Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR.1989 36 * —;____________ Afmæliskveðja: Guðmundur Jóns- son í Vorsabæ Þann 6. janúar sl. varð áttatíu og fimm ára Guðmundur Júlíus Jónsson í Vorsabæ f Eystri-Landeyjum. Hann fæddist 6. janúar 1904 í Neðradal undir Vestur-Eyjaflöllum, sonur hjónanna Bóelar Erlendsdóttur frá Hlíðarenda í Fljótshlíð og Jóns Ing- varssonar frá Neðradal, sem þar bjuggu þá, en seinna í Borgareyrum í sömu sveit. Guðmundur er elstur fjögurra systkina sem upp komust. En eldri bróðir hans, sem bar sama nafn, dó á fyrsta ári. Eins og önnur böm á þeim árum var Guðmundur eitthvað í farskóla, og hann var ekki gamall þegar hann fór að hjálpa til við búskapinn. Hver hönd sem gat varð að vinna, vinnan var skólinn sem þroskaði bæði líkama og sál bamsins. Einstakling- urinn varð styrkur af að taka þátt í athöfnum hinna eldri, og sjá að hann var einhvers megnugur. Hon- um var líka kennt að drengskap og heiðarleika í samskiptum við aðra skal hafa í fyrirrúmi. Og eftir þeirri kenningu breytti hann. En hann var með opin eyru og augu fyrir því sem skoplegt var. Því urðu honum minn- isstæðir ýmsir atburðir, tilsvör og uppátæki karlanna í rekstrarferð með fé til Reykjavíkur, er hann var fimmtán ára. Þeir era ekki margir orðið sem geta sagt frá svoleiðis ferðum, þær vora mörgum eftir- minnilegar þó þær væra erfíðar. Margar vertíðar fór Guðmundur til Vestmannaeyja, og þá var hann líka að vinna fyrir heimilið, því ekki var um annað að ræða en vertíðar- kaupið færi til hjálpar heima. Það var kapp í mönnum í aðgerðinni og Guðmundur lét hvergi sinn hlut, hann var hamhleypa bæði við að hausa og fletja. Stundum reyndu menn með sér og það er ekki nokk- ur vafi að hann stóð meðal þeirra fremstu. Svo þegar heim kom á vorin hélt kapphlaupið áfram, ekki við menn, heldur við gróandann. Aka skami á hóla, sinna lambánum, laga garða og girðingar. Þannig var og er starf- ið í sveitum, sá er bara munurinn að á þessum áram var það hinn líkamlegi styrkur sem erfíðaði, nú era það tannhjól tækninnar sem mala, en maðurinn vaktar. Sumstaðar er þó vont að koma tækninni við, til dæmis við smölun afréttanna á haustdögum. Þar er enn sama aðferðin og á unglings- áram Guðmundar. Hann sagði mér einhvemtímann að hann hefði farið tuttugu og fímm ferðir og þá líka stjómandi smölunar á Stakkholti. Þeir sem áttu heima við straum- vötnin urðu oft fyrir töfum við bú- störfín. Guðmundur tók í arf frá móður sinni að óttast ekki vötnin, hún var alin up á bökkum Þverár og reið hana jafnt í söðli sem karl- amir klofvega. Var heldur ekkert óstyrkari á hestbaki en þeir, það heyrði ég talað um, og hún sat hest- inn mjög vel. Hún vissi að syni henn- ar var treystandi til að velja straum- vötn, og latti hann heldur ekkert til hjálpar þegar aðrir höfðu snúið frá að fara yfír Þverá til að sækja með- ul handa veikum manni. Og Guð- mundur tók Stíganda sinn og fór. En það vora margir krókar á leið hans yfír ála Þverár í það skiptið. Og Fljótshlíðingurinn sem fylgdist með honum af hlaðinu heima hjá sér þóttist viss um að þar færi ekki Landeyingur. Þessi maður hlaut að vera vanur að sullast í vötnunum. Þessi ferð var lækning þeim sem meðulin fékk. Manni sem átti konu og böm. Og eftir viku kom hann til að tjá þakklæti sitt fyrir þessa fóm- fýsi, sem ég treysti mér ekki til í dag að meta hvað á að kalla. Og þetta var ekki eina ferð Guðmundar í líkum erindum, þó fleiri verði ekki taldar hér. Árið 1938 verða þáttaskil í lífí Guðmundar er hann giftist Jónínu Jónsdóttur í Vorsabæ, og fer að búa þar. Og sannarlega komu þau þar upp minnisvarða sem áfram mun tengja þau við framtíð mannlífs í landinu. Þau eiga á lífí sjö velgerð böm sem flest hafa skilað þeim afa- og ömmubömum. Ævilán sem er mestur gleðigjafi hveiju foreldri. Ég ætla ekki í þessum línum að §alla um búskap hans í Vorsabæ, sem þó væri auðvitað hægt, heilmik- ið. Og þá held ég Guðmundi hafí FISKI- BUFF Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Að lokinnm hátíð Þegar komið er fram undir þrettándann era flestir orðnir langeygir eftir venjulegum hvers- dagsmat enda þá búið að nýta afganga af hátíðamatnum í marga máltíðina á flestum heimil- um. Hvað er þá betra en blessaður fískurinn okkar? Það er óhætt að gera því skóna að ef um er að ræða margar teg- undir í fískbúðinni verða margir til að velja sér ýsu, hafa hana soðna með góðum kartöflum og smjön. Hvílíkur herra-mannsmat- ur. í Heimilishomi hefur áður verið á það minnst að hagkvæmt sé að kaupa það ríflega af ýsunni að nægi í aðra máltíð. Fiskurinn er þá allur soðinn í einu, það sem afgangs er er hreinsað og roðflett og geymist vel í kæliskáp í nokkra daga. Soðin ýsa er góð í eftirtalda rétti: Fiski-frikadellur 400 g soðinn hreinsaður fískur, 200 g soðnar karöflur, 1 egg, salt og pipar, graslaukur. Fiskurinn er hakkaður einu sinni í vél með kartöflum, eða hrært saman í blandara eða hræri- vél. Eggi og kryddi bætt í. Gerðar era kökur (líkt og hakk- að buff) úr farsinu, þeim velt upp úr raspi eða hveiti og brúnaðar báðum megin á pönnu. Borið fram með soðnum kartöflum og græn- metissalati, t.d. rifnum gulrófum eða gulrótum. Fiskibollur 500 g soðinn hreinsaður fískur, 1 msk. smjör, 3 msk. hveiti, 1 bolli mjólk, 1 bolli fískisoð /(soðten. + vatn), 1-2 eggjarauður, salt og pipar. Búinn er til jafningur úr smjöri (eða smjörlíki) og hveiti, þynnt út með mjólk og soði. Jafningur- inn látinn kólna áður en eggja- rauðum og físki er bætt í. Fiskur- inn tekinn sundur í iitla bita áð- ur. Farsið bragðbætt með salti og pipar og gerðar aflangar boll- ur. Bollunum velt upp úr þeyttri eggjahvítu og einum bolla af brauðmylsnu eða raspi. Bollurinar aðeins látnar standa áður en þær eru steiktar á pönnu á venjulegan máta. Fiski-buff 250-400 g soðinn hreinsaður físk- ur, 2 soðnar kartöflur, 1 msk. kartöflumjöl, 1 egg, 2 msk. saxað dill, salt og pipar, smjörlíki til að steikja úr. Sósa 1 dl kotasæla 1 dl sýrður ijómi, saxaðar sýrðar agúrkusneiðar settar út í ef vill. Fiskurinn og kartöflur stappað- ar saman, kartöflumjöli og sam- anþeyttu eggi hrært saman við, dilli og kryddi bætt í, búin til „buff“stykki og brúnuð báðum megin á pönnu við meðalstraum. Borið fram með soðnum kartöfl- um og salati út rifnum rófum eða gulrótum. Sósan: Saman er hrært kota- sæla og sýrður ijómi, bragðbætt að smekk. þótt skemmtilegast að búa með margt fé. Jörðin vel til þess fallin og hann hafði gaman af fé. Og ég trúi að hann hafí notið þess að horfa yfír hópinn sinn þegar hann var stærstur. Það var ekki fyrr en Guðmundur var kominn á miðjan aldur, að ég kynntist honum. Og sannarlega hefði ég ekki viljað verða af þeim kynnum. Hann er hafsjór af fróðleik um löngu liðna atburði, og segir vel frá, en sýnir tölvum og tækni nú- tímans minni áhuga. Eins og svo margir aðrir hefur hann geymda hjá sér ónotaða marga hæfileika. Ég get ekki stillt mig um að minnast hér á einn sem hann fæst helst alls ekki til að hreyfa við á seinni áram. Og það er listin að breyta röddinni, og reyndar sér öllum í annað gerfí. Og af því hafa margir atvinnu í dag. Ég viðurkenni ekki að það hafí ver- ið eitthvað ljótt við það að kalla fram hvem einasta drátt og hrakku í and- liti þess sem sýndur var hveiju sinni. Og það þurfti þá heldur ekkert að tala mörg orð til þess að viðstöddum yrði það ógleymanlegt. Hann þurfti h'eldur ekkert annað en sitja eins á hestabaki og einhver sem maður bað hann um að líkjast. Það var nóg til- efni til að hlæja þangað til maður fékk verk í magann. Og til þess var það líka gert, að létta lund þeirra sem nálægir vora. Alls ekki að gera minna úr þeim sem verið var að herma eftir, heldur leið til að lyfta huganum upp úr striti dagsins. Eitt var það verk sem Guðmundur tók að sér þegar hann var í Vorsabæ, og það var að skila pósti, hálfsmán- aðarlega á vetrum, en vikulega um sumartímann, á ákveðna bæi í Aust- ur-Landeyjum. Hann sagði mér frá einni ferð, og ég ætla að bjóða þeim sem vilja í huganum nálægt fímmtíu ár aftur í tímann, að fylgja honum einn hring um sveitina með póstpokann á bak- inu. Guðmundur tekur daginn snemma og ég trúi að hann sé ekkert þung- stígur niður með Affallinu, þó pokinn sem hann ber á bakinu sé 30 kíló. Ég sé hann fyrir mér hlaupa við fót, beinan í baki og vel á sig kom- inn, örlítið hóstakjöltur einstaka sinnum, samt era lungun hrein og sterk. Hann kemur bara á fáa bæi, dagurinn mundi ekki endast til að koma alstaðar, og síðan sælq'a þeir sem næstir era. Það stóð heima, Ingvar í Hallgeirseyjarhjáleigu var að koma út úr dyranum að byija nýjan dag þegar Guðmund ber að klukkan sjö um morgun, hann þarf ekki einu sinni að banka. Og vitan- lega kemur hann í bæinn og fær góðgerðir. Eitthvað léttist byrðin, því þama fer póstur í Úlfstaðahverfí og Hallgeirseyjabæi. Þaðan er stefn- an tekin í austur norðan við Kross. Á þessari leið þarf að fara yfír Hall- geirseyjarfljót sem á er gömul tré- brú, og hana fer gangandi maður en tæpast á hesti, þá er frekar not- að vað á fljótinu. Það er eins þar sem gerðir hafa verið upphleyptir vegir, kannski eingöngu úr moldar- kekkjum, í rigningartíð er þetta ein- tómt foræði. Og sá sem þarf að komast þessa leið fer frekar utan vegar, en notar brýrnar eftir því sem hægt er yfír farvegi vatnsins. Þetta var svona yfírleitt neðantil í Landeyj- um áður en grafið var með stórvirkj- um tækjum. Næsti viðkomustaður Guðmundar er Skíðbakki síðan Lágafell. Þaðan tekur hann stefnuna á land suður og fer nálægt Harð- haus, þar era tveir hólar, og sagnir til um að Hólmahverfíngar og Búð- arhólshverfingar flugust á um hvor væri Harðhaus, en sá rétti skar úr um landamerki á milli hverfanna. Hólmahverfíngar vildu meina að minni hóllinn sem er norðar væri Harðhaus. Þá var þeirra land stærra. Og vegna þess þeir komu Búðar- hólsmönnum undir þá réði þeirra vilji. En ofanmönnum fínnst enn að þeir hafí haft rangt við. Leið Guð- mundar liggur yfír Fljótsveg vestan við Hólma á smalaskálavaði, þar er botninn alltaf harðuc og góður. Er hann hafði skilað póstinum að Hólm- um var stefnan tekin heim. En eftir var að koma á tvo bæi, Búðarhól og Miðey til að skila af sér og taka sendibréf til baka. Inn í m}mdinni var líka Dalssel, en oft var ekki tími fyrir það í sömu ferðinni, og þangað var þá farið daginn eftir. Þessi hring- ur var að því er sýnist nálægt 40 kílómetrar, kannski aðeins undir ef ekki var farið að Dalsseli. Ekki efa ég að Guðmundur hefur gefíð sér tíma til að spjalla á bænum, þetta var svo gott fólk sagði hann, og hann hafði líka þörf fyrir að hvíla sig og koma í húsaskjól í vondum veðram. Launin fýrir svona ferð var fyrst á tíð Guðmundar 8 krónur, en síðast 12 krónur. Ekki skulu þau neitt borin saman við annað á þeim tíma, en samt hljóta þau að hafa verið lág. Um mörg ár hefur Guðmundur fengist við bókband í frístundum sínum, en nú síðast mest unað við að smíða hluti sem era smækkuð mynd af bæjum og búhlutum eins og notað var í hans uppvexti. Þessa daga dvelst hann á sjúkra- húsi og ég vil gera að lokaorðum mínum ósk um góðan bata honum til handa. Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (Davíð Stefánsson) Grétar Haraldsson Eitt af verkum Guðmundar Thoroddsen, sem tekið verður til sýning- ar í Nýlistasafninu. Nýlistasafnið. Sýnir vatnslitamyndir GUÐMUNDUR Thoroddsen opnar sýmngu á vatnslitamyndum í Nýlistasa&iinu, Vatnsstíg 36, föstudaginn 13. janúar kl. 20.00. Syningin ber nafnið „Einlýsing- ar“ eftir einni myndaröðinni og stendur yfír dagana 14.—29. jan- úar. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20 og frá kl. 14—20 um helgar. Guðmundur nam myndlist í Reykjavík, París og í Amsterdam. Þetta er áttunda einkasýning Guð- mundar hér á landi, en hann hefur einnig sýnt í Hollandi, Frakklandi og Danmörku. Guðmundur hefur verið búsettur í París sl. fjögur ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.