Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
17
sem honum leið vel og hann naut
góðrar umönnunar, var jafn-
ánægjulegt að hitta Kristján og
þegar hann var í fullu fjöri. Hann
fylgdist eins vel með og hann gat
með því að hlusta á útvarp og spól-
ur frá Blindrabókasafninu eða öðr-
um. Áhuginn á mannlífínu var hinn
sami og áður og eldmóðurinn einn-
ig, þegar eitthvað bar á góma, sem
honum þótti mikið til um eða mislík-
aði. Með því að hlusta á ævisögur
sagðist hann hafa kynnst þjóð sinni
með þeim hætti, að hann mæti
hana og baráttu hennar mun betur
en áður. Heimsmaðurinn háaldraði
sat þannig löngum stundum og fékk
nýjan skilning á eigin þjóð og gladd-
ist sífellt yfir sigrum hennar og ein-
staklinga í lífsbaráttunni.
Kristján Albertsson sat í bók-
menntaráði Almenna bókafélagsins
frá fyrstu tíð og lét sig hag þess
ávallt miklu skipta. Félagið gaf út
stórvirki hans ævisögu Hannesar
Hafsteins. Á síðustu árum ævi
Kristjáns var gleðilegt að geta
stuðlað að því fyrir hönd AB að
þeir kynntust Kristján og Jakob F.
Ásgeirsson sem skráði æviminning-
ar haris í bókinni Margs er að minn-
ast. Á vonandi fleira eftir að koma
frá hendi Jakobs um Kristján til
að enn meira varðveitist af ómetan-
legri þekkingu hans á mönnum og
málefnum, er tengir tvær aldir með
óvenjulegum hætti.
Fyrir hönd Almenna bókafélags-
ins færi ég Kristjáni Albertssyni
kveðjur og þakkir á þessari stundu.
Mér er þó ekki síður þakklæti í
huga fyrir þá vináttu sem Kristján
sýndi mér og mínum alla tíð.
Blessuð sé minning Kristjáns
Albertssonar.
Björn Bjarnason
Birtíng af-
mælis- ogminn-
ingargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafiiarstræti
85, Akureyri.
Einn vetur stundaði Odd
nam við Kvennaskólann
var mun meiri en almen
síðar við almenna kenns
Hún var mikil hannyrða
Kvennaskólann á Blönd
Árið 1955 hófu systur
Guðrúnar og Pálma á Bj
sunnan Másstaða. Þar
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu linubili.
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett meö raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
SöaBtrteEflgjyiD3
& ©<s>
Vesturgötu 16,
sími 1 3280
■!£c , ri tcdatvi 15 ccií tj •Jitiic
UTSALA
Karlmannaföt kr. 3995,-, 5500,-, 7995,- og 9995,-
Terylenebuxur kr. 995,- og 1195,- AndféS
Skólavörðustíg 22,
sími 18250.
Skyrtur o.fl. á lágu verði.
ILEMA COTRUBAS
f Í8LEHI8KU ÓPERUNHII
Hin heimsþekkta sópransöngkona
ileana Cotrubas heldur tónleika í
íslensku óperunni laugardaginn
11. febrúar kl. 15.00.
Á efnisskránni verða Ijóðasöngvar eftir
G. Enesco, G. Fauré, F. Liszt og H. Wolf.
Meðleikari á píanó er Raymond Jansen.
Forsala aðgöngumiða verður í íslensku óperunni kl. 15-19 alla
daga. Afslátturaf miðaverði erveitturstyrktarfélögum sem kaupa
miða í forsölu.
Styrktarfélag Islensku óperunnar.
SKILIÐ SKATTFRAMTAU
ITÆKATÍÐ
Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta
lagi 10. febníar.
Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá
skattstjórum sem jafnframt veita frekari
upplýsingar ef óskað er.
Mikilvægt er að framteljendur varðveiti
launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur
verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á ^
þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum
SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS
ER 10.FEBRÚAR.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI