Morgunblaðið - 07.02.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 07.02.1989, Síða 12
ÍíókGUNBLAÐIÐ srjo A'7n'/ivrH œ<ka,iwjókov ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1989 / Geðsjúkir fangar — fengelsi eða meðferð eftir ÓlafÓlaJsson Inngangur Geðsjúkir fangar hafa fram að þessu verið geymdir í fangelsum á íslandi en í allflestum nágranna- löndum þ. á m. á hinum Norður- löndunum, yfirleitt á réttargeð- sjúkrahúsum. í fangelsum ,eru starfsmenn ekki þjálfaðir í með- ferð geðsjúkra en á réttargeð- sjúkrahúsum starfar heilbrigðis- starfsfólk (1,2). Nú virðist rofa til í þessum málum því að fyrir góða fram- göngu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra er nú unnið að því að koma upp viðeigandi stofn- un fyrir þessa sjúklinga. Hér á eftir verður skýrt frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Svíþjóð varðandi feril geðsjúkra fanga. Gerður er samanburður á árangri meðferðar á sjúkrahúsi og gæslu í fangelsi (3). Efiiiviður Samanburður var gerður á tveimur hópum geðsjúkra afbrota- manna. Hópur I ails 188 fangar fengu meðferð á sjúkrahúsi en hóp- ur II alls 132 voru geymdir í fang- elsum. í töflu I má lesa um tegund af- brota í hópunum. Hópurl Hópurll 188 fangar 132fangar ásjúkra- í fang- stofiiunum elsum Ofbeldi 63% 60% Þjófnaður 25% 27% Kynferðisl. afbr. 10% 9% Annað 2% 4% 100% 100% í töflu II má lesa um sjúkdóms- greiningar fanganna. Hópurl HópurH 188 fangar 132 fangar ásjúkra- ífang- stofnunum elsum „Psychopathia" 39% 52% Geðveila (neuros) 27% 26% Fíkniefnanotkun 2% 11% Annað 32% 11% 100% 100% Um 60% í hópi I og 52% í hópi II voru fikniefnaneytendur. Fyrri fangelsisvistanir voru svipaðar í báðum hópum. Niðurstaða Ferill framangreindra hópa var kannaður þrem árum eftir að fang- Ólafur Ólafsson elsisvistun lauk og um niðurstöður má lesa í töflum III og IV. Tafla III. Samanburður á fjölda afbrota innan 3ja ára eftir að fang- elsisvistun lauk. „ Af þessum niðurstöð- um má ráða að árangur meðferðar geðsjúkra fanga, sérstaklega þeirra sem dæmdir eru fyrir ofbeldis- og fíkni- efiiaafbrot, virðist vera betri ef þeir fá meðferð á sjúkrastofiiun en í fangelsi. Meðferð þess- ara fanga á að vera í höndum heilbrigðis- yfírvalda.“ Hópurl Hópurll 188 fangar 132 fangar ásjúkra- ííang- stofhunum elsum Brotlegir 54% 75% Ekki brotlegir 46% 25% 100% 100% Skrifstofutæknir_ Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari uppíýsingar veittar í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Hvað segja þau um námskeiðið. Sólveig Kristjánsdóttir: Siöastliðinn vetur var ég við nám hjá Tölvufræðslunni. Þessi timi er ógleymanlegur bæði vegna þeirrar þekkingar, sem óg hlaut og kemur mér mjög til góða þar sem ég starfa nú, svo og vegna andans sem þarna rikti. Þetta borgaðisig. Sigríður Þórísdóttir: Mér hefur nýst námið vel. Ég er öruggari i starfi og m.a. feng- ið stööuhækkun. Viötæk kynn- ing á tÖivum og tölvuvinnslu í þessu námi hefur reynst mér mjögvel.Maöurkynnistþeim ** fjölmörgu notkunarmöguleikum sem tölvan hefur upp á að bjóða. Þetta nám hvetur mann elnnig tH að kanna þessa möguleika ogfærasérþáínyt. Jóhann B. Ólafsson: Ég var verkamaöur áöur en ég fór í skrifstofutækninámið hjá Tötvufræðslunni. Ég bjóst ekki við að læra mikiö á svo skömm- um tíma, en annaðhvort var það að ég er svona gáfaöur, eða þá að kennslan var svona góð (sem ég tel nú að frekar hafi verið), að nú er ég allavega oröinn að- stoðarframkvæmdarstjóri hjá íslenskum tækjum. Ég vinn svo til eingöngu á tölvur, en tölvur voru hlutir sem ég þekkti ekkert inná áður en óg fórí nárniö. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar cr hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska Útvegsbankinn og umhverfið eftir Vestarr Lúðvíksson Það snart margan Útvegsbanka- manninn að sjá á forsíðu Alþýðu- blaðsins laugardag 28. janúar 1989 að viðskiptaráðherra Jón Sigurðs- son varar við aukinni miðstýr- ingu. Þaðvarmálið . . . Forsætisráðherra lét hafa eftir sér í beinni útsendingu Stöðvar 2, að KRÓNAN verður ekki til í bönk- unum. Þá vitum við það. Sem sagt sparifjáreigendur, áfram á að hafa NEIKVÆÐA vexti, máske rústa allt bankakerfíð, svo bara „elskum- ar mínar" „kaupa" ríkisskuldabréf hjá honum Ólafi Ragnari persónu- lega. Þvílíkt og annað eins . . . Auðvitað veit hvert heilbrigt bam í landinu að upphaf eignamyndunar felst í því að eiga sér einhveija stofna, t.d. fiskistofna, nýtanlega jörð, búfénað, efni til iðnaðarfram- leiðslu. Eftir skapandi vinnu og framleiðslu úr öllu þessu koma nútíma viðskipti. í okkar „svokall- aða“ siðmenntaða heimi (maður er farinn að efast!!!) tekur heilbrigð bankastarfsemi með nútíma tækni og þekkingu við þessum viðskipt- um. Það er óhuggulegt að stjóm- málamenn nú á okkar dögum, ætla sér augljóslega að flytja okkur aftur á miðaldir. Það virðist vera sem stjómmála- maðurinn í dag sé „katólskari" en sjálfur páfinn (páfinn er þó öllu fijálslyndari sjálfur í dag). Þvílík sóun . . . Hvað segir nóbelskáldið okkar um þessi ósköp öll? Útvegsbankinn var rekinn með hagnaði á síðastliðnu ári, en vaxta- stefnan og efnahagsstefnan fyrir þetta ár lofar ekki góðu að öllu óbreyttu. Því verða bankamir að spara og sýna ráðsmennsku að gömlum og góðum sið. Það er af sjálfu sér ævinlega gömul og góð sannindi, að gætni er af hinu góða. Astæð- umar núna em hinsvegar afleiðing, ekki orsök, lélegrar efnahagsstefnu og atvinnumálastefnu stjómvalda. Varðandi Útvegsbankann og framtíð hans væri af mörgu að taka. Hitt er víst, að við getum t.d. séð fyrir okkur sterkari rekstrareiningu í dag með samstarfi eða sameiningu minni rekstrareininga. Ef við gefum okkur þann mögu- leika (þeir em fleiri), að Fiskveiða- sjóður eigi áfram 20% í nýjum öflugum hlutafélagsbanka, eigend- ur Verslunarbanka íslands hf. t.d. 20%, eigendur Iðnaðarbanka ís- lands hf. 20%, starfsfólk hins nýja banka og viðskiptavinir almennir önnur 20%, þá væru aðeins eftir 20% sem má skipta milli tveggja eða þriggja erlendra banka, með samtengingu við umheiminn í huga. Þetta getur orðið góð lausn. Vilji er allt sem þarf. Mér varð það á um daginn að nefna pólitíska vindhana. I beinu framhaldi af því væri ekki úr vegi að kennarastétt landsins tæki hönd- um saman og komi á hjá sér rit- gerðasmíð meðal nemenda sinna, þar sem spurt verði: Rætt um lausagöngu búfjár á Búnaðarþiugi BÚNAÐARÞING hefst að þessu sinni mánudaginn 27. febrúar. Áætlað er að það standi i átta daga og ef það gengur eftir verður þetta stysta búnaðar- þingið. Búnaðarþing verður sett klukk- an 10. Við setningarathöfnina flyt- ur Hjörtur E. Þórarinsson, formað- ur Búnaðarfélagsins, ræðu og Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra ávarpar þingið. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri segir að meðal mála á þing- inu verði skipulag leiðbeininga- þjónustunnar þar sem m.a. verður rætt um skýrslu sem sérstök nefnd hefur skilað til landbúnaðarráð- herra um það mál. Fjallað verður um búreikninga og bændabókhald. Gróðurvemdarmál og landgræðsla verður til umræðu. Þá sagði hann að fjallað yrði um lausagöngu búfjár þar sem stjóm félagsins leggði til að rýmkaðar verði heim- ildir sveitarstjóma til að takmarka lausagöngu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.