Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
Fjórir togarar
fengn á sig brot
við Austfirði
Gúmmíbj örgnnarbátar losnuðu
FJÓRIR togarar, Sjóli, Baldur, Þórhallur Daníelsson og Snæfugl, fengu
á sig brot í fárviðri út af Austfjörðum í fyrrinótt. Enginn i áhöfiium
skipanna slasaðist en gúmmmíbjörgunarbátar losnuðu á öllum skipun-
um og þrír þeirra fóru í hafið. Skipin voru öll komin til haftiar á
Austfjörðum um kvöldmatarleytið i gærkvöldi. Snæfúgl var i sinni
fyrstu veiðiferð þegar hann fékk á sig brotið.
Sjóli frá Hafnarfírði og Baldur frá
Dalvík fengu á sig brot út af sunnan-
verðum Austfjörðum og fóru inn til
Neskaupstaðar. Gúmmíbjörgunar-
bátar fóru af báðum skipunum. Á
Baldri brotnaði brúargluggi og sjór
komst í rafkerfi skipsins. Óvíst er
hvenær viðgerð á því lýkur, að sögn
Brynjólfs Oddssonar, skipstjóra á
Baldri.
Þórhallur Daníelsson frá Höfn í
Homafirði fékk á sig hnút á miðun-
um út af Berufirði. Gúmbátur fór í
sjóinn, rekkverk rifnaði upp bak-
Sorpflokkunar-
stöðin í Árbæ:
Undirskrifta-
listum dreift
UNDIRSKIFTASÖFNUN gegn
sorpflokkunarstöð fyrir ofan
Árbæjarhverfi er hafin og í gær-
kvöldi var lokið við að dreifa
undirskriftalistum í allar blokkir
í Hraunbæ, Rofabæ og Selás-
hverfi.
Formenn húsfélaga á hverjum
stað hafa listana undir höndum til
að tryggja sem besta útkomu. „Við
vonumst eftir svona 7.000 til 8.000
undirskriftum og vonum að mark
verði tekið á því,“ sagði Jóhann
Hólm, stjómarmaður Framfarafé-
lags Árbæjar.
Jóhann sagði Árbæinga ekki trú-
aða á þau orð ráðamanna að engin
lykt fylgdi stöð sem þessari og
sagðist vita dæmi hins gagnstæða
í Lundúnum. „í vissri átt finnum
við lykt frá Nesjavöllum og í ann-
arri átt finnum við stybbu frá kaffi-
brennslunni. Svo segir Ögmundur
Einarsson hjá Reykjavíkurborg á
borgarafundinum á dögunum, að
engin iykt eigi að berast út fyrir
lóðarmörk stöðvarinnar. Mér er
spum, hvemig eiga lóðarmörk að
stöðva lykt? Nei, þetta mál er hið
skrýtnasta. Nú er til dæmis ljóst
að urðunin á sorpinu verður ekki á
Kjalamesi og þá er Krýsuvík líkleg-
ust. Er þá eícki þjóðráð að koma
upp svona stöð fyrir sunnan
Straumsvík, úti í hrauni þar sem
ekkert verður byggt og langt er í
alla byggð?" sagði Jóhann.
borðsmegin, rúður í krana brotnuðu
og gluggi bakborðsmegin á brú
skipsins brotnaði. Sjór fór niður í
íbúðagang en ekki virðast vera mikl-
ar skemmdir á rafmagnstækjum í
brúnni, að sögn Alberts Kemp,
fréttaritara Morgunblaðsins á Fá-
skrúðsfirði. Þórhallur Daníelsson
kom þangað um hádegisbilið í gær
eftir að togarinn Breki frá Vest-
mannaeyjum hafði fýlgt skipinu inn
í mynni Fáskrúðsijarðar.
„Við fengum á okkur brot í fár-
viðri og mjög slæmu sjólagi 20
sjómílur austur af Skrúð," sagði
Alfreð Steinar Rafnsson, skipstjóri
á Snæfugli frá Reyðarfirði. Skipið
fór í sína fyrstu veiðiferð aðfaranótt
laugardagsins og kom aftur inn til
Reyðarfjarðar í gærmorgun. „Brotið
kom á skipið bakborðsmegin á mið-
síðu. Gúmbátur rifnaði úr festingum
en við misstum hann þó ekki í haf-
ið,“ sagði Alfreð Steinar.
Morgunblaðið/Júlíus
Svona var ástandið á Breiðholtsbrautinni þegar verst lét. Myndin er tekin milli hryðja, en yfirleitt
sá varla í næsta bíl, hvað þá lengra.
Oralangar bílaraðir
MIKIÐ óveður æddi yfir landið
um miðjan dag í gær með miklu
hvassviðri, skafrenningi og of-
anbyl. Færðin, sem var viðast
þung fyrir, versnaði til muna
og um tíma má segja að ófært
hafi verið að mestu.
Hjá lögreglunni í Reykjavík
fengust þær upplýsingar, að verst
hefði ástandið verið frá því rétt
fyrir klukkan fjögur og fram yfir
klukkan fimm. Þá hefði veðrið
skollið á eins og hendi væri veif-
að, en síðan hefði það gengið nið-
ur jafnskjótt og það dundi yfir.
Veðurhorfur í gærkvöldi voru ekki
árennilegar, jafnvel búist við öðru
áhlaupi með morgninum. í þétt-
býlinu norðanlands kyngdi einnig
niður miklum snjó og færð var
þung og erfið.
Mikið umferðaröngþveiti var í
Reykjavík meðan versta áhlaupið
gekk yfír, þannig var óslitin bíla-
röð eftir allri Miklubraut. Þá kom-
ust menn illa leiðar sinnar í Breið-
holt og Árbæ. Þegar veðrið gekk
niður losnaði fljótt um hnútana
og í gærkvöldi voru allar helstu
götur borgarinnar þokkalega fær-
ar, en víða er þungfært um fáfam-
ari hliðargötur og húsagötur. Til
stendur að ryðja af þeim snjó nú
árdegis.
Hjá vegaeftirlitinu fengust þær
upplýsingar að illfært hafi verið
á helstu leiðum til og frá höfuð-
borgarsvæðinu, um Keflavíkurveg
og Suðumes, Hellisheiði, Þrengsli
og Vesturlandsveg. Um tíma lá
öll umferð niðri vegna dimmviðr-
is. í gærkvöldi voru þessar leiðir
opnar, en aðeins vel búnum bif-
reiðum, enda hálka mikil, og gekk
á með skafrenningi og éljagangi.
Lögreglan og vegaeftirlitið vom
samdóma um að meginorsökin
fyrir umferðaröngþveitinu væri
fjöldi vanbúinna bifreiða
17 vindstig í Vestmannaeyjum:
„Báturinn á hliðina en ég
náði að keyra hann upp“
- sagði Ingvar Sigurgeirsson skipstjóri á Drífii VE
Vestmannaeyjabáturinn Drífa sem er 100 tonn lagðist á hliðina
austur af Heimaey í ofsaveðrinu sem gekk yfir í fyrradag en skip-
stjórinn náði að sigla bátnum upp úr kófinu. Margir Vestmannaeyja-
bátar bæði stórir og smáir urðu að halda sjó í fárviðrinu þar sem
vindhraðinn fór upp í 17 vindstig. Óskar Sigurðsson vitavörður á
Stórhöfða sagði í samtali við Morgunblaðið að veðrið síðastliðinn
sunnudag hafi verið það harðasta í vetur þótt þau hafi komið óvenju-
mörg slík. Bátar sem sigldu inn í Vestmannaeyjahöfti á meðan vind-
hraðinn var mestur ráðlögðu öðrum sjómönnum að halda sjó utan
hafnar því þeir sögðust hreinlega hafa fokið inn innsiglinguna í
blindbyl.
Ingvi Sigurgeirsson skipstjóri á
Drífu sagði að bátur sinn hefði lagst
á hliðina í miklum hnút skammt frá
Bjamareyjarhominu. „Við vorum á
landleið," sagði Ingvi „og það kom
væn skvetta á bátinn bakborðsmeg-
in, hann snerist allmikið svo ég
ákvað að halda áfram hringinn og
ná honum uppí en þá kom annað
ólag og lagði bátinn á hliðina það
tók mig hálfan hring að keyra bát-
inn upp í réttstöðu. Við héldum
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
„ Aframhaldandi veruleg-
ur halli á sjávarútvegi“
„ÞESSI tílkynning fól ekki í sér neitt sem kalla má alvöru eftia-
hagsráðstafanir," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins f samtali við Morgunblaðið, þegar forsætisráðherra
hafði flutt þingheimi ræðu sina um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar
í eftiahagsmálum í gær.
Þorsteinn sagði jafnframt:
„Það er ekki gerð tilraun til þess
að treysta rekstrargrundvöll sjáv-
arutvegsins. 2,5% gengisbreyting
skiptir þar engum sköpum. Niður-
staðan er áframhaldandj veruleg-
ur halli á sjávarútvegi. Áform um
áframhaldandi eignaupptöku í
sjávarútvegi upp á a.m.k. einn
milljarð króna. Það er stefnt að
því að auka viðskiptahallann úr
11 milljörðum í 14 til 15 millj-
arða. Það hefur svo aftur i för
með sér verulega frystingu á vöxt-
um, þannig að áform um lækkun
vaxta á verðtryggðum pappírum
eru á algjörum brauðfótum reist.“
Að öðru leyti sagði Þorsteinn
efnahagsstefnuna þrýsta á um
vaxtahækkun, og hætt væri við
því að slíkt kæmi fram í auknum
affallaviðskiptum með verðbréf.
„Þá virðist stefiia í það að erlend-
ar skuldir fari í 50% af lands-
framleiðslu," sagði Þorsteinn.
Hann nefndi sem dæmi um það
sem væri afkáralegt, þegar for-
sætisráðherra væri að kynna
stefnu þessarar ríkisstjómar, að
hann hefði sérstaklega tíundað í
ræðu sinni ráðningu fyrrverandi
iðnaðarráðherra Friðriks Sophus-
sonar á erlendu ráðgjafarfyrir-
tæki til þess að skoða skipasmíða-
iðnaðinn.
síðan sjó með Smáey, Stefni og
Klakk en þá var ekki talið viðlit að
fara inn í Vestmannaeyjahöfn
vegna blindbyls og'öskuroks."
Guðmann Magnússon skipstjóri
á Ófeigi VE sem er 110 tonna bát-
ur sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn
um þetta leyti ásamt Björgu VE.
„Ég tel að vindhraðinn í innsigling-
unni hafi verið yfir 20 vindstig,
líklega um 150 hnútar af austri því
það var svo miklu hvassara en einn
daginn fyrir skömmu þegar ég
sigldi inn í höfnina í 100 hnúta
vindi," sagði Guðmann. „Skyggnið
var ekkert í bylnum sem gekk yfir
og við hreinlega fukum inn innsigl-
inguna, hafði ekki stjóm á bátnum
og lunningin var í kafi vegna vind-
þrýstings, það sama henti hjá
Björgu VE og þessvegna ákváðum
við að aðvara félaga okkar utan
hafnar."
„Þetta var verulega slæmt veð-
ur,“ sagði Huginn Guðmundsson
skipstjóri á loðnuskipinu Huginn
VE í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi þar sem hann var á leið
á miðin. „Við vomm vestur af Ing-
ólfshöfða á leið til Eyja, það var
austan lens síðan fór hann yfir í
suðaustan og vindáttin snerist á
stuttum tíma hálfhring í vestur.
Við urðum því að fara mjög rólega
enda vomm við með 500 tonna farm
af loðnu og við Hjörleifshöfða slóg-
uðum við uppí vindinn. Þetta var
með verri sjóveðrum."
Sigurgeir Ólafsson hafnarstjóri í
Vestmannaeyjum sagði 5 samtali
við Morgunblaðið að veðrið hefði
verið hreint út sagt kolbrjálað, þó
hefði ekkert komið fyrir í höfninni
en bátar hefðu orðið að fara mjög
varlega í þessu foráttuveðri.
„Veðrið þennan sunnudag var
með verri veðrum," sagði Óskar J.
Sigurðsson vitavörður á Stórhöfða,
„vindhraðinn fór upp í 96 hnúta í
10 mínútna meðalvindi en það em
um það bil 15 vindstig miðað við
gömlu mælinguna. Það var austan-
átt með snjó og slæmu skyggni og
þetta var harðasta veðrið í vetur
þó það hafi komið óvenjumörg slík.
Mesta hviðan mældist 114 hnútar
sem em um 17 vindstig."
Söluskatt-
ur endur-
greiddur
til fískeldis
LANDSSAMBAND fiskeldis-
og hafbeitarstöðva (LFH) er
þessa dagana að greiða fisk-
eldisstöðvunum uppsaftiaðan
söluskatt af aðföngum þeirra
sem ríkisstjómin ákvað að
endurgreiða stöðvunum.
Jón G. Gunnlaugsson hjá LFH
sagði að samtökin hefðu nýlega
fengið 35 milljónir upp í sölu-
skattinn og áður verið búnir að
fá 5 milljónir. Stöðvamar hefðu
greitt um 52,5 milljónir í sölu-
skatt á ámnum 1986 og 1987
og dygði það sem ríkið nú hefði
greitt fyrir söluskatti ársins
1986 og helmingi 1987. Þá
væri árið 1988 eftir, en áætlað-
ur söluskattur vegna þess árs
væri 70—80 milljónir kr.