Morgunblaðið - 27.01.1989, Qupperneq 33
pw HAiMAi vs' smnAauTácVÍ cnaAJHWiToaoM SE
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR Í989 ' 33
þeirra ríkiti innilegt samband og
sýndi Einar móður sinni mikla um-
hyggju og ástúð. Við fráfall hennar
settist að Einari djúpur harmur.
Hann hafði hluta af sínu lífi háð
hverja hildina af annarri við hinn
óvægna Bakkus konung og réðst
sá óvættur enn til atlögu á þessu
skeiði. Þar kom þó að Einar hafði
fullan sigur á þeim fjanda sínum.
í öllu því myrkri, sem að Einari
helltist í þann tíma, stafaði sólar-
geisla í líf hans, sem sól ijúfi ský.
Sunna Emanúels gekk til liðs við
hann og gengu þau í hjúskap árið
1981. Eg held að þá hafi Einar lif-
að sitt annað jarðneska tilverustig
og notið þeirrar hamingju, sem
hann hafði áður ákaft leitað. Það
funaði af þeirra hjúskap. Ólík
áhugamál en þó mjög sameiginleg.
Sitthvort sjónarmið en þó áþekk.
Einar hóf flugnám á fimmta ára-
tugnum. Fyrst með ötulli þátttöku
í svifflugi og síðar í vélflugi. Hann
hafði öll réttindi atvinnuflugmanns
og flugkennara og hafði um 7.000
flugtíma að baki er hann lést. Hann
starfaði m.a. hjá Flugsýn, hollenska
flugfélaginu KLM og þá í Surinam
í Suður-Ameríku, Flugskóla Helga
Jónssonar og Flugskólanum Flug-
taki. Ennfemur stofnaði hann og
rak með öðrum eigin fýrirtæki t.d.
Flugskólann Cumulus, Flugskólann
Frey og flugfélagið Artic.
Eg var einn af þeim íjölmörgu
mönnum, konum og körlum, sem
naut einstakrar handleiðslu hans
og leiðsagnar í flugnámi. Líklega
urðum við öll, þau hundruð sem
hann kenndi, vinir hans. Persónu-
Sigrún var elst 5 systkina, sem
eru: Arinbjöm, stórkaupmaður og
iðnrekandi til fjölda ára, Lárus, stór-
kaupmaður, sem lést 1972, Málfríð-
ur húsmóðir búsett í Bandaríkjunum
og Dóróthea, búsett hér í bæ. Sigrún
var fædd að Skólavörðustíg 14, í
húsi ömmu sinnar Sesselju ljósmóð-
ur, sem var ljósa flestra barna í
Reykjavík um aldamótin.
Á Skólavörðustígnum lifði hún
sína bemsku við leik og gleði í hópi
glaðværra barna. Þar eignaðist hún
sínar æskuvinkonur systumar
Venný og Siggu Helga, sem bjuggu
á Óðinsgötunni, Grétu og Bubbu
Jóels og Dúnu, sem bjuggu á Skóla-
vörðustígnum.
Þegar Sigrún komst á legg flutti
fjölskyldan að Fjólugötu 3, sem þá
þótti langt út úr bænum, en þar
reistu Óskar og Anna stórhýsi.
Heimili Óskars og Önnu var
stórglæsilegt, umsvif mikil og stór
barnahópur. Þar vom að jafnaði 2
til 3 vinnukonur, því mikið þurfti
að sulta, súrsa, baka, þvo og mlla.
Anna, móðir Sigrúnar, var mikil
húsmóðir, enda mjög gestkvæmt á
heimilinu óg margar glæstar veislur
haldnar þar.
Óskar, faðir Sigrúnar, var einn
þriggja Lámsarbræðra, sem byggðu
stórhýsið Bankastræti 5, þar sem
nú er Verslunarbankinn. Þar var
L.G.L. eða skóverslun Lámsar G.
Lúðvíkssonar til húsa. Vekur það
furðu í dag, að í 35 ár frá 1929 til
1964 var rekin af stórhug og mynd-
arbrag skóverslun í öllu húsinu, sem
var 3 hæðir og kjallari, enda stærsta
skóverslun á Norðurlöndum.
Sigrún var með allra fallegustu
og glæsilegustu stúlkum, sem ólust
upp í Reykjavík á þessum ámm. Enn
í dag heyrum við fólk segja: „Hún
Sigrún var svo falleg." Enda ums-
vermuð á sínum unglingsámm.
leikinn var þvílíkur. Stórkostleg frá-
sagnargáfa, orka og glaðlyndi dró
að sér flugáhugamenn hvar sem
hann fór. Hann var ákaflega nettur
og gætinn flugmaður. Kenndi fólki
gjaman með samlíkingum:
„Fljúgðu þannig að farþegann langi
til að koma aftur.“ Við strákana
sagði hann gjaman: „Meðhöndlaðu
vélina eins og konu, mjúkt en
ákveðið og fáðu þitt fram.“ Ekki
veit ég hvaða samlíkingu hann not-
aði við stúlkumar.
Ég hef marga kennara haft um
æfina og ýmsa mjög góða, en
Freddinn, eins og hann var kallað-
ur, var í mínum huga tvímælalaust
sá besti.
Einar var skapríkur og tilfinn-
ingaheitur mannvinur. Hann hafði
ást á lífinu og öllu sem því til-
heyrði. Það kom glöggt í ljós gagn-
vart bömum, unglingum og dýmm.
Hann var ekki einn af þeim mönn-
um, sem helgaði líf sitt peningum.
Ég held að hann hafi álitið peninga
vera aðeins til að eyða þeim. Hann
var trúríkur og trúfastur kaþólikki
og hafði náið andlegt samneyti við
sína kirkju.
Einar Frederiksen skilur eftir sig
hlýjar minningar í bijóstum vina.
Pétur Einarsson
Mig langar í örfáum orðum að
minnast vinar míns, Einars Frede-
riksen flugkennara, er lést þriðju-
daginn 17. janúar sl. eftir skamma
og erfiða sjúkralegu.
Okkar kynni bám fyrst að er ég
var að undirbúa mig undir einka-
flugmannspróf hjá Flugskóla Helga
Axel er giftur undirritaðri og eiga
þau 4 böm og 5 bamaböm.
Árið 1936 giftist hún ungum lög-
fræðingi, Ragnari Bjarkan. Þau
bjuggu fyrst á Freyjugötunni, en
fluttu síðan á Gunnarsbraut. Síðar
byggðu þau í félagi við aðra glæsi-
legt hús að Háteigsvegi 40.
Þau hjón eignuðust 4 dætur: Ing-
er, fædd 23. maí 1937, gift Jóhanni
Björnssyni forstjóra og eiga þau 3
böm og 5 bamaböm. Anna fædd
7. maí 1940, gift Bjarna Konráðs-
syni byggingatæknifræðingi. Þau
áttu 3 syni, en einn þeirra, Böðvar,
lést aðeins 21 árs að aldri. Kristín,
fædd 21. maí 1942, gift Gunnari
Ingimundarsyni verkfræðingi og
eiga þau 2 böm. Jóna, yngst fædd
31. janúar 1944, gift Páli Eiríkssyni
geðlækni og eiga þau 3 börn.
Sigrún og Rangar slitu samvistum
árið 1953. Eftir það bjó Sigrún ein
með dætmm sínum.
Sigrún var á undan sinni samtíð
í mörgu. Þegar hún ung dvaldist í
Danmörku hjá móðursystur sinni,
Jónu, lærði hún að borða heilsu-
fæði, sem hún mat mikils, og vildi
helst ekki annað fæði alla tíð síðan.
Núna þegar allir em í megmn og á
heilsukúrum, er erfitt að skilja það
að grín var gert að henni fyrir
40—50 ámm. Eins hafði hún hjólað
mikið erlendis og hélt því áfram er
heim kom, en á þeim ámm sáust
ekki margir fullorðnir hjólandi um
bæinn.
Sigrún var ekki mannblendin.
Hún átti fáa en góða vini. Hæst bar
vináttan við æskuvinkonumar
Siggu, Venný, Grétu, Bubbu, Dúnu,
Ingibjörgu og Stellu. Saumaklúbb-
urinn, eða stelpumar eins og hún
kallaði þær alltaf, vom tryggar og
héldu hópinn lengst af. Sigrún var
heimskona, orðheppin og góður
grínisti. Hún naut þess að dvelja um
Jónssonar, veturinn ’79-’80. Einar
starfaði þar þá, tímabundið, og var
honum falið að sjá um minn undir-
búning. Einar var þá þegar goðsögn
í íslenskum flugkennslumálum, svo
ég taldi mig sérlega heppinn að fá
að njóta leiðsagnar hjá þessum
merka manni. Hann hafði sérstakt
lag á að kenna mönnum að njóta
þess unaðar að fljúga eins og fugl-
inn fijáls, þó var alltaf stutt í al-
vöm og ábyrgð þess að vera við
stjómvöl vélarinnar. í dag em þeir
ófáir flugmennirnir, hér og erlend-
is, sem standa í mikilli þakkarskuld
fyrir að fá að hafa notið kennslu
Éinars í flugnámi. Seinna, eða árið
1985, lágu leiðir okkar Einars aftur
saman er hann leitaði aðstoðar
minnar við að koma á laggimar
nýstofnuðu flugfélagi, Air Arctic.
Upp úr því samstarfi þróaðist náinn
vinskapur og gagnkvæm virðing,
sem haldist hefur síðan. Okkar sam-
starfsvettvangur hjá Arctic var þó
ekki langur, þar sem samstarfs- og
vinslit Einars og sameiganda hans
í Aretic ollu því að félagið hætti
starfsemi stuttu síðar. Veit ég að
þá dó partur af Einari, þar sem
honum fannst illa að sér vegið í
þeim viðskiptum. En vinskap okkar
Einars var ekki þar með slitið og
höfum við átt mikil og góð sam-
skipti allt til dauðadags Einars.
Éinar var, að mér fannst, fremur
hlédrægur maður að eðlisfari, en
hafði ákveðnar skoðanir á hlutun-
um, og bæri svo við að honum fynd-
ist á sér eða vinum sínum troðið
var hann haukur í homi; gaf sig
hvergi, enda var hann stoltur mað-
tíma af og til í Kaupmannahöfn hjá
dóttur sinni, Kristínu, og hennar fjöl-
skyldu, þegar hún bjó þar. í Kaup-
mannahöfn hitti hún oft frænkur
sínar Gunnu Lúðvíks og Fríðu Jóns
og menn þeirra. Urðu þær ungar í
annað sinn, þegar rifjaðir vom upp
gömlu og góðu dagamir.
Sigrún átti bamaláni að fagna.
Henni þótti innilega vænt um bama-
böm sín og fylgdist vel með upp-
vexti þeirra meðan heilsan leyfði.
Hún átti við astmaveiki að stríða í
mörg ár. Þegar halla tók undan
fæti flutti hún í litla íbúð áfasta við
hús Kristínar og Gunnars. Leið henni
þar mjög vel, þótt hún þráði alltaf
að komast aftur á Háteigsveginn.
Unun var að upplifa það hvað Kristín
annaðist hana vel og umvafði hana
kærleika, meðan hún bjó hjá henni.
Síðustu mánuðina dvaldi hún á
Hvítabandinu, farin að heilsu. Þar
kom Inger nær daglega að lesa fyr-
ir hana og létta henni stundimar,
enda hafði hún alla tíð verið hægri
hönd móður sinnar. Dætur hennar
allar sýndu í verki hve vænt þeim
þótti um móður sína, báru hana á
höndum sér, sem drottning væri.
Viljum við hjónin þakka það sérstak-
lega. Erfitt er að búa úti í Eyjum,
langt frá sínum nánustu, þegar hall-
ar undan fæti og hafa ekki tök á
að veita daglega umönnun.
Við viljum öll þakka læknum og
hjúkrunarfólki á Hvítabandinu frá-
bæra hjúkmn og ummönnun, þar
sem sjúklingar finna ekki fyrir
spítalaanda heldur finnst sem þeir
séu í heimahúsum.
Að leiðarlokum þakka ég Sigrúnu
samfylgdina og bið Guð að styrkja
börn hennar og niðja.
Sigurbjörg Axelsdóttir
ur mjög, og fylgdi sinni sannfær-
ingu til hins ítrasta. Alltaf var hann
reiðubúinn að veita vinum sínum
styrk, hvort sem um persónuleg eða ■
viðskiptaleg vandamál var að ræða.
Þannig var hann sannur vinur vina
sinna.
Nú í seinni tíð varð ég þess að-
njótandi að fá oft að njóta gestrisni
og vinskapar hans og Sunnu, konu
hans, á Hringbraut 71, en þar höfðu
þau búið sér hlýlegt og gott heim-
ili sem alltaf ljómaði af kærleik og
ástúð. Vil ég þakka Einari af heil-
hug.
Sunna mín, þér og þínum votta
ég mína dýpstu samúð, þú varst
honum allt, í blíðu og stríðu.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Björn Ingason
Kveðja frá Framsóknar-
félagi Reykjavíkur
Einar Frederiksen flugmaður var
virkur í starfi Framsóknarflokksins
í Reykjavík um langt árabil og duld-
ist engum, sem fylgdust með störf-
um hans á þeim vettvangi, að þar
fór enginn meðalmaður, slíkur var
dugnaður hans og elja. Lenti það
oft á herðum hans að starfa við
utankjörstaðakosningar og gat þá
reynt á lægni og lipurð viðkom-
andi, sem ekki brást, þegar Einar
var annars vegar.
Á sólríkum ágústdegii á sl. ári
var Einar hrókur alls fagnaðar
meðai framsóknarfólks úr Reykja-
vík, sem áði á Kirkjubæjarklaustri
á ferðalagi í Lakagíga. Hann hafði
að vísu stuttan stans, því að hann
hafði flogið með formann flokksins
norðan úr landi og átti að fljúga
með hann aftur skömmu síðar. Að
sjálfsögðu var rætt um daginn og
veginn og lét Einar skoðanir sínar
í ljós, eins og jafnan áður, en hann
var óvenjufróður um margvísleg
efni og mikill málafylgjumaður. Þá
þegar var vitað um þann sjúkdóm,
sem átti eftir að verða honum að
aldurtila. En á þessari stundu ríkti
bjartsýnin ein í tali hans. Og ég
minnist þess við brottförina hversu
tignarlega flugvélin lyfti sér frá
jörðu af krafti og mýkt undir ör-
yggri stjórn Einars Fredriksen og
hvarf út í blámann.
Nú hefur hann farið í sína síðustu
för og vinir hans horfa á eftir hon-
um með söknuði og þakklæti fyrir
samferðina.
Eftirlifandi eiginkonu og ættingj-
um Einars er vottuð samúð á þess-
ari stundu.
Alfreð Þorsteinsson form. FR.
í dag verður til moldar borinn
Einar F. Frederiksen, flugstjóri,
sem lést í Landspítalanum í
Reykjavík 17. janúar sl.
Ég vil fyrir hönd Fulltrúaráðs
framsóknarfélaganna í Reykjavík
þakka Einari dygga liðveislu við
sameiginlegan málstað okkar.
Einar starfaði fyrir flokkinn af
og til sl. 20 ár við ýmis verkefni.
Þegar kosningar stóðu fyrir dyrum
var hann alltaf kallaður til. Hann
lagði þá nótt við dag meðan kosn-
ingaslagurinn stóð og sló þá ekki
vindhöggin fremur en í öðru sem
hann tók sér fyrir hendur. í næstu
kosningum verður sannarlega skarð
fyrir skildi. Ekkju Einars, Sunnu,
votta ég mína dýpstu samúð. Að
lokum vil ég þakkka persónulega
vináttu Einars í minn garð.
F.h. Fulltrúaráðs framsókn-
arfélaganna í Reykjavík,
Finnur Ingólfsson.
Brids
Arnór Ragnarsson
Hreyfill — Bæjarleiðir
Lokið er 15 umferðum af 23 í
barometer-tvímenningnum og er
staða efstu para þessi:
Páll Vilhjálmsson —
Lilja Halldórsdóttir 139
Þórður Elíasson —
Viktor Bjömsson 136
Þorsteinn Sigurðsson —
Árni Halldórsspn 123
Guðmundur V. Ólafsson —
Sigurður Blöndal 80
Jón Sigurðsson —
Vilhjálmur Guðmundsson 79
Sigurður Ólafsson —
Daníel Halldórsson 75
Næstu fimm umferðir verða spil-
aðar á mánudagskvöldið kl. 19.30
í Hreyfilshúsinu, 3. hæð. Keppnis-
stjóri er Ingvar Sigurðsson.
Bridsfélag Suðurnesja
Jóhannes Ellertsson og Logi Þor-
móðsson hafa enn afgerandi forystu
í barometer-tvímenningnum, hafa
hlotið 137 stig yfir meðalskor. Að-
eins er eftir að spila fimm umferðir
í þessu móti sem er meistaramót
félagsins í tvímenningi.
Staða næstu para:
Gísli Torfason —
Arnór Ragnarsson 70
Gísli ísleifsson —
Kjartan Ólason 62
Gunnar Guðbjörnsson —
Skapti Þórisson 56
Karl Karlsson — ■
Siguijón Jónsson 49
Keppninni lýkur á mánudags-
kvöld. Spilað er í golfskálanum í
Leirunni. Hefst keppnin stundvís-
lega.
Bridsfélag kvenna
Að sex umferðum loknum í aðal-
sveitakeppninni er staða efstu
sveita þannig:
Sveit:
Öldu Hansen 113
Höllu Ólafsdóttur 110
Gunþórunnar Erlingsdóttir 102
Önnu Lúðvíksdóttur 98
Lovísu Eyþórsdóttur 93
Ólínu Kjartansdóttur 92
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÚLÍUS JÓNSSON
fyrrum bóndi,
Vorsabae, Austur-Landeyjum,
verður jarðsunginn frá Voðmúlastaðakapellu, Austur-Landeyjum,
laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl.
11.30 og Fossnesti á Selfossi kl. 12.30.
Jón GuAmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Bóel GuAmundsdóttir,
Sjöfn Guðmundsdóttir,
Erlendur Guðmundsson,
JarþrúAur GuAmundsdóttir,
Björgvin Guðmundsson,
Jónfna Jónsdóttir,
Erna Árfells,
Ólafur Guðmundsson,
Ólafur Tryggvason,
Helgi Jónsson,
Ásta Guðmundsdóttir,
Helgi B. Gunnarsson,
Margrót Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HANNESAR HAFSTEIN AGNARSSONAR,
Álfheimum 72.
Gunnar Hannesson, Sigurjóna Símonardóttir,
Edda Hannesdóttir, GarAar Sölvason,
Guðrún Hannesdóttir, Hrafn Sigurðsson,
Agnar Hannesson, Anna Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigrún S. Oskars-
dóttir - Minning
Fædd 28. desember 1910
Dáin 20. janúar 1989
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in.
Sigrún Sesselja Óskarsdóttir hét
hún, fædd 28. desember 1910 og
því 78 ára er hún lést. Sigrún var
dóttir sæmdarhjónanna Önnu Sigur-
jónsdóttur og Óskars Lárussonar
stórkaupmanns, sem bjuggu að
Fjólugötu 3.
Glæsileik sínum hélt hún alla ævi.
Sigrún fór í Kvennaskólann og
síðan til Berlínar á grautarskóla,
eins og hún sagði sjálf frá, með vin-
konu sinni Siggu Helga, og elskaði
upp frá því allt sem þýskt var. Síðar
fór hún til Danmerkur. Þar eignað-
ist hún son, Óskar Axel, skókaup-
mann í Vestmannaeyjum, sem alinn
var upp á Fjólugötunni. Hann dvaldi
þó oft hjá móður sinni og voru
ávallt miklir kærleikar þeirra á milli.