Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
Arkitektafélag
Islands 50 ára
eftirHarald
Helgason
Á þessu ári minnist Arkitektafé-
lag íslands þess, að hálf öld er liðin
frá stofnun Húsameistaraféiags ís-
lands hinn 31. maí 1939. Til þess
að fyrirbyggja vissan misskilning
og vegna þess, að starfssvið arki-
tekta er mun víðtækara en að teikna
hús, var samþykkt nafnbreyting á
félaginu árið 1956 og hefur það
síðan heitið Arkitektafélag íslands.
Hálfrar aldar starf Arkitektafélags-
ins og aðdragandi stofnunar þess ,
er mikið og afar athyglisvert við- i
fangsefni. Ákveðið hefur verið að
ráðast í að skrá sögu félagsins og
er þess vænzt að hægt verði að
gefa hana út innan margra ára. I
þessari grein verður eingöngu fjall- \
að um aðdragandann og skýrt m.a.
frá tveimur félögum arkitekta, sem
störfuðu um nokkurt skeið samtím- 1
is og voru undanfari Arkitektafé-
lagsins.
Byggingamál á íslandi
fyrr á tímum
Húsagerð á íslandi var svo gott
sém heimilisiðnaður langt fram eft-
ir öldum. Menn fengust að sjálf-
sögðu mismikið við smíðar, en
margir byggðu sér eigin hús og
héldu þeim við. Eins og vænta má
sköruðu ýmsir fram úr í þessum
efnum og á ýmsum stöðum er getið
um sveitasmiði, sem störfuðu fyrir
aðra í byggðarlagi sínu. Fátt er þó
sem bendir til þess að til hafi verið
farandsmiðir, sem lifðu eingöngu
af smíðum, og miða má tilkomu
iðnaðarstétta á íslandi við myndun
bæja á síðustu öld.
Bágur íjárhagur landsmanna
fyrr á árum og skortur á innlendu
byggingarefni hafa sett þróun
byggingarlistar á íslandi þröngar
skorður og valdið því, að hér hefur
ekki skapazt byggingarhefð eins
og tíðkast hjá flestum menningar-
þjóðum. Fyrr á öldum var mestum
fjármunum varið í kirkjubyggingar
og til þeirra kallaðir beztu smiðim-
ir, enda stóðu þær flestar mun bet-
ur en sambærilegir sveitabæir. ís-
lenzkir smiðir munu hafa staðið að
smíði nálega allra kirkna á landinu
fram til miðrar 19. aldar og var
yfírleitt vel staðið að smíði þeirra.
Fyrsta steinhúsið hér á landi var
fullgert árið 1752. Var það lands-
fógetasetrið í Viðey, sem gert var
upp af miklum myndarskap og opn-
að á síðasta ári. Smiðimir voru
danskir. Þá voru fímm stór steinhús
reist á næstu árum, öll eftir upp-
dráttum danskra húsameistara. Al-
menningur var ekki á eitt sáttur
um ágæti steinhúsa þessara, og
víst var að þau reyndust ákaflega
kostnaðarsöm fyrir fátækan lands-
sjóð. Svo fór að mjög dró úr bygg-
ingu steinhúsa eftir aldamótin
1800. Bygging þessara húsa hefur
hins vegar vafalaust haft góð áhnf
á byggingarþróun í landinu. ís-
lenzkir smiðir höfðu fram að þessu
lítið sem ekkert kynnzt húsagerðar-
list eða lært af dönsku fagmönnun-
um, sem hingað komu, enda höfðu
þeir betri tæki og beittu nýstárleg-
um vinnubrögðum. Þegar byggingu
vandaðra steinhúsa lauk, var áfram
haldið að reisa vel smíðuð timbur-
hús, sem bezt virtust henta íslenzk-
um aðstæðum allt fram á þessa öld.
Skipting iðnaðarmanna í sérstak-
ar starfsstéttir er ung hér á landi.
Á 17. öld var farið að greina húsa-
smiði í timburmenn, snikkara,
múrara og málara. Um eiginlega
iðnmenntun var að sjálfsögðu ekki
að ræða lengst af og lærðu menn
mest hverjir af öðrum. Til er skrá
frá árinu 1850 um fjölda iðnaðar-
manna í Reykjavík. Ibúar bæjarins
voru þá taldir 1.149 og þar af voru
steinsmiðir 2, snikkarar 14, auk
þess sem 5 voru í námi og aðeins
1 timburmaður var á skrá. Á þess-
um tíma bendir ýmislegt til vaxandi
áhuga almennings á húsbygging-
um. Má þess m.a. sjá merki í stofn-
un framfarafélaga víða um land í
rómantískum anda þeirra Fjölnis-
manna.
Mörg þessara félaga eignuðust
bókasöfn, sem í voru bækur og
tímarit, sem auk annars fjölluðu
um húsagerðarlist. Þá voru gefnir
út bæklingar um byggingamál, og
mun einn sá fyrsti vera sá, sem sr.
Jón Gíslason gaf út árið 1837 og
nefndi „Einföld meining um hagan-
legustu kirkjubyggingu".
Um og eftir 1840 hófst mikið
byggingatímabil á íslandi. Fram að
þeim tíma hafði staðið yfir langur
harðindakafli og var því mörgum
orðin brýn nauðsyn á því að byggja
upp hús sín. Verzlun var loks gefín
ftjáls árið 1854 og þá hófst inn-
flutningur timburs í stórum stíl,
einkum frá Noregi. Fram undir
aldamótin 1900 voru torfbæir að
vísu langalgengastir til sveita, en
þá fóru menn líka almennt að snúa
við þeim baki, ekki sízt eftir Suður-
landsskjálftann mikla.
Á síðari hluta 19. aldar reistu
menn nær einvörðungu timburhús
í kauptúnum, sem leiddi til þess að
þar voru ýmsir famir að kunna vel
til smíða. Um aldamótin hafði húsa-
smiðum fjölgað stórlega, og árið
1930 voru trésmiðir á skrá ekki
færri en 1.020, auk þess sem
múrarameistarar vom orðnir 206.
Hafnar voru tilraunir með bygging-
ar úr steinsteypu laust fyrir alda-
mótin síðustu og náði steinsteypan
skjótri útbreiðslu um allt land. Jafn-
framt áttu sér stað stórfelldar þjóð-
félagsbreytingar og hið einfalda
landbúnaðarþjóðfélag, sem ríkt
hafði öldum saman, varð smám
saman að flóknu kerfí, þar sem til
sögunnar kom sérhæfing, þar sem
mun strangari kröfur voru gerðar
til menntunar og ábyrgðar þeirra,
sem fyrir verkum stóðu.
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík
var stofnað 1867 og var tilgangur-
inn að bæta menntun iðnaðarmanna
í landinu, sem stofnfélagarnir 31
töldu að verið hefði í molum fram
til þess tíma. Félagið beitti sér fyr-
ir stofnun kvöldskóla (1869), sem
fljótlega lognaðist þó út af. Árið
1873 var settur á stofn sunnudaga-
skóli, sem starfaði fram til ársins
1888, en fímmtán árum síðar
vannst fullnaðarsigur með stofnun
Iðnskólans í Reykjavík. Iðnaðar-
mannafélagið beitti sér einnig fyrir
iðnsýningum til fróðleiks fyrir iðn-
aðarmenn og almenning, og einnig
þrýsti félagið á yfirvöld til þess að
veita iðnaðarmönnum styrki til
námsdvalar í útlöndum. Hefíir þetta
framtak án efa leitt til þess, að hér
varð brátt til hópur faglærðra iðn-
aðarmanna, sem betur skildu eðli
góðrar húsagerðarlistar en þá var
títt meðal iðnaðarmanna og al-
mennings. Þessi sérmenntaði hópur
tengdist sterkum böndum og ákvað
að beita sér fyrir bættri húsagerðar-
list í landinu. Fyrstu lög um iðnnám
voru samþykkt árið 1893, en fram
að því hafði hveijum smið verið
heimilt að kenna öðrum iðn sína
um lengri eða skemmri tíma! Þeim
var síðan heimilt að stunda þá iðn,
án þess að hafa innt af hendi neitt
eiginlegt iðnpróf. Með þessum
fyrstu iðnnámslögum var hins veg-
ar krafízt skriflegra námssamn-
inga, ef námspiltur var yngri en
18 ára. Þá var jafnframt kveðið á
um að námstími skyldi ekki vera
, lengri en 5 ár og að í kennslu
skyldi vera dráttlist, — ef unnt
væri. Að námstíma loknum skyldi
gerð prófsmíði. Að þessu loknu
skyldi meiátari gefa út sveinsbréf.
Árið 1927 voru samþykkt lög um
iðju og iðnað, þar sem þeim einum
var heimilað að reka iðnað í kaup-
stöðum, sem höfðu undir höndum
iðn- eða meistarabréf. Þá máttu
ennfremur einungis meistarar með
meistarabréf hafa með höndum
verklega iðnkennslu. Slík meistara-
bréf fengu þeir, sem unnið höfðu
ekki skemur en 3 ár að námi loknu
hjá meistara með iðnbréf. í bygg-
ingasamþykktum kaupstaða mátti
ákveða að enginn mætti taka að
sér húsbyggingu, nema að hann
hefði hlotið löggildingu bygginga-
nefnda.
Enn voru samþykkt lög árið 1933
þar sem kveðið var á um stofnun
iðnráða í kaupstöðum landsins.
Skyldu lögreglustjórar leita um-
sagnar iðnráðanna um ýmis iðnað-
armál, og í nýjum lögum um iðnnám
frá 1936 eru ýmis ákvæði um frek-
ari tilhögun iðnnárns og námssamn-
inga. í þeim voru mun strangari
kröfur gerðar til menntunar iðnað-
armanna og iðnmenntun komið í
fastara form.
Rögnvaldur Ólafsson
Fyrsti íslendingurinn, sem stund
lagði á húsagerðarlist og starfaði
að einhveiju marki að húsahönnun
á íslandi var Rögnvaldur ólafsson.
Hann fæddist í Dýrafirði 1874; tók
stúdentspróf aldamótaárið og að
loknu heimspekiprófí frá Presta-
skólanum ári seinna hélt hann til
Kaupmannahafnar til náms í húsa-
gerðarlist með styrk af landsfé. Á
námsárunum kenndi hann veikinda,
sem ollu því að hann hvarf til ís-
lands sér til heilsubótar, en án þess
að hafa lokið fullnaðarprófí. Rögn-
valdur náði sér brátt, en hélt ekki
áfram námi, heldur fór að vinna
að hönnun bygginga hér á landi.
Landsstjómin veitti honum styrk
til leiðbeiningastarfs við opinberar
byggingar og var þar einkum átt
við kirkjubyggingar, enda hafði
Hallgrímur Sveinsson biskup
(1889-1908) einkum beitt sér fyrir
styrkveitingunni. Hafði Rögnvaldur
sérstaklega verið hafður í huga
enda hafði hann þá þegar teiknað
glæsilegustu kirkju landsins,
Húsavíkurkirkju (1905-07). Starfí
byggjngasérfræðings landsstjórnar
sinnti Rögnvaldur af mikilli alúð.
Hann hafði eftirlit með mörgum
kirkjubyggingum og teiknaði sjálf-
ur nokkrar kirkjur. Er þjóðkirkjan
í Hafnarfírði þeirra glæsilegust.
Styrkurinn til Rögnvaldar var auk-
inn árið 1909 og jafnframt féll hon- j
um í hlut hönnun fleiri bygginga,
einkum skóla. Þegar Verkfræðinga- j
félag íslands var stofnað 1912 var
Rögnvaldur einn þeirra 13 stofnfé-
laga, sem unnu tæknileg störf.
Rögnvaldur var í fyrstu stjóm Verk-
fræðingafélagsins og síðan til dán-
ardags.
Meðal stærstu verka Rögnvaldar
Ólafssonar eru Pósthúsið við Póst-
hússtræti og berklahælið á Vífils-
stöðum, en þar lézt hann úr berklum
árið 1917, tæplega 43 ára að aldri.
Guðjón Samúelsson
Sama ár og Rögnvaldur Ólafsson
lézt kom Guðjón Samúelsson til Is-
lands eftir 7 ára námsdvöl í Kaup-
mannahöfn, en einnig án þess að
hafa heldur fullnaðarprófi í húsa-
gerðarlist. Hann fékk strax mörg
verkefni og er ýmislegt, sem bendir
til þess að hann hafi ekki ætlað að
halda lengra í námi. Þó þróuðust
mál þannig, að Guðjón hélt aftur
til Kaupmannahafnar og kom heim
árið 1919, fyrsti fullmenntaði arki-
tektinn.
Á aldarafmæi Guðjóns fyrir tæp-
um tveimur ámm vom starfi hans
gerð nokkur skil og verður hér að-
eins stiklað á stóm. Hann fæddist
á Síðu árið 1887 og fluttist til
Reykjavíkur aldamótaárið. Guðjón
hélt til Hafnar árið 1908 með
sveinspróf í trésmíðum og innritað-
ist ári síðar í listaakademíuma í
húsagerðarlist. Þegar starf hönnuð-
ar opinberra bygginga losnaði við
andlát Rögnvaldar, þrýsti Jón
Magnússon, forsætisráðherra, mjög
á Guðjón að ljúka prófi og hét hon-
um góðu embætti að námi loknu.
Guðjón tók svo við nýstofnuðu emb-
ætti húsameistara ríkisins sumarið
1919 og um haustið var honum
veitt innganga í Verkfræðingafé-
lagið, sem þá var enn virðuleg sam-
koma fárra manna. Guðjón Samú-
elsson fékk einstakt tækifæri sem
eini arkitekt hins unga fullveldis á
einstökum breytingatímim og eftir
hann liggja fádæma mörg verk á
u.þ.b. þriggja áratuga starfsferli.
Hann lést árið 1950.
Sigurður Guðmundsson
Um það leyti, sem Guðjón Samú-
elsson kom heim frá Kaupmanna-
höfn og árin þar á eftir komu einn-
ig til landsins nokkrir bygginga-
meistarar, sem farið höfðu utan til
framhaldsnáms eftir iðnnám og
sveinspróf, einkum til Danmerkur,
þar sem þeir stunduðu gjaman nám
við Det tekniske selskabsskole í
Kaupmannahöfn.
Nám við þennan skóla tók jafnan
u.þ.b. 2 ár og þar lærðu menn
ýmsar greinar bæði tæknilegs og
fagurfræðilegs eðlis. Telja má víst,
að þessir menn hafi litið nokkmm
öðmm augum á hönnun húsa en
margir húsasmíðameistarar, sem
störfuðu við að byggja og selja hús
á þessum uppgangstímum. Meðal
hinna framhaldsskólagengnu var ;
Sigurður Guðmundsson, sem þó
átti sér talsvert annan feril að baki
en hinir.
Sigurður Guðmundsson fæddist
í Skagafírði árið 1885. Vann hann
fyrir sér sem kennari í Reykjavík
og víðar árin 1908-1914, en hélt
síðan til Danmerkur og stundaði
nám í húsagerðarlist við akademí-
una í Kaupmannahöfn árin 1915-
1922. Vann hann á ýmsum stofum
í Danmörku á námstímanum og
kynna sér arkitektúr. Sigurður kom
heim til Islands árið 1925, en hafði
ekki tekið lokapróf frá akademí-
unni. Hann gekk ávallt undir nafn-
inu Sigurður arkitekt og starfaði
mikið að félagsmálum í sínu fagi.
Honum var veitt innganga í Verk-
fræðingafélagið árið 1934 og var í
stjóm þess 1935-1938. Meðal
helstu verka Sigurðar má nefna
Bamaskóla Austurbæjar
(1925-29), Elliheimilið Grund og
Landakotsspítala og sjúkrahúsið í
Stykkishólmi. Árið 1938 stofnaði j
Sigurður stofu ásamt Eiríki Einars-
syni, arkitekt, og teiknuðu þeir!
saman m.a. sjómannaskólann,
Fossvogskapellu (1944), Þjóðminja-
safnið (1945-48) og Hallgríms-
kirkju í Saurbæ. Sigurður var kos-
inn formaður Bandalags íslenzkra
listamanna og var gerður að fyrsta
heiðursfélaga í Húsameistarafélagi
íslands árið 1955. Hann lézt árið
1958.
Þeir Rögnvaldur Ólafsson, Guð-
jón Samúelsson og Sigurður Guð-
mundsson fengu allir inngöngu í
Verkfræðingafélag íslands, enda
stóð ekkert annað fagfélag þeim
þá nær. Fleiri arkitektar fengu inn-
göngu í Verkfræðingafélagið eða
allt fram til ársins 1937, er nafna-
lögin, sem verða gerð skil hér á
eftir, tóku gildi. Verkfræðingafé-
lagið var ekki deildaskipt á þessum
árum og var því varla von að arki-
tektar gætu litið á það sem vett-
vang sinna sérmála.
Byggingameistarafélag
Islands
Árið eftir að Sigurður Guð-
mundsson kom heim til íslands
beitti hann sér fyrir stofnun félags,
sem með vissum rétti má telja for-
vera Arkitektafélags íslands, og bar
reyndar það nafn á tímabili! Þann
30. mars 1926 mættu 9 herrar, sem
allir höfðu mislangt framhaldsnám
í útlöndum í byggingafræðum, í
Báruhúsinu, þar sem nú rís ráðhús
Reykvíkinga. Þarna mynduðu þeir
félagsskap, sem þeir nefndu Bygg-
ingameistarafélag Islands og var
tilgangurinn „að stofna félagsskap
milli manna er gera uppdrætti og
þar að lútandi verk, aðallega yfir
hús“ - eins og segir í fundargerð.
Auk Sigurðar voru stofnfélagar
Guðmundur Þorláksson (1887),
starfsmaður hjá húsameistara ríkis-
ins, Sigurður Pétursson (1896-
1959), síðar byggingafulltrúi
Reykjavíkur (frá 1927), Þorleifur
Eyjólfsson (1896-1968), lærður í
Þýzkalandi, Þorleifur Ófeigsson (f.
1887), vann einkum sem verkstjóri
við stórar byggingaframkvæmdir,
Jens Eyjólfsson (1879-1959), Jó-
hann Fr. Kristjánsson (1885-1932),
Pétur Ingimundarson (1878-1944),
slökkviliðsstjóri frá 1918, og Einar
Erlendsson (1883-1968), starfs-
maður hjá húsameistara ríkisins og
gegndi hann starfí húsameistara
ríkisins 1950-54. Auk þessara 9
mann voru skráðir stofnfélagar
Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins, og Finnur Thorlacius
(1883-1975).
Á stofnfundinum voru samþykkt
lög félagsins, auk gjaldskrár, svo
að sjá má, að nokkur aðdragandi
var að þessari félagsstofnun. Lögin
voru vel unnin og í uppbyggingu
svipuð þeim lögum, sem Arkitekta-
félag íslands byggir enn á. Sigurð-
ur Guðmundsson gegndi for-
mennsku í Byggingameistarafélag-
inu fyrstu 2 árin af þeim 13 sem
félagið lifði. Auk stofnfundar voru
4 félagsfundir haldnir í Bygginga-
meistarafélagi íslands fyrsta
starfsárið. Var einkum flallað um
taxtamál og ýmsar breytingar sam-
þykktar á upprunalegri gjaldskrá.
Einnig var stjóm falið að kaupa
fagbækur og tímarit til afnota fyrir
félagsmenn. Á síðasta fundi ársins
skýrði stjóm félagsins frá viðtali
sínu við bæjarstjóra Reykjavíkur,
þar sem hann lofaði að leggja fyrir
bygginganefnd bæjarins tillögu fé-
lagsins um það að þeir menn einir
fengju samþykkta uppdrætti af
byggingum í bænum er fullnægðu
kröfum, sem Byggingameistarafé-
lagið gerði til félagsmanna sinna.
Samúelsson, sem aldrei hafði mætt
á fund í Byggingameistarafélaginu,
lét að vísu strika sig út af félaga-
lista þegar á 2. starfsári, en í félag-
ið gengu 6 félagar og þeir tveir,
sem lokið höfðu fullnaðarprófi í
arkitektúr. Þetta voru þeir Bjöm
Rögnvaldsson (1889-1962), eftir-
litsmaður hjá húsameistaraembætt-
inu, Guðmundur Guðjónsson
(1903-1966), arkitekt hjá sama
embætti, Guttormur Andrésson
(1895-1958), Sigmundur Halldórs-
son (1898-1964), Ágúst Pálsson
(1893-1967) og Einar Sveinsson
(1906- ), sem lauk fullnaðarprófí
Fram til ársins 1934 voru að jafn-
aði haldnir 6 félagsfundir á ári og
ferðaðist einnig víða til þess að félagsstarfið gekk vel. Guðjón