Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 31 Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1989 komin út Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið styttri og lengri ferðum um ísland. og gönguferðir við allra hæfi. Ferðaáætlunin verður kynnt á myndakvöldi Útivistar í Fóst- bræðraheimilinu, Langholtsvegi 109, fimmtudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30. Þar verða einnig sýndar myndir frá Esjufjöllum, Grænlandi og Lónssveit. Styttri ferðir þ.e. dags- og kvöld- ferðir eru 110. Haldið verður áfram með nýjungar sem teknar voru upp á síðasta ári er nefnast ferðasyrp- ur. Sú viðamesta er Landnáms- gangan 1989, en það er beint fram- Tvennt slasaðist TVENNT slasaðist í umferðar- slysi á HafnarQarðarvegi, skammt sunnan við Ásgarð á þriðjudagskvöld. Ökumaður amerísks fólksbOs, á leið í átt að Reykjavík, missti stjórn á bilnum, sem hentist upp á umferðareyju og hafhaði þar á ljósastaur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en farþegi í framsæti skall með andlit í framrúðu og skarst og farþegi í aftursæti meiddist í baki og á fæti. Bíllinn er mjög mikið skemmdur enda varð áreksturinn svo harður að brot af ljósastaurnum þeyttist á jeppa sem var á leið suðurúr. Nokkrar skemmdir urðu á jeppan- um en ökumann sakaði ekki. 1989 er komin út með um 200 Höfuðáhersla er lögð á útiveru hald „Strandgöngu í landnámi Ing- ólfs 1988“ er vakti töluverða at- hygli á síðasta ári. Með landnámsgöngunni er ætl- unin að loka landnámshringnum og verður fyrst gengið með ströndinni frá Reykjavík upp í Brynjudalsvog í 12 ferðum og síðan haldið áfram á mörkum landnámsins um Leggja- bijót og meðfram Þingvallavatni, Sogj og Ölfusá að' Ölfusárósum í 9 ferðum. Fyrsta ferðin er farin sunnudaginn 15. janúar og er brott- för kl. 13. frá Grófartorgi. Aðrar ferðasyrpur nefnast Bláfjallaleiðin og Fjallahringurinn. Styttri ferðir eru alla sunnudaga árið um kring og kvöldferðir eru á miðvikudagskvöldum frá vori til loka ágúst, auk tunglskinsgöngu- ferða einu sinni í mánuði yfir vetrar- mánuðina. Auk ferðasyrpanna er í styttri ferðunum að finna gönguferðir um leiðir sem ekki hafa verið famar áður ásamt ýmsum hefðbundnum ferðum sem ómissandi eru í ferða- áætlunina. Helgarferðir eru áætlaðar 68, bæði um byggð og óbyggðir, og eru flestar þeirra í Þórsmörk, en þar á Útivist tvo gistiskála í Básum. Helgarferðir eru um hveija helgi frá maí og fram í október á ýmsa staði auk Þórsmerkur og er í ferða- áætluninni lögð sérstök áhersla á a’ kynna nýja ferðamannastaði. AJf þeim má nefna Núpsstaðar- skóga og Gljúfurleit. Fjölbreyttar helgarferðir eru einnig yfir vetrar- mánuðina og er þá efnt til sérferða að hætti Utivistar. Sú fyrsta er þorrablótsferð að Skógum 27.-29. janúar. Sumarleyfisferðir eru alls 20, frá fjögurra til tíu daga langar. Margar nýjar sumarleyfísferðir eru á áætl- un, en flestar eru á Hornstrandir. Ferðunum má skipta í þrennt, þ.e. rútuferðir með skoðunar- og göngu- ferðum, bakpokaferðir og ferðir með fasta tjaldbækistöð. Nýr há- lendishringur verður 22.-29. júlí og er þá m.a. farið austur í Lóns- sveit, um Fljótsdal, að Snæfelli og í Kverkfjöll. Þá má nefna nýja 6 daga síðsum- arsferð á Norðausturland 10.—15. ágúst, en fyrsta sumarleyfisferðin er 5 daga vestfirsk sólstöðuferð 21.—25. júní. Auk sumarleyfisferða Aftnælis- sýning í Hafiiarfírði í TILEFNI 80 ára afinælis Hafn- arflarðarhafiiar stendur nú yfir sýning í Hafiiarborg, Hafnar- firði. Sýnd er þróun hafharinnar í fortfð, nútíð og framtíð. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. Henni lýkur nk. sunnudag. Á þrettándakvöldi við barnaskóla Húsavíkur. Morgunblaðið/Silli UTIVISTARFERÐIR OUTDOOR UFITOURS 1989 m *no Ferðaáætlun Útivistar 1989 er komin út. býður Útivist upp á sumarleyfí með dvöl í Útivistarskálunum Básum, en þar er tilvalið að dvelja í heila og hálfa viku og njóta náttúrufeg- urðar Þórsmerkur. Fyrir sumardvalargesti verða miðvikudagsferðir í júlí og í ágúst. Utanlandsferðir verða á vegum Útivistar til Grænlands og flallaferð í Noregi, en þær eru eingöngu ætl- aðar félagsmönnum. Alllar ferðir eru opnar hveijum sem er, en fé- lagsmenn greiða lægra fargjald í helgar- og lengri ferðir. (Fréttatílkynning) Menntamála- ráðherra heimsækir Vestfirði SVAVR Gestsson menntamála- ráðherra verður á Vestfiörð- um dagana 13.-16. janúar, og heimsækir skóla og uppeldis- stofiianir, auk þess sem hald- inn verður opinn fimdur með skólafólki á Isafirði. _ Ráðherra mun föstudaginn 13. janúar hitta fólk í ýmsum stofnun- um sem heyra undir menntamála- ráðuneytið, á Þingeyri og Flateyri. Einnig heimsækir hann héraðs- skólann á Núpi. Farið verður til Bolungarvíkur á laugardagsmorguninn en klukkan 14 þann dag verður haldinn opinn fundur með skólafólki á Hótel ísafirði. Á sunnudag mun ráðherra kynna sér íþróttamál, safnamál og æskulýðsmál og skoða mannvirki sem tengjast þessum málaflokk- um, og mánudeginum verður varið við að heimsækja skóla og dagvist- arheimili á ísafírði. Með ráðherra í för eru Gerður G. Óskarsdóttir ráðunautur í skóla- * og uppeldismálum og Guðrún Agústsdóttir aðstoðarmaður ráð- herra. Bömín skreyttu sjálf g-lugga barnaskólans Húsavflc. Á þrettándakvöldi jóla var slökkt á hinum marglitu og fiöl- breyttu ljósaskreytingum, sem prýtt höfðu Húsavík, í þvf blíðviðri sem oft ríkti á Húsavik um liðna hátíð. Þó tíðarfarið teljist hafa verið all risjótt með köflum, hefur því ekki fylgt neinn teljandi snjór og greið- fært hefur verið um nálægar sveit- ir til hefðbundinna jólaheimsókna. Böm með aðstoð kennara í Bamaskóla Húsavíkur hafa í þijú ár skreytt ganga skólans skemmti- lega með myndum. Þau hafa svo árlega bætt við nýjum gluggum, svo heilar hliðar skólans voru nú uppljómaðar eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ólæti unglinga á þrettándakvöldi em hér óþekkt fyrirbrigði. - Fréttaritari Tónleikar i Tunglinu TÓNLEIKAR verða haldnir f Tunglinu f kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 21.30. Fram koma frá hljómsveitin Huus frá Kalifomíu, einnig hljómsveitimar Daisy Hill Puppi Farm, Reptilicus, sem er ný íslensk hljómsveit, Swallows og hljómsveitin Wapp. Einnig koma fram skáldin Sjón og Birgitta. FiskverA á uppboAsmörkuðum 11. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lægsta Meðal- Magn Helldar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 57,00 50,00 52,37 5,514 288.798 Þorskur(óst) 55,00 44,00 53,79 9,070 487.920 Ýsa 97,00 40,00 85,89 5,771 459.690 Ýsa(ósl.) 79,00 51,00 72,98 7,549 550.999 Undirmálsýsa 18,46 18,46 18,46 0,650 12.000 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,010 * 150 Karfi 43,00 15,00 25,53 0,810 20.678 Steinbítur 27,00 20,00 26,55 0,280 7.434 Hlýri 42,00 42,00 42,00 0,165 6.930 Lúða 230,00 140,00 199,95 0,447 89.380 Langa 25,00 25,00 25,00 0,460 11.500 Keila 14,00 10,00 11,02 3,509 38.690 Skötuselur 60,00 60,00 60,00 0,007 420 Samtals 58,71 34,243 2.010.589 Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR, Guðrúnu Björgu ÞH, Tjaldi SH, Jóa á Nesi SH og Ljósfara HF. I dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 40,00 35,00 38,88 4,489 174.515 Þorsk.(ósl.net) 49,00 40,00 42,70 1,702 72.924 Þorsk.(dbl.net) 25,00 25,00 25,00 3,734 93.350 Ýsa 97,00 97,00 97,00 0,424 41.128 Ýsa(ósL) 92,00 40,00 60,76 0,531 32.264 Steinbítur 25,00 25,00 25,00 0,189 4.725 Lúða(stór) 275,00 250,00 260,70 0,256 67.260 Lúðajmillist.) 250,00 250,00 250,00 0,012 3.000 Lúöa(smá) 205,00 190,00 202,20 0,050 10.130 Samtals 43,62 11,395 499.296 Selt var úr bátum. f dag verður seldur netafiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(ósL) 51,50 50,00 50,51 45,500 2.298.205 Ýsa(ósl.) 76,00 61,00 71,86 2,780 199.780 Ýsa(umálósL) 20,00 20,00 20,00 0,150 3.000 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,235 7.050 Hlýri+steinb. 15,00 16,00 15,00 0,036 548 Langa 15,00 15,00 15,00 0,077 1.160 Lúða 269,00 193,00 231,14 0,087 20.109 Keila 10,00 10,00 10,00 0,300 3.000 Skata 14,00 14,00 14,00 0,033 469 Samtals 51,76 49,234 2.486.809 Selt var aöallega úr Haferni GK Baldri KE og Hvalsnesi GK. í dag verður selt úr dagróöra- og snurvoöarbátum ef á sjó gefur. Leiðrétting í fi-étt blaðsins af innlausn spari- skírteina f gær var farið rangt með vinnustað Péturs Kristins- sonar, sem rætt var við. Hann var sagður vinna hjá Kaupþingi. Pétur vinnur þjá Fjárfestingar- félaginu. Pétur er beðinn afsök- unar á þessum mistökum. Athugasemd Snorri Magnússon, eigandi spor- hunds þess, sem notaður var við leit þá sem sagt var frá á bls. 2 í blaðinu f gær, vill að fram komi að hundurinn hafi rakið slóð frá bíl mannsins og niður að sjó en síðan aftur frá sjónum og að þeim stað þar sem lögreglan hafði handtekið manninn. Morgunblaðið/Sigrún Sigfusdóttir Það var skrautlegur hópur barna á grimuballinu í Hótel Ljósbrá. Grímuball í Hveragerði Hveragerði. LEIKFÉLAG Hveragerðis Ljósbrá laugardaginn 7. janúar gekkst fyrir grímuballi f Hótel sl. Nýr skemmtistaður: Q verður að Cubu NÝR skemmtistaður verður opn- aður í Reykjavík annað kvöld, föstudagskvöld. Skemmtistaður- inn, sem hlotið hefiir nafiiið Cuba, verður til húsa að Borgar- túni 32, þar sem áður voru skemmtistaðimir Evrópa og nú sfðast Q. Nýir aðilar hafa tekið að sér rekstrar- og skemmtanastjóm. Þeir eru Styrmir Bragason. Kristián Bragason og Bolli ófeigsson. Áformað er að Cuba höfði fyrst og fremst til eldri framhaldsskólanema og því hefur verið ákveðið að hafa aldurstakmark bundið við 18 ár, segir í frétt frá hinum nýja skemmtistað. Styrmir Bragason mun sjá um tónlistarval, en hann hefur m.a. unnið á Hótel Borg og í Casablanca. Hófst hann kl. 17.00 og stóð til kl. 19.00. Það var skrautlegur hóp- ur bama á grunnskólaaldri sem þar skemmti sér með glæsibrag. Verð- laun vom veitt fyrir frumlega bún- inga. Diskótekið Bakkabræður frá Eyrarbakka sáu um §örið að vanda en þetta er í sjöunda skiptið sem leikfélagið heldur slíka gleði og allt- af með aðstoð þeirra félaga. Leikfélagið fékk í haust húsnæði í eigu Hvaragerðisbæjar til afnota fyrir starfsemi sína og mun það greiða fyrir leikstarfínu í fram- tíðinni. c:___
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.