Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 42
42
MORGUNBLÁÐIÐ IÞROTTIR POSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
ÍÞfémR
FÓLK
■ SVEINN Sveinsson og Brag-i
Bergmann, verða línuverðir með
Guðmundi Haraldssyni, þegar
hann dæmir ieik Skotlands og
Kýpur í heimsmeistarakeppninni á
Hampden Park í Glasgow.
■ ÓLIP. Ólsen hefur verið sett-
ur dómari á leik Wales og V-
Þýskaiands í Evrópukeppni
unglingalandsliða. Leikurinn fer
fram í Wales.
■ KLAUS Sletting Jenssen,
handknattleiksmaðurinn danski,
gengur til liðs við franska 1. deild-
arliðið Nimes strax eftir.B-keppn-
ina í Frakklandi, sem er nú í 4. sæti
í deildarkeppninni þar. Hann leikur
nú með Holte.
■ ANNAR handboltamaður sem
nú er í sviðsljósinu í Danmörku
er landsliðsmaðurinn Jens Erik
Röpstorff. Hann meiddist á ökkla
í deildarleik um sl. helgi og verður
að taka sér algjört frí frá æfingum
í tæpan hálfan mánuð. Talið er að
Röpstorff verði orðinn leikfær fyr-
ir B-keppnina, en hann verður þó
varla í toppæfingu.
■ ENSKI knattspyrnumaðurinn
Simon Stainrod sem síðast lék
-með Stoke City, skrifar undir
samning við franska 1. deildarliðið
Strasbourg í næstu viku. Hann er
29 ára og hefur komið víða við,
m.a. leikið með Aston Villa og
QPR.
■ ÞAÐ verður væntanlega nóg
að gera á næstunni hjá Frank
Arnesen, danska landsliðsmannin-
um fyrrverandi í knattspymu. Hann
starfar nú á þremur stöðum. Arnes-
en býr í Eindhoven í Hollandi, og
starfar þar hjá PSV sem blaðafull-
trúi, hann starfar einnig sem þulur
hjá sjónvarpsstöðinni TV2 í Dan-
mörku og nú hefur knattspyrnulið-
ið B 1913 frá Oðinsvéum ráðið
hann sem aðstoðarmann þjálfarans.
Hann býr áfram í Hollandi og mun
ekki koma nálægt þjálfun danska
liðsins, heldur fyrst og fremst sjá
um erlend málefni liðsins; kaup og
sölur á leikmönnum, skipulagningu
æfingaferða og leikja fyrir liðið er-
lendis og þar fram eftir götunum.
■ SAMMYLee, fyrrum leikmað-
ur Liverpool, sem leikur með Osas-
una á Spáni, mun ekki leika meira
með liðinu út þetta keppnistímabil.
Lee hefur verið skorinn upp fyrir
meiðslum í ökkla.
■ V-ÞÝSKA félagið Hannover
hefur ákveðið að lækka miðaverð á
heimaleikjum sínum um 25%. Þetta
er gert til að reyna að auka áhorf-
endafjölda á leikjum liðsins, sem
hefur ekki gengið nægilega vel í
„Bundesligunni" í vetur.
■ TERRY Venables hefur mik-
inn áhuga á það fá til sín sóknar-
manninn Ian Ormondroyd frá
Bradford. Venables bauð nú
síðast 700.000 pund en var neítað.
HANDKNATTLEIKUR
Krístján, Þorgils
Óttar og Héðinn í
stónim hlutverkum
íslendingar leika gegn Tékkum í Hafnarfirði í kvöld
Héðlnn Gllsson
„FÓSTBRÆÐURNIR" úr Hafn-
arfirði - Kristján Arason og
Þorgils Óttar Mathiesen, verða
í sviðsljósinu í heimabæ sínum
í kvöld, þegar íslenska lands-
liðið leikur þar gegn Tékkum.
Það eru orðin fimm ár síðan
að þeir félagar léku saman í
Hafnarfirði. Þá með FH. Þriðji
FH-ingurinn sem verður í stóru
hlutverki á heimavelli er Héð-
inn Gilsson, sem hefur leikið
stórt hiutverk með landsliðinu
að undanförnu.
að má fastlega reikna með fjör-
ugum og skemmtilegum leik í
Firðinum, eða eins og alltaf þegar
Islendingar og Tékkar mætast.
Báðar þjóðirnar eiga léttleikandi
landslið. Tékkar eru í góðri æfingu.
Þeir tóku þátt í Baltic Cup í V-
Þýskalandi á dögunum.
Bogdan Kowalczyk, landsliðs-
þjálfari íslands, var í gær ekki bú-
inn að veija landsliðshóp sinn sem
leikur gegn Tékkum kl. 20.30 í
kvöld. Nokkuð er um meiðsli hjá
leikmönnum. Sigurður Sveinsson
og Páll Ólafsson eru meiddir og þá
á Guðmundur Guðmundsson við
smávægileg meiðsli að stríða.
Að öllum líkindum verður lands-
liðið skipað þessum leikmönnum:
Markverðir: Einar Þorvarðar-
son, Val og Guðmundur Hrafnkels-
son, Breiðabliki.
Aðrir Ieikmenn: Jakob Sigurðs-
son, Val, Bjarki Sigurðsson,
Víkingi, Valdimar Grímsson, Val,
Geir Sveinsson, Val, Þorgils Óttar
Mathiesen, FH, sem er fyrirliði,
Alfreð Gíslason, KR, Sigurður
Gunnarsson, Vestmannaeyjum,
Kristján Arason, Teka, Héðinn Gils-
son, FH og Júlíus Jónasson, Val.
Ef teflt verður fram þrettán leik-
mönnum, koma þeir Guðjón Arna-
son, FH, eða Birgir Sigurðsson,
Fram, til með að bætast í hópinn.
íslenska landsliðið lék einn lands-
leik gegn því tékkneska á sl. ári.
Það var í Flugleiðamótinu, sem fór
rétt áður en haldið var á Ólympíu-
leikana. ísland vann þá 23:17.
Á morgun leika þjóðirnar aftur.
í Laugardalshöllinni kl. 17.
KNATTSPYRNA / SPANN
Atkinson á akfeitum
hesti frá Madrid
Atletico varð að borga honum skaðabætur
RON Atkinson hefur nú gengið
frá sínum málum við Jesus Gil,
forseta Atletico Madrid, sem
rak Atkinson frá félaginu fyrir
skömmu - eftir skamma setu
í framkvæmdastjórastólnum.
Brottrekstur Atkinsons kom
nokkuð á óvart, því hann
stjórnaði liði Atlertico f aðeins
þrettán leikjum, en náði liðinu
þó úr botnsæti í þriðja sætið í
deildinni.
Ekki verður sagt að Atkinson
hafí komið frá Atletiko á skyr-
tunni einni. Hann fékk 150.000
sterlingspund í eigin vasa þegar
hann skrifaði undir samninginn við
spænska liðið og 100.000 pund til
viðbótar í skaðabætur um helgina,
alls 250.000 pund, eða um 22 millj-
ónir króna. Þetta gerir, að hann
hafði 2 milljónir og 288 þúsund
krónur í Iaun á dag og ef reiknað
er út hvað hann fékk að jafnaði
fyrir hvern leik sem hann stjórnaði
liðinu, en þeir voru 13 talsins. Fékk
hann því 1 milljón, 692 þúsund og
240 krónur fyrir hvurn leik. Hann
reið því spikfeitum hesti frá ævin-
týrinu í Madrid.
Krlstján Arason
Þorglls Óttar Mathlesen
HANDBOLTI B-KEPPNIN
Fimm breyf ingar
hjá Spánverjum
Undirbúningur þeirra ekki mikill
SPÁNVERJAR hafa valið lið
sitt sem tekur þátt í B-keppn-
inni í handknattleik í Frakk-
landi (næsta mánuði. Fimm
nýliðar eru í iiðinu frá því á
Ólympíuleikunum í Seoul.
Liðið kemur saman eftir helgi
og mun spila fjóra æfingaleiki
fyrir B-keppnina. 7. og 8. febrúar
verða tveir leikir við unglinga-
landslið Spánverja
FráAtla og síðan tveir leik-
Hilmarssyni jr við Rúmena 10.
áSpáni og 12. febrúar.
Undirbúningur
liðsins er því ekki mikill ef miðað
er við undirbúning íslenska lands-
liðsins. Leikmenn hafa aðeins einu
sinni áður komið saman eftir
ólympíuleikana og var það t byrj-
un janúar er liðið lék tvo leiki við
sovéska landsliðið og tapaði þeim
báðum.
Spánveijar eru í B-riðli ásamt
Frökkum, Austurríksimönnum og
Brasilíumönnum. Þjálfari Spán-
veija, Emilio Alanso, segist vera
nokkuð bjartsýnn á að liðið kom-
ist áfram í A-keppnina, en hræð-
ist helst Frakka í riðlinum.
Lið Spánverja er þannig skipað:
Markverðir:
Rico (Barcelona), Zuniga (Bidasoa) og
Fort (Granollers).
Aðrir leikmenn:
Melo (Teka), Marin (Granollers), Garralda
(Granollers), Reino (Caja Madrid), Papida
(Barcelona), Hernida (Atletico Madrid),
Novoa (Valencia), Serrano (Barcelona),
Sagates (Barcelona), Cabanas (Teka),
Ruiz (Teka), Puig (Granollers) og Luison
(Caja Madrid).
GETRAUNIR
1 X 2
RANNSOKNIR
Ragnar Örn
með í sjö-
unda sinn
Um helgina verður leikið í 4.
umferð ensku bikarkeppninnar.
Sjónvarpsleikurinn á morgun verð-
ur viðureign Norwich og Sutton á
Carrow Road í Norwich. Sutton,
sem er utandeildarlið, kom mjög á
óvart í 3. umferð er liðið sló bikar-
meistara Coventry út.
Ragnar Örn Pétursson, formaður
ÍBK, er óstöðvandi og er nú með í
sjöunda sinn í getraunaleik Morg-
unblaðsins. Ragnar Örn hafði átta
leiki rétta í síðustu viku, en Adólf
Guðmundsson frá Seyðsifirði aðeins
fimm og fellur því úr keppni. Guð-
inundur Haraldsson, milliríkjadóm-
ari, tekur við af Adolfi.
1 Leikir 28. janúar Aston Villa — Wimbledon X
X Blackburn — Sheffield Wednesday X
W 1 Bradford — Hull 1 1
tm (yí 2 Brentford — Manchester City 2 t$*j|
* 2 Grimsby — Reading X fí. 'i ?e
, 2 Hartlepool — Bournemoth X "
1 Norwich — Sutton 1
. 1 Nottingham Forest — Leeds 1
fy iyi 2 Plymouth — Everton 2
Wu á t 1 Sheffieid United — Colehester 1 I - 1
1 Stoke — Barnsley Swindon — West Ham X
RAGNARÖRN 2 X GUÐMUNDUR
Ragnar Örn Pétursson, formaður ÍBK, er nú með
í getraunaleiknum sjöundu vikuna í röð. „Ég er
að hugsa um að vera með tólf sinnum í röð þar sem
ég tel mig ekki geta náð tólf leikjúm réttum. Guðmund-
ur er verðugur andstæðingur og ef ég tapa fyrir hon-
um er það vegna dómaramistaka í Englandi. Annars
líst mér frekar illa á þennan seðil,“ sagði Ragnar Örn.
Guðmundur Haraldsson, knattspyrnudómari, er
einn harðasti stuðningsmaður Coventry á ís-
landi. Hann er enn í sárum eftir að utandeilarliðið
Sutton sló liðið út í síðustu umferð. „Það hefur verið
þannig með mig að ef Coventry tapar er helgin ómögu-
leg fyrir mig. Ragnari hefur gengið allt of vel, en nú
kemur að því að hann dettur út,“ sagði Guðmundur.
Styrkir frá ÍSÍ
Heilbrigðis- og rannsóknarráð
ÍSÍ veitir árlega styrki tii
rannsóknarverkefna á sviði íþrótta,
er tengjast læknisfræði, lífeðlis-
fræði, sálarfræði, uppeldisfræði,
félagsfræði eða tæknilegum verk-
efnum. Einnig eru veittir styrkir til
annarra rannsókna er hafa hagnýtt
gildi fyrir íþróttir. Umsóknareyðu-
blöð um þessa styrki eru afhent á
skrifstofu ISI, en umsóknarfrestur
rennur út 1. febrúar.
NBA-úrslit
Úrlsit í NBA-deildinni aðfara-
nótt fimmtudags:
Indiana Pacers — Boston Celtics 103:94
76ers — Chicago Bulls.120:108
Detroit — Golden State...105:104
Mavericks — L.A. Clippers.117:98
Utah Jazz — San Antonio.107:103