Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þyrla sótti Grænlending ÞYRLA af danska varðskipinu Beskytteren kom að Borg- arspítalanum, laust fyrir klukk- an hálfþrjú í gær, með sjómann af grœnlenskum rækjutogara. Maðurinn hafði veikst hastarlega og var talinn með botnlangabólgu. Skip hans var á veiðum á Dohrn- banka. Flugmaður frá Landhelgis- gæslunni fór með í ferðina m.a. til að leiðbeina þyrlunni til lendingar á Rifi, þar sem hún þurfti að taka eldsneyti. VEÐUR Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 12. JANÚAR YFIRLIT f GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á suðaustur-, suður- og suðvestúrdjúpum. Skammt suðvestur af Snæfellsnesi er 951 mb djúp og mjög víðáttumikil lægð, sem þokast norðaustur. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Suðvestan átt, víðast gola eða kaldi. Él um sunnan- og vest- an-vert landið, en bjart veður norðaustan-til. Vægt frost víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan-hvassviðri og siydda norðan- lands en suðvestan-stinningskaldi og slydduél á sunnanverðu landinu. Hiti 0 til 3 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg vestlæg vindátt og kóln- andi veður. Dálítil él á vestanveröu landinu en annars þurrt. Víöast léttskýjað á Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * * * * * * # Snjókoma * * * ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö fsl. tíma Akureyrl Reykjavfk hhl 2 1 veóur skýjaó snjóél Bergen S rignlng Helslnkl +1 akýjaö Kaupmannah. 6 léttskýjað Narssarssuaq +9 úrkoma Nuuk +12 skýjað Osló +1 skýjaö Stokkhólmur 1 lóttskýjað Þórshöfn 4 skúr Algarve 16 skýjaö Amsterdam 4 þokumóða Barcelona 12 mlstur Bartln 6 skýjað Chlcago +1 alskýjað Feneyjar S þokumóöa Frankfurt 7 léttskýjað Qlasgow 6 rignlng Hamborg S lóttskýjað Las Palmas 14 skúr London 6 skýjað Los Angeles 11 léttskýjað Luxemborg 2 |>oka Madrfd 10 mlstur Malaga 14 rianing Mallorca 14 hátfskýjað Montreal vantar New York 3 léttskýjað Orlando 18 þoka Parfs 8 skýjað Róm 13 skýjað San Dlego 12 skýjað Vfn 5 skýjað Washlngton 0 þokumóða Winnlpeg +21 snjókoma Stjórnarráðið: ÁfengisMðindi verða afiiumin ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hefur tilkynnt að sú venja að starfsmenn stjómarráðsins fái árlega keyptar tvær áfengis- flöskur á hálfvirði verði afnumin. Að sögn Ólafs Ragnars hafa starfs- menn stjómarráðsins notið þessara fríðinda um langt árabil, en hann telur að þau séu bæði óþörf og óeðlileg. Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Starfsmannafélags stjómarráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að skemmtanaráð starfsmanna stjóm- arráðsins hefði keypt áfengið sem um ræðir á innkaupsverði, og selt það síðan starfsmönnum á hálfvirði miðað við útsöluverð ÁTVR. Sagði Þórveig að mismunurinn hefði síðan verið notaður til þess að greiða nið- ur miðaverð á árshátíð starfsmanna. Ólafur Ragnar Grimsson segir það vera óeðlilegt að slík verslun með áfengi færi fram innan stjóm- arráðsins. „Þó þetta hafi tíðkast í eina tíð og síðan haldið áfram ár frá ári, þá tel ég að í nútíma þjóð- félagi og miðað við okkar viðhorf þá sé þetta bæði óþarfí og óeðli- legt. Sem betur fer em starfsmenn stjómarráðsins það vel launaðir að þeir geti keypt sér þessar tvær flösk- ur á fullu verði." Lögfræði- og stjómsýsludeild borgarinnar: Hjörleiflir B. Kvaran framkvæmdaslj óri SAMÞYKKT var á fundi borg- arráðs á þriðjudag að ráða Hjörleif B. Kvaran fram- kvæmdasljóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavikur- borgar, í stað Björns Friðfinns- sonar, sem hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu. Hjörleifur Böðvarsson Kvaran er tæplega 38 ára gamall, fæddur 3. mars 1951. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971 og embættis- prófí í lögfræði frá Háskóla ís- lands árið 1976. Hann starfaði sem lögmaður hjá borgarverk- fræðingnum í Reykjavík frá 1976 til 1982, er hann tók við starfí skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings. Frá 1985-1986 var Hjörleifur í launalausu leyfí frá starfí og var þá framkvæmdastjóri ísfílm. Hann tók að því ári liðnu aftur við fyrra starfi, en frá 1. október 1987 hef- ur hann gegnt starfi fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjóm- Hjörleifur B. Kvaran sýsludeildar borgarinnar, í leyfí Bjöms Friðfínnssonar. Ólafúr Jónsson „Flosa “ Látinn er í Reykjavík Óiafur Jónsson „FIosa“, 83 ára að aldri. Ólafiir fæddist þann 31. janúar árið 1905 í Reykjavík. Hann var sonur Jóns Jónatanssonar sjó- manns og Guðlaugar Þórólfs- dóttur. Fósturforeldrar hans voru Flosi Sigurðsson í Flosa- porti við Sölvhólsgötu og Jónína Jónatansdóttir verkalýðsforingi og kvenréttindakona. Ólafur fór í menntaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þá hélt hann til Danmerkur, settist í dansk- an verslunarskóla og tók þar versl- unarpróf. Ásamt fósturföður sínum rak hann fyrirtækið Rúllu- og hlera- gerðina um langt árabil, en það annaðist þjónustu við togaraflot- ann, meðal annars toghleraviðgerð- ir. Ólafur var virkur í félagsmálum, sérstaklega í íþróttahreyfíngunni. Hann var m.a. formaður Knatt- spymufélagsins Víkings um árabil og í stjómum knattspymuráða og íþróttasambanda. Eftir að starfsemi fynrtækis hans lagðist af, gerðist hann starfsmaður Iþróttabandalags Reykjavíkur og annaðist fíárreiður og bókhald íslenskra getrauna allt til 74. aldursárs. Ólafí var sýndur látinn Ólafur Jónsson. margvíslegur sómi. M.a. var hann heiðursfélagi í Víkingi. Síðustu æviárin hefur hann búið hjá dóttur sinni að Skipholti 54. Eiginkona hans var Svava Berents- dóttir hárgreiðslumeistari sem látin er fyrir tíu árum síðan. Ólafur læt- ur eftir sig fjögur böm. Útforin verður gerð þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.