Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 Minning: i Pálmi Frímannsson heilsugæslulæknir Fæddur 1. ágúst 1944 Dáinn 5. janúar 1989 Kveðja frá Læknafélagi Vesturlands Fráfall Pálma Frímannssonar kom okkur starfsbræðrum hans á Vesturlandi ekki á óvart. Við höfð- um um hríð fylgst með hetjulegri baráttu hans við illvígan sjúkdóm og gengum þess ekki duldir að hveiju stefndi. Það varð heldur eng- um okkar undrunarefni með hvílíkri stillingu Pálmi brást við þeim harða dómi er kveðinn var upp fyrir tæpu ári. Æðrulaus gekkst hann undir þijár skurðaðgerðir með skömmu millibili, en sinnti þess á milli dag- legum störfum sínum í Stykkis- hólmi meðan heilsa og kraftar leyfðu. Það ár sem nú er nýbyijað hefði orðið fímmtánda starfsár Pálma við heilsugæslustörf í Stykkishólmi. Aðrir eru betur til þess búnir að meta störf hans þar en ég, en þó veit ég að þau báru öll merki þeirra höfuðkosta, er prýddu hann sem persónu. Faglegur metnaður en jafnframt heilbrigð skynsemi og hófsemd héldust þar ávallt í hend- ur. í samræmi við þessar megin- reglur sem Pálmi fylgdi í störfum sínum og hvikaði sjaldan frá var honum mjög umhugað um að draga úr öllum óþarfa kostnaði í heilbrigð- isþjónustu okkar. Lagði hann þar fram dijúgan skerf, m.a. með eigin athugunum á lyQanotkun og lyfja- kaupum. Pálmi var boðberi og ötull tals- maður forvamastarfs í læknisfræði. Hann hafði þá bjargföstu trú að hver og einn maður gæti haft veru- leg áhrif á heilsu og lífslíkur sínar með lífemi sínu og gekk þar sjálfur á undan með góðu fordæmi. Sú sorglega staðreynd að hann féll sjálfur fyrir sjúkdómi er engar for- VEimir vinna gegn, dregur ekki á neinn hátt úr gildi þess að hver er sinnar heilsu smiður, en minnir okkur á að það er eins og annað takmörkunum háð. Pálmi tók virkan þátt í störfum Læknafélags Vesturlands meðan hans naut við og var um skeið for- maður félagsins. Hann sótti flesta fundi félagsins og var þar tillögu- góður til allra mála. Ég þykist þess fullviss að mál- skrúð í eftirmælum væri Pálma Frímannssyni lítt að skapi. Það telst þó vart ofmælt að við fráfall hans hafí íslensk læknastétt bmgðið lit. Við þökkum árin sem við fengum að njóta samfylgdar hans og send- um eiginkonu, dætmm og öðmm ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Arí Jóhannesson Pálmi Frímannsson er dáinn. Þrátt fyrir vitneskju um alvarleg veikindi hans, þar sem einboðið virt- ist hveijar lyktir yrðu, þykir mér fréttin um lát Pálma næsta óraun- veruleg. Það er vissulega erfitt að sætta sig við það að hann, sem virt- ist vera hreystin og heilbrigðin holdi klædd skuli nú vera horfínn af sjón- arsviðinu. Þegar við hittumst síðast á kvöldsamkomu M.A. félaga fyrir réttu ári virtist hann tæpast degin- um eldri heldur en þegar við kvödd- umst að loknu stúdentsprófí 23 ámm áður. Pálmi var einn þeirra er vaxa við nánarí kynni. Mér er einkum minn- isstæð ósérhlífni hans og samvisku- semi við vinnu að málefnum bekkj- ar og skóla. Reglusemi hans var viðbmgðið og var einn þeirra þátta í fari hans, sem hann sjálfur gerði stundum góðlátlegt grín að. Hag- yrðingur var Pálmi ágætur og nutu bekkjarsystkinin þeirra hæfileika hans við ýmis tækifæri. Nám og störf tók hann alvarlega og gekk ætíð heill að hveiju verki. Eitt sinn er bekkurinn dvaldi í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli var gerð tilraun til fjallgöngu, sem mistókst vegna veðurs. Þar um var ortur bragur tvítugur og fluttur að kvöldi hins sama dags. Pálmi lauk bragn- um með eftirfarandi vísu. Boðnar-vín er búið senn ber þó á að líta, að ennþá finnast fjallamenn fögur bíður Strýta. Marga fjallgöngu hefur Pálmi ugglaust þreytt síðar með betri ár- angri bæði sér til ánægju eða til að veita slösuðum líkn í þraut svo sem þegar flugslysið varð í Ljósu- fjöllum. Nú er Pálmi sjálfur horfínn okkur til þeirrar fjallgöngu, sem allra bíður fyrr eða síðar. Við sem eftir sitjum hrökkvum upp úr amstri hins daglega lífs og hugleiðum augnablik þá spumingu, sem aldrei fæst einhlítt svar við: „Hvers vegna hann og hvers vegna einmitt núna?“ Þegar sárasti söknuðurinn er lið- inn hjá er þó mestu um vert að eiga minningu um góðan dreng, sem auðgaði líf sinna samferðar- manna. Eiginkonu hans og dætrum og aðstandendum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjöm Pálsson í dag er til moldar borinn að Bægisá, nærri æskuslóðum sínum, Pálmi Frímannsson læknir, sem lést þann 5. janúar sl. eftir erfíða sjúk- dómslegu. Pálmi var 44 ára að aldri er hann lést. Með honum er geng- inn mikill mannkostamaður langt fyrir aldur fram, maður sem með atgervi sínu kom miklu í verk og lengi mun lifa í minningu þeirra sem nutu samfylgdar hans. Leiðir okkar Pálma lágu saman þegar hann kvæntist mágkonu minni, Heiðrúnu Rútsdóttur frá Vík í Mýrdal. Eftir að þau fluttust til Stykkishólms, þar sem Pálmi gegndi starfí heilsugæslulæknis, urðu fundir okkar þó ekki margir. Pálmi gaf sig heilshugar í starf sitt, hann kom sjaldan til Reykjavíkur og heimsóknir okkar í Stykkishólm urðu alltof fáar. Það var ávallt gam- an og lærdómsríkt að hitta Pálma, sem var óvenju trúr lífsskoðunum sínum og samkvæmur sjálfum sér alla tíð. Pálmi var jarðbundinn og ein- staklega ósérhlífinn í öllum sínum háttum, hvort heldur sem var í starfí sínu sem læknir eða flölmörg- um félagsmálastörfum í Stykkis- hólmi. Hann tranaði sér ekki fram, en valdist þó til forystu víðast þar sem hann kom nærri. Hann setti sig inn í ólíkustu mál samfélagsins og umheimsins, hafði ákveðnar skoðanir á þeim flestum, svaraði af festu þegar hann var spurður, — en þröngvaði ekki skoðunum sínum upp á annað fólk. Hann var bindind- ismáður, — en hann prédikaði ekki og var gjaman hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann stundaði líkamsrækt, útivist og holla hreyf- ingu, en amaðist síst við þeim sem kusu hægindin fremur. Hann var kröfuharður á sjálfan sig allt sitt Iíf, — en ætlaðist að öðru leyti ekki til neins af neinum. Pálmi tók á veikindum sínum af sama raunsæi og sömu skynsemi og einkenndi allt hans lífshlaup. Hann gerði sér fulla grein fyrir þvi að hveiju stefndi, vann markvisst að frágangi sinna mála og lauk þeim störfum sem hann hafði tekið að sér. Hann skrifaði m.a. ágrip af sögu ungmennafélagsins Snæ- fells og skilaði því verki með reisn örfáum dögum áður en hann lagð- ist inn á sjúkrahús í síðasta sinn. Fjölskylda min þakkar Pálma Frímannssyni fyrir dýrmæt kynni. Við biéjum Guð að styrkja Heið- rúnu, dætumar Guðbjörgu Rut, Jóhönnu Guðrúnu og Hildi Sunnu og systkini Pálma á sorgarstundu. Þau sjá nú á bak ástkærum eigin- manni, föður og bróður. Guð blessi minningu hans. Eysteinn Helgason Kveðja frá Rauða krossinum í dag er gerð útför Pálma Frímannssonar, heilsugæslulæknis í Stykkishólmi, sem andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 5. janúar sl. eftir erfíð veikindi, 44 ára gamall. Pálmi hóf störf í Stykkishólmi árið 1974 og gekk þá til liðs við Rauða krossinn. Reyndist hann öt- ull og dugandi liðsmaður og burðar- ás í deildarstarfinu. Hann var for- maður Stykkishólmsdeildar RKÍ árin 1975 til 1986 en tók þá við starfí gjaldkera sem hann gegndi til dauðadags. Pálmi byggði upp þróttmikið deildarstarf ásamt öðrum Rauða krossfélögum í Stykkishólmi, svo að eftir var tekið. Keypt var sjúkra- bifreið, skipulagðar reglulegar blóð- ■ safnanir og orlofsferðir aldraðra. Ávallt var Pálmi leiðandi afl í öllu starfí Rauða krossins, virkur þátt- takandi og skipuleggjandi hvort sem um var að ræða árlega merkja- sölu deildarinnar, blóðsafnanir eða fatasafnanir. Eitt síðasta verkefni Pálma fyrir Rauða krossinn var að skipuleggja Heimshlaupið ’88 í Stykkishólmi í september 1988. Pálmi hafði mikinn áhuga á þessu hlaupi enda fór þar saman einlægur áhugi hans á líkamsrækt og gott málefni, að koma í veg fyrir ótíma- bær dauðsföll bama af völdum smitsjúkdóma. Það var ekki laust við stolt í röddinni þegar hann sagði mér frá góðri þátttöku í hlaupinu og sjálfur hafði hann skokkað með þrátt fyrir veikindin. Um leið og við kveðjum góðan dreng, þökkum við gott starf í þágu Rauða krosshreyfíngarinnar og sendum innilegustu samúðarkveðj- ur til eiginkonu, bama og annarra aðstandenda. F.h. Rauða kross íslands, Guðjón Magnússon Stundum þrengir fortíðin sér að með slíkum ofurþunga, að maður rís varla undir byrðinni. Dagurinn verður svo ógnarlega stuttur og myrkrið skammt undan. Manni fínnst tilgangsleysi lífsins kristall- ast í hnotskum og ógnin ein og örvæntingin ráða ríkjum. Einhvem veginn er það nú samt svo að tilver- an hefur mikilvægan tilgang í sjálfu sér og líf hvers manns og framlag til samtímans markar spor, sem ekki verða afmáð. Mannkynssagan skráir kannski ekki afreksverk ein- staklinganna vegna þess að þau marka ekki djúpa ristu í gang al- heimssögunnar, en engu að síður hefur genginn vinur markað djúpa ristu í tilveru mína og þína á þann hátt að við emm annað fólk eftir en áður. Þannig er nú tilveran hveijum manni mikilsverð. Hver maður markar spor í harðfenni samfélagsins, sem mást ekki brott, hvorki í veðri né vindum. Pálmi Frímannsson markaði mörg slík spor og sum djúp. Okkar samfélag var sterkast á mennta- skólaárunum, þegar setið var í frístundum og mikilvægi tilverunn- ar rætt af djúpu viti, fjöllin klifín um helgar og ljóð ort á dýrum stundum. Á þessum árum var Pálmi ætíð í foiystu fyrir hópnum og aldr- ei skellt skollaeyrum við hans áliti. Þessir merkilegu tímar í lífí okkar hafa síðar oft orðið tilefni uppriijun- ar á skemmtilegum atburðum eða minnisstæðum tiltækjum og ætíð er nafn Pálma nefnt fyrst, einkum vegna þess, hversu mikilvægu hlut- verki hann gegndi í forystu hóps- ins. Ég trúi því að mörg þau við- horf, sem Pálmi hafði, hafí mótað okkur mörg á ýmsa íund, ég fer ekkert leynt með það, að ef maður varð fyrir því að taka sér of djúpt af skálum gleðinnar, þá fékk maður stundum nokkurt samviskubit og fann sig knúinn til þess að reyna að afsaka sig á einhvem hátt næst þegar maður hitti Pálma, svo sterk voru hans andlegu tök á sumum okkar. Nú er skarð fyrir skildi, en í þessu skarði standa minningar um mann, sem hafði það að markmiði að vera góður íslendingur, vinna sinni þjóð og sínu fólki af hégómalausum metnaði og trúmennsku. Hann barðist alla sína tíð fyrir hollu og heilbrigðu lífemi fólks bæði andlegu og líkamlegu. Hann gaf sjálfur fal- legt fordæmi um hvers konar líf hann vildi að aðrir lifðu. Pálmi Frímannsson var alinn upp í sveit, frá blautu bamsbeini þar sogar hann í sig það besta úr íslenskri bændamenningu, sem völ er á. Hann er rótfastur í íslenskri mold, hann er fjarhuga gróðafíkn og sýndarmennsku auðsins, hann er og verður fulltrúi þeirra, sem hafa trú á íslenskri þjóð og telja að hún eigi sér framtíð. Ég held að þetta hafí verið megininntakið í afstöðu hans til hlutanna. Hafí Pálmi Frímannsson heila þökk fyrir samfylgdina, hún hefur rist dýpri spor en nokkum grunar. Eiginkonu, bömum, systkinum og öllu öðru nákomnu fólki fæmm við hugheilar samúðarkveéjur. Á erfíðum stundum ríður mest á að fínna það sem er mikilvægast, í þessu tilfelli getum við öll þakkað fyrir það að hafa átt kost á að kynnast góðum manni, sem vildi gjöra sitt besta, svo allir mættu einhveija gæfu hljóta. Jón Hjartarson Hreinn Hjartarson Útför Pálma Frímannssonar læknis verður gerð frá Akureyrar- kirkju í dag. Pálmi fæddist 1. ágúst 1944 á Garðshomi á Þelamörk næst elstur átta bama hjónanna Guðfínnu G. Bjamadóttur og Frímanns Pálmasonar bónda. Guð- fínna var fædd á Hóli í Bolung- arvík, en Frímann var Eyfírðingur að ætt og uppmna og átti heima í Garðshomi mestan hluta ævi sinnar. Guðfínna og Frímann em bæði látin, en þau bjuggu í Garðshomi um þijátíu ára skeið, eignuðust átta böm sem öll komust á legg, hið mannvænlegasta fólk. Nú em aðeins fímm þeirra á lífí, Bjami dó 17 ára 1970 og fyrir rétt- um tveimur ámm lést elsta dóttirin frá eiginmanni og fjórum bömum. Útför hennar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 7. janúar 1987. Pálmi var elstur fímm bræðra, það kom því í hans hlut að hafa fomstu fyr- ir þeim í leik og starfi. Það fmmkvæði fór honum vel úr hendi, hann var elskaður og virt- ur af systkinum sínum og öðmm sem kynntust honum, enda öll fram- koma hans prúðmannleg og fáguð. Pálmi tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1965 og próf frá læknadeild Há- skóla íslands 1972. Hann var skip- aður héraðslæknir í Stykkishólms- læknishéraði 1974 og þar gegndi hann læknisstörfum og í nágranna- byggðum á Snæfellsnesi, þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests á sl. ári. Hinn 18. maí 1974 gekk Pálmi að eiga Heiðrúnu Rútsdóttur frá Vík í Mýrdal, þau stofnuðu heimili í Stykkishólmi og hafa búið þar síðan við rausn og myndarskap, heimili þeirra stóð opið vinum og vandamönnum sem nutu þar alúðar og hlýju. Þeim var tveggja bama auðið Jóhönnu sem er 12 ára og Hildi 4 ára, auk þess átti Pálmi kjördótturina Guðbjörgu. Þegar menn í blónja lífsins, fullir af Iífskrafti og starfsorku eru kall- aðir burtu frá ástvinum og lífsstarfi, stöndum við sem eftir erum alltaf jafn agndofa. Frammi fyrir þessari staðreynd spyijum við, af hveiju? Hvers vegna? En fáum ekkert svar og líklega verður okkur ekki í annan tíma ljósari smæð og vanmáttur okkar mannanna. Ég og flölskylda mín höfum fylgst með Garðshomssystkinunum frá fyrstu tíð, glaðst yfír velgengi þeirra og tekið þátt í erfiðleikum þeirra og sorgum. Dóttir okkar dvaldi langtímum saman í Garðs- homi á sumrin og bættist raunar í bamahópinn og aðlagaðist honum. Þegar Pálmi hóf nám í Háskólan- um var hann fyrst á heimili okkar og heimagangur öll háskólaár sín. Við litum á hann sem heimilis- mann, nánast fósturson hússins, hann var okkur því einkar kær, þó að samvemstundunum fækkaði með árunum, enda gegndi hann erilsömu embætti í öðmm land- hluta. Pálmi frændi hefði sómt sér vel í hvaða þjóðfélagsstétt sem hann hefði hasiað sér völl. Grandvarleiki hans, atorka og ósérhlífni ásamt góðum, farsælum gáfum hefði alltaf skipað honum á bekk meðal ágæt- ustu sonum þessarar þjóðar. 011 framganga hans mótaðist af prúðmennsku og hófsemi, hann var stilltur vel, en gat verið glaður í góðravina hópi. Hann var vel á sig komin andlega og líkamlega, þar til heilsan brast og lagði meira upp úr útivist og hollri hreyfíngu, en lyfjagjöfum. Sjálfur sýndi hann gott fordæmi með heilbrigðu og hófsömu lífemi. Við öll kona mín, dætur og annað venslafólk þökkum Pálma sam- fylgdina, vináttu og tiyggð á alltof stuttum hérvistardögum og bifjum honum allrar blessunar á þeim leið- um sem hann hefur nú lagt út á. Við vottum eiginkonu, dætrum, systkinum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar og biðjum al- góðan Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Við geymum minninguna um Pálma Frímannsson í innsta hug- skoti okkar. Jón Ólafúr Bjamason Pálmi er dáinn. Fréttin barst okkur til Stykkishólms þann 5. jan- úar. Fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng, bærinn var hnípinn. Þetta kom okkur vissulega ekki að óvör- um, en erfitt reynist samt að sætta sig við og skilja slíkt, að ungur maður sem lifað hefur svo heil- brigðu lífí sé burt kallaður á þennan hátt. Ifyrir um það bil ári síðan varð sjúkdóms vart, en hann var tilbúinn að beijast gegn honum og vonaði að hann yrði einn af þeim sem sljrppi. Þrek hans og kraftur í baráttunni var aðdáunar verður. Pálmi kom til starfa sem heilsu- gæslulæknir í Stykkishólmi árið 1974 og starfaði hér meðan heilsa leyfði. Hann var mjög félagsljmdur og nutu Stykkishólmsbúar svo og aðrir Snæfellingar þess. Það sem mér er efst í huga eru störf hans í þágu ungmennafélagshreyfíngar- innar sem voru mikil og margvís- leg, fyrir þau vil ég flytja þakkir. Árið 1978 var hann kosinn formað- ur Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og gegndi hann því í tvö ár, en þá tók hann við gjaldkerastarfi sama félags um nokkurra ára bil og eftir það ávallt í stjóm þar til á sl. ári. Það skipti hann ekki máli hvaða embætti hann gegndi, gat verið þar sem þörf var hveiju sinni. Hann var kosinn for- maður UMF Snæfells í Stykkis- hólmi í ársbyijun 1984 og gegndi því meðan kraftar leyfðu. Eg átti þess kost að starfa með honum lengst af þessi 11 ár sem hann starfaði innan ungmennafélags- hreyfíngarinnar. Ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að vinna með honum í þessum félagsskap, það var sama hvað um var að ræða þegar leitað var til hans, hvort var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.