Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Ríkisstjórnin og vextirnir egar núverandi ríkisstjóm tók við völdum lýsti hún því yfir, að hún ætlaði að lækka vexti, jafnvel með handafli, ef nauðsyn krefði. Nafnvextir, sem höfðu lækkað í tíð fyrri ríkis- stjómar héldu áfram að lækka eftir að núverandi ríkisstjóm tók við. Það gerðist ýmist með tilvís- un til minnkandi verðbólgu vegna verðstöðvunar eða vegna þrýstings á viðskiptabankana frá ríkisstjóminni. Jafnframt varð smávægileg raunvaxtalækkun. Hins vegar kom í ljós á síðustu vikum liðins árs, að það er hæg- ara sagt en gert að lækka vexti með handafli eins og það hefur verið kallað. Spariskírteini ríkis- sjóðs, sem í áratugi hafa verið talin einhver bezta fjárfesting á íslandi, hættu að seljast eftir að vextir voru lækkaðir á þeim. Viðskiptabankar og sparisjóðir höfðu gert samning við ríkissjóð um að kaupa mikið magn af spa- riskírteinum, sem þessir aðilar sátu uppi með og gátu ekki selt vegna þess, að fólk vildi ekki kaupa þau með lægri vöxtum. Sumir þessara aðila hafa grip- ið til þess ráðs að setja spariskír- teinin á útsölu. Þeir selja spari- skírteinin með afslætti, sem þýð- ir að raunvextir af þeim hafa hækkað á ný. Þessi útsala á spariskírteinum var fyrsta vísbending um, að ríkissijómin gæti ekki lækkað vexti með handafli einu saman. Síðan hefur það gerzt, að raunvextir banka- bréfa hafa hækkað nokkuð og almennt má segja, að vextir fari hækkandi á hinum fijálsa fjár- magnsmarkaði. I fyrradag tilkynntu Verzlun- arbanki, Iðnaðarbanki, Útvegs- banki og sparisjóðimir nokkra vaxtahækkun. Hin efnislegu rök fyrir henni eru þau, að verð- bólgan fer vaxandi á ný. Þessir aðilar vísa til þess, að ríkisstjóm- in hafí hvatt til vaxtalækkunar, þegar verðbólgan fór minnkandi og hljóti því að sætta sig við vaxtahækkun, þegar verðbólgan fer vaxandi. En hvers vegna er verðbólgan að aukast? Verð- stöðvun er enn í gildi og hún hefur haldið á hinum frjálsa markaði. Verðbólgan er að auk- ast einungis vegna aðgerða nú- verandi ríkisstjómar og fy'ái'- málaráðherra. Fyrir nokkrum dögum vakti Morgunblaðið athygli á því, að venjulegt húsnæðismálastjómar- lán hækkaði að stofni til um 117 þúsund krónur vegna þeirra að- gerða, sem Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hef- ur beitt sér fyrir. Þetta sama fólk, sem verður fyrir barðinu á hækkun lánskjaravísitölu vegna ráðstafana Ólafs Ragnars verður nú líka að borga hærri vexti vegna aðgerða Olafs Ragnars. Þetta er óneitanlega sérkennilegt hlutskipti fyrir formann Alþýðu- bandalagsins, þess stjómmála- flokks, sem hefur talið sig bezta vin launamanna. Bankastjórar tveggja ríkis- banka hafa gefíð til kynna, að þeir muni hækka vexti síðar í þessum mánuði. Viðbrögð fjár- málaráðherra eru þau að hafa uppi lítt dulbúnar hótanir í garð ríkisbankana, ef þeir hækki vexti. Hvað eiga ábyrgðarmenn ríkisbankana að gera? Þeir hafa verið ráðnir til þess að stjóma bönkunum. Þeim ber að gæta hagsmuna viðskiptamanna sinna. Þeir gera það ekki með því að halda vöxtum niðri að kröfu stjómmálamanna frammi fyrir vaxandi verðbólgu. Það verða ekki margir sparifjáreig- endur eftir, ef einkabankamir verða þeir einu, sem taka tillit til aukinnar verðbólgu í vaxta- ákvörðunum sínum. í janúarhefti fréttabréfs Verð- bréfamarkaðar Iðnaðarbankans er því slegið föstu, að vextir fari hækkandi á ný. Þar segir m.a.: „Ýmsir bankar og fjárfestingar- lánasjóðir, t.d. Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður bjóða nú stærri kaupendum skuldabréf með betri kjörum. Iðnþróunarsjóður býður 0,4% álag fyrir stærri kaup en 7 milljónir króna og báðir sjóðimir bjóða 0,7% álag, ef keypt er fyr- ir meira en 15 milljónir króna. Segja má, að þetta séu eðlileg viðbrögð við þeirri staðreynd, að spariskírteini ríkissjóðs em nú víðast hvar á „útsölu". Spariskír- teinin eru ein ömggasta fjárfest- ing, sem völ er á og hækki ávöxt- un þeirra hljóta vextir á öðmm bréfíim að hækka.“ Öll rök benda til þess, að ríkis- stjómin standi frammi fyrir gjaldþroti þeirrar vaxtastefnu, sem hún hefur boðað. Vemleik- inn í þjóðfélagi okkar er sá nú orðið, að ríkisstjóm eða einstakir ráðherrar geta ekki lengur ákveðið hveijir vextir skuli vera. Ríkisstjómin getur hins vegar haft mikil áhrif á það hveijir vextir em. Sú stjóm, sem tekur sér fyrir hendur að skera niður ríkisútgjöld svo um munar og draga þar með úr lánsíjárþörf og skattheimtu ríkissjóðs getur á þann hátt stuðlað að vemlegri vaxtalækkun. Hins vegar er komin nokkur reynsla á þá ríkis- stjóm, sem nú situr og það er augljóst, að hún mun ekki fram- fylgja slíkri stefnu. „Hreyfillinn í sérflokki hvað áreiðanleika snertír“ - segir Leifiir Magnússon hjá Flugleiðum um hreyfla Boeing 737-400 þotunnar Úr flugstjómarklefe Boeing 787-400 þotu. Verði bilun i hreyfli blikka rauð og gulbrún aðvörunarþ'ós í litlu borði ofen við mælaborðið. Mótormælar fyrir miðju mælaborðsins (tveir svartir rammar) gæfe til kynna hvers kyns bilunin væri. Einnig myndu ljós blikka á eldsneytishandföngum og handföngum slökkvitækja (neðar- lega fyrir miðju) og þannig gefe til kynna í hvorum hreyfli bilun væri. Er það til að draga úr líkum á að flugmenn slökkvi á röngum hreyfli í neyðartilvikum. „ÞAÐ hefiir einhvers staðar orðið mikill misskilningur því það er ekki rétt að bandariska flugmálastjómin (FAA) hafi varað við flugi á þotum knúnnm CFM56-3 hreyflinum þegar saman feeru lítill lofthiti og rigning," sagði Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. í frétt blaðsins í gær af brotlendingu Boeing 737-400 þotu British Midland-flugfélagsins í Mið- Englandi á sunnudagskvöld var frá þvi skýrt, að eftir að drepist hafði á báðum hreyflum Boeing 737-300 þotu flugfélagsins TACA frá E1 Salvador í rigningarveðri fyrir hálfu öðru ári, hefði FAA varað við flugi á þotum knúnnm CFM56-3 hreyflum við ákveðið veðurlag vegna hættu á þvi að þeir slökktu á sér. Þota British Midland var knúin hreyflum af þvi tagi og hið sama mun eiga við um þotur sömu tegund- ar, sem smiðaðar verða fyrir Flugleiðir og afhentar verða í vor. „Þetta er ekki alls kostar rétt. Það kom í ljós að flugmenn TACA- þotunnar höfðu ekki farið að fyrir- mælum i handbók flugvélarinnar. Þeir voru í aðflugi að flugvelli í mjög þéttri úrkomu og með hreyfl- ana í hægagangi þegar á þeim drapst með þeim afleiðingum að þeir urðu að nauðlenda á akri. Lend- ingin tókst það vel að ekkert kom fyrir flugvélina. í handbók hennar stóð hins vegar skýrt að halda yrði ákveðnu lágmarksafli á hreyflunum í rigningu. Orsök bilunarinnar var því sú að flugmennimir gerðu sig seka um að fara ekki að fyrirmæl- um handbókarinnar. Það var í ljósi þess, sem FAA sendi frá sér aðvör- un þar sem ítrekuð var nauðsyn þess að haldið yrði ákveðnu lág- marksafli á flugi í úrkomu. Við fengum þessa ábendingu á sínum tíma, en þess má geta að flugvéla- og hreyfilframleiðendur senda nær daglega út ábendingar eða fyrir- mæli til flugrekstraraðila er varða rekstur og viðhald viðkomandi teg- unda. Þessi ábending var gefln út eftir að við ákváðum að kaupa nýju Boeing-þotumar. Og öll gögn sýna að CFM56-3 hreyfíllinn er í sér- flokki hvað áreiðanleika snertir. British Midland-slysið breytir engu þar um. Það er ekki um neina aðra hreyfla að ræða á Boeing 737-300 og -400 þotur. CFM56-hreyflamir eru raunar á góðri leið með að yfír- taka markaðinn fyrir þessa stærð af hreyflum. Hreyfíll sömu tegund- ar, örlítið breyttur þó, er á Airbus A320-þotum, en á sínum tíma stóð okkar val milli þeirrar flugvélar og Boeing-þotunnar. Við höfum fengið upplýsingar um að lágt hitastig og úrkoma hafí engu skipt varðandi flugslysið í Mið-Englandi á sunnudagskvöld," sagði Leifur. Hvers vegna var slökkt á röngum hreyfli? Flugleiðamenn hafa verið í sam- bandi við framleiðendur CFM56- hreyflanna í kjölfar slyssins í Eng- landi. Samkvæmt upplýsingum þeirra um bráðabirgðarannsókn á flugrita þotunnar kemur þar ekkert fram um að bilun hafí orðið í hægri hreyflinum, sem flugmennimir slökktu á eftir 13 mínútna flug. Þotan var þá komin í 20 þúsund feta hæð. Að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph og Eeuters-frétta- stofunnar bar farþegum saman um að eldur hafí kviknað í vinstra hreyfli skömmu eftir flugtak og beinist því athygli rannsóknaraðila l t kTií.n* i 4jíT4j"ÍÍ3 að því hvað gerði það að verkum að flugmennimir slökktu á hægri hreyflinum, sem margt bendir til að hafí verið í lagi. Beinist rann- sóknin m.a. að því hvort mælitæki hafí gefíð rangar upplýsingar, þ.e. gefíð til kynna að eldur hafí verið í hægri hreyfli en ekki í þeim vinstri. Sérfræðingum ber saman um að mjög ólíklegt sé að flugmenn mglist á hreyflum í neyðartilvikum. Skýrsla hefur ekki verið tekin af flugstjóranum, en hann lifði brot- lendinguna af. Flugmennimir ákváðu að lenda á East Midlands-flugvellinum og héldu þvi fluginu áfram á vinstra hreyflinum, sem eldur hafði slokkn- að í. Flugu þeir því á honum í rúm- ar 20 mínútur, en þegar þotan var í aðflugi og þörf á auknu vélarafli frá vinstri hreyflinum kviknaði aft- ur í honum. Við það varð hann nær aflvana og því skall flugvélin til jarðar áður en hún náði inn á East Midlands-flugvöllinn. Fregnir herma að flugmennimir hefðu reynt að gangsetja hægri hreyfílinn aftur þegar kviknaði í þeim vinstri öðm sinni en verið komnir of lágt til þess að það tækist. Komið hefur í ljós að dautt hafí verið á honum er þotan brotlenti. Breyttar reglur um lausafjárbinding'u: Hliðrum til þannig að staða okkar versni ekki - segir Sverrir Hermannsson banka- stjóri Landsbankans Þannig munu nýju Boeing 737-400 þotur Flugleiða líta út. Fyrri þotan verður afhent í lok aprQ næstkom- andi og hin í lok maí. Samsetning þeirra hefst í verksmiðjum Boeing í Seattle í næstu viku. „Eigum ekki von á töfiim á afhendingu nýju vélanna“ FLUGLEIÐIR undirrituðu samning um smíði tveggja Boeing 737-400 þotna á 50 ára afinæli samfellds ferþegaflugs á íslandi 3. júni 1987. Sú fyrri verður afhent í lok aprfl nk. og hin mánuði síðar. „Við eigum ekki von á að slysið í Englandi tefli afhendingu nýju þotnanna eða leiði til stöðvunar þeirra, einkum ef í ljós kemur að orsök slyssins hafí verið sú að flug- mennimir hafí slökkt á röngum hreyfli," sagði Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða. Flugleiðir urðu á sínum tíma fyr- ir miklu tjóni er DC-10 þota félags- ins var kyrrsett sumarið 1979 eftir að þota sömu tegundar fórst við Chicago-flugvöllinn er hreyfíll brotnaði af henni. „Þotan var kyrr- sett í sjö vikur á mesta annatíma, meðan rannsókn á Chicago-slysinu stóð yfír. Við urðum að leigja flug- vélar í staðinn og urðum fyrir meiri- háttar fjárhagslegu tjóni, sem fé- lagið var lengi að vinna upp. Ég á hins vegar ekki von á stöðv- un 737-400 flugvélanna í framhaldi af slysinu í Englandi. Rannsóknin verður þó að fá að hafa sinn gang og meðan henni er ólokið verður að bíða með að kveða upp dóma. Það er auðvitað ekki hægt að úti- loka neitt á þessu stigi. Og komi í ljós að eitthvað óeðlilegt er við hreyflana verður að bæta þar úr.“ Að sögn Leifs hefst samsetning fyrri Boeing 737-400 þotu Flugleiða í næstu viku. Hlutar hennar væru smíðaðir víðs vegar um heim og síðan settir saman í verksmiðjum Boeing í Seattle. Þá væri samsetn- ing hreyflanna að hefjast um þessar mundir, en þeir væru smíðaðir að hluta í Frakklandi og hluta til í Bandaríkjunum. Sérstakur eftirlitsmaður Flug- leiða, Ólafur Marteinsson deildar- stjóri skoðunardeildar, fór til Se- attle um síðustu helgi. Mun hann fylgjast grannt með samsetningu flugvélanna. í því sambandi mun hann eiga samstarf við skoðunar- menn frá flugfélögunum Hapag- Lloyd, KLM og Braathens, en verið er að smíða þotur sömu gerðar fyr- ir þau. „VIÐ MUNUM hliðra þannig til í framkvæmdinni hjá okkur, að staða okkar verði ekki verri en hún var fyrir þessar síðustu ákvarðanir," sagði Sverrir Her- mannsson bankastjóri Lands- bankans þegar hann var spurður hvort bankinn gæti komið í veg fyrir að þjónusta bankans við viðskiptavini skerðist, með þvi að taka erlend lán í stað þess að nota innistæður á gjaldeyris- reikningum til lánveitinga eins og gert var á síðasta ári. Nýjar reglur um lausafjárbindingu bankanna auka bindiskyldu Landsbankans um 600-700 milþ’- ónir króna eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. „Þessar nýju reglur þrengja mjög hag okkar frá því sem áður var, en Seðlabanki íslands hyggst fram- kvæma og hefur fallist á að fram- kvæma þessar reglur með þeim hætti að gefa Landsbankanum svigrúm til að leiðrétta lausafjár- stöðu sina, þannig að hún verði ekki verri eftir en áður,“ sagði Sverrir. „Þetta þýðir ekki að Lands- bankinn megi neitt slaka á klónni því að hann hefur átt örðuga stöðu á síðasta ári og menn verða áfram að halda mjög fast á málum." Sverrir sagðí að það þýddi að Landsbankinn gæti ekki þjónustað til dæmis fiskvinnslu og útgerð eins og ýmsir hefðu kannski gert sér vonir um. „Almennt séð verðum við að vera tregir og staðir í útlánum og verðum afar staðir að taka ný fyrirtæki í viðskipti og að auka við önnur. Svo að ég nefni sem dæmi erum við ekki tilbúnir til þess að auka við lánveitingar til fyrirtækja í fiskeldi og svo framvegis." Seðlabankinn hóf á síðasta ári að greiða bönkunum tveggja pró- senta vexti ofan á verðtryggingu lausafjárbindingarinnar. Sverrir var spurður hvort bankamir fengju enn þessa vexti á þessu ári. Hann kvaðst ekki vita annað og sagði að allar forsendur áætlana bankans væru við það miðaðar. Sverrir var spurður hvort yfirlýs- ingar fjármálaráðherra um vaxta- mál muni hafa einhver áhrif á ákvarðanir Landsbankans um vexti. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfír að ríkisstjómin muni beita afli sínu til að koma í veg fyrir hækkun vaxta. „Ekkert af því sem Ólafur Grímsson segir hefur hin minnstu áhrif á mig. Ég hef enga trú á því að yfírlýsingar hans hafi nein áhrif á stjómendur þessa banka,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Helsinki-þróuninr Moskvufiindur eftir verulegar umbætur í mannréttindamálum Sendiherra Rúmeniu lagði fram saulján athugasemdir við drög að lokaskjali Ráðstefiiunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, í Vinarborg í siðustu viku. Hann átti bágt með að sætta sig við ýmis mannréttindaákvæði sem fulltrúar Vesturlanda eru sérstaklega ánægðir með. Sama dag deildu Tyrkir og Grikkir annars staðar i borginni um skilgreiningu svæðis sem fyrrir- hugaðar viðræður Atlantshafsbandalagsríkjanna og Varsjár- bandalagsríkjanna um jafiivægi og samdrátt hefðbundins vígbún- aðar frá Atlantshafi til ÚralQalla eiga að ná til. Bæði atvikin gætu dregið fiindarhöldin i Vín á langinn. En vonast er til að samningar náist i tæka tíð svo að Vinarráðstefhunni ljúki með firndi utanríkisráðherra aðildarríkja Helsinki-sáttmálans i Vín 17. til 19. janúar og erindisbréf um afvopnunarviðræður 23ja rikja NATO og Varsjárbandalagsins 23ja liggi þá fyrir. Vínarráðstefnan var sett í byijun nóvember 1986. Edu- ard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, kom þá á óvart með því að leggja til að ráðstefna um mannleg tengsl yrði haldin í Moskvu í framhaldi af Vínarráðstefnunni. Vestrænum fulltrúum fannst tillagan f fyrstu fáránleg en að athuguðu máli töldu þeir rétt að kanna hana gaumgæfilega. Síðan hafa orðið umbætur í mannréttindamálum í Sovétríkjunum og í síðustu viku samþykktu Bandaríkjamenn og Bretar, með vissum fyrirvara þó, að mannréttindafundur yrði hald- inn í Moskvu 22. október til 15. nóvember 1991. Sovétmenn hafa þegar uppfyllt ýmis skilyrði sem þjóðimar settu fyrir því að þær samþykktu fund- inn. Trú- og ferðafrelsi sovéskra borgara hefur verið aukið, að- skildar fyölskyldur hafa fengið að sameinast og verulegur fjöldi gyð- inga fékk brottflutningsleyfi frá Sovétríkjunum á síðasta árí. Út- varpssendingar vestrænna stöðva eru ekki lengur truflaðar. Og Sov- étmenn hafa samþykkt að heimila eftirlit með því hvort ákvæðum Helsinki-sáttmála sé framfylgt í verki. Afdrif borgara sem gera það eiga ekki að verða hin sömu og á síðasta áratug en þá voru þeir ýmist handteknir eða vísað úr landi. Bandarísk nefnd sem fór til Moskvu til að kynna sér ástand- ið í mannréttindamálum í haust var ánægð með viðtökumar og sannfærðist um að raunverulegar breytingar hefðu átt sér stað. Bretar samþykkja fundinn með þeim fyrirvara að Sovétmenn standi við orð sín um breytingar á lagabókstaf landsins í mannrétt- indaátt. Þeir vilja að trú og stjóm- málaskoðanir verði ekki lengur saknæm þegar fundurinn verður haldinn; að mál-, trú- og brott- flutningsfrelsi verði tryggt og dómskerfíð óhlutdrægt; að ein- staklingar verði ekki lengur fang- elsaðir né lokaðir inni á geðveikra- hælum fyrir stjómmálaskoðanir eða trú sína; að andófsmenn sem hafa lengi óskað eftir brottflutn- ingsleyfí verði famir úr landi; og að fundurinn verði haldinn við nákvæmlega sömu kringumstæð- ur og sams konar fundir á Vest- urlöndum — þ.e. að áhugamanna- og þrýstihópar um mannréttinda- mál og blaðamenn fái að fylgjast óhindrað með honum. Moskvufundurinn á að verða þriðji mannréttindafundurinn í framhaldi af Vínarráðstefnunni. Hinn fyrsti verður haldinn í París seinna á þessu ári og annar í Kaupmannahöfn á næsta ári. Veigamikilli hindmn fyrir lok- um Vínarráðstefnunnar var mtt úr vegi þegar Moskvufundurinn var samþykktur. í upphafí var vonast til að ráðstefnan myndi aðeins standa í hálft ár en nú er keppst við að ljúka henni áður en forsetaskipti verða í Bandaríkjun- um. Ef það tekst ekki má búast við nokkurri töf á meðan nýir ráðamenn í Washington kynna sér málefni hennar. Það mun gefa ríkjum sem em ekki alls kostar ánægð með drögin að lokasam- þykktinni tíma til að hreyfa frekar við þeim og þá er ekki að vita hvenær endanlegt samkomulag næst. Gagnrýni Rúmena Fulltrúar Vesturlanda em eink- ar ánægðir með árangurinn sem hefur náðst á sviði mannlegra tengsla en ráðstefnan fjallar einn- ig um öryggis- og efnahagsmál. Rúmenar höfðu sig lítið í frammi í Vínarborg fyrr í vetur en um áramótin gagnrýndi Nicolae Ce- ausescu, einræðisherra þeirra, drögin að lokaskjali RÖSE heift- arlega og líkti ákvæðum um trú- frelsi meðal annars við kaþólska rannsóknarréttinn. Rúmenar eiga einnig erfitt með að sætta sig við ákvæði sem heimila skyndieftirlit erlendra sendimanna með mann- réttindum og ákvæði sem krefjast þess að upplýsingar verði veittar ef gmnur leikur á að samþykktir um mannleg tengsl séu brotnar. Annað ákvæði sem Vestur- landaþjóðir telja stórt skref í rétta átt en Austur-Þjóðveijar eiga sér- staklega bágt með að kyngja er afnám þeirrar reglu að pína út- lendinga til að skipta ákveðinni peningaupphæð yfír í gjaldmiðil landsins sem þeir heimsækja. Oft á tíðum gefst þeim ekki tækifæri til að eyða peningunum en fá þeim ekki skipt aftur í eigin gjald- miðil þegar þeir snúa heim. Afvopnun Fundir fulltrúa Atlantshafs- bandalagsríkjanna 16 og Varsjár- bandalagsríkjanna 7 um erindis- bréf bréf fyrir fyrirhugaðar af- vopnunarviðræður ríkjanna hafa verið haldnir samhliða RÖSE. Við- ræðumar eiga að taka við af MBFR-viðræðunum sem hafa staðið í Vín í fimmtán ár. Þær áttu að stuðla að bættu öryggi með því að fækka í heijum í Mið- Evrópu en hafa engan árangur borið. Nýju viðræðunum er ætlað að koma á stöðugu og öruggu jafnvægi í hefðbundnum vopnum í allri Evrópu. Samkomulag um erindisisbréfið stóð á ágreiningi Sovétmanna og Tyrkja um skil- greiningu svæðisins sem viðræð- umar eiga að ná til í austurhluta Tyrklands, sem tilheyrir Asíu, og suðurhluta Sovétríkjanna þangað til Ronald Reagan samþykkti mannréttindafundinn { Moskvu. Sama kvöld og hann gerði það lagði sovéska sendinefndin fram tillögur sem Tyrkir sættu sig við. En þá létu Grikkir óánægju sína í ljósi. Þeir vilja að viðræðumar nái til hafnarborga Tyrklands í námunda við Kypur en Tyrkir sætta-sig ekki við það. Aðildarríki Helsinki-sáttmálans hafa fallist á að framhaldsfundur Stokkhólmsráðstefnunnar um að- gerðir til að auka gagnkvæmt traust og öryggi og um afvopnun í Evrópu verði haldinn í Vínar- borg. Viðræður ríkjanna 23ja munu einnig fara þar fram og munu óháð og hlutlaus ríki álf- unnar hafa rétt til að fylgjast með framvindu þeirra án þess þó að geta lagt orð í belg. Vonast er til að þessi fundarhöld hefjist fljót- iega eftir að Vínarráðstefnunni lýkur. Næsti framhaldsfundur Hels- inki-þróunarinnar verður haldinn í Helsinki að þremur árum liðnum. Frá Berlínarmúrnum. Hann er enn sem fyrr tákn hræðslu komm- únistasfyórna við frelsi einstaklinga. Krafan um niðurrif múrsins á eftir að vera háværari eftir lyktir fundarins í Vín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.