Morgunblaðið - 07.02.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
7
FARGO 3+H+2 Stærð: 210x260 cm.
Verð kr. 66.520,-
Stálvík:
Laun ógreidd frá áramótum
Reiðhöllin:
Fulltrúar
tækninefiid-
ar IHF líta
á aðstæður
FULLTRÚAR tækninefiidar Al-
þj óðahandknattleikssambands-
ins, IHF, eru væntanlegir hing-
að til lands í mánuðinum að líta
á aðstæður í Reiðhöllinni í
Víðidal og öðrum íþróttahúsum,
sem til greina kemur að yrði
leikið í ef íslendingar héldu
heimsmeistarakeppnina í hand-
knattleik. Svavar Gestsson
menntamálaráðherra segir að
könnun hafi leitt í ljós, að hægt
sé að stækka Reiðhöllina mjög
verulega, þó ekki svo mikið að
hún geti hýst 8.000 áhorfendur,
en verulega í áttina.
Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar
gaf fyrirheit um að reisa 8.000
manna íþróttahöll ef það mætti
verða til þess að heimsmeistara-
keppnin í handknattleik yrði hald-
in hér 1995. Að sögn menntamála-
ráðherra er ljóst, að við slíkum
skara þyrfti ekki að búast nema
á mjög fáa leiki. Þótt íslendingar
séu duglegir að horfa á handbolta,
eigi annað við hér en í milljóna-
borgum erlendis.
„Við viljum endilega setja Al-
þjóðahandknattleikssambandið
inn í málið og allar aðstæður hér,“
sagði Svavar. Hann sagði að erfitt
væni að segja fyrir um hversu
mikið stækkunin á Reiðhöllinni
myndi kosta. „Það yrði að minnsta
kosti miklu ódýrara en aðrir kost-
ir, sem hafa verið nefndir, en allar
kostnaðaráætlanir eru enn út í
bláinn," sagði Svavar.
Skipaður
sakadómari
GUÐJÓN St. Marteinsson var í
gær skipaður sakadómari við
sakadómaraembættið í
Reykjavík frá 1. þessa mánaðar.
Hann tekur við starfi Haralds
Henrýssonar, sem skipaður hef-
ur verið hæstaréttardómari.
Guðjón er 35 ára gamall og
starfaði áður sem deildarlögfræð-
ingur hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík. Hann var einn sex
umsækjenda um embættið.
STARFSMENN Stálvíkur hf. hafa ekki fengið greidd laun frá ára-
mótum, en fyrirtækið á nú í Qárhagserfiðleikum. Valgarður Friðjóns-
son, trúnaðarmaður starfsmanna Stálvíkur hf., segir að þolinmæði
starfsmannanna sé nú á þrotum vegna þessa máls, en þeim var öllum
sagt upp störfúm 1. desember síðastliðinn og taka uppsagnirnar
gildi um næstu mánaðamót.
Valgarður sagði að framvinda
þessa máls stæði og félli með því
hvort Stálvík hf. yrði veitt ríkis-
ábyrgð vegna smíði 14 skuttogara
fyrir Dubai, en fyrirtækið hefur í
höndum samninga um það verkefni.
„Starfsfólkið hér hefur sent fjár-
málaráðherra, iðnaðarráðherra og
þingmönnum Reykjaneskjördæmis
áskorun um að ríkisábyrgð vegna
þessara samninga verði veitt, auk
þess sem þeim var gerð grein fyrir
uppsögnum starfsfólksins og því að
laun hafi ekki verið greidd frá ára-
mótum. Uppsagnimar eiga að taka
gildi 1. mars, og ef þetta umrædda
verkefni fæst ekki er allt sem bend-
ir til þess að af þeim verði," segir
Valgarður Friðjónsson.
Jón Gauti Jónssön, fram-
kvæmdastjóri Stálvíkur hf., segir
að viðskiptabanki fyrirtækisins hafi
boðist til að veita starfsfólkinu
víxillán á meðan þetta ástand var-
ir, en það væri einkamál hvers og
eins hvort hann notfærði sér það
boð.
„Það myndi gjörbreyta öllu bæði
fjárhagslega og verkefnalega ef
ríkisábyrgð fengist vegna smíði
skuttogaranna fyrir Dubai. Við eig-
um allar teikningar af þessum skip-
um og gætum þess vegna hafið
smíði þeirra strax. Ef ábyrgðin
fæst hins vegar ekki fæ ég ekki séð
annað en fyrirtækinu verði lokað
1. mars. Þau verkefni sem nú eru
í gangi eru ekki þess eðlis að hægt
sé að halda hér uppi fullum rekstri,
og engin önnur verkefni eru fyrir-
liggjandi," segir Jón Gauti Jónsson.
FARGO
Já, hann heitir FARGO og er danskur að uppruna. Hann er mjúkur, sterkur
og fallegur og á hreint íf ábæru verði.
HANN FÆST í FJÓRUM ÚTGÁFUM:
3+2+1, 3+1+1, 6 sæta horn og 5 sæta hom. Áklæðið er geysisterkt og
fæst í mörgum litum.
FARGO 3+2+1
Stærð: 3ja sæta 180 cm,
2ja sæta 130 cm, stóll 90 cm.
Verð kr.
82.300,-
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF
SÓFASETTUM OG HORNSÓFUM.
Húsgagna-ltdllin
REYKJAVÍK