Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989
STALDRAÐ VIÐ /a ri Gísli Bragason og Steinunn Asmundsdóttir
„Hættii þessu
þú getur
þetta ekki“
Margrét Lóa Jónsdóttir er 21 árs gömul Reylqavíkurstúlka og stundar
nám við Kvennaskólann. Einhver fugl hvíslaði því að mér að Margrét
Lóa væri á kafi í hinum ýmsu listgreinum. Hún hefiir gefið út tvær
ljóðabækur, þá fyrstu 18 ára gömul ogþá seinni ári síðar. í september
á þessu ári hélt hún sína fyrstu myndlistarsýningu. Þegar við Margrét
höfðum mælt okkur mót og tyllt okkur niður á afviknum stað hér í
bæ byrjaði ég á því að spyija hana, hvað það væri í sambandi við
kveðskapinn sem heillaði hana?
um nútímaljóðin. Er þetta ekki
bara leikur að orðum og geta
ekki allir ort ljóð í þeim dúr sem
ljóðskáldin yrkja í dag?
Ég hef oft hugsað um þetta og
ég held að flestir geti ort, málað
og leikið ef viljinn er fyrir hendi.
En fólk verður líka að þekkja sín
takmörk. Mér finnst þessi umræða
vera tímaskekkja. Það er löngu
búið að bylta ljóðforminu.
Snúum okkur að öðru. Þú ólst
upp í Reykjavík?
Já, ég hef alltaf átt heima í
Reykjavík. Ólst upp í Árbæjar-
hverfínu. Og ég man það bara að
ég lék mér alltaf við stráka og
margir héldu að ég væri strákur.
Stelpumar stríddu mér af því að
ég lék mér alltaf með sama strákn-
um. Þegar ég var lítil hélt ég að
þegar ég yrði stór yrði ég karlmað-
ur.
Nú?
Já, já, ég ætlaði meira að segja
að verða slökkviliðsmaður. Ég var
alltaf úti að spá í það hversu gam-
an það væri að renna sér niður stig-
ann við útkall.
Voru það vonbrigði þegar þú
uppgötvaðir að þú yrðir alltaf
kvenkyns?
Mér kom aldrei til hugar að ég
yrði einhvemtíma kona. Það
gleymdist alveg að segja mér frá
því. Ég var að verða 5 ára þegar
einn af stóm strákunum sagði við
mig orðrétt: „En Margrét, þú verð-
ur alltaf stelpa." Ég var alveg
felmtri .slegin en ég er orðfn sátt
við þetta núna. Þetta er bara stað-
reynd, segir Margrét Lóa og bros-
ir ... Mér finnst Reykjavík ágæt.
Þetta hefur verið að þróast
frá því ég var 15 ára göm-
ul. Síðan fór maður að
vinna skipulegar og reyna að greina
hismið frá kjamanum. Það var samt
í raun ekki fyrr en að Dagur Sigurð-
arson skáld sagði við mig æstur:
„Hættu þessu, þú getur þetta ekki“,
að ég fór að spá eitthvað alvarlega
í þetta. Ég var mikið að teikna líka
og auðvitað fannst honum ég ekk-
ert geta teiknað heldur. En samt
sem áður útbjó ég handrit til prent-
unar skömmu eftir þessa athyglis-
verðu aðvömn og Ólafur Engil-
bertsson bauðst til að gefa út mína
fyrstu bók. Ég man að Óla fannst
vera „svartur húmor" í ljóðunum.
Hvenær skrifarðu?
Ég skrifa alltaf áður en ég fer
að sofa. Hugsanir og tilfínningar
og ég lít á þetta sem einhvers kon-
ar dagbókarskrif. Einstöku sinnum
er ég gripin einhverri bijálæðislegri
þörf til aið skrifa og þá get ég yfir-
leitt ekki hætt fyrr en ég sé að ég
er komin út í algjörar ógöngur. En
ég vinn ljóðin oftast í striklotum.
Vinn kannski úr nokkmm setning-
um í 12 klukkustundir.
Þetta er heljarinnar vinna?
Þetta er skemmtun. Ég held ég
væri ekki að þessu ef mér fyndist
þetta leiðinlegt. Ég er haldin ein-
hverri fullkomnunaráráttu en sú
árátta birtist aðaliega í ljóðagerð-
inni og líka þegar ég er að mála
eða teikna. Én auðvitað er alltaf
spuming hvað er ljóð og hvað er
ekki ljóð.
Nú hefúr verið töluverð um-
ræða um þessi svokölluðu
nútímaljóð og mikil blaðaskrif
Best úr íjarlægð. Sérstaklega frá
Vestmannaeyjum.
Það eru engin kaffihús þar?
Nei, ég var þar eitt sumar og
starfaði sem þjónn á veitingastað.
Hvemig var í Eyjum?
Mér leiddist mjög mikið en hins
vegar hafði dvöiin þama mikil áhrif
á mig. Stundum fór ég í gönguferð-
ir út í hraunið með kaffibrúsa, síga-
rettur og teikniblokk og sat klukku-
stundunum saman og heillaðist af
hrikalegri náttúrufegurðinni. Einu
sinni villtist ég meira að segja og
lenti í sjálfheldu milli hraun-
sprungna sem vom þaktar þykkum
mosa. Þá mundi ég að enginn vissi
hvar ég var stödd og það væri hálf
leiðinlegt að hverfa svona allt í einu
ofan í jörðina.
Hefúrðu ferðast víða?
Ég fór einu sinni hringveginn
með flölskyldunni. Ég á eftir að
ferðast meira innanlands og kynn-
ast landinu betur.
Hvað með útlönd?
í fyrra fór ég til Amsterdam og
dvaldi þar í þijá mánuði og þegar
ég var 16 ára gömul fór ég með
MS Eddu til Danmerkur og til New-
castle í Bretlandi. í sumar fór ég
aftur til Amsterdam og dvaldist þá
hjá hollenskum vini mínum. Við
ferðuðumst dálítið um Holland og
fórum á puttanum til Parísar. Ég
fór einnig til Berlínar og Spánar en
í Eindhoven í Hoilandi fékk ég svo
lánaða íbúð í þijár vikur. Vinur
minn fór til Sikileyjar en ég ákvað
að nota það sem eftir væri af fríinu
til þess að skrifa. Ég var mjög ein-
angruð í Eindhoven og talaði stund-
um ekki við neinn svo dögum skipti.
Ég kom sjálfri mér mjög á óvart
því ég vaknaði alltaf snemma á
morgnana sem er ólíkt mér, og
vann skipulega að skrifunum. Ég
las líka heilmikið og á kvöldin horfðP
ég á sjónvarpið. Undir lokin var ég
farin að mála á kvöldin en það var
einmitt þama sem ég fékk þá hug-
mjmd að halda myndlistarsýningu
þegar heim kæmi. Ég átti mjög
erfitt með hætta þegar ég var byij-
uð, þá svaf ég ekki nema nokkra
klukkutíma á sólarhring og málaði
stanslaust þess á milli. Mér var
ekkert farið að lítast á blikuna þeg-
ar ég var í sturtu einn morguninn
og þegar ég leit upp þá steyptist
vatnið niður í öllum regnbogans lit-
um. Þá var ég einmitt nýbúin að
lesa ævisögu Van Goghs en hann
er sagður hafa sturlast af of mik-
illi vinnu, of mikilli sól og of miklu
af absinti. Ég huggaði mig þó við
það að ég var ekki lögst í absintu,
það rigndi stanslaust og Gauguin
var hvergi nærri. Annars segja
sumir að listamenn verði að vera
bijálaðir.
Þú ert í Rithöfúndasamband-
inu og fékkst ritlaun frá mennta-
málaráðuneytinu á þessu ári. Er
þetta ekki óvenjulegt hjá 21 árs
gamalli stúlku?
Tökum Siguijón (SJÓN) sem
dæmi. Hann gaf út sína fyrstu bók
16 ára gamall að mig minnir og
er búinn að vera í Rithöfundasam-
bandinu árum saman. Hann er
komungur. En þetta kom mér mjög
á óvart og hefur verið mér mikilvæg
hvatning. Mér finnst mér hafá ver-
ið sýnt traust og vona að ég bregð-
ist ekki því trausti.
Nú virðast önnur listform
heilia þig. Hvað með leiklistina?
Hefúrðu eitthvað reynt fyrir þér
í henni?
Já, ég reyndi að komast inn í
Leiklistarskóla íslands og komst i
16 manna hópinn en datt þá út.
Það var mjög góð reynsla en prófíð
var mjög erfitt. Ég var ánægð því
ég gerði mitt besta og kvöldið sem
ég fékk afsvarið las ég upp ljóð á
ljóðakvöldi á Hótel Borg.
Hvemig leið þér?
Ég var auðvitað döpur en ég er
forlagatrúar og þegar ég hringdi í
Helgu Hjörvar, skólastjóra Leiklist-
arskólans, nokkrum dögum seinna
til að tilkynna henni að ég hefði
ekki svipt mig lífi þó að ég hefði
ekki komist inn í skólann sagðist
hún ekki hafa haft nokkrar áhyggj-
„H^ppin
að hafa ekki
frystíhús héma“
Á Selfossi hitti ég Svein Helgason, 21 árs gamlan og stundar nám
í Háskóla íslands og nemur þar stjórnmálafræði. Ég byijaði á því
að spyija Svein hvort hann keyrði á milli eða kæmi bara heim um
helgar.
g er með herbergi í
Reylq'avík en kem síðan
heim um helgar. Þetta er
svo stutt á milli og það er töluverð-
ur fjöldi fólks sem keyrir daglega
á milli.
Af hverju stjórnmálafræði?
Ég hef alltaf verið mikill áhuga-
maður um pólitík og þama fæ ég
tækifæri til að sjá hlutina í fræði-
legu ljósi. Mér finnst það sterk til-
hneiging hjá okkur íslendingum að
vera alltaf að stipla menn. Kommi
eða íhald. Annars held ég að allir
fái, kannski ómeðvitað, póiitfskt
uppeldi. Það sem ég meina er að í
uppvextinum þá fáum við unga
fólkið óbein áhrif frá foreldrum og
öðrum áhrifavöldum. En síðan er
líka til í dæminu að menn snúast
alveg öfugt við sitt „pólitíska upp-
eldi" ef við getum kallað það svo.
Dæmi um þetta er t.d. Gvendur
jaki en foreldrar hans voru sjálf-
stæðisfólk og Hannes Hólmsteinn
en hann er kominn af krata- og
framsóknarætt.
Finnurðu fyrir nálægð
Reykjavíkur?
Já maður finnur sterklega fyrir
nálægðinni. í mörgum tilfellum er
menningin sótt suður. Bíó og leik-
hús. Það vantar mjög kvikmynda-
hús héma á Selfoss. Mér hefur allt-
af fundist þessi vídeómenning slæm
og fundist að bíóin gegni samfé-
lagslegu hlutverki. Það er ekki ná-
lægt því eins mikil stemmning að
vera að glápa á vídeó með nokkmm
vinum og að fara í bíó. Annars er
mjög stórt félagsheimili í byggingu
núna og þar verða stórir salir og
mér skiist að þama verði þriðja
stærsta leiksvið landsins en húsið
er ennþá í byggingu og ég veit
ekki hvenær hún verður tekin í
notkun.
Ætlaðrðu að búa á Selfossi í
framtíðinni?
Veistu, ég efast um það ef ég á
að vera hreinskilinn. Annað í þessu
er það að ef ég held áfram námi
minu í stjómmálafræði og klára
námið þá nýtist mér það betur fyr-
ir sunnan. Það er einna helst eitt-
hvað í sambandi við ijölmiðla,
flokksstarf af einhveiju tagi eða
jafnvel fræðistörf. Draumurinn er
sá að fara til útlanda og sérmennta
sig í einhveiju.
Hefúrðu einhveija reynslu af
t.d. flokksstarfi?
Já ég var ritstjóri Þjóðólfs en það
er héraðsblað gefið út af Framsókn-
arflokknum héma. Ég var að starfa
við þetta frá hausti 1987 og blaðið
kom hálfsmánaðarlega út. Þetta var
mjög góður skóli. Maður sá um allt
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sveinn Helgason: „Ég er svona
vinstra megin við miðju.“
sjálfur, tók myndir og las yfir próf-
arkir.
Þú ert þá væntanlega fram-
sóknarmaður?
Ég veit það nú ekki. Ég er svona
vinstra megin við miðju en varð-
andi þessa blaðaútgáfu þá tók ég
það að mér meira sem heillandi
verkefni. Það er líka töluverð um-
ræða í gangi um pólitík og ég er
sannfærður um að fólk hefur tölu-
verðan áhuga á pólitík.
Hvert er viðhorf unga fólksins
til SÍS?
Fólk vill vinna hjá Samvinnu-
hreyfíngunni en þetta er ekki sami
eldmóðurinn og var í gamla daga.
Ekki sama hugsjónastarfíð. Núna
er SÍS rekið eins og hvert annað
fyrirtæki og kröfur fólks til Sam-
vinnuhreyfingarinnar eru oft órétt-
mætar. Margir ætlast til þess að
það séu reknar verslanir í litlum
plássum þar sem verslunin gengur
ekki upp. Maður hefur orðið var
við að margir eru á móti Kaup-
félaginu en ég er ekki í þeim hópi.
Ég tel að Samvinnuhreyfingin hafi
gegnt mikilvægu hlutverki í at-
vinnuuppbyggingu þjóðarinnar.
Er mikil hreppapólitík?
Hún er alltaf einhver. Þessir pól-
ar takast stundum á: Rangárvalla-
sýsla, Ámessýsla, V-Skaftafells-
fi? Sti'' ■. tííliít.. .ilí tt* i .éfci-:%ííí; tíMHtfltll