Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
Reuter
Japanskt „grænmeti" á stórmörkuðum
Smábílar, sem nefhdir hafa verið „grænmeti" og eru ætlaðir
húsmæðrum, eru nú seldir á stórmörkuðum í Tókíó og fást
hvergi annars staðar. Þeir eru annaðhvort rauðir eða hvítir,
ekki grænir. Hver bíll kostar 595.000 jen, eða 235.000 ísl. kr.
Litháenska gerð að
opinberu tungumáli
Moskvu. Reuter.
FORSÆTISNEFND Æðsta ráðs
Sovétlýðveldisins Litháens hefiir
lýst þvi yfír að litháenska verði
eftirleiðis opinbert tungumál f
landinu. Háttsettum embættis-
mönnum og síjórnendum iðnfyrir-
tækja hefur verið veittur tveggja
ára firestur til að læra tungumál-
ið, að sögn Linas Myadyalis, að-
stoðarritstjóra litháenska dag-
blaðsins Vozrozhdeniye. Linas
sagði, f simtali við fréttamann
Reuters-fréttastofnnnar að lithá-
ensk yfirvöld hefðu gefið út lög
þessa efnis síðastliðinn miðviku-
dag.
Lögin, sem Forsætisnefndin sam-
þykkti, ná til ríkisskjala, bréfaskrifta
og allrar félagslegrar þjónustu í
landinu, þar með taldra sjúkrahúsa,
skrifstofa og iðnvera.
í annarri tilskipun er kveðið á um
að þjóðhátíðardagur Litháa verði 16.
febrúar, en þann dag árið 1918 var
sjálfstætt ríki Litháa stofnað.
„Það er fast að orði kveðið í tilskip-
uninni og aðeins einu sinni er vikið
að rússnesku tungunni. Þá eru engar
tilslakanir í þessum lögum eins og
reyndin varð í Eistlandi," sagði My-
adyalis.
Lög, sem hníga í sömu átt og sam-
þykkt voru í Eistlandi í þessum mán-
uði, veita íbúum í landsins aðlögunar-
frest til fjögurra ára en undanþágur
voru veittar til þeirra sem búa á
svæðum þar sem rússneskir innflytj-
endur eru í meirihluta.
Myadyalis sagði að forystumenn
„Unity“, sem eru samtök íbúa af
öðru þjóðemi en Litháar, hefðu
kvartað undan því við yfirvöld í Viln-
ius, höfuðborg Litháens, og í
Moskvu, að lögin brytu í bága við
„grundvallarreglur sósíalismans".
BARNA-
KULDASKÓR!
„Pechiney-hneykslið“ í Frakklandi:
Ráðherra fjármála kveðst
Tilboðsverð á öllum
barnaskóm í búðinni
Dæmi:
Jtur: Rautt rúskinn.
St. 30-36.
Áður 2.000. Nú 995.
atnsheldir
Litir: Grænt, dökkblátt
og gult. St. 24-27.
Áður 2.485. Nú 1.245.
Jtir: Fjólublátt og svart,
brúnt og einlitt svart.
St. 29-35.
Áður 2.590. Nú 1.290.
Litur: Nature. St. 22-27.
Áður 1.995. Nú 995.
Litur: Dökkblátt með
grænu. St. 23-30.
Aður 2.245. Nú 1.125.
SIÐAN ALLT A FULLT VERÐ AFTUR
Póstsendum
smáskór
Skólavörðustig 6, sími 622812
hlynntur lögreglurannsókn
París. Reuter.
PIERRE Beregovoy, Qármála-
ráðherra Frakklands, hvatti í
gær til þess að fram færi lög-
reglurannsókn vegna grunsemda
GEORGE Bush, forseti Banda-
rikjanna, hyggur á tveggja daga
Kinaheimsókn i næsta mánuði.
Fer hann þangað frá Japan þar
sem hann verður viðstaddur út-
for Hirohitos keisara. Bush var
á sinum tima fyrsti fulltrúi
Bandarikjanna i Kina efitir að
samskipti ríkjanna bötnuðu fyrir
tilstilli Richards Nixons, fyrrum
forseta.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjastjórnar, sagði, að Bush
yrði í Kína 25. og 26. febrúar til
að „treysta enn betur góð sam-
skipti ríkjanna" og til að rifja upp
gömul kynni. Vísaði hann á bug
getgátum fréttamanna um að Kína-
ferðina mætti skiija sem sneið til
Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sov-
étríkjanna, sem hefur áhuga á að
Bandaríkin:
Blökkumað-
ur formaður
demókrata?
Washington. Reuter.
LEIÐTOGI demókrata í Michig-
an-ríki í Bandaríkjunum, Richard
Wiener, hætti á miðvikudag bar-
áttu sinni fyrir því að verða lands-
formaður Demókrataflokksins.
Þar með er talið nær fullvist að
lögfræðingurinn Ron Brown, sem
er blökkumaður, hljóti embættið
en Wiener lýsti yfir stuðningi við
hann.
Brown var áður einn helsti ráð-
gjafí Jesse Jacksons er keppti að
útnefningu sem forsetaframbjóðandi
flokksins á síðastliðnu ári. Á lands-
fundi demókrata, er Michael Dukak-
is var valinn frambjóðandi, stjómaði
Brown aðgerðum stuðningsmanna
Jacksons.
Skömmu eftir yfírlýsingu Wieners
sagði Brown að hann hefði tryggt
sér nægilega mörg atkvæði til að
hljóta landsformannsembættið á
flokksþingi demókrata í febrúar.
um að ólöglega hafi verið staðið
að hlutabréfakaupum franskra
kauphallarhéðna í bandarísku
stórfyrirtæki. Sérstök eftirlits-
hitta Bush að máli sem fyrst. Hefur
Bush raunar sagt, að ekki verði af
fundi hans og Gorbatsjovs fyrr en
Bandaríkjastjóm hafí endurmetið
stefnuna í afvopnunarmálum, rætt
þau mál við bandalagsríkin og ekki
fyrr en að loknum viðræðum James
Bakers, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og sovésks starfsbróður
hans, Edúards Shevardnadzes.
nefiid með kauphallarviðskiptum
vinnur nú að rannsókn málsins,
sem í daglegu tali er nefnt „Pech-
iney-hneykslið“ en fram til þessa
hafa talsmenn franska Sósíal-
istaflokksins og Francois Mitt-
errand Frakklandsforseti haldið
því firam að bíða beri niðurstöðu
þeirrar rannsóknar áður en
lengra er haldið.
„Pechiney-hneykslið“ snýst um
kaup franska álfyrirtækisins Pech-
iney á bandarísku stórfyrirtæki,
Triangle Industries, í nóvember á
síðasta ári. Kaupverðið var rúmir
60 milljarðar ísl. kr. en grunur leik-
ur á um að frönskum kaupsýslu-
mönnum hafi verið skýrt frá því
að til stæði að kaupa fyrirtækið.
Þeir hafi þá rokið til og fjárfest í
hlutabréfum í fyrirtækinu í kaup-
höllinni í New York áður en salan
fór fram. Talið er að gróði þeirra
hafí numið fimmföldu kaupverði
bréfanna.
Pierre Beregovoy skýrði frá
breyttri afstöðu sósíalista í gær er
hann svaraði spurningum þing-
nefndar um málið en franskir
íhaldsmenn hafa reynt að nýta sér
hneykslið til að styrkja stöðu sína
í bæjar- og sveitastjómarkosning-
um sem fram fara í mars. Sósíalist-
ar hafa á hinn bóginn haldið því
fram að íhaldsmenn hafí „lekið“
upplýsingum til fjársterkra stuðn-
ingsmanna sinna er fjölmörg ríkis-
fyrirtæki voru seld á ámnum 1986
til 1988. Beregovoy sagði að rann-
saka þyrfti þetta mál jafnframt því
sem fyllsta ástæða væri til að kanna
hlutabréfakaupin í bandaríska fyr-
irtækinu. Hingað til hafa sósíalistar
lagst gegn slíkri rannsókn en dag-
blaðið Le Monde kvaðst um síðustu
helgi hafa heimildir fyrir því að
náinn vinur Mitterrands Frakk-
landsforseta hefði keypt 50.000
hlutabréf í Triangle-fyrirtækinu og
orðið um 90 milljónum ísl. kr. ríkari
er fyrirtækið var selt.
Harðar deilur um heim-
ilisfang Evrópuþingsins
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EVRÓPUÞINGIÐ í Strasborg hef-
ur samþykkt heimild til að flytja
hluta af eigin starfsmönnum frá
Lúxemborg til Brussel og heimila
aukafundi utan Strasborgar.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
þingmenn hafa skrifstofur sínar
í Brussel og þar eru jafhframt
haldnir nefndarfundir en mann-
ekla hefiur háð þeirri starfsemi.
Ríkisstjórn Lúxemborgar hefiir
ákveðið að kæra samþykktina fyr-
ir Evrópudómstólnum og krefjast
ógildingar hennar.
Umræður um aðsetur Evrópu-
þingsins eru jafnan mikið hitamál á
fundum þess. Annars vegar eru þeir
sem halda því fram að aðsetur þess
eigi að miðast við að þingið sinni
hlutverki sínu sem best, Strasborg,
Lúxemborg eða Álaborg gildi þá einu
því aðeins að þingið sé í nánum
tengslum við aðrar stofnanir EB.
Sömuleiðis er kvartað undan sífelld-
um ferðalögum á milli Lúxemborgar,
Strasborgar og Brussel, samgöngum'
við Strasborg er talið mjög ábóta-
vant og borgin sé að mörgu leyti illa
í stakk búin til að hýsa þingið. Hins
vegar eru þeir sem vísa til þeirra
ákvarðana sem hinir evrópsku feður
tóku í upphafi um að þingið skyldi
hafa aðsetur í þremur borgum, að
vísu til bráðabirgða. Það sé ekki hlut-
verk þingmanna að hafa skoðanir á
Evrópuhöllin í Strasborg. Þar eru höfuðstöðvar Evrópuráðsins og
hinn umdeildi fundarstaður Evrópuþingsins.
því hvar þingið starfí, um það sé
gott samkomulag á milli aðildarríkj-
anna og ástæðulaust sé að hreyfa
við því. Um þetta viðhorf hafa þing-
menn frá Lúxemborg og Frakklandi
góða samstöðu.
Árið 1952 þegar Kola- og stál-
bandalagið var stofnað hafði það
aðsetur í Lúxemborg, það þótti því
rétt að þingmannasamkoma þess
kæmi þar einnig saman. Er þar kom-
in söguleg skýring á því hvers vegna
skrifstofur Evrópuþingsins eru þar.
Hart deilt
Umræður um tillöguna um þing-
staðinn og skýrslu sem fylgdi henni
voru mjög hávaðasamar nú um miðj-
an janúar. Þingmenn sem alla jafna
skipa sér í fylkingar eftir stjórn-
málaskoðunum fylktu liði eftir þjóð-
emi og stóryrði voru hvergi spömð.
Strasborg er án nokkurs vafa hinn
réttnefnda höfuðborg Evrópu, sögðu
fulltrúar Frakklands studdir hálfgild-
ings stríðsyfirlýsingum franskra ráð-
Bandaríkin:
Bush til Kína í
næsta mánuði
Washington. Reuter.