Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 36

Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 fclk í fréttum ENGLAND Skím í konungsfl ölskyldunni Aldrei hafa þau hertogahjónin Sara Ferguson og Andrés brosað jafn fallega fyrir framan myndavélarnar og þegar litla dóttir þeirra Beatrice Elizabeth Mary var skírð við hátíðlega athöfn á dögun- um. Hún er nú fjögurra mánaða gömul. Bea litla, eins og Bretar kalla hana, var hin rólegasta meðan á skírninni stóð og skrækti aðeins einu sinni — þegar erkibiskupinn af Jórvík signdi hana og jós vatni úr ánni Jórdan. Það líkaði hnátunni ekki of vel. Sagt er að Sara hafi þá orðið mjög hrærð og í sama mund hafí Díana, prinsessa, sent henni skilningsríkt bros. Elísabet drottning geislaði af ánægju en þetta er hennar fimmta barnabam. Þar fyrir utan var Beatrice klædd sama kjólnum og drottningin sjálf bar við sína eigin skírn. Sagt er að Sara hafi ekki litið betur út í háa herrans tíð en við athöfnina. Hún hefur grennst mikið og þar fyrir utan hefur fataval hennar gjörbreyst eftir að hún réð til sín þá sömu konu og sér um fataskáp Díönu prinsessu. Þá fagn- ar Sara því að menn séu hættir að býsnast yfír hve lengi hún dvaldi fjarri dóttur sinni. Nú um stundir er hún kölluð stoltasta móðir Bret- lands, stoltið tekur enginn frá ný- bakaðri móður. COSPER ©PIB io7é>5 COSPER --Þetta er allt í lagi, það er bara sýnt andlitið. Karl prins og Díana mættu vita- skuld með synina tvo, William sex ára og Harry fjögurra ára. Hér er fjölskylda Söru og Andrews samankomin. Fremri röð frá vinstri: Lafði Elmhirst, amma Söru Ferguson, Elísabet drottning, Sara með Beatrice í fanginu, drottningarmóðirin og loks frú Doreen Wright, amma Söru. Aftari röð frá vinstri: Ronald Ferguson, faðir Söru, fi-ú Caolyn Cotterell, frænka Söru, Philip prins, Peter Palumbo, frændi Söru, lafði Roxburghe, frænka Beatrice, Andrew prins, Lin- ley lávarður, frændi Beatrice, frú Susan Barrantes, móðir Söru og frú Gabrielle Greenall, frænka Beatrice. HÖNNUN Umbúðahönnun sem sérgrein — spjallað við Heimi Guðmundsson auglýsingateiknara Heimir Guðmundsson er grafískur hönnuður, útskrif- aður frá Myndlista- og Handíða- skóla íslands árið 1980. Hann hefur verið í Frakklandi við framhalds- nám og störf síðastliðin fjögur og hálft ár og tekið þátt í samsýning- um bæði hér heima og erlendis. Auk auglýsingagerðar hefur Heimir sérhæft sig í ýmiss konar umbúða- hönnun, en erlendis fara einmitt nú fram umræður um stefnubreyt- ingu í umbúðavali á Evrópumark- aði. „Helsti munurinn í faginu hér og úti er sá að erlendis eru sér- hæfðar stofur sem sjá eingöngu um andlit fyrirtækja, merki, umbúðir og þessháttar og eftir að hönnuðir hafa lagt línuna taka auglýsinga- stofurnar við. Hér eru engin sér- hæfð fyrirtæki í þessari grein. Til dæmis eru slík hönnunarfyrirtæki í París oftast með sérstakar mynd- bandsupptökur þar sem hugmyndir þeirra eru kynntar fyrir viðskipta- vininum á örskömmum tíma. Uppi eru hugmyndir um að leggja sérstaka áherslu á að losa sig við rusl með því að nota frekar varanlegri ílát, til dæmis gler sem er búið að þynna og yrði því ódýr- ara en áður. Einnig er mikið rætt um villandi upplýsingar á ílátum, þar sem þær gefi ekki nægilega til kynna hvert innihaldið er. Þar fyrir utan eru oft notuð sams konar ílát undir matvæli og kemísk efni sem getur vitaskuld verið stórvarasamt, sérstaklega þar sem börn eiga í hlut. Þess eru ótal dæmi að íslensk- ar umbúðir séu þannig úr garði gerðar. Eg fór utan með nokkur sýnishorn með mér og lét fagmenn geta sér til um hvert innihaldið væri og ollu umbúðirnar oft miklum misskilningi. Hér er talsvert um staðlaðar umbúðir, dósir og brúsa, utan um mismunandi varning. Reyndar held ég að það sé sparað of mikið á þessu sviði hér heima.“ — En auglýsingagerð hér heima almennt? „Hér má sjá mjög góðar sjón- varpsauglýsingar, fyllilega sam- keppnishæfar við þær erlendu, ef ekki betri sumar hveijar. Það virð- ist vera lögð talsverð áhersla á grín í auglýsingum, sem er gott, en að mínu mati er ekki æskilegt að höfða of oft til skopskyns neytandans. Gildi vörunnar má ekki gleymast. íslensk auglýsingagerð almennt er sambærileg við heimsmarkaðinn." — Hver eru atvinnutækifærin í þínu fagi í París? „Það eru miklu fleiri tækifæri þar enda mikill fjöldi sérhæfðra auglýsingafyrirtækja. Og þar eru líkameiri möguleikar á því að starfa sjálfstætt, eins og ég geri sem stendur. Fólk þarf að leggja miklu meira á sig þar en hér til þess að komast inn á stofur. Maður þarf alltaf að vera með möppuna undir hendinni með sýnishom af verkum sínum. Héma ræður oft miklu að maður þekkir mann og þannig kemst hann inn.“ Heimir hefur fullan hug á að leggja Islendingum lið í hönnun hverskonar umbúða á komandi sumri, enda segir hann, eins og margir sem slíkt reyna, að það skapi vissa togstreitu að vera fjarri ætt- jörð sinni svo ámm skipti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.