Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 12
'12________________MÖR&ÍJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989_
Góður hagiir Sements-
verksmiðju ríkisins
Rætt við Ásgeir Pétursson
Morgunblaðið átti nýverið
samtal við Ásgeir Pétursson
formann stjómar Sementsverk-
smiðju ríkisins um hag hennar
og framtíðarstörf. Fer samtalið
hér á eftir:
— Hver var niðurstaðan á
rekstri Sementsverksmiðju ríkis-
ins á árinu 1988?
— Hún var góð. Sementsalan á
árinu varð 131.819 tonn og er það
mesta sala verksmiðjunnar síðan
árið 1977, þegar virkjunarfram-
kvæmdir voru hvað mestar. Það er
því eftirtektarvert um þessi áramót
að sala til sérstakra verkefna, svo
sem virkjana, Keflavíkurflugvallar
o.þ.h. er með allra minnsta móti á
síðast ári. Á sama tíma varð gjall-
framleiðslan 117.500 tonn svo
gengið var á eldri birgðir. í reynd
er það afkastageta brennsluofnsins,
sem mestu ræður um framleiðslu-
magnið. Mölunarafköst þeirra
tækja, sem verksmiðjan á er mun
meiri eða um það bil 200.000 tonn
á ári.
Af þessu er ljóst að það er af-
kastageta ofnsins sem auka þarf
ef sementsnotkun hérlendis heldur
áfram að vaxa. Ljóst er að sements-
sala sl. tvö ár hefur verið meiri en
framleiðslan en með því að ganga
á birgðir hefur verið komist hjá því
að flytja inn erlent gjall til mölunar
hér. Verksmiðjan sparar gjaldeyri
og skapar atvinnu og verðmæti.
Hér finnst ekki jám og timbur,
ekki ennþá. Steinsteypa er því eina
grundvallar byggingarefni okkar,
sem er innlent.
— Var ekki gerð breyting á
framleiðsluaðferðum fyrir
nokkrum árum?
— Jú, með vissum hætti má
segja það. Það var árið 1983 að
talið var rétt að hætta við að nota
olíu til brennslu og breyttum við
— eftirMagnús
Óskarsson
Það á að reka álla embættismenn
sem eyða of miklu, æpti fjármála-
ráðherra á messutíma og rauðu ljósi
á Akureyri. Skera, skera, sagði
hann. Skera niður útgjöldin og
skera niður við trog þá yfirmenn,
sem fara fram úr fjárlögum ríkis-
ins. Svo boðaði hann ný brottrekstr-
arlög og útiýmingarherferð gegn
þeim ríkisstarfsmönnum, sem í
óleyfi eyða fjármunum almennings.
Skyldi Sturla fræðslustjóri hafa
verið á fundinum? Sá hefur hlegið.
Ekki eru margar vikur síðan hann
stóð á verðlaunapalli Ólafs Ragnars
Grímssonar og tók úr hendi hans
við ómældum milljónum almennings
verksmiðjunni þá til kolabrennslu.
Þessi breyting tókst mjög vel og
var sannkallað happaspor. Fyrst og
fremst stuðlaði þetta að lækkuðu
sementsverði, þar sem svo fór að
kolin urðu meira en helmingi ódýr-
ari en olían var. Afkastageta ofns-
ins hélst þó óbreytt eða nálægt
100.000 tonn á ári. En síðan
(1984-1985) voru gerðar tilraunir
til þess að auka afkastagetu ofnsins
og leiddu þær til 10% afkastaaukn-
ingar eftir breytingar, sem gerðar
voru á ofninum. Síðan var brennslu-
hólfið í ofninum endurnýjað 1987
og jók það afköstin enn um 5%.
Fyrir þá sem eru ókunnugir sem-
entsgerð er rétt að greina frá því
að sementsgjallið er svo blandað
gipsi og kísilryki og síðan fínmalað
og við það myndast sement.
Á þessu sama árabili lagði verk-
smiðjan í mikinn kostnað og stór-
framkvæmdir til mengunarvarna.
Helsta framkvæmdin í því efni voru
kaup og uppsetning á stórri rafsíu,
sem reist var við sementsofninn
árið 1984. Verður allt gert sem
unnt er til þess að vetjast því að
mengun stafí frá verksmiðjunni og
hefur hundruðum milljóna króna
verið varið í því skyni á liðnum
árum.
— En hvernig varð þá fjár-
hagsútkoman í árslok?
— Mér sýnist að gera megi ráð
fyrir að hagnaður verksmiðjunnar
á síðasta ári verði rúmar 30 m.kr.
Þó er rétt að fram komi að hagnað-
ur verksmiðjunnar í uppgjöri lækk-
ar um rúmlega 8 m.kr. vegna geng-
isbreytingar í byijun þessa árs, en
endurskoðendur miða við nýja
gengið við uppgjör síðasta árs, sem
út af fyrir sig er eðlileg ákvörðun
þeirra að mínum dómi.
Gjaldfærsla vegna gengisbreyt-
inga á síðasta ári og í bytjun þessa
og 2ja ára heiðursdvöl í útlöndum
á kostnað sama almennings í þakk-
lætisskyni fyrir að sólunda ríkisfé
í heimildarleysi með glæsibrag, sem
seint mun fyrnast. Um tíma hafði
hann sem svarar tuttugu manns í
vinnu í blóra við ijárlög, auk ann-
arra ávirðinga.
Vel fór á því hjá Ólafi að taka
þessa U-beygju á rauðu ljósi og
sýnir vel aksturslag hans. Ekki var
síður við hæfí að gera þetta í fána-
bænum Akureyri og vonandi hafa
skólastjórar haft þrek til að flagga
daginn eftir — í hálfa stöng.
P.s.
Greinarkom þetta, örlítið lengra að
vísu, sendi ég ritstjóra Morgun-
blaðsins s.l. þriðjudagsmorgun. Öll-
um liggur á og auðvitað hefði ég
árs verður væntanlega um 36
m.kr., en tekjufærsla á móti verður
lítil, þar sem efnahagur verksmiðj-
unnar fer stöðugt batnandi. Mér
sýnist að hagnaður verksmiðjunnar
síðustu þijú árin sé um 175 m.kr.
og er þá miðað við verðlag síðasta
árs. Það má skjóta því hér inn að
eigandi verksmiðjunnar, ríkið, hefur
aldrei lagt þessu fyrirtæki sínu fjár-
muni að heitið geti. Hún var reist
fyrir lánsfé og hefur orðið að beij-
ast í gegnum mikinn vanda og
margvíslegan frá uphafi og er það
löng saga. En þeim mun betra og
ánægjulegra er að geta skýrt frá
því að skuldimar hafa verið greidd-
ar niður að mestu. Það má reyndar
gera ráð fyrir því að innan þriggja
ára hafi verksmiðjan greitt niður
allar eldri langtímaskuldir sínar.
Þá verða aðeins áhvílandi lán vegna
þeirra framkvæmda, sem nú standa
yfir. I væntanlegum reikningi vegna
1988 geri ég ráð fyrir að eigið fé
verði um 620 m.kr., en fyrrgreindar
skuldir verði um 125 m.kr. Veltufj-
árstaða yrði því mjög góð og nálg-
ast hratt hlutfallið 2,0, þ.e. veltufj-
ármunir verða væntanlega um 120
m.kr. hærri en skammtímaskuldir
í væntanlegum ársreikningi.
— Hveijar eru helstu skýring-
ar á bættum hag verksmiðjunn-
ar?
— Það eru nokkrir meginþættir
sem skýra bættan hag fyrirtækis-
ins. Segja má að verksmiðjan sé
eiginlega dæmi um það hve fjár-
magnskostnaðurinn ræður miklu
um afkomu fyrirtækja. Af verk-
smiðjunnar hálfu hefur verið reynt
að breyta óhagstæðum lánum í
önnur hagstæðari og bæta stöðu á
þeirri dreifingu, sem var á útistand-
andi lánum. Á þann hátt m.a. var
unnt að losna við mikinn fjármagns-
kostnað. Betri tök náðust svo auð-
vitað í þessu efni með greiðslu lána
og minnkandi raunskuldum.
Þá er það staðreynd að eftirspurn
Magnús Óskarsson
kosið að það birtist strax. Ég skil
hins vegar vel, að ritstjórarnir þurfa
oft að láta greinar bíða, jafnvel þær
stytztu, auk þess sem þeir sömdu
á meðan ritstjórnargrein um málið
miklu lengri og betri.
M.Ó.
Höfundur er borgarlögmaður.
Ásgeir Pétursson
eftir sementi hefur verið mikil og
byggingariðnaðurinn líflegur, því
hefur sala verið mikil, — en auðvit-
að græðir verksmiðjan mest á
síðustu tonnunum sem hún selur
ár hvert, þ.e. því magni, sem verður
umfram kostnað við framleiðsluna.
Breytingjn frá olíu í kolabrennslu
var hyggileg og skilar góðum arði.
Sama er að segja um ýmsar tækn-
inýjungar og breytingar.
Ennfremur er athyglisvert hvetju
bætt hagræðing áorkar í þessu efni.
Föstum starfsmönnum hefur fækk-
að um rúmlega 40 á síðustu 5 árum.
Það var unnt vegna tæknivæðing-
ar, hagræðingar og útboða, sem
skipta talsverðu máli.
Trúlega má gera ráð fyrir að
starfsmönnum geti enn fækkað
nokkuð á næstu 5 árum ef áform
verksmiðjunnar ná fram að ganga.
— En hveijar eru svo fram-
tíðarhorfúr?
— Verksmiðjan hefur þegar haf-
ið undirbúning að því að mæta þörf
markaðarins og renna fleiri stoðum
undir rekstur hennar á næsta ára-
tug. Þannig verður t.d. á þessu ári
HALLDÓR Ásgeirsson, myndlist-
armaður, opnar einkasýningu í
austursal og á gangi Kjarvals-
staða næstkomandi laugardag,
28. janúar, kl. 16.30.
„Myndlist Halldórs byggist k
sjónrænu hugarflæði, sem hann
skráir ósjálfrátt niður. Efniviðurinn
er tekinn úr umhverfi og lífsreynslu
listamannsins hveiju sinni og eru
meðal annars ferðalög ríkur þáttur
í hinni sjónrænu upplifun, hvort sem
auga og penni ferðist um óbyggðir
Islands eða sigli upp ána Níl. Þegar
kemur að úrvinnslu hugmyndanna
staldrar Halldór við, ígrundar efni
og form gaumgæfilega þar til teikn-
ingarnar, sem hann skeytir saman
á ólíkan hátt falla inn í efnið. Verk-
in eru máluð á pappír eða léreft,
skorin út eða höggvin í tré, þar
finnast bein og sviðin hurð, svart
flauel og brotin gler,“ segir í frétta-
tilkynningu um sýninguna. Sum
myndverkin eru samsett úr ólíkum
efnum og spanna bæði vegg og gólf.
„Sögusmiðurinn" er mættur í
salinn þakinn myndum og frásögn-
um úr undirheimum, þetta eru hug-
arbrot og örstutt ljóð úr draumi og
veruleika sem áhorfendum ber að
túlka að eigin vild, að sögn lista-
mannsins.
Halldór er fæddur árið 1956 og
nam myndlist við Parísarháskóla
númer átta á árunum 1977-80 og
endurbættur framleiðslubúnaður
við semetnsmölun. Sjálfvirkri tölvu-
stýrðri sementsmölun verður komið
upp, sem nær til alls mölunarkerfis
verksmiðjunnar. Rannsóknarbún-
aður til efnagreiningar verður end-
urnýjaður og loks er ráðgert að
koma á sjálfvirkni við sementsofn-
inn, trúlega að tveim til þrem árum
liðnum.
Þá má geta þess að verksmiðjan
hefur nú ákveðna stefnu í því að
auka markað fyrir sement og stein-
steypu. Það var lengst af mitt sjón-
armið að ekki ætti að víkka út hlut-
verk verksmiðjunnar meðan hún var
þjökuð af skuldaþunga. Hlutverk
hennar væri einungis framleiðsla
sements og dreifing þess. En við
fjárhagslega bættar aðstæður má
endurskoða það efni og þó með
gætni. Hér nefni ég þá umbót að
verksmiðjan stofnaði ásamt Is-
lenska járnblendifélaginu fyrirtæk-
ið Sérsteypuna sf. Það fyrirtæki
hefur unnið umtalsvert þróunar-
starf. Því má skipta í þijá þætti,
þ.e. að auka notkun á sementi og
steypu í stór mannvirki svo sem
virkjanir og gatnagerð. Nefna má
að steypt stíflumannvirki hafa mjög
vikið fyrir jarðstíflum á síðari árum.
Steypa hefur ekki náð árangri
gagnvart malbiki í götur og vegi.
Hér hafa gæði vikið fyrir kostnaði
og þróunarvinnan beinist að því að
finna ódýrari lausnir með stein-
steypu án þess að það verði á kostn-
að gæða. Svonefnd þurrsteypa sem
Sérsteypan hefur gert virðist gefa
góðar vonir um árangur.
Þá má nefna þróun á tilbúinni
pússningu og viðgerðarefnum fyrir
steypu ásamt nauðsynlegum tækja-
búnaði. Loks má um þennan þátt
segja að með tilkomu nýrra bæti-
efna í steypu hafí orðið miklar fram-
farir sem bæti steypuna. Hugsan-
legt er að nýir eiginleikar steypu
geri kleift að nota steypu þar sem
áður var notað stál, timbur eða
plast. En þau efni verðum við nú
að flytja inn frá útlöndum.
— Hvað viltu segja um þátt-
töku Sementsverksmiðju ríkisins
í gerð jarðganga undir Hval-
fjörð?
— Að svo stöddu ekki ýkja mik-
ið. Það er þó kunnugt að verksmiðj-
an hefur tekið þátt í könnun mála-
vaxta. í þessu efni segi ég sem
einkaskoðun mína að allt er málið
áhugavert. En við skulum hafa í
huga að þetta er fyrst og fremst
Eitt verka Halldórs Ásgeirssonar
„Ýmir“ 1988.
1983-86. Hann dvaldi í Austurlönd-
um fjær veturinn 1976-77 og í
Mexíkó 1982-83. Halldór er nú
búsettur i Reykjavík. Þetta er sjötta
einkasýning Halldórs á íslandi, en
hann hefur sýnt og starfað að
myndlist undanfarin ár, bæði heima
og erlendis.
Sýningin stendur til 12. febrúar
og er opin daglega frá kl. 11.00 til
18.00.
U-beygja á
rauðu ljósi
Kjarvalsstaðir:
*
Halldór Asgeirs-
son opnar sýningu
-