Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 1

Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 1
64 SIÐUR B/C 22. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins stöðugt vaxandi Managua. Reuter. VAXANDI fólksflótta gætir nú í Nicaragua og að þessu sinni ekki meðal menntaðra manna og iðnlærðra, sem margir eru þegar farn- ir, heldur meðal verkafólks. Efnahagslifíð er í rúst, verðbólgan á síðasta ári 20.000% og lífskjörin orðin þau sömu og voru á fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Að undanfömu hafa ferðaskrif- stofur skotið upp kollinum líkt og gorkúlur í höfuðborginni, Managua, en þær eru að því leyti ólíkar flest- um öðrum slíkum fyrirtækjum, að þær bjóða aðeins farseðil aðra leið, eitthvað burt frá landinu. Talið er, að hálf milljón manna af 3,5 millj. íbúa hafi flúið land síðan sandinist- ar komust til valda 1979 og aðal- lega þeir, sem einhveija menntun höfðu. Raunar þykir svo sjálfsagt, að menntamenn komi sér burt, að opinbera málgagnið Barricada birti í síðasta mánuði forsíðufrétt og fyrirsögn, sem sagði: „Kunnur skurðlæknir lýsir yfir: Eg er ekki á förum." Nú er það einnig verkalýðurinn, Bush býður Motzfeldt í Hvíta húsið Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti og kona hans, Barbara, hafa boðið Jonathan Motzfeldt, for- manni grænlensku landstjórnar- innar, og Lars Chemnitz, forseta landsþingsins, til málsverðar í Hvíta húsinu 2. febrúar nk. Motzfeldt segir, að ekki verði nein ákveðin mál á dagskrá, heldur verði tækifærið notað til að ræða almennt um samskipti Grænlend- inga og Bandaríkjamanna. George Bush hefur einnig haft samband við Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur. Segir í Berlingske Tidende, að hann hafi hringt í Schlúter á þriðjudag og óskað eft- ir fundi bráðlega um sarriskipti ríkjanna. sem er að gefast upp á ástandinu, og þeir, sem ekki hafa efni á flug- farmiða, reyna að komast með lang- ferðabílum, skipum eða jafnvel fót- gangandi. Hafa nágrannaríkin, til dæmis Hondúras og Costa Rica, miklar áhyggjur af flóttamanna- straumnum og Bandaríkin einnig enda stefna margir þangað. Sandin- istastjórnin hefur lítið gert til að stemma stigu við flóttanum og virð- ist láta sér vel líka að losna við hugsanlega stjórnarandstæðinga með þessum hætti. Daniel Ortega forseti hótaði raunar nýlega ótil- teknum efnahagsaðgerðum, sem gerðu andstæðingum stjórnarinnar „þann kost einan að flýja til Miami á vit lýðræðis og fjármuna". Stjórnvöld kenna skærúliðum um hvemig komið er en leiðtogar þeirra benda hins vegar á, að vopnahlé hafi ríkt í tæpt ár án þess að nokk- ur batamerki sjáist á efnahagslíf- inu. Astæðan fyrir landflóttanum sé því örbirgð og pólitísk kúgun og Jorge Canda, sem starfar í áróður- smálaráðuneytinu, hefur viður- kennt, að fólksflóttinn hafi vaxið um allan helming á síðasta ári. Afganistan: Samstöðuprestur kvaddur Utför pólska prestsins Stefans Niedzielaks fór fram Varsjá í gær að viðstöddum þúsundum manna. Fannst hann látinn á heimili sínu sl. laugardag, myrtur að sögn kirkjunnar manna, en honum höfðu áður borist bréf þar sem honum var hótað sama dauðdaga og prestinum Jerzy Popieluszko, sem ör- yggislögreglumenn myrtu árið 1984. Niedzielak var mikill Samstöðumaður og hafði helgað kirkju sína minningu þeirra Pólverja, sem myrtir voru í Sov- étríkjunum. Þorpum gjöreytt og hundr- uð óbreyttra borgara dreprn Islamabad. Reuter. HUNDRUÐ óbreyttra borgara féllu í stórskotaliðshríð sovéskra og afganskra stjórnarhermanna síðastliðinn mánudag þegar þeir reyndu að opna aðalveginn milli höfuðborgarinnar, Kabúl, og Sov- étríkjanna. Er það haft eftir vitn- um, að heilu þorpin hafi verið þurrkuð út. Orvænting stjórnar- innar í Kabúl vex nú með degi hveijum enda virðist ekkert geta komið í veg fyrir, að skæruliðar taki borgina strax og sovéski her- inn er á brott. Stórskotaliðsárásirnar voru gerðar á svæðið fyrir sunnan og norðan Salang-jarðgöngin en um þau fara mestallir birgðaflutningar frá Sov- Vígvæðing Sovétmanna á norðurslóðum: Mikil uppbygging flotans FLOTASTYRKUR Sovétmanna á norðurslóðum hefúr verið efldur til muna á undanfornum mánuðum. Norðurflotinn hefúr fengið ný skip til umráða og vestrænir hernaðarsérfræðingar telja sam- setningu flotans gefa til kynna að Sovétmenn hyggist taka upp nýjar sóknaraðferðir ef til ófriðar dregur. Nýverið bættist orrustu-beiti- heyrir undir Kyrrahafsflotann. skipið Kalínín í Norðurflotann en það er af svonefndri Kírov-gerð. Kalínín var hleypt af stokkunum 29. apríl 1986 en var tekið í notk- un á síðasta ári. Skipið er 28.000 tonn og nær 33 hnúta hraða. Vopnabúnaðurinn er mikill og öflugur. Kalínín er búið loftvarna- flugskeytum af gerðinni SA-N-6 og öflugum eldflaugum gegn skip- um af. gerðinni SS-N-19. Nú eru tvö skip af Kírov-gerð í Norðurflot- anum en þriðja skipið, Frúntse, Fjórða skipið er í smíðum og mun það að líkindum verða staðsett á Kyrrahafi. Á sama tíma bættist tundurspill- ir af gerðinni Sovremenníj og ann- ar af Údalov-gerð í flotann auk freigátu af Krívak-gerð en skip þessi höfðu verið gerð út frá Kúbu. I ágústmánuði fékk Norðurflotinn að auki tvo nýja tundurspilla. Flugvélamóðurskipið Bakú hélt nýverið frá Miðjarðarhafi og hefur það nú verið fært undir Norðurflot- ann. Bakú er fjórða flugvélamóð- urskipið af Kíev-gerð sem Sovét- menn smíða og telja sérfræðingar að Sovétmenn hyggist taka upp svipaðar aðferðir og Bandaríkja- menn ef til ófriðar dregur á norður- slóðum. Talið er að Sovétmenn vilji með þessu samræma aðgerðir einstakra skipa og flotadeilda. Þannig gæti orrustu-beitiskip af Kírov-gerð varið flugvélamóður- skip gegn árásum úr lofti í krafti SA-N-6 loftvarnaeldflauganna. Norðurflotinn ræður því nú yfir tveimur Kíev-flugmóðurskipum og tveimur orrustu-beitiskipum af Kírov-gerð. Hehnild: Jane’s Defence Weekly. Bakú á siglingu. Rétt aftan við stefnið eru liólkar undir loft- varnaeldflaugar af gerðinni SA-N-9. Þá sjást skotpallar fyr- ir eldflaugar af SS-N-12-gerð, ætlaðar gegn skipum. étríkjunum. Hafa skæruliðar Ahmad Shah Masoods setið um veginn og gert flutninga um hann mjög erfiða enda er talið, að þeir og aðrir skæru- liðaflokkar hafi mestalla landsbyggð- ina á sínu valdi. Er það haft eftir vitnum og erlendum stjómarerind- rekum, að sovésku og afgönsku her- mennimir hafi ekki linnt skothríðinni á nokkur þorp á þessu svæði fyrr en þar stóð ekki steinn yfir steini og mörg hundruð manna lágu í valn- um. Talið er, að helmingur þeirra 30.000 sovésku hermanna, sem hafa gætt Kabút, sé nú farinn á brott og verður ástandið í borginni ískyggi- legra með degi hveijum. Sitja skæru- liðar um hana á alla vegu og bíða þess eins, að síðasti sovéski hermað- urinn fari heim en brottflutningnum á að vera lokið 15. febrúar nk. Er- lend sendiráð hafa sent flesta starfs- menn sína burt enda hafa orðið upp- þot í Kabúl vegna mikils matar- og eldsneytisskorts. Ríkisstjóm Naji- bullah forseta sendi í gær Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, boð um að koma til landsins en óvíst er, að hann þiggi það eins og ástandið er. Er haft eftir heimildum, að búið sé að flytja fjölskyldur margra hátt- settra manna til Sovétríkjanna, til svæða í Afganistan, sem liggja að Sovétríkjunum, og til Indlands. Nicaragua: Fólksflóttinn fer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.