Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
Umboðsmenn erlendra bjórframleiðenda:
Oánægðir með hömlur
UMBOÐSMENN erlendra bjórframleiðenda eru óánægðir með þær
takmarkanir, sem virðast eiga að vera á fjölda bjórtegunda sem
ATVR selur eftir 1. mars næstkomandi. Eins og fram hefur komið
verða þijár erlendar tegundir seldar í öllum verslunum ÁTVR, auk
tveggja eða flögurra innlendra tegunda. Allt eru þetta svokallaðir
Ijósir bjórar, eða lager bjórar. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR
hefur nú boðað að i hinni sérstöku bjórbúð ÁTVR á Stuðlahálsi
verði einungis þessar tegundir lager bjórs og að auki dökkir bjór-
ar, eða svokallaðir „stout“ bjórar. Þetta telja umboðsmennirnir ekki
vera í samræmi við það sem áður var boðað um bjórbúðina og ekki
heldur í samræmi við óskir kaupenda.
„Þetta kom okkur satt að segja
nokkuð á óvart," sagði Friðrik The-
odórsson hjá Rolf Johansen &
Company sem hefur umboð fyrir
Heineken bjór. Hann vísaði til
fréttatilkynningar sem gefín var út
um leið og upplýst var hvaða reglum
yrði fylgt um sölu bjórsins. „Að
vísu er ekki talað þar um hvaða
tegundir verði í bjórversluninni, en
þar er sagt að fjölbreyttara úrval
verði þar en í öðrum verslunum
ÁTVR. Það er ennþá okkar skiln-
ingur að þama verði fleiri tegundir,
hvenær sem það verður,“ sagði
Friðrik.
Hann sagði það hafa komið ótvír-
ætt í ljós í Fríhöfninni á Keflavíkur-
flugvelli að fólk velur Heineken
bjór. „Heineken hefur um 38% af
bjórsölunni í Fríhöfninni, sem er
fyrst og fremst það sem fólkið vel-
ur. Það eru nákvæmlega 110.335
pakkar með sex hálfs lítra dósum
á síðasta ári. Það sýnir enn frekar
að fólk velur Heineken, að þessi
sala er þrátt fyrir þau hlunnindi sem
íslenski bjórinn hefur, að fólk getur
keypt sex lítra af Heineken eða
átta lítra af innlendu tegundunum."
Friðrik sagðist ekki hafa fengið
neitt erindi þess efnis að breyta
ætti til varðandi bjórsölu í Fríhöfn-
inni. Þar hafa verið seldar fjórar
tegundir bjórs, Viking frá Sanitas,
Polar frá Olgerðinni, Carlsberg og
Heineken. Hann sagði súrtí broti
ef það kæmi svo á daginn, að Heine-
ken bjór fengist ekki í hinni sér-
stöku bjórbúð ÁTVR. „Heineken
hafði mjög mikinn áhuga á að selja
bjór til íslands og stefndu að því
með sínu tilboði. Við verðum að
vona það besta, við vitum að við
bjóðum einn besta bjór í heimi,"
sagði Friðrik Theodórsson.
„Þetta þýðir að það verður eng-
inn þýskur bjór til sölu í verslunum
ÁTVR,“ sagði Karl Eiríksson hjá
Bræðrunum Ormsson, sem hafa
umboð fyrir Beck’s bjórinn þýska.
„Það munaði rétt innan við 5% á
nettóinnkaupsverði á tilboði okkar
og Kaiser frá Austurríki. Mér skilst
að það verði heldur ekki leyft að
selja Beck’s bjór í sérverslun ÁTVR
á Stuðlahálsi. Mér sýnist að ljós
þýskur bjór verði hvergi til sölu."
Karl sagði að í könnun, sem gerð
hefði verið hér á landi, kæmi fram
að Beck’s væri vinsælastur þýskra
bjóra. Mest væri jafnframt flutt út
af honum frá Þýskalandi og hann
fengist í hverri búð í Bandaríkjun-
um, svo dæmi væri nefnt.
VEÐURHORFUR í DAG, 27. JANÚAR
YFIRLIT f GÆR: Á vestanveröu Grænlandshafi er kyrrstæö 966
mb lægð og um 300 krri norðaustur af Melrakkasléttu er 973 mb
lægð á leið norðaustur. Um 1200 km suðsuðvestur af Vestmanna-
eyjum er vaxandi 976 mb lægð sem stefnir norðnorðaustur. Heid-
ur mun hlýna í veðri í nótt en kólna aftur á morgun. SPÁ: Á morg-
un verður hvöss norðan- og norðvestan-átt með ýmist snjókomu
eða éljum um norðan- og vestanvert landið, en austan og suðaust-
an- stinningskaldi eða allhvasst og rigning eða slydda á Suðaust-
ur- og Austurlandi. Hiti rétt ofanvið frostmark á Austfjörðum og
Suðausturlandi, annars frost 0 til 4 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG:Vestan- og norðvestan-átt með éljum
um norövestan og vestanvert landið, en bjart veður Suðaustan-
lands. Vægt frost.
HORFUR A SUNNUDAG: Hæg vestlæg og suðvestlæg átt. Él vest-
anlands en léttskýjað austan- og norðanlands. Frost 0—5 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
Él
Þoka
Þokurnóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
V
*
V
? ?
?
oo
4
K
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hhi +1 +0.8 veAur léttskýjað haglél
Bergen S alskýjað
Helsinki 1 alskýjað
Kaupmannah. 0.8 þokumóða
Narssarssuaq +16 snjókoma
Nuuk +16 skýjað
Osló 2 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Þórshöfn S hálfskýjað
Algarve 12 skýjað
Amsterdam S mistur
Barcelona 12 mistur
Berlin 1 mistur
Chicago 1 alskýjað
Feneyjar 8 heiðskfrt
Frankfurt 2 mistur
Glasgow 8 skýjað
Hamborg 2 mistur
Las Palmas 19 léttskýjað
London 10 mistur
Los Angeles 5 heiðskfrt
Lúxemborg 3 mistur
Madrid 9 skýjað
Malaga 1B alskýjað
Mallorca 16 hálfskýjað
Montreal +5 snjókoma
New Yorit vantar
Orlando 13 léttskýjað
París 5 heiðskírt
Róm 12 þokumóða
San Diego 8 heiðskfrt
Vln 0 mistur
Washington 4 alskýjað
Winnipeg +17 alskýjað
Morgunblaðið/Sigurgeir
Dílamjórinn sem Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum fékk i
sínar hendur á sunnudaginn.
Vestmannaeyjar:
Dílamjóri í Nátt-
úrugripasaftiið
Vestmannaeyjum.
STARFSMENN Náttúrugripa-
safnsins i Vestmannaeyjum
fengu á sunnudaginn fremur
sjaldgæfan Ssk, dílamjóra.
Það voru skipverjar á Valdimar
Sveinssyni VE sem færðu Kristj-
áni Egilssyni forstöðumanni Nátt-
úrugripasafnsins lifandi dfla-
mjóra. Fiskinn fengu þeir við
Hvalbakinn nokkrum dögum áður
og tókst að halda lífínu í honum
til lands.
í samtali við Mbl. sagði Kristján
að dílamjórinn væri af svokallaðri
mjóraætt. í þessari ætt eru 10
tegundir og finnast margar þeirra
í köldum sjó hér við land. Mjóram-
ir geta verið frá 8 sm að stærð,
eins og Jensensmjórinn, og upp í
90 sm.
Kristján sagði að dílamjóri
hefði veiðst nokkrum sinnum áð-
ur, en aldrei fyrr hefði tekist að
halda lífínu í honum svo lengi.
Yfírleitt væru þeir dauðir nokkr-
um tímum eftir að þeir veiddust.
Ekki er vitað til þess að þessi físk-
ur sé til lifandi i nokkru fiska-
safni í heiminum.
í gær virtist dílamjórinn vera
við bestu heilsu og sagði Kristján
að hann væri eitthvað farinn að
taka æti en þó mætti 'búast við
að hann yrði allt að viku að jafna
sig alveg á hinum nýju heimkynn-
um sínum. Grímur.
Ríkisendurskoðun feer aðgang að sjúkraskýrslum:
Heimlislæknar leggja
Hæstaréttardóminn
fyrir umboðsmanninn
STJÓRN Félags íslenskra heimilislækna hefur ákveðið að leggja
niðurstöður Hæstaréttar, um að Ríkisendurskoðun fái aðgang að
sjúkraskýrslum, fyrir umboðsmann Alþingis. Á sfjórnarfúndi FÍH,
sem haldinn var í fyrrakvöld, var Gunnari Inga Gunnarssyni, stjóru-
armanni FÍH, yfírlækni heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ og form-
anni sfjórnar Læknavaktarinnar, falið að leggja málið fyrir umboðs-
mann Alþingis, Gauk Jörundsson.
„Hér er á ferðinni mikið réttar-
slys. Stjóm FÍH þykir niðurstaða
Hæstaréttar mjög dapurleg í alla
staði og telur að þarna hafí meiri
hagsmunir verið látnir víkja fyrir
minni. Réttur til einkalífs og vemd-
un trúnaðar hefur verið fórnað
vegna réttar hins opinbera til bók-
haldseftirlits. Við höfum reynt að
sýna fram á að sjúkraskýrslumar,
sem slíkar, eru mjög léttvægur
gagnagmnnur að baki reikningum
lækna og sanni hvorki né afsanni
réttmæti þeirra,” sagði Gunnar Ingi
í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Til þess að fá raunhæfa niður-
stöðu í rannsókn á réttmæti reikn-
inga, verða rannsóknaraðilar að
sjálfsögðu að snúa sér til sjúkling-
anna sjálfra - þeirra, sem þjón-
ustuna fengu. Þanng gétur hið op-
inbera haft virkt eftirlit með lækn-
um. Slíkt kerfí hefur tíðkast í
Kanada til margra ára þar sem
sjúkrasamlögin taka stikkprufur.
Hringt er til sjúklinganna og það
kannað hvort reikningamir em á
rökum reistir. Getur íslenska ríkið
ekki notað sömu aðferð? Hver á að
vera hagsmunavörður sjúklingsins,
sem þegar öllu er á botninn hvolft,
sá, sem á þessar trúnarðampplýs-
ingar? Til að A geti rannsakað B,
þarf ríkið endilega að fara ofan í
trúnaðarskýrslur C. Það getur Fé-
lag íslenskra heimilislækna ekki
sætt sig við,“ sagði Gunnar Ingi.
Hann sagði að nú eftir dóm
Hæstaréttar, bæri læknum að upp-
lýsa skjólstæðinga sína um þessa
skoðunarheimild Ríkisendurskoð-
unar. Gæti það þá leitt til þess að
hinir efnameiri fæm að borga fullt
gjald á heilsugæslustöðvum til að
klippa á þessa skoðunarleið ríkis-
endurskoðunar, sem hefði þá aðeins
aðgang að trúnaðarmálum þeirra,
sem ekki hefðu efni á að kaupa sér
sjálfsagða leynd einkalífsins.
Fiskverði
ssigt upp
Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins í gær var almennu fis-
kverði sagt upp frá og með 15.
febrúar 1989.
Núgildandi flskverð var ákveðið
með bráðabirgðalögum frá 28. sept-
ember 1988, með heimild til upp-
sagnar frá 15. febrúar n.k.
— Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins.