Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
25
407 manns á Grund
og Asi/ Asbyrgi
Heimilismenn Elli- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar og
Dvalarheimilisins Ass/Asbyrgis
voni um áramótin 407 manns.
Á Grund voru 189 konur og 90
karlar, samtals 279 og í Ási/Ás-
byrgi voru 52 konur og 76 karlar,
samtals 128.
Á Grund komu á árinu 49 konur
og 25 karlar, samtals 74, 18 konur
fóru og 13 karlar, samtals 31. 45
konur létust og 9 karlar, samtals
54.
I Ás/Ásbyrgi komu 17 konur og
17 karlar, samtals 34, 23 konur
fóru og 16 karlar, samtals 38. 1
karl lést á árinu 1988 í Ási.
(Fréttatilkynning)
Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló:
Skattaálögum mótmælt
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðinu hefúr borist
eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var á aðalfúndi Sjálfstæð-
iskvennafélagsins Eyglóar í
Vestmannaeyjum.
Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafé-
lagsins Eyglóar baldinn 9. janúar
1989 mótmælir skattaálögum ríkis-
stjómarinnar.
Meðan verðstöðvun er í landinu
leyfir ríkisstjórnin sér að ganga
fram fyrir skjöldu með auknar álög-
ur á lækkandi tekjur fólks.
Grímur.
UtfÖr Gísla Jónssonar
bónda á Víðivöllum
Varmahlíð
Útför Gísla Jónssonar bónda á
Víðivöllum fór fram frá Mikla-
bæjarkirkju í Skagafirði 21. jan-
úar. Sóknarpresturinn sr. Dalla
Þórðardóttir jarðsöng og sr. Þór-
steinn Ragnarsson flutti útfarar-
ræðu.
Gísli Jónsson var fæddur að
Vatni á Höfðaströnd 21. nóvember
1917 og var því á 72 aldursár er
hann lést að heimili sínu 11. þessa
mánaðar. Gísli var mikill félags-
málamaður, sat í sveitarstjóm
Akrahrepps um tíma og gegndi auk
þess mörgum trúnaðarstörfum í
byggðarlaginu. Hann var orðlagður
léttleika maður, hress og kátur og
hrókur alls fagnaðar í góðra vina
hópi. Hann bjó myndar búi að Víði-
völlurn ásamt konu sinni Unni
Gröndal frá árinu 1962, nú hin
síðustu ár á móti dóttur sinni og
tengdasyni Sigurði Kristjánssyni.
Þau Gísli og Unnur eiga þijú börn
á lífi, Halldóru, Gísla Sigurð og
Hólmfríði Amalíu.
PD
Námskeið á veg-
um Þrídrangs
ÞRÍDRANGUR heldur um næstu
tvær helgar námskeið í sam-
felldri upplifun tilfinninga og
losun gamalla tilfinningahnúta.I
fréttatilkynningu frá Þrídrangi
segir að námskeiðið byggist á
beinni þátttöku og trúnaðar-
trausti þátttakenda.
Námskeiðið fer fram í jógastöðinni
Heilsubót helgina 27.-29. janúar og
í nágrenni Snæfellsjökuls helgina
3.-5. febrúar, en þar verða meðal
annars gerðar líföndunaræfingar í
sundlauginni á Lýsuhóli. ~
Námskeiðshaldari verður Leifur
Leópoldsson, sem starfar sem nudd-
ari og huglæknir. Þátttökugjald er
6.500 krónur.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 26. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 61,00 42,00 50,91 5,362 273.045
Ýsa 101,00 77,00 94,86 3,408 323.222
Ýsa smá 31,00 31,00 31,00 0,050 1.535
Steinbítur 31,00 31,00 31,00 0,019 589
Hlýri 31,00 31,00 31,00 0,060 1.860
Langa 36,00 34,00 35,55 0,208 7.376
Lúða 325,00 170,00 229,13 0,372 85.123
Ufsi 23,00 23,00 23,00 0,020 449
Keila 22,00 22,00 22,00 0,509 11.197
Keilaósl. 19,00 19,00 19,00 0,278 5.282
Samtals 69,01 10,284 709.678
Selt var aðallega úr Stakkavik ÁR, frá Færabak hf Stöðvarfiröi, Magnúsi Snorrasyni á Bolungav?k og úr ýmsum bátum. i dag verður selt úr ýmsum bátum og frá Tanga hf á Grundarfirði.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Ekkert var selt á Faxamarkaði í gær. 1 dag verða seld alls 50-60 tonn, þar af 30 tonn þorskur, 8 tonn ufsi, auk þess ýsa og langa
og fl. teg.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 60,50 52,50 56,08 3,331 186.803
Keila 21,00 20,50 20,55 1,102 22.641
Ýsa 75,00 75,00 75,00 0,059 4.425
Blálanga 26,50 26,50 26,50 0,037 981
Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,109 2.180
Karfi 30,00 30,00 30,00 0,054 1.620
Steinbítur 29,50 15,00 29,00 0,665 19.284
Hlýri 26,50 15,00 25,78 0,175 4.506
Langa 25,50 15,00 23,81 0,186 4.451
Samtals 45,03 5,770 259.854
Selt var aðallega úr Sighvati GK, Hörpu GK og Baldri KE. í dag
veröur selt úr dagróðrabátum ef gefur á sjó.
Guðlaug Halldórsdóttir og Guðvarður Gíslason, eigendur kaffi- og veitinggahússins Jónatan Llvings-
ton Mávur, ásamt starfsfólki.
Nýjungar á nýjum veitingastað
NYTT kaffi- og veitingahús,
Jónatan Livingston Mávur, hóf
fyrir nokkru starfsemi við
Tryggvagötu þar sem áður var
veitingastaðurinn „Við Sjávars-
íðuna“.
Matseðill nýja veitingahússins
er blandaður, og er meðal annars
boðið upp á mexíkanska, jap-
anska, franska og íslenska rétti á
aðalseðli. í kaffihluta er boðið upp
á smáréttaseðil, auk þess sem
hægt er að velja á milli um 50
kokteila og kaffidrykkja.
I hádeginu á sunnudögum verð-
ur boðið upp á svokallað morgun-
verðarhádegi, undir lifandi jass-
tónlist, en hljóðfæraleikarar í jan-
úar verða þeir Richard Kom bas-
saleikari og Reynir Sigurðsson
víbrafónleikari.
Framkvæmdastjóri veitinga-
hússins er Guðlaug Halldórsdóttir,
en hún er jafnframt eigandi stað-
arins ásamt manni sínum Guð-
varði Gíslasyni.
Sendibifr eiðastj órar:
Auknum álögum mótmælt
TRAUSTI, félag sendibílstjóra,
hefúr mótmælt auknum álögum
stjórnvalda í formi hækkaðra
innflutningsgjalda á bifreiðar,
brennsluefni, þungaskatti á
díselbifreiðum og fleiru, sem
kemur niður á bifreiðaeigendum.
„Við teljum að verið sé að bera
í bakkafullan lækinn eftir allt sem
á undan er gengið,.svo sem „kílóa-
gjaldið“, svo að ekki sé minnst á
hækkanir trygginganna," segja
sendibílstjórar í ályktun sinni. Þar
kemur einnig fram að hækkun á
taxta sendibíla komi að takmörkuðu
gagni til að vega upp auknar álög-
ur, þar sem vinna bílstjóra hafi stór-
lega dregist saman og fjöldi þeirra
hafi nú laun undir skattleysismörk-
um.
„Við teljum að framferði stjórn-
valda í þessum efnum bendi til ótrú-
legrar fáfræði um störf sendibíl-
stjóra og annarra vinnustétta og
sé ekki í neinu samræmi við yfir-
lýsta stefnu þeirra um að halda
AÐALFUNDUR fúlltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Keflavík
verður haldinn á veitingahúsinu
Glóðinni næstkomandi laugar-
dag, 28. janúar, kl. 14.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
mun Þorsteinn Pálsson, formaður
niðri verðbólgu," segja sendibíl-
stjórar. „Við minnum á að sérhvert
það hús sem er sjálfu sér sundur-
þykkt fær ekki staðist."
Sjálfstæðisflokksins, koma á fund-
inn og ræða stjórnmálaviðhorfið,
sundurþykki stjórnarflokkanna og
málflutning sjálfstæðismanna.
Matthías A. Mathiesen, 1. þingmað-
ur Reykjaneskjördæmis, tekur einn-
ig þátt í umræðum á fundinum.
Sjálfstæðisfélögin Keflavík:
Aðalfundur á Glóðinni
Núverandi eigendur verslunarinnar Hjörtur Nielsen, Templara-
sundi, Margrét Rögnvaldsdóttir og Hlín Kristinsdóttir.
Eigendaskipti á versl-
uninni Hirti Nielsen
Eigendaskipti hafa orðið á verslun-
inni Hjörtur Nielsen, Templara-
sundi 3, Reykjavík. Að sögn nýju
eigendanna, þeirra Margrétar
Rögnvaldsdóttur og Hlín Kristins-
dóttur, hefur borið á því að við--
skiptavinir halda að verslunin sé
að því komin að loka vegna gjald-
þrotámáls Ávöxtunar, en verslunin
Hjörtur Nielsen var í eigu Ávöxtun-
ar áður.
Þær Margrét og Hlín keyptu versl-
unina af þrotabúi Ávöxtunar og
stofnuðu nýtt fýrirtæki í kringum
hana. Þær vildu taka það skýrt fram
að verslunin kæmi gjaldþrotamálinu
ekkert lengur við þó nafn hennar
væri áfram hið sama og áður.
Bústaðakirkja:
Tissa Weer-
ashingha talar
Tissa Weerashingha frá Sri
Lanka talar á tveimur samkom-
um í Bústaðakirkju, helgina
28.-29., janúar. Samkomurnar
hefjast báða dagana klukkan
20.30. Söngfólk úr hinum ýmsu
kristnu söfnuðum borgarinnar
tekur þátt í samkomunum.
Tissa Weerashingha þjónar Cal-
vary-kirkjunni í Colombo, sóknar-
börn hans koma jafnt úr röðum
singala og tamíla. Auk þess er hann
eftirsóttur prédikari og ferðast víða
um heim í þeim erindum.
Tissa nam við Seattle Bible
Training School og lauk námi þar
1973. Síðar fékk hann námsstyrk
við Fuller Theological Seminary.
Þaðan lauk Tissa magistersprófi og
vinnur nú að doktorsritgerð. Hann
hlaut sérstaka viðurkenningu Full-
er-guðfræðiskólans fyrir umfjöllun
um búddisma. Á Sri Lanka er al-
menn trú á endurholdgun, þar er
búddatrú útbreidd og hindúar fjöl-
margir.
Allir eru velkomnir á samkom-
uraar meðan húsrúm leyfir.
(FréttatUkynning)