Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 26

Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 Akureyri: , Evrópumót í golfí? „ÞAÐ ER ekki enn Ijóst hvort Golfldúbbur Akureyrar heldur Evrópu- mót kvenna í golfi á þessu ári. Það ræðst af því hvort okkur tekst að útvega þá fjármuni sem til þarf, en reiknað er með að beinn kostnað- ur við mótshaldið verði um 12-13 milljónir króna. Vonandi skýrist þetta á næstu vikum," sagði Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Golfldúbbs Akureyrar. Félagsstofiiun stúdenta á Akureyri: Bygging stúdentaíbúða hefst í vor AÆTLAÐ er að helja byggingu húsa með stúdentaíbúðum á kom- andi vori. Miðað er við að fyrra húsið verði tilbúið áður en skólaár Háskólans á Akureyri hefst næsta haust og vonast er til að það síðara verði tilbúið áður en sjávarútvegsdeild háskólans tekur til starfa i janúar árið 1090. A næstu dögum verður ákveðið hvaðá lóðir félagsstofnun stúdenta fær til umráða, en nokkrir staðir innan bæjarmarkanna koma til greina. Á fundi bygginganefndar á mið- vikudag var lóðaumsókn félags- stofnunar stúdenta rædd og í gær litu fulltrúar félagsstofnunar á þær lóðir sem til greina koma. Sigurður P. Sigmundsson, stjórnarformaður félagsstofnunar, sagði að taka þyrfti ákvörðun um byggingarstað mjög fljótlega, ef takast ætti að byggja húsið fyrir næsta skólaár. „Við höfum hugsað okkur að byggja tvö hús, sem hvort um sig verður 860 fm,“ sagði Sigurður. „Húsin verða einföld og ódýr að allri gerð og auðvelt að færa til innveggi eft- ir því hvort þörf er á einstaklings- herbergi eða stærri íbúð. í hvoru húsi er gert ráð fyrir 28 íbúum." Sigurður sagði að að mörgu þyrfti að hyggja þegar valinn væri staður fyrir stúdentaíbúðir. „Við ætlum ekki að byggja upp hverfi með stúdentaíbúðum, heldur byggja upp á víð og dreif um bæinn, svo við getum sem best fellt húsin að ríkjandi bæjarmynd," sagði hann. „Það þarf einnig að huga að ýmsum öðrum atriðum. Sem dæmi má nefna að ef við byggjum í Síðu- hverfi gæti það skapað erfiðleika, því Síðuskóli er mjög þétt setinn. I stúdentaíbúðum verður sjálfsagt nokkuð um fjölskyldufólk og við verðum að hafa það í huga. Hins vegr leggjum við mikla áherslu á að geta byijað framkvæmdir sem fyrst og staðsetning ræðst nokkuð af því. Bygginganefnd hefur lýst því yfir að hún sé tilbúin að af- greiða málið hratt í gegnum kerfið, svo ekki ætti það að stranda þar.“ Sigurður sagði að um leið og félagsstofnun stúdenta hefði ákveð- ið hvaða lóðir yrðu fyrir valinu feng- ist staðfesting frá Húsnæðisstofnun ríkisins um lán. Húsnæðisstofnun lánar 85% af verði húsanna. Sigurð- ur kvaðst reikna með að húsin tvö myndu kosta um 60-70 milljónir, lauslega áætlað, og stærstu eining- ar í þeim verða 56 fm tveggja her- bergja íbúðir. Þær lóðir, sem til greina koma, eru við Vestursíðu, Skarðshlíð, Víðilund og í Innbæn- um. „Áður en endanleg ákvörðun er tekin um lóðarval þurfa að liggja fyrir dýptarmælingar, því við viljum ekki ráðast í kostnaðarsamar upp- fyllingar á grunnum. Um leið og við höfum ákveðið hvaða lóðir verða fyrir valinu verður ráðist í að hanna húsin,“ sagði Sigurður P. Sig- mundsson. Ljósmynd/Rúnar Þór Sigurður P. Siginundsson, stjórnarformaður félagsstofnunar, Jón Þórðarsorn, brautarsljóri sjávarútvegsbrautar Háskólans á Akureyri og Jón Geir Ágússon, byggingafulltrúi Akureyrar, skoðuðu í gær lóðir þar sem hugsanlegt er að stúdentaíbúðiir rísi. Gunnar sagði að Golfklúbbi Akur- eyrar hefði verið boðið að halda Evr- ópumót kvenna á síðasta ári, en ekki getað þegið það. „Við viljum gjaman haida mótið, en Golfklúbburinn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna því,“ sagði hann. „Klúbburinn skuldar nú um 20 milljónir króna eftir miklar framkvæmdir við félags- heimili á undanfömum árum. Eg óttast ekki að við séum komnir á vonarvöl vegna þessarar skuldar, en við treystum okkur ekki til mikilla íjárútláta. Þess vegna höfum við leit- að til ýmissa fyrirtækja, en því miður hafa viðbrögð þeirra ekki verið sem skyldi. Þau virðast ekki gera sér grein fyrir þeirri miklu auglýsingu sem Evrópumótinu fylgir. Flugleiðir og Visa ísland eru meðal þeirra fyrir- tækja sem hafa lofað okkur stuðn- ingi og ég reikna með að nú þegar höfum við náð um þriðjungi þeirra 12-13 milljóna sem til þarf.“ Evrópumót kvenna verður haldið 10.-13. ágúst og er reiknað með um 100 keppendum. Þeirra á meðal yrðu þekktustu golfkonur heims, svo sem Laura Davies, Dale Reid, Corinne Dibnah, Liselotte Neumann, Alison Nicholas og Karen Lunn. British Open-mótinu lýkur 6. ágúst og er áætlað að Flugleiðir flytji konurnar beint frá Heathrow-fiugvelli í London til Akureyrar. Gunnar sagði að ef af því gæti orðið nú að Golfklúbbur Akureyrar héldi mótið hefði klúbbur- inn heimild til að halda það á hveiju ári hér eftir. „Það væri þá hugsan- legt að mótið væri ekki alltaf hér á Akureyri, heldur yrði til dæmis á velli Golfklúbbs Reykjavíkur í Graf- ^*arholti, eða á Suðumesjum," sagði hann. „Þetta mót er mikil land- kynning og er sýnt í sjónvarpi um alla Evrópu. Því fyndist mér eðlilegt að opinberir aðilar styddu nú við bakið á Golfklúbbi Akureyrar. Við höfum þegar kynnt íjármálaráðherra málið, en ekki fengið viðbrögð það- an.“ Golfklúbburinn heldur í sumar Arctic Open-golfmótið þriðja árið í • Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Sólnes röð. Mótið sækja innlendir sem er- lendir kylfíngar og á síðasta ári voru þátttakendur alls 90. Mótið er haldið um mánaðamótin júní-júlí. Kínversk tón- list í Lundi JÓN Hlöðver Áskelsson flytur fyr- irlestur í Gamla Lundi næstkom- andi sunnudag, 29. janúar, kl. 17. Hann ræðir þar um Kínaferð, sem hann fór i síðastliðið sumar ásamt öðru tónlistarfólki. Jón minnist í máli sínu á stöðu vestrænnar tónlistar í Kína, þjóðlega tónlist, tónlistaruppeldi og fleira. Þá segir hann frá heimsóknum í skóla og leikur upptökur með ungu kínversku tónlistarfólki. Kinverskt te verður á boðstólum gestum til hressingar. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Tónlistar- félagi Akureyrar, en utanfélags- mönnum verður seldur aðgangur á 400 krónur. Við nýja tækið, frá vinstri: Jónas Franklín formaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Sig- urður Ólason yfirlæknir röntgendeildar FSA, Halldóra Bjarnadóttir starfsmaður Krabbameinsfélags- ins, Pedro Riba yfírlæknir röntgendeildar FSA, Hansína Sigurgeirsdóttir röntgentæknir og Vignir Sveinsson skrifstofusfjóri FSA. Morgunblaðið/RúnarÞór Krabbameinsfélaginu gefið brjóstmyndatæki Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis færði Fjórðungssjúkra- húsinu nýtt brjóstamyndatæki um síðustu helgi. Tækið hefúr verið notað frá því um áramót en var ekki afhent formlega fyrr en þarna. Krabbameinsfélagið hóf söfnun fyrir þessu tæki fyrir um ári. Tækið kostaði um 2,6 milljónir króna og söfnuðust alls rétt tæpar 2 milljónir króna. Félagið lagði sjálft fram mis- muninn. Þess má geta að félagið er nú fjölmennasta Krabbameinsfélag landsins. Pedro Riba, er nýráðinn yfirlæknir á röntgendeild FSA — hann er í raun tekinn við en Sigurður Ólason, sem starfað hefur sem yfírlæknir á deild- inni í áratugi, starfar áfram þar til flutt hefur verið í nýtt húsnæði innan vcggja sjúkrahússins. Riba sagði er nýja tækið var afhent að það kæmi sér mjög vel, væri mun fljótvirkara og þægilegra en það gamla, bæði fyrir starfsfólk og þær konur sem koma í myndatöku. „Krabbamein er mikill vágestur, jafngamall læknaví- sindinum, en alltaf kokhraustur. Það er hægt að laga krabbamein ef það finnst nógu snemma. Bijóstamynda- tæki er besta leiðin til að finna krabbameinið og ég vil því hvetja konur til að bregðast við kallinu er það kemur, að fara bæði í legháls- skoðun og bijóstmyndatöku," sagði Riba, og bætti við: „Ég geri ekki lítið úr gamla tækinu, það hefur þjónað vel, en með því nýja er öryggið í greiningu tryggt." Riba sagði röntgendeild FSA bjóða upp á hópskoðun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir 35 ára konur og hins vegar 40-69 ára konum, í síðustu viku og þessa. „Við bjóðum upp á leghálsskoðun og bijóstaskoð- un sama daginn. Það eru um 2.100 konur sem eru á skrá á Akureyri og nágrannasveitum. Reynslan úr Reykjavík er sú að um 70% kvenna mæta í skoðun, en mætingin hefur verið betri úti á landi.“ Hann sagði að vegna skorts á starfsfólki og hús- næði hefði deildin í raun verið komin aftur úr, ekki tekist að skoða eins margar konur og þurft hefði upp á síðkastið, og því væri boðið upp á umrædda hópskoðun til að bæta úr því. „Við mynduðum 227 konur fyrstu fimm dagana. 420 bréf voru send út frá Leitarstöð Krabbameins- félagsins. Það verða því væntanlega hátt í 390 konur sem koma alls. Og við ætlum okkur að ná til allra kvenna á svæðinu, þessara 2.100, á þessu ári,“ sagði Pedro Riba, í sam- tali við Morgunblaðið. Utvegsbankinn: Verk Harðar Jörundssonar NÚ STENDUR yfir sýning í Út- vegsbankanum á Akureyri á mál- verkum Harðar Jörundssonar. Sýndar eru 13 vatnslitamyndir. Hörður fæddist í Hrísey árið 1931. Hann lærði fyrst teikningar hjá Jón- asi Jakobssyni myndhöggvara. Síðan stundaði hann nám í Den Tekniske Selskabsskole í Kaupmannahöfn í viðar- og marmaramálningu. Hörður hefur haldið tvær einkasýningar á Akureyri og eina á Húsavík, auk þess sem hann hefur tekið þátt { fjölda samsýninga. Þetta er sautjánda málverkasýn- ingin sem sett hefur verið upp í Út- vegsbankanum. Sýning Harðar, sem er sölusýning, stendur út febrúar- mánuð..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.