls sem Reykjavíkur- borg er þriðjungs aðili að. Þar bætast við 30 hjúkranarrými fyrir aldraða. Borgarleikhúsið opnað Af stórverkefnum borgarinnar, Borgarleikhúsinu og ráðhúsinu, er það að segja, að stefnt er að því að ljúka við Borgarleikhúsið þannig að það megi opna á þessu ári, þó einhveijir þættir í húsinu þurfi að bíða eitthvað áfram. Verður Borgarleikhúsið líklega opnað í október þó enn hafí ekki verið tekin endanleg ákvörðun þar um. Haldið verður áfram með ráð- húsbygginguna og sagði borgar- stjóri áríðandi að hún gengi hratt fyrir sig þar sem byggt væri á Afhent viðurkenn- ing fyrir starfsnám 350 starfsmenn 30 matvælafyrirtækja á höftiðborgarsvæðinu, sem sótt hafa sérstakt starfsnám í matvælaiðnaði undanfarna mánuði, tóku við viðurkenningarskjali iðnaðarráðherra 30. desem- ber sl. Auk þessa folks tóku um 70 manns á Akureyri þátt í starfs- námi þar. Námskeið þetta er vísirinn að fagmenntun almennra starfs- manna í matvælaiðnaði. Með þátt- töku í námskeiðinu er stefnt að betri starfsmöguleikum, aukinni verkkunnáttu og þekkkingu tengdri starfí og starfsumhverfi, auk þess sem lagður er grannur að frekara námi fyrir þá sem áhuga hafa á því. Námskeiðið er í heild 40 stundir. Þátttakendum af Reykjavíkur- svæðinu og fulltrúum fyrirtækja, sem fólkið vinnur hjá, vora afhent sérstök viðurkenningarskjöl í mót- töku iðnaðarráðherra, Jóns Sig- urðssonar, þann 30. desember sl. Þar kom fram ánægja allra aðila með þennan áfanga í starfsmennt- un. Námskeiðin halda áfram í Reykjavik á þessu ári og eru auk þess af fara af stað víðsvegar um landið. Hátt á þriðja þúsund manns eiga kost á þessu starfs- námi. Sérstök námskeið era einnig að hefjast í janúar fyrir verkstjóra innan matvælaiðnaðarins. Rétt til að sækja námskeiðin eiga allir félagar í Landsambandi iðnverka- fólks og Verkamannasambandi íslands. Námskeiðin era haldin á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks, en umsjón með framkvæmd og upp- byggingu starfsnámsins hefur Iðntæknistofnun íslands. (Fréttatilkynning) Víglundur Þorsteinsson formaður FÍI og Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar afhenda viður- kenningarskj öl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.