Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 34

Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 34
34 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 RAUÐI KROSSINN Ævintýraþráin vekur þetta upp í mér - segir Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur, sem starfar fyrir Rauða krossinn í Kabúl næstu mánuði ÞRJÁTÍU og fimm ára gam- all íslenskur hjúkrunarfræð- ingur starfae næstu mánuði í sjúkrahúsi í Kabúl i Afganistan þar sem hann verður á vegum Rauða krossins. Hjúkrunarfræð- ingurinn er Jón Karlsson frá Dvergsstöðum í Eyjafirði, en hann útskrifaðist frá Hjúkrunar- skóla íslands i janúar 1981. Hann hefúr þrívegis áður unnið á sjúkrastofnunum Rauða krossins erlendis, fyrst í Thailandi og síðar tvívegis í Pakistan. „Ég er á svokallaðri veraldarvakt Rauða krossins. Þetta er ekki form- legt nafn, en við á veraldarvaktinni höfum kosið að kalla starfsemina þessu nafni. Um er að ræða fólk í ýmsum starfsstéttum út um allan heim sem starfar fyrir Rauða kross- inn og er tilbúið til að fara með stuttum fyrirvara þangað sem þörf er á hverju sinni. Það má eiginlega segja að ævintýraþráin veki þetta upp í mér - þörfin fyrir að kynnast einhveiju nýju, siðum fjarlægra landa, fólki þess og menningu," sagði Jón þegar hann lýsti aðdrag- anda ferðarinnar til Kabúl, þar sem nú ríkir neyðarástand vegna skorts á matvælum. „Okkar starf snertir fyrst og fremst leiðbeiningar og skipulagn- ingu. Starfsfólk sjúkrastofnana er að mestu heimamenn og fellur það í hlut okkar Rauða kross-fólksins að hafa umsjón með starfinu. Við erum ekki blóðugir upp fyrir axlir alla daga, eins og fólk kannski ímyndar sér. Auðvitað koma tíma- bil þegar margir sjúklingar koma til okkar í einu og þá þarf vissulega að taka til hendinni, en undir venju- legfum kringumstæðum er megnið af starfinu sjálfu unnið af heima- mönnum," sagði Jón. „Aðbúnaður okkar hjúkrunar- fólksins er ágætur í þessum löndum. Við búum í tiltölulega venjulegum húsum. Mataræðið er þó ekki alveg samkvæmt okkar venju hér á ís- landi, en það verður bara að venj- ast því. Menningin er vissulega af allt öðrum toga en sú íslenska og fólkið er múhameðstrúar. Onnur trúarbrögð eiga ekki upp á pallborð- ið hjá þessu fólki. Betra fínnst því þó að menn hafi einhveija trú í stað þess að vera heiðnir. Við útlending- arnir látum trúmálin afskiptalaus þó þau komi að einhveiju leyti inn í starfið. Við verðum samt sem áður að virða venjur, viðhorf, reglur og siði landsmanna. Maður er jú aldrei nema gestur í svona lönd- um,“ sagði Jón. Jón heldur væntanlega í byijun mars til Kabúl þar sem hann verður við störf á sjúkrahúsi Rauða kross- ins fyrir stríðshijáða Afgana. Spítalinn var opnaður í september síðastliðinn og er hann gerður fýrir 60 sjúklinga. Jón segir að sjúkra- Morgunblaðið/Sverrir Jón Karlsson hjúkrunarfræðing- ur. húsin séu hinsvegar fljót að fyllast svo búast megi við að sjúkrarúmum verði fjölgað með því að stækka sjúkrahúsið, annaðhvort með við- byggingu eða með því að reisa tjöld við húsið. Til dæmis hafði sjúkra- rúmum á sjúkrahúsinu í Quetta í Pakistan fjölgað úr 55 í 200 frá opnun þess árið 1983 þar til í sum- ar er Jón kom þangað í annað skipt- ið. „Sjúklingunum er aldrei úthýst, heldur eru sjúkrahúsin þess í stað stækkuð þegar svo ber undir,“ sagði Jón að lokum. Morgunblaðið/G.L. Ásg. Rut Rebekka við verk sín. MYNDLIST Hjúkrunarkona o g listmálari með sýn- ingu í Danmörku Jónshúsi, Kaupmannahöfn. að var líkt og Ijúfir tónar mættu gestinum þegar komið var inn í Galerie Gammel Strand, þar sem Rut Rebekka listmálari sýndi á dögunum. Stór og falleg olíumálverkin í fersku litavali sýndu unga stúlku draga fíðlu- boga yfir streng, pilt laða fram skæra sellótóna og gefa í skyn leik annarra tónlistarmanna, sem verða eitt með hljóðfærum sínum. Rut Rebekka Siguijónsdóttir lærði hjúkrun á sínum tíma og hefur styrkt sjúkraliðanema fyrstu skrefín á starfsbrautinni. Hún er húsmóðir og þriggja barna móðir, en fyrst og fremst er hún málari, listamaður, sem helgar sig hugðarefni sínu og ætlar að „æv- iráða sig hjá sjálfri sér". „Enginn er meiri listamaður fyrir að láta aðra útvega sér það, sem til þarf,“ segir hún. Rut er fædd í Reykjavík árið 1944 og er alin upp í Skugga- hverfínu. Hún fór í lýðháskóla í Svíþjóð og ferðaðist síðan um lönd og álfur með skólasystur sinni. Svo tók alvara lífsins við í Hjúk- runarskóla íslands og síðar átti hún í 4 ár heimili í Danmörku með manni sínum, Herði Kristins- syni, sem var við tækninám. Það var svo árið 1979, að hún settist í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, eftir Myndlistaskóla Reykjavíkur, og lauk prófi árið 1982. Og Rut segir: „Eg sé eftir þeim tíma er ég mála ekki og krafturinn eyðist oft í annað. Ég stend og fell með því, sem ég bý til. Unglingamir mínir hafa lært að verða sjálfstæðir á heimilinu, en uppeldið er fyrst og fremst fordæmi.“ Fyrstu einkasýningarnar hélt Rut Rebekka árið 1984 í Bóka- safni Mosfellssveitar og í Hald Hovedgaard nálægt Viborg í Dan- mörku, en þar er aðstaða fyrir listamenn á vegum Norrænu lista- miðstöðvarinnar, líkt og á Svea- borg í Finnlandi. Á báðum þeim stöðum hefur hún átt náms- og starfsdvöl. Málverk Rutar hafa verið á samsýningum heima og erlendis, m.a. í Bandaríkjunum og Kanada. — G.L.Ásg. BARBARA BUSH Berst fyrir málefnum sjúkra barna og gegn ólæsi Barbara Pierce Bush, nýja for- setafrúin í Bandaríkjunum, sem hefur mikla unun að garðyrkju og bamabömunum sínum og geng- ur með óekta perlur til að hylja hmkkur á hálsinum, kemur með nýjan stíl í Hvíta húsið - ólíkan glæsileikanum sem einkenndi Re- aganhjónin. Hlutverk hennar í lífi George Bush Bandaríkjaforseta breytist ekki að hennar sögn. „Mitt hlutverk verður það sama. Ég ann- ast heimilislífíð, hlusta á bömin og segi George frá vandamálum þeirra ef þau eru mikilvæg," segir hún. Barbara er 63 ára gömul, á fimm böm og tíu bamaböm. Hún hætti námi á öðm ári við Smith College árið 1945 til að giftast Bush og því hefur hún aldrei séð eftir. Hún hef- ur staðið í búferlaflutningum í 29 skipti í þau 44 ár sem hjónaband þeirra hefur staðið, þau fluttu með- al annars til Peking, og hana mun- ar því ekkert um að flytja þijá kíló- metra úr bústað varaforseta í Hvíta húsið. Hár Barböm byijaði að grána árið 1953 þegar þriggja ára gömul dóttir hennar fékk hvítblæði. Bam- ið dó eftir átta-mánuða sjúkrahús- vist og eftir það hefur Barbara allt- af látið málefni sjúkra bama til sín taka. Þegar ljóst var að einn sona hennar, Neil, þjáðist af torlæsi hóf hún herferð gegn ólæsi og hyggst halda henni áfram í Hvíta húsinu. George og Barbara Bush ásamt barnabörnum. MOSKVA Fegurð og töfrar Mikið var um dýrðir á dögun- um í Moskvuborg er þar fór fram fegurðarsamkeppni þar sem keppt var um titilinn „Ungfrú töfr- ar“. 28 þokkadísir frá 12 löndum tóku þátt í keppninni, sem fram fór á einu glæsilegasta hóteli borgar- innar. Keppnin vakti mikla athygli og komust færri að en vildu en karlar klæddir gráum jakkafötum munu hafa verið í meirihluta. Hlut- skörpust varð Meltem Hakarar frá Tyrklandi, sem er til vinstri á mynd- inni. Onnur varð ungfrú Pólland, Rosa Golosiewich, og lengst til hægri er ungfrú Nígería, Bianca Ohon, sem varð þriðja og hlaut titil- inn „Ungfrú Vinátta". Á innfelldu myndinni fellir „Ungfrú töfrar" gleðitár er úrslitin lágu fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.