Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
35
Eftir að hafa átt tal saman í flugvél var brúðarparinu boðið af Frank Milks að eyða brúðkaupsdögum
í_ Bradford í Bandarikjunum sem þau og gerðu. Frá vinstri eru Frank Milks, Dagbjartur Helgi, Þórunn
Ósk og tengdasonur Franks, Jerry Reese.
BRÚÐKAUPSFERÐ
Islensk brúðhjón fá óvænt heimboð
að er ekki á hvetjum degi sem
íslensk brúðhjón fá heimboð
frá erlendum forstjóra eftir aðeins
eina samverustund og hana í flug-
vél á leið frá íslandi til Banda-
ríkjanna. Það gerðist þó er þau
Dagbjartur Helgi Guðmundsson, 26
ára verkfræðingur, og Þórunn Ósk
Rafnsdóttir, 23 ára afgreiðslu-
stúlka, voru nýlögð af stað í brúð-
kaupsferð sína vestur um haf, bæði
í brúðarskartinu.
Frank Milks, forstjóri matvæla-
fyrirtækis í Bradford í Bandaríkjun-
um, var á heimleið eftir að hafa
hér á landi keypt inn hluti fyrir
reksturinn. Hann átti tal við brúð-
hjónin og áður en yfir lauk hafði
hann stungið upp á því að þau hjón-
in eyddu brúðkaupsdögum í Brad-
ford. „Boðið kom okkur á óvart,“
sagði Dagbjartur og bætti við: „Við
vissum ekki hverju svara skyldi.“
Þau voru á leið til skyldfólks
brúðgumans á Long Island og höfðu
ekki ákveðið hvert þau ættu að
fara eftir það. En af hveiju ekki
Bradford?
Frank Milks var spurður hvort
hann hafi átt von á því að þau
tækju hann á orðinu. „Þau sögðust
ætla að_ koma, en ég bjóst ekki við
þeim. Ég hafði þó vonað að þau
kæmu.“ Brúðhjónin dvöldu í Brad-
ford við gott atlæti og gistu þau
hjá tengdasyni forstjórans. Þetta
er önnur ferð Dagbjarts til Banda-
ríkjanna en Þórunn er þar í fyrsta
skipti. „Við stöndum í þakkarskuld
við Frank Milks og fjölskyldu hans.
Þau hafa verið afar gestrisin og við
höfum átt mjög ánægjulega dvöl
hér. Við gleymum aldrei þessu
ferðalagi," sagði Dagbjartur Helgi
Guðmundsson.
Fékk lestarvagri
til einkanota
NORSKA konan Torill Mars-
hall, kveið ósköpin öll við
þeirri tilhugsun að þurfa að ferðast
með lest í sjö klukkustundir án
þess að geta kveikt sér í vindlingi.
Hún hafði því samband við ríkisle-
starfélagið og kvartaði undan skorti
á farþegarými þar sem reykingar
væru leyfðar. Það kom Torill þó á
óvart þegar henni var tilkynnt að
hún fengi heilan járnbrautarvagn
út af fyrir sig þar sem hún gæti
reykt eins og henni lysti.
„Ég vil fremur vera ein í vagni
og hafa tækifæri til að reykja en
húka innan um alla reyklausu far-
þegana," sagði Torill.
„Það hefur töluverðan kostnað í
för með sér að bæta við reykinga-
vagni. En það er notaleg tilfinning
að sýna dálitla umhyggjusemi,“
sagði talsmaður járnbrautarfélags-
ins, Reidar Skaug Hoeymörk.
REYKINGAR
Muammad
Ghaddafí vill að
arabar gangi
sameinaðir til
atlögu við aðr-
ar þjóðir heims
á HM í knatt-
spyrnu á næsta
ári.
KNATTSPYRNA
LÍBÝA GAF
LEIKINN
Tugir þúsunda bálreiðra
knattspyrnuaðdáenda í Tri-
poli í Líbýu mótmæltu því harð-
lega síðastliðinn föstudag þegar
líbýska knattspyrnusambandið
ákvað að gefa leik liðs síns gegn
Alsírmönnum en leikurinn var lið-
ur í undankeppni heimsmeistara-
mótsins í knattspymu. Um 70
þúsund áhorfendur voru staddir
á leikvanginum þegar tilkynnt
var um ákvörðunina. Áhorfend-
umir, sem höfðu borgað sig inn
á leikinn, neituðu að yfírgefa leik-
vanginn og kröfðust þess að leik-
urinn færi fram. Til átaka kom
á milli áhorfenda og lögreglunn-
ar.
Í fréttatilkynningu frá líbýska
knattspyrnusambandinu var
skýrt frá því að þessi ákvörðun
væri þakklætisvottur við alsír-
sku þjóðina sem tók afstöðu með
Líbýumönnum þegar Banda-
ríkjamenn skutu niður tvær orr-
ustuflugvélar þeirra fyrir
skömmu.
„Landslið Líbýu og Alsír em
í raun eitt og sama liðið og ekki
kemur til greina að þjóðirnar
leiði saman hesta sína. Mikil-
vægast er að eitt sterkt lið araba
taki þátt í úrslitakeppni heims-
meistaramótsins árið 1990,“
sagði í fréttatilkynningunni.
HONIG
er meira en
bara spagettí...
OPNUM A MORGUN
NÝJA OG STÖR-
GLÆSILEGA VERSLUN
Á LAUGAVEGI45
♦ NÝJAR VÖRUR^
Metsölublad á hveijum degi!