Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 13

Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 13 Sementsverksmiðja ríkisins. forræðismál samgönguráðuneytis og Alþingis. Það er Ijóst að slík samgöngubót myndi stuðla að hagræðingu í rekstri verksmiðjunnar og auka líkur á því að unnt verði að koma upp nýjum framleiðslugreinum í sements- og steypuiðnaði. Með slíkri samgöngubót yrði að koma sementinu á aðalmarkað þess og yrði afleiðingin lækkun á verði þess til notenda. Persónulega hef ég alltaf barist fyrir bættum samgöngum og hef lengi haldið fram þeirri kenningu sem sumir stjómmálamenn temja sér nú, að bættar samgöngur eru ekki munaður heldur arðbært fyrir- tæki fyrir þjóðarbúið. Að lokum get ég þess að á vegum Sementsverk- smiðjunnar er nú unnið að því að undirbúa ársfund Cembureau, sem eru Evrópusamtök sementsverk- smiðja. Það hefur verið verksmiðj- unni til gagns að vera aðili að þess- um samtökum bæði af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum. Hér má nefna að þegar hrun varð á sölu sements hér innanlands í byij- un sjöunda áratugarins, seldi verk- smiðjan yfir 50 þús. tonn af se- menti til Bretlandseyja. Cembureau greiddi fyrir þeim viðskiptum. Þessi sementssala var reyndar fyrsti.út- flutningur á stóriðjuframleiðslu frá íslandi. x Ráðgert er að fulltrúar á ráð- stefnunni verði á annað hundrað og með gestum um 260 manns. Verður hún haldin á Hótel Sögu í júníbyrjun og hefur allt hótelið ver- ið tekið á leigu fyrir ráðstefnuna. — A stóriðja framtíð fyrir sér á íslandi? — Ég held að þessu megi svara með annarri spurningu. A hagsæld á Islandi og öryggi þjóðarinnar framtíð fyrir sér án stóriðju? Auð- vitað eykur stóriðjan íjölbreytni í framleiðslu og veldur þvi að við verðum síður háð þeim einhæfu atvinnugreinum sem sjávarútvegur og landbúnaður eru. Það er óbú- mannlegt að eiga allt undir veðrum og afla. Það eykur öryggi íslensks þjóðlífs að eiga sér fleiri uppsprett- ur atvinnu og tekna. Orkan í fall- vötnum og jarðhita er undirstaða blómlegrar framtíðar. Við þurfum að hagnýta þessi gæði gætilega og að vandlega yfirlögðu ráði. Fjöl- breyttara atvinnulíf er lífsnauðsyn. Menntun, hagkvæmni og dugnaður þjóðarinnar eru okkar auðæfi. Framtak fijálsra manna og fram- faravilji munu tryggja að það verð- ur áfram gott að lifa í þessu landi. Mér finnst líka timi til kominn að Islendingar hugi að því að sam- hliða stóriðju í efnaframleiðslu þ. á m. álframleiðslu, er þýðingar- mikið að hafin verði framleiðsla í landinu, sem byggir á efninu, sem framleitt er. Japanir eru t.d. f stór- auknum mæli farnir að steypa hluti úr málminum meðan hann er enn í bráðnu formi, — þ.e. spara upp- bræðslu efnisins. Nýta þannig ork- una betur og skapa ný störf og aukin verðmæti. Sögulegt ferðalag: 6,65 km meðalhraði Bæjum, Snæfjallahrcppi. ÞAÐ snjóaði víðar en á götum Reykjavíkur í óveðrinu sem gerði um siðustu helgi. Hér í Djúpi var hörkuveður og fannfergi sem best kom í Ijós á þriðjudaginn, er bílalest lagði á langan og seig- an frá ísafirði til Reykjavíkur. Fjórtán bilar voru hér komnir i einni lest á móts við Laugardal rétt inn fyrir Strandsel klukkan eitt aðfaranótt miðvikudags, þar af voru fjórir stórir vöruflutningabílar og fjórir jeppar. Einn bílanna lagði af stað frá ísafirði klukkan fimm á þriðjudagsmorguninn, og var hánn því búinn að veya í tuttugu tíma á leiðinni frá ísafirði inn fyrir Strandsel, en það gerir um 6,65 km á klukkustund í hraða. Aðrir bílarn- ir lögðu af stað þetta frá klukkan átta til tíu um morguninn. Allir héldu bílarnir áfram um nóttina og voru komnir til Hólmavíkur klukkan tíu á miðvikudagsmorguninn. Eftir að fá sér þar kaffisopa var svo blátt strikið tekið beint suður, en þangað fóru átta bílar úr lestinni, en hinir hér um Djúpið, þar á meðal mjólk- urbíllinn og póstbíllinn. Hefill var á undan bílalestinni alla leið frá ísafirði, en erfitt var um mokstur þar sem snjórinn er samanlaminn og pressaður. Snjó- blásari kom á móti lestinni frá Hólmavík og mokaði á móti þeim allar götur út í Hörgshlíð, sem þangað var hann kominn klukkan fimm á miðvikudagsmorgun. Það voru því ekki sofin úr sér augun hjá þessum ferðalöngum, enda hér á ferðinni margþjálfuð hraustmenni sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Jens i Kaldalóni Jarðhiti á hafsbotni sunnan Kol- beinseyjar Mánudagskvöldið 30. janúar verður fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Þá mun Jón Ólafsson, haffræð- ingur, greina frá rannsóknum sem gerðar voru á hafsbotni við Kol- beinsey í sameiginlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar, banda- rísku hafrannsóknastofnunarinnar í Woods Hole og náttúrufræðideild- ar breska sjónvarpsins BBC. Und- anfarin 15 ár hafa verið uppgötvuð mörg jarðhitasvæði á 2000—4000 m dýpi í úthöfunum en niðurstöður rannsókna á þessum svæðum telja margir með því merkasta sem kom- ið hefur fram í haffræðum á þessum tíma, bæði á sviði líffræði og jarð- vísinda. Jón mun m.a. sýna mynd- band sem tekið var neðansjávar af hafsbotninum. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda. Hann hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Það eru ekki allir svo heppnir - eða eigum við að segja lánsamir - að flnna hvergi til í skrokknum, þegar þeir eru komnir á miðjan aldur, og flest okkar finnum greinilegan mun á vellíðan þann og þann daginn þegar við höfum sofið vel. Það er að segja - sofið í einum dúr frá kvöldi til morguns. lannslíkaminn er undursamleg „vél“, er virðist þola sitt af hverju sem við leggjum á hana tímabundið, hvort sem það heit- ir skortur, t.d. (strangur megrunarkúr), mikið erfði eða ofát. Og við misbjóðum þessari vél nánast á hverjum degi á einhvern hátt. Wuíitt er þó alveg víst. Mannslíkaminn þolir ekki, hvort sem það er í stuttan tíma eða til lengdar, að vera án nauðsynlegrar hvíldar - fá ekki nægan svefn. Hvort sem það er barn eða gamal- menni, æsku- eða hreystiskrokkur, þá kemur strax í ljós ýmiskon- ar vanlíðan, ef á svefninn vantar. |m þetta þarf ekki að fjölyrða. Þetta vita allir. En hvað veldur óværum - slæmum - svefni? Jú, við vitum að það er ekki gott að kýla vömbina áður en við förum í háttinn, þamba kaffi, að fara upp í rúm með áhyggjur sínar af morgundeginum eða liggja á einhverju svo hörðu eða mjúku, að eðlileg blóðrás líkamans hindrist. |inir fornu Rómverjar sögðu: Besta krydd matar er svengd- in. Eins er hægt að segja að besta svefnmeðalið sé notaleg þreyta. En því miður, notaleg þreyta er ekki nóg til þess að þú sofir vel - EFDÝNAN ÞÍN ER VOND DÝNA. Bjjið getum ekki ráðlagt þér hvaða dýna er best fyrir þig. Það er svo einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. Þess vegna bjóðum við upp á í verslun okkar nokkra tugi dýnugerða og ótak- markaðan skiptirétt þangað til þú finnur dýnuna sem þú sefur vel á. Þetta kostar þi£ ekki neitt - VIÐ SKIPTUM UM DÝNUR ÞANGAÐ TIL ÞU ERT ÁNÆGÐ(UR). Bfjvernig væri að byrja á því að prófa dýrustu fjaðradýnuna sem hægt er að kaupa á Islandi - Lux-Ultraflex dýnuna okkar frá Scapa verksmiðjunum í Svíþjóð? Stífa dýnu eða mjúka Lux- Ultraflex dýnu? Hún kostar að vísu 28.900,- í stærðinni 90x200 cm, en verðið gleymist fljótt ef þú verður ánægð(ur). Þeir, sem eru undir þrítugsaldri eða mjög léttir, ættu hugsanlega frekar að byrja á að prófa Lux-Komfort Qaðradýnuna okkar frá Scapa, sem kostar 10.620,- í sömu stærð. LUXz 90x200cm 105x200 cm 120x200 cm 160x200 cm LUX ULTRAFLEX Fjaðradýna, stífeðmjúk, með tvöfalt fjaðrakerfií tréramma. I efri fjaðramottunni eru 240 LFK fjaðrirá fermetra og í neðri mottunni 130Bonell fjaðrirá fermetra. Dýnunni fylgir þvottekta yfirdýna. Krónur 28.900,- Húsgagna4töllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.