Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 23
Varaforseti Banda-
ríkjanna í Mið-Ameríku
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
23
Quayle stóð
sig vel í fyrstu
utanförinni
- en þykir þó mega vera orðvarari
Washington. Reuter.
DAN Quayle, varaforseti Banda-
ríkjanna, sem var sagður maður
lítilla sanda og lítilla sæva í kosn-
ingabaráttunni á sl. sumri, þótti
standa sig vel i sinum fyrstu við-
ræðum við erlenda þjóðarleið-
toga þegar hann var viðstaddur
embættistöku Carlos Andres
Perezar, forseta Venezúela.
Skyggði það eitt á, að honum
hættir við að vera dálitið fljótfær
og hvatvís eins og ummæli hans
um þá forsetana fyrrverandi,
Jimmy Carter og Ronald Reagan,
bera með sér.
Quayle átti viðræður við 10 þjóð-
arleiðtoga í Caracas í Venezúela
og í ferð sinni um Mið-Ameríku og
ber öllum saman um að hann hafi
komið fram af röggsemi og öryggi.
Einn helsti ráðgjafi Oscars Arias,
forseta Costa Rica, sagði, að fjöl-
miðlar hefðu gefíð þá mynd af
Quayle, að hann væri með öllu
reynslulaus og ekki síst þess vegna
hefði hann komið ánægjulega á
óvart. Daniel Ortega, forseti Nic-
aragua, gaf Quayle einnig góða ein-
kunn þótt þeir ræddust ekki við
sjálfir og sagði, að hann hefði góð-
an skilning á pólitískum staðreynd-
um_ í Rómönsku Ameríku.
Á laugardag, þegar Quayle varð
42 ára, kom hann til E1 Salvador
og þótti ekki myrkur í máli á fundi
með yfirmönnum úr hemum þegar
hann sagði þeim, að mannréttinda-
brotum yrði að linna. Nefndi hann
sérstaklega þann atburð í septem-
ber sl. þegar herinn, að því er talið
er, myrti 10 óbreytta borgara í
þorpinu San Sebastian og sagði,
að slík voðaverk stefndu í tvísýnu
stuðningi Bandaríkjastjómar við
stjómvöld í landinu.
Það var á fréttamannafundi í
Caracas, sem Quayle veik að forset-
unum fyrrverandi, þeim Carter og
Reagan. Fyrst skammaði hann
Carter, sem var einnig við embætt-
istöku Perezar, fyrir að hafa rætt
Mönnum ber saman um að Dan
Quale varaforseti Bandaríkjanna
hafi staðið sig með ágætum í för
sinni til Mið-Ameríkuríkja.
við Ortega, forseta Nicaragua, og
síðan sagði hann brandara á kostn-
að Reagans. Var hann þá spurður
eftir kvefinu í George Bush Banda-
ríkjaforseta og svaraði þá:
„Hann er með barkabólgu. Reag-
an var vanur að verða sér úti um
hana til að sleppa við fréttamanna-
fundina en sú afsökun verður ekki
brúkuð af þessari ríkisstjóm.“
Aðstoðarmaður Quayles sagði
síðar, að varaforsetinn hefði ekki
meint neitt með þessum ummælum,
hann bæri mikla virðingu fyrir Re-
agan, fyrrum forseta. Sagt er líka,
að Quayle harmi þessa fljótfæmi.
Almennt var það dómur manna,
að Quayle hefði staðið sig mjög vel
en ætti þó ýmislegt ólært enn, ekki
síst að gæta tungu sinnar.
Litháen:
Fyrsta messan í 40 ár
í dómkirkjuimi í Vilnu
Vilnu. Reuter.
HRINGT var til rómversk-kaþól-
skrar messu í dómkirkjunni í
Vilnu í Litháen á sunnudag i
fyrsta sinn frá því að stjórnvöld
lokuðu kirkjunni og breyttu
henni í vöruskemmu fyrir 40
árum. Dómkirkjan, sem reist var
á 18. öld, var þéttsetin fólki.
Fyrir utan kirkjuna hafði hátöl-
urum verið komið fyrir og þar
hlustuðu mörg þúsund manns á
messu Julijonas Steponavicius
biskups.
„Það var hörmungartími fyrir
þjóðina alla þegar dómkirkjunni var
lokað fyrir 40 árum,“ sagði Step-
onavicius í ávarpi til safnaðarins.
„Dómkirkjan verður miðpunktur
dýrðar Litháens, fegurðar og sann-
leika," sagði hann.
Dómkirkjúnni var lokað árið
1949 þegar kommúnistastjómir
skáru upp herör gegn skipulegri
starfsemi trúarstofnana í baltnesku
lýðveldunum Litháen, Lettlandi og
Eistlandi, en þau höfðu öll verið
innlimuð í sovéska ríkið árið 1940.
Ríkið sló eign sinni á allar kirkj-
ur lýðveldisins og mörgum þeirra
var lokað. Prestar voru teknir hönd-
um og söfnuðimir sættu ofsóknum.
Stjómvöld samþykktu í október
á síðasta ári að skila aftur dómkirkj-
unni. Steponavicius, sem var hand-
tekinn árið 1961 og dæmdur til
útlegðar í litháensku þorpi, var leyft
að snúa aftur til dómkirkjunnar í
desember síðastliðnum.
Batnandi. samskipti kirkjunnar
og stjómvalda eru að hluta til
ávöxtur umbótastefnu Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga sem virð-
ist leggja áherslu á stuðning kirkj-
unnar við umbótaáætlun sína.
Fjöldahreyfingin Sajudis, sem er
áþekk Þjóðfylkingunni í Lettlandi
og Eistlandi, á einnig hlut að máli
en hreyfingin hefur sett fram kröf-
ur um aukið sjálfsforræði Litháens
og kynt undir þjóðemisvakningu í
landinu.
iaiúsi B'tsd ií;^9cj £m nrwri 6/3vX
ulbódrfUiH in'lolám mu ^jilumodmsg
«*Mi'SíSS?.2i «58
!§?"
Qg\oQa'
\Uá
Leitiö til okkar:
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
SAMTÖK FISKVINNSLUSTÖÐVA
----- BOÐA TIL FUNDAR -----------------------
Á HÓTEL SÖGU, HLIÐARSAL,
FÖSTUDAGINN 10. FEBRÚAR KL. 12.15
ER ÞJÓÐNÝTING
FISKVINNSLUNNAR
YFIRVOFANDI?
DAGSKRÁ:
Kl. 12.15: Hádegisverður
Kl. 13.00: Setningfundarins:
Arnar Sigurmundsson, formaður SF.
Ávarp:
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra.
Framsöguerindi:
Haraldur Sturlaugsson, Akranesi,
ÓlafurGunnarsson, Ólafsvík,
Pétur Porsteinsson, Tálknafirði,
Adolf Guðmundsson, Seyðisfirði,
Eðvarð Júlíusson, Grindavík.
Ávarp:
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra.
Umræður.
Fundarstjóri:
Einar Oddur Kristjánsson, Flateyri.
W FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN,
ÞÁTTTAKA TILKYNNIST í SÍMA 623155.
ÞÁTTTÖKUGJALD ER KR. 1500,-
HÁDEGISVERÐUR ER INNIFALINN í VERÐINU.
_____ STJÓRN SF. ____
hiefi óív ..MflW-rliiloTAtJIF1™™ ..
.iu6á ns munnöm ' ,