Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
Kembirannsókn með brjósta-
myndatöku lækkar ekki dánar-
tíðni hjá konum yngri en 50 ára
eftir Skúla Bjarnason
Krabbamein í brjósti er, eins og
fram kemur í grein Krabbameins-
félags íslands Mbl. 13. des. 1988),
um fjórðungur krabbameina í kon-
um og fer vaxandi. Reikna má með
að u.þ.b. 1 af hveijum 12—13 kon-
um fái brjóstakrabbamein á lífsleið-
inni. Það er því ekki vegna þess
að sjúkdómurinn sé ekki alvarlegt
heilsuvandamál, að ég bar upp þess-
ar spurningar til Krabbameinsfé-
lags íslands í Morgunblaðinu
18.11.88.
Tilgangur minn með því að heíja
máls á þessu var einfaldlega sá, að
mér hefur fundist mjög skorta á
hlutlæga umræðu um kembileit
brjóstakrabbameins og að skrif hafí
verið mjög einhliða, hlutdræg og
þrungin tilfínningahita. Ymsar
kvennahreyfíngar hafa tekið
brjóstamyndatökumálið upp sem
hluta af jafnréttisbaráttu kvenna
og tengt efasemdir um nytsemi
kembirannsóknarinnar karlrembu
og kvenfyrirlitningu. Því miður
stóðst Krabbameinsfélag Islands
ekki mátið að slá á strengi tilfínn-
inganna, þegar það skrifar í grein
sinni: „Einn veglegastur var hlutur
borgfírskra kvenna sem lögðu fram
500.000 krónur."
Engum stendur það nær en
starfsfólki Heilsugæslustöðvarinn-
ar í Borgamesi að dást að og þakka
takmarkalausan dugnað og rausn
borgfírskra kvenna. Hin ýmsu sam-
tök þeirra hafa æ ofan í æ gefið
Heilsugæslustöðinni ómetanlegar
gjafir. Það kemur mér því ekki á
óvart að þeirra hlutur hafi verið
stór í söfnun til kaupa bijósta-
myndatökutækis fyrir Krabba-
meinsfélag íslands. Þeim mun
stærri er skylda mín og annarra,
að gera þeim, sem og öðrum, grein
fyrir nýjustu rannsóknum á sem
flestum sviðum læknisfræðinnar.
Upplýsing og fræðsla er án efa
áhrifamesti og heppilegasti þáttur-
inn í öllu fyrirbyggjandi starfí, en
til þess að þessir þættir nái sem
mestum árangri, verður að fjalla
um efnið af fullum heiðarleika og
láta ekki glepjast af óskhyggju,
ímynduðum stundarhagsmunum og
metnaði.
Rannsóknir sem
Krabbameinsfélag íslands
tekur upp
HIP-rannsóknin: (Health In-
surance Plan) hófst í New York
1963. Framkvæmd þessarar rann-
sóknar var með allt öðrum hætti
en síðari rannsóknir hvað varðar
aðferð og tækni. HlP-rannsóknin
var ekki framkvæmd á þann hátt
að draga megi ályktanir um mis-
munandi aldurshópa. Ýmsir, þar á
meðal Krabbameinsfélag Islands,
hafa fallið fyrir reiknikúnstum, sem
beitt hefur verið við þessa úreltu
„Tilg-angTir minn með
því að heíja máls á
þessu var einfaldlega
sá, að mér hefiir fund-
ist mjögf skorta á hlut-
læg-a umræðu um
kembileit bijósta-
krabbameins og að
skrif hafi verið mjög
einhliða, hlutdræg og
þrungin tilfínninga-
hita.“
rannsókn, til þess að fá fram tölur
og töflur til „framdráttar" sínum
„málstað". Þó það sé vísindalega
óleyfílegt af framansögðu.
Tafla sem Krabbameinsfélag ís-
lands birtir í grein sinni lítur svona
út:
Aldur víð boðun
40-44 ára
45—49 ára
50-54 ára
55-59 ára
60-64 ára
Ailar (40-64 ára)
Þó svo þessi framsetning á niður-
stöðum sé ekki heimil frá vísinda-
legfu sjónarmiði, er rétt að skoða
þessa töflu nánar. 51 ár er langur
tími, en þegar þessum æviárum er
deilt á 1000 konur, lengist ævi
hverrar konu um 18 daga, 14
klukkustundir og 42 mínútur. Þetta
var „besti árangurinn." 20 við-
bótaræviár á 1000 konur lengja
ævi hverrar konu um 7 daga, 7
klukkustundir og 12 mínútur. Er
ekki verið að misbjóða heilbrigðri
skynsemi með slíkum reiknikúnst-
um?
BCDDP-rannsóknin: í grein
Krabbameinsfélags íslands kemur
fram, að í þessari rannsókn var
enginn samanburðarhópur og er
þessi rannsókn því algjörlega mark-
laus, sem með- eða mótrök fyrir
gildi bijóstamyndatöku sem kembi-
rannsókn.
Nokkrar rannsóknir í Evrópu:
Ekki skilgreinir Krabbameins-
félag íslands þessar rannsóknir
frekar. Þrem sænskum rannsókn-
um, sem eru vel unnar, „ber saman
um gagnsemi bijóstamyndatöku
með reglulegu millibiii við greiningu
Kopparbergsléns-rannsóknin:
Aldurshópar
40-49 ára myndaðar
viðmiðunarhópar
50-74 ára myndaðar
viðmiðunarhópur
Austurgautalands-rannsóknin:
Aldurshópar
40-49 ára myndaðar
viðmiðunarhópar
50-74 ára myndaðar
viðmiðunarhópar
Á aldrinum 40-49 ára dóu 26%
fleiri af bijóstakrabbameini í hópn-
um sem fékk reglubundna bijósta-
myndatöku en í viðmiðunarhópnum.
Þess ber þó að geta, að fjöldi þeirra
sem dó er það lítill, að ekki er um
marktækan mun að ræða. Aftur á
móti er fækkun dauðsfalla í aldurs-
hópnum 50—74 ára um 40% og er
sá munur marktækur.
Málmeyjar-rannsóknin
Þessi rannsókn ætti að vera
Krabbameinsfélagi íslands vel
kunn, þar sem Baldur Sigfússon,
iæknir hjá Krabbameinsfélaginu,
var einn þeirra sem stóðu að fram-
kvæmd þessarar rannsóknar. Þessi
rannsókn sýndi að hjá konum yngri
en 55 ára dóu 29% fleiri úr bijósta-
krabbameini í hópnum sem fékk
reglubundna bijóstamyndatöku en
í viðmiðunarhópnum. En hjá konum
bijóstakrabbameins og lengingu lífs
meðal kvenna yfír fímmtugt". Þó
kemur þessi munur ekki fram fyrr
en eftir 55 ára aldur í Málmeyjar-
rannsókninni. En svo kemur fram
í grein Krabbameinsfélags íslands
sú niðurstaða sem veldur öllum sár-
um vonbrigðum. Niðurstaða sem
hlýtur að vekja lækna til umhugs-
un-
ar um að sá „sannleikur" sem við
áður töldum okkur hafa höndlað
brást og reyndist tálvon ein. Sú
þekking sem við töldum okkur hafa
um bijóstakrabbamein var röng.
Niðurstaða þessara þriggja sænsku
Viðb.æviár f. hverjar 1000 konur
Á 18 árum Allaævi
17 51
6 20
30 44
23 29
29 35
20 36
rannsókna ber saman við það sem
síðar stendur í grein Krabbameins-
félags íslands: „Engin þessara
rannsókna hefur enn sýnt fram
á marktæka lækkun dánartiðni
kvenna undir fímmtugu .
Þetta er einmitt ástæðan fyrir upp-
haflegum spumingum mínum til
Krabbameinsfélags íslands.
Krabbameinsfélag íslands heldur
þó áfram málsgreininni í véfrétta-
stíl“ . . .þótt nýlegar tölur úr
ítalskri rannsókn og annarri af
tveim hollenskum rannsóknum gefí
vísbendingu um að árangur kunni
að vera að koma í ljós meðal yngri
kvennanna".
Varla er hægt að vera loðnari í
framsetningu og ekki er minnst á
þessar rannsóknir í heimildalista
þeim er fylgdi grein Krabbameins-
félags íslands.
Sænsku rannsóknirnar
Allar hafa þær það sameiginlegt
að miða að því að meta áhrif kembi-
rannsókna með bijóstamyndatöku
á dauðsföll af völdum bijósta-
krabbameins í konum yngri en 50
ára.
Dauðsföll Fjöldi
8 9.625
3 5.053
43 29.426
36 13.793
Dauðsföll Fjöldi
8 10.312
7 10.625
28 28.722
40 27.311
55 ára og eldri var dánartíðni 20%
lægri í hópnum sem fékk reglu-
bundna bijóstamyndatöku.
Niðurstaða
Samkvæmt því sem hefur verið
sagt hér á undan, styðja rannsókn-
ir ekki að kembirannsóknin með
bijóstamyndatöku hjá konum yngri
en 50 ára auki lífslíkur þeirra.
Heimildir:
1) NOU, Norges offentlige utredning.
Mammografisering i Norge. Masseund-
ersökelse for brystkreft. NOU 1987:7.
2) Tabar, L et al.: Reduction in mortality
from breastcancer after mass screening
with mammography Lancet 8433, 829,
1985.
3) Anderson I. et. al.: Mammographic scre-
ening and mortality from breast cancer.
The Malmö mammographic screening
trial. British Medical Joumal 1988, 297:
943-8.
Höiiindur er heiisugæslulæknir í
BorgarErði.
KENWOOD
ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN
FYRSXA FLOKKS
ELDHÚSTÆKI
GOTT VERÐ-GÓÐ KJÖR-GÓÖ ÞJÓNUSTA
KENWOOD CHEF
KENWOOD GOURMET
KENWOOD MINI
KENWOOD CHEFETTE KENWOOD MINI (handþeytari)
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
Laugavegi 170-172 Simi 695500