Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 41 Minning: SigmundurJ. Alberts son verslunarmaður í dag, fímmtudaginn 12. janúar, verður gerð frá Bústaðakirkju útför Sigmundar Jóhanns Albertssonar afgreiðslumanns hjá Bygginga- markaði Slippfélagsins í Reykjavík hf. Hann veiktist alvarlega 22. nóv- ember sl. og var lagður inn á Borg- arspítalann. Þar var hann nokkuð farinn að jafna sig, þegar hann lést skyndilega þann 3. janúar sl. Sigmundur var fæddur 29. nóv- ember 1924 á Þórsgötu 3 í Reykjavík og var því aðeins 64 ára gamall er hann lést. Foreldrar hans, sem nú eru bæði látin, voru þau Albert Sv. Ólafsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Albert var fæddur í Bolungarvík 18. nóv- ember 1899, en fluttist 1918 til Reykjavíkur og gerðist verslunar- maður hjá Oddi Guðmundssyni kaupmanni frá Bolungarvík, er þá rak verslun hér í bæ. Nokkur síðustu ár ævi sinnar vann hann hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og mikið og óeigingjamt starf vann hann í um 20 ár hjá Vetrarhjálp- inni í Reykjavík. Albert var mætur maður og vinamargur. Guðrún kona hans var fædd 24. maí 1890 í Krókshúsum á Rauðasandi. Hún stundaði kennslu í einn eða tvo vetur í Amardal í Skutulsfirði, en seinna vann hún við verslunarstörf í Reykjavík. Þau Albert og Guðrún gengu í hjónaband 28. nóvember 1915 og varð þeim tveggja bama auðið. Auk Sigmundar eignuðust þau dótturina Ingibjörgu, sem gift- ist Sverri Einarssyni tannlækni og eignuðust þau þijú böm. Ingibjörg lést árið 1980. Albert missti konu sína 17. desember 1948 og var sár hans söknuður, því Guðrún var mikil mannkostakona. Albert kvæntist seinna Guðrúnu Hinriks- dóttur, en þeim varð ekki bama auðið. Tveir föðurbræður Sigmund- ar em á lífí, þeir Guðmundur M. Ólafsson, búsettur á ísafírði og Kjartan Ólafsson búsettur í Reykjavík. Sem ungur maður réðst Sig- mundur til starfa hjá Slippfélaginu eða árið 1945. Vann hann í fyrstu úti í slippnum, en gerðist svo starfs- maður timbursölunnar, en frá 1949 starfaði hann sem afgreiðslumaður í Slippbúðinni, sem þá var svo nefnd. Það var lærdómsríkt að fylgjast með störfum þeirra félaga Sigmundar í búðinni og Geira í búðinni (Sigurgeir Kristjánsson), en svo vom þeir nefndir í daglegu tali. Báðir vom þeir afburða starfsmenn. Sigurgeir er látinn fyrir nokkmm ámm. Magnús Jónsson, fyrrverandi verslunarstjóri, sem nú starfar á skrifstofunni, 75 ára gamall, mat störf þessara manna að verðleikum og minnist nú þessara samstarfs- manna sinna með söknuði og virð- ingu. Þessir menn, Magnús, Sig- mundur og Sigurgeir, nutu óskor- aðs trausts Slippfélagsins og traust viðskiptamanna Slippbúðarinnar. Það blandaðist engum hugur um, að þeir bám fyrst og fremst hag Slippfélagsins fyrir bijósti, en aldrei REYKINGAMENN ERU LÍKA MENN BARA EKKI EINS LENGI RIS 2000 Reyklaust ísland árið 2000 þó á kostnað viðskiptavinanna. Það var enginn hlunnfarinn í viðskiptum við þá. í mörg ár leysti Sigmundur Magnús af sem verslunarstjóri, svo og seinna eftirmenn Magnúsar Sig- uijón og Markús núverandi verslun- arstjóra. Allir vissu þeir, að óhætt var að treysta Sigmundi fyrir búð- inni. Það var í nóvember sl. að Sig- mundur leysti Markús af sem versl- unarstjóri, en Markús var í fríi er- lendis. Hann hafði í nokkra daga mætt sárlasinn í vinnuna, en hann kvartaði aldrei og allra síst hvarfl- aði að honum að víkja af verðinum. Hann harkaði af sér, uns hann hné niður ósjálfbjarga á heimili sínu að kvöldi 22. nóvember. Slík var ósér- hlífni Sigmundar. Sigmundur var vinsæll maður og vinamargur. í hópi okkar vinnufé- laganna hvort sem var á ferðalög- um, eða öðmm skemmtunum, var hann hrókur alls fagnaðar. Var þá gjaman tekið lagið, en Sigmundur hafði jmdi af söng og tónlist. Mesta gæfa hans í lífínu mun þó hafa verið sú, að kynnast eftirlif- andi konu sinni Margréti Alberts- dóttur. Þau hjón voru einstaklega samhent. Margrét er fædd og upp- alin í Bolungarvík og vom feður þeirra Sigmundar skólabræður. Faðir Margrétar lést fyrir 20 ámm, en móðir hennar Vigdís Benedikts- dóttir er á lífí og dvelur nú á Hrafti- istu. Margrét á tvær systur á lífí og einn uppeldisbróður átti hún, en hann er látinn. Þau Sigmundur og Margrét reistu tvíbýlishús á Garðsenda 9 ásamt systur Margrétar og manni hennar. Það hús er veglegur minn- isvarði um óvenjulega handlagni Sigmundar. Þeim svilum tókst að byggja húsið á einu ári, þó efnin væm lítil. Allar innréttingar í íbúð þeirra Sigmundar og Margrétar, em smíðaðar af honum. Hann var jafnhagur á tré og jám. Þau Sigmundur og Margrét eign- uðust tvær dætur. Þær em Guðrún, sem er gift Amóri Sigurðssyni og eiga þau tvö böm og Margrét, en sambýlismaður hennar er Jóhann P. Jóhannsson. Þau em bamlaus. Fjölmargir samferðamenn Sig- mundar munu lengi minnast hans, vegna drengskapar hans og mann- kosta. Sár er nú söknuður eiginkonu hans, dætra og annarra í fjölskyld- unni, en minning þeirra um hann verður björt, því Sigmundur var einstakur eiginmaður, faðir og afi. Heimilið og fjölskyldan var ávallt efst í huga hans. Við fráfall Sigmundar Jóhanns Albertssonar votta ég Margréti konu hans, dætmm þeirra, tengda- sonum, bamabömum og öðmm ættingjum einlæga samúð mína. Jón Ölver Pétursson J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.