Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
llllii
MORGUNIII-AÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 7. FEBRÚAR 1989
25
fltargi Útgefandi miÞlftfrtfc Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson,
- Ágúst IngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið.
Yfirlýsing
Steingríms
Hermannssonar
Iræðu þeirri, sém Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, flutti á Alþingi í gær um
efnahagsmál, komu eftirfarandi
staðreyndir fram um stöðu sjávar-
útvegs: eigið fé þessarar undir-
stöðuatvinnugreinar þjóðarinnar
rýmaði um helming á sl. ári,
minnkaðí úr 26 milljörðum í 13
milljarða. Rekstrarstaða bátaflot-
ans er neikvæð um 14%, minni
togara um 1,5% og frystitogara
um 0,5%. Rekstrarstaða frysting-
ar er neikvæð um 2,5% en salt-
fiskvinnslu jákvæð um 4,5%. Þetta
mat Þjóðhagsstofnunar byggir á
6% ávöxtun stofnfjár en forsætis-
ráðherra upplýsti, að fjármagns-
kostnaður væri töluvert hærri eða
um 12-14% að meðaltali. Staða
atvinnugreinarinnar er því mun
verri en þessar tölur gefa til
kynna. Um þriðjungur allra fyrir-
tækja í sjávarútvegi uppfyllir ekki
þau skilyrði, sem Atvinnutrygg-
ingasjóður setur til þess að fyrir-
tæki fái skuldbreytingalán hjá
sjóðnum.
Hver eru viðbrögð ríkisstjómar-
innar við þessum alvarlega vanda
höfuðatvinnugreinar þjóðarinnar?
Gengi krónunnar verður lækkað
um 2,5% nú þegar og er það önn-
ur gengisbreytingin á rúmum
mánuði. Þá hefur Seðlabankinn
heimild til að lækka gengið til
viðbótar um 2,25%. Þetta dugar
ekki til. Hugmyndir um hlutaú'ár-
sjóð, sem kaupi hlutabréf í sjávar-
útvegsfyrirtækjum kunna að vera
góðra gjalda verðar en þær skipta
engum sköpum. Sú meginstefna,
sem hugmyndir um úreldingarsjóð
fiskiskipa byggir á, þ.e. að sjóður-
inn stuðli að fækkun fískiskipa
er rétt, þegar til lengri tíma er
litið, en leysir ekki aðkallandi
vanda sjávarútvegsfyrirtækja nú.
Hins vegar er ástæða til að fagna
því, að ríkisstjómin gerir með
þessu tilraun til að líta fram á veg
og þá ekki síður að draga eitthvað
úr kvótakerfí, sem er harla um-
deilanlegt, svo að ekki sé meira
sagt.
Ríkisstjómin stefnir að því að
lækka raunvexti og hyggst ríða á
vaðið með því, að vextir af verð-
tryggðum ríkisskuldabréfum verði
ekki hærri en 5% og raunvextir
af öðrum íjárskuldbindingum lagi
sig að því. Vandi ríkisstjómarinn-
ar er hins vegar sá, að hún hefur
ekki sýnt fram á, að hún hafí
bolmagn til þesS að ná þessum
markmiðum fram. Hver kaupir
spariskírteini ríkissjóðs með 6%
vöxtum umfram verðtryggingu?
Þau hafa gengið kaupum og söl-
um með afföllum undanfamar vik-
ur til þess að ná fram hærri ávöxt-
un. Margt þarf að breytast í þjóð-
félaginu áður en unnt er að stjóma
vöxtunum til lækkunar með þessu
móti, m.a. verðbólgan. Hún
minnkar ekki með því að gera
peninga ódýrari en nú er. Það
gerist ekki með handafli. Með ein-
um eða öðmm hætti ráðast vextir
af framboði og eftirspum og ekk-
ert lát hefur verið á eftirspum-
inni. Bersýnilega er stefnt að því
með loðnu orðalagi í yfírlýsingu
forsætisráðherra, að Seðlabank-
inn taki á ný upp miðstýringu
vaxta. Það á alveg eftir að koma
í ljós, hvort það er yfírleitt fram-
kvæmanlegt. Yfírgnæfandi líkur
em á, að svo sé ekki. Og hvaða
vit er í því, að við, einir þjóða á
Vesturlöndum, tökum upp mið-
stýringu vaxta á ný?
Ríkisstjómin segist ætla að
skera útgjöld ríkissjóðs niður um
2,5 milljarða á þessu ári og skila
600 milljóna króna afgangi. Á
síðasta ári áttu fjárlög að verða
hallalaus en niðurstaðan varð
halli, sem nam 7, 2 milljörðum
króna! Um þetta fyrirheit má
segja, að hér verða verkin að tala.
Hins vegar er alveg víst, að ríkis-
stjómin mun ná því takmarki að
hækka skatta á landslýð um 5
milljarða króna á þessu ári, ef
ekki meir !!
Forsætisráðherra sagði, að
verðbólgan miðað við ár hefði
síðustu 4 mánuði numið 9,5%.
Þetta er auðvitað tóm blekking.
Verðhækkunarstíflan hefur verið
að byggjast upp á þessu tímabili
og springur fyrr eða síðar. Við
höfum margvíslega reynslu fyrir
því og víti til vamaðar. Verðstöðv-
un er gervilausn, enda. tekur ríkið
sjálft ávallt fyrstu steinana úr
stíflunni.
í yfírlýsingu Steingríms Her-
mannssonar á Aiþingi í gær em
hins vegar nokkrir jákvæðir þætt-
ir. Það er áreiðanlega skynsam-
legt, að taka upp þá reglu, að
vextir verðtryggðra lána verði
óbreytanlegir á lánstímanum.
Skuldarar vita þá að hveiju þeir
ganga. í annan stað ber að fagna
þeirri yfírlýsingu forsætisráð-
herra, að heimildir fyrirtækja til
að taka erlend lán á eigin ábyrgð
verði rýmkaðar. Sú ráðstöfun mun
áreiðanlega auðvelda rekstur vel
rekinna fyrirtækja. Þá er ánægju-
legt, að ríkisstjómin hyggst taka
skattamál fyrirtækja til skoðunar
í ljósi samkeppnisstöðu atvinnu-
lífsins. Loks kemur það ánægju-
lega á óvart, að þessi ríkisstjóm
stefnir að því að eyða skattalegu
óhagræði hlutaljáreignar.
Þótt þannig séu vissir þættir í
yfírlýsingu Steingríms Hermanns-
sonar, sem telja verður jákvæða
er það því miður staðreynd, að
þær efnahagsráðstafanir sem
ríkisstjóm hans hefur undirbúið
að undanfömu, duga engan veg-
inn til að koma sjávarútveginum
á réttan kjöl. Þess vegna munu
ekki margar vikur líða, þar til
ríkisstjómin þarf að snúa sér að
lausn efnahagsvandans á nýjan
leik.
Yfírlýsing ríkisstjómarimiar í efiiahagsmálum:
Mikilvægast að vinna sig hægt
en örugglegíi úr erfiðleikunum
- sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í sameinuðu þingi í gær
ÞEGAR ríkisstjómin tók við 28. sept-
ember st. voru ákveðnar fyrstu að-
gerðir sem var ætlað að skapa út-
flutningsgreinum þolanlegan rekstur,
en um leið svigrúm í 4—5 mánuði til:
— að afgreiða hallalaus fjárlög
— að draga úr verðbólgu,
— að lækka vexti,
— að lagfæra raungengi íslensku
krónunnar
— að kanna vandlega stöðu atvinnu-
veganna,
— að lagfæra skuldastöðu þeirra,
— að undirbúa varanlegri aðgerðir í
atvinnu- og efnahagsmálum.
Þeim tíma sem til þessa var ætlað-
ur lýkur í þessum mánuði. Því þykir
ríkisstjóminni rétt að gera Alþingi
grein fyrir þvf starfí, sem hefur verið
unnið og þeim efnahagsaðgerðum,
sem hún ráðgerir.
Fjárlög
Fjárlög vom afgreidd eins og að
var stefnt.
Nýsamþykkt fjárlög fela í sér rúm-
lega 600 milljón kr. tekjuafgang á
ríkissjóði. TiL að ná þessum afgangi
var nauðsynlegt að auka skattheimtu
ríkisins og skera verulega niður út-
gjöld. Niðurskurður útgjalda á milli
áranna 1988 og 1989 er áætlaður
um 2’/2 milljarðar króna á verðlagi
síðasta árs. Er það einn mesti niður-
skurður sem ráðgerður hefur verið á
einu ári í langan tíma. Heildarútgjöld
ríkissjóðs lækka úr 28,6 af hundraði
af landsframleiðslu 1988 í 27,7 af
hundraði, en án vaxtagjalda fara út-
gjöld ríkissjóðs úr 25,9 af hundraði
af landsframleiðslu í 25 af hundraði.
Áætlað er að aukning skatttekna
verði um 5 milljarðar króna á verð-
lagi síðasta árs. Skatttekjur aukast
úr 24,3 af hundraði af landsfram-
leiðslu ! 26,5 af hundraði, en að
meðtöldum vaxtatekjum og arði auk-
ast heildartekjur úr 25,7 af hundraði
í 27,9 af hundraði af landsfram-
leiðslu.
Verðbólga
Á þeim fíögurra mánaða tíma sem
ríkisstjómin hefur setið og þrátt fyr-
ir þær aðgerðir sem óhjákvæmilegt
var að grípa til til þess að tryggja
hallalausa afgreiðslu fjárlaga hefur
verðbólga undanfama 4 mánuði verið
um 9,5 af hundraði á ársgrundvelli.
Er það lægsta verðbólga sem við ís-
lendingar höfum kynnst síðan árið
1971. Er engum vafa undirorpið að
þessu tiltölulega litla verðbólga hefur
verið bæði atvinnufyrirtækjum og
einstaklingum mikilvæg.
Raunvextir
Á þessu tímabili hafa raunvextir
lækkað úr 9,5 af hundraði á verð-
tryggðum skuldabréfum í 7,75 af
hundraði. Nafnvextir hafa sömuleiðis
lækkað úr um það bil 33 til 34 af
hundraði í 15 til 16 af hundraði.
Þetta hefur reynst fíölmörgum fyrir-
tælq'um og einstaklingum ákaflega
mikilvægt. Em mörg dæmi þess að
greiðslubyrði vaxta hafi lækkað um
helming og jafnvel meira. Því miður
hafa hins vegar ekki lántakendur all-
ir notið þessarar lækkunar á vöxtum.
Rekstur margra fyrirtælqa, einkum
í iðnaði, er enn fjármagnaður með
sölu verðbréfa sem keypt eru með
miklum afföllum. Mun 18 af hundr-
aði raunávöxtun algeng í þeim við-
skiptum. Að sjálfsögðu þolir enginn
atvinnurekstur slíkt.
Frá þvi að raungengi íslensku
krónunnar var hæst í upphafí ársins
1988 hefur það Íækkað mjög og þá
ekki síst fyrir aðgerðir þessarar ríkis-
stjórar. Á einu ári hefur raungengi
lækkað um nálægt 15 af hundraði á
mælikvarða launa og 10 af hundraði
á mælikvarða verðlags. Er það nú
aðeins tveimur af hundraði hærra en
meðaltal frá 1980. Verðlækkun á
sjávarafurðum erlendis, einkum í
Bandaríkjunum, hefur hins vegar
valdið útflutningsfyrirtækjum erfið-
leikum.
Staða útflutning'sgreina
Staða útflutningsgreinanna, eink-
um sjávarútvegsins, hefur verið
könnuð ítarlegar en líklega nokkru
sinni fyrr. Liggja fyrir frá Þjóðhags-
stofnun, frá sérstökum endurskoð-
endum í sjávarútvegi og frá Atvinnu-
tryggingarsjóði afar miklar upplýs-
ingar um stöðuna. Þessar upplýsingar
hafa þegar að mestu verið kynntar
fyrir þingflokkum og fulltrúum at-
vinnuvega og launþega. Mun ég því
aðeins fara nokkrum orðum um
helstu niðurstöður.
Á síðastliðnu ári er talið að eigið
fé í sjávarútvegi hafí rýmað um það
bil helming eða fallið úr um það bil
26 milljörðum í 13 milljarða króna.
Rekstrarstaða í botnfískveiðum og
vinnslu er að mati Þjóðhagsstofnunar
nú neikvæð um 4 af hundraði. Rekstr-
arstaða vinnslunnar er talin vera í
núlli, þar af saltfískvinnslunnar já-
kvæð um 4,5 af hundraði en frysting-
ar neikvæð um 2,5 af hundraði.
Rekstrarstaða veiðanna er hins vegar
talin vera neikvæð um sjö af hundr-
aði. Innan veiðanna er staðan hins
vegar talin vera mjög misjöfn, bátar
eru með 14 af hundraði neikvæða
rekstrarstcðu, minni togarar með
neikvæða rekstrarstöðu sem nemur
1,5 af hundraði, en frystitogarar með
0,5 af hundraði neikvæða rekstrar-
stöðu. í þessu mati Þjóðhagsstofnun-
ar er aðeins gert ráð fyrir 6 af hundr-
aði ávöxtun stofnfjár. Athuganir
benda hins vegar til þess að fjár-
magnskostnaður sé töluvert hærri,
eða um 12_ til 14 af hundraði að
meðaltali.
Umhugsunarvert er að staða sjáv-
arútvegsins skuli vera svo erfið þrátt
fyrir afar góð aflaár frá 1985 til
1987. Aflaverðmæti varð þá um 12
af hundraði meira en meðaltal ára-
tugarins, og þrátt fyrir að gengi hinn-
ar íslensku krónu hafí á einu ári ver-
ið fellt um yfir 26 af hundraði.
Skýringamar eru margar. Verðfall
á erlendum mörkuðum hefur að sjálf-
sögðu valdið búsifíum. Gffurleg fjár-
festing, einkum í nýjum skipum og
endurbótum á eldri skipum á fyrr-
nefndum aflaárum frá 1985-’88 á
tvímælalaust þátt f þeim erfiðleikum
sem nú blasa við. Fjárfesting í físki-
skipum hátt í þrefaldaðist á þessum
árum. Á skömmum tíma var frysti-
og vinnslutogurum fjölgað úr þrem f
tuttugu. Við þetta jókst vinnsla á físki
á sjó mjög. Á sl. ári voru yfir 70
þús. lestir af slægðum físki unnin í
frystitogurum án þess að fylgdu
nauðsynlegar breytingar á vinnslu í
landi. Þessu til viðbótar varð útflutn-
ingur á ferskum físki í gámum rúm-
lega 47.000 tonn og flutt voru út
með fískiskipum tæplega 39 þús. lest-
ir.
Skuldastaða
Augljóst er jafnframt að skulda-
staða sjávarútvegsins er allskostar
óviðunandi og í mörgum tilfellum
óviðráðanleg. Skammtímaskuldir eru
alltof miklar. Veltufjárstuðull, það er
hlutfall lausafjár og skammtíma-
skulda, er að meðaltali aðeins rúm-
lega hálfur. Lengri lán eru til alltof
stutts tfma, í mörgum tilfellum aðeins
til tveggja eða þriggja ára, einkum í
bankakerfinu.
Af þessari stuttu lýsingu og þeim
miklu upplýsingum sem liggja fyrir
má ljóst vera að þær miklu gengis-
fellingar sem orðið hafa á einu ári
hafa komið stórum hluta sjávarút-
vegsins að litlum notum og aðeins f
skaraman tíma. Það hefur dregið
mjög úr áhrifum þeirra, að þeim hafa
ekki fylgt nauðsynlegar aðgerðir,
meðal annars í fjármálum atvinnu-
veganna.
Þótt við stjómarmyndun hafí ekki
verið ljóst að fjárhagsstaða atvinnu-
veganna væri eins erfíð og undan-
gengin athugun, sem ég hef nú stutt-
lega lýst, hefur leitt í ljós, taldi ríkis-
stjómin nauðsynlegt að hefja þegar
með fyrstu aðgerðum víðtækar skuld-
breytingar í þágu útflutningsgrein-
anna. I því skyni var Atvinnutrygg-
ingarsjóður útflutningsgreina settur
á fót. Mikilvægi þessara skuldbreyt-
inga hefur sannast svo ekki verður
um villst.
Til sjóðsins hafa sótt um lán um
190 fyrirtæki. Margar þessara um-
sókna eru hins vegar þannig úr garði
gerðar að ekki er unnt að afgreiða
þær án ítarlegri upplýsinga frá við-
komandi fyrirtækjum. Áttatíu um-
sóknir hafa verð afgreiddar, 51 fyrir-
tæki hefur fengið skuldbreytingu og
þar af nokkur hagræðingarlán til við-
bótar. Tuttugu og nfu fyrirtæki hafa
fengið synjun. Synjanir em byggðar
á þeirri niðurstöðu að viðkomandi
fyrirtæki hafí ekki rekstrargrundvöll
eftir skuldbreytingu og við eðlileg
rekstarskilyrði þegar til lengri tíma
er litið. Svo virðist sem þriðjungur
fyrirtækja f sjávarútvegi fullnægi
ekki slíkum kröfum. Fjöldi þessara
fyrirtækja gæti því orðið á bilinu
60-70.
Mörg þessara fyrirtækja eru mátt-
arstoðir í viðkomandi byggðarlögum.
Án þeirra mun meirihluti íbúanna
verða atvinnulaus og fjárhagur
byggðarlagsins hrynja. Ríkisstjómin
hefur því óskað eftir því við Byggða-
stofnun að hún ásamt viðkomandi
viðskiptabanka og fjárfestingasjóð-
um athugi vandlega hvað gera má
til þess að koma í veg fyrir slíkt hmn.
Um það mun ég ræða nánar síðar.
Atvinnutryggingarsjóður hefur að
sjálfsögðu einnig sinnt skuldbreyting-
um á sviði útflutningsiðnaðar. Hafa
6 iðnfyrirtæki þegar fengið skuld-
breytingu en 4 verið hafnað, flestum
í ullariðnaði.
Vegna þeirra efasemda sem fram
komu um ríkisábyrgð á skuldbinding-
um Atvinnutryggingarsjóðs munu
verða lagðar fram hér á Alþingi tillög-
ur til breytinga á því fmmvarpi sem
fyrir liggur um staðfestingu á bráða-
birgðalögum sem taka af allan vafa
í þessu efni. Verður sjóðurinn þá
óumdeilanlega með samskonar
ríkisábyrð og aðrir fjárfestingalána-
sjóðir sem á vegum ríkisins starfa.
Landbúnaður
Ríkisstjómin hefur og þegar gert
ýmsar ráðstafanir til styrktar land-
búnaðinum og einstökum greinum
hans. Með efnahagsráðstöfunum
ríkisstjómarinnar í lok september
vom niðurgreiðslur á búvömm vem-
lega auknar, sem hefur leitt til þess
að verð helstu búvömtegunda hefur
haldist óbreytt eða mjög lítið hækkað
síðan sl. sumar. Hagstætt verðlag á
búvömm er afar mikilvægt atriði fyr-
ir neytendur jafnt sem bændur og
styrkir stöðu innlendrar framleiðslu
í samkeppni við innflutning.
Af einstökum aðgerðum á sviði
landbúnaðarins má nefna:
- Endurgreiðsla söluskatts til fiskeld-
is og loðdýraræktar, 30 millj. kr. á
árinu 1988 og 70 millj. kr. á árinu
1989.
- Lög um tryggingasjóð fískeldislána
vom sett f janúar og er nú unnið
að stofnun sjóðsins og setningu
reglugerðar um hann.
- Sérstakar aðgerðir sem þegar hafa
verið kynntar til frekari stuðnings
loðdýraræktinni, sem m.a. lækkar
tilkostnað við framleiðslu skinna
og taka eiga á lausaskuldum
bænda.
Nýjar eihahagsaðgerðir
Þá kem ég að þeim efnahagsað-
gerðum sem ríkisstjómin hefur nú
ákveðið.
Raungengi
Eins og ég hef áður rakið hefur
raungengi krónunnar lækkað vem-
lega á undanfömum mánuðum. Auk
bess hefur gengi dollarans hækkað
jm u.þ.b. 4. af hundraði frá áramót-
im sem er nokkur bót fyrir ýmis
fyrirtæki sem verst era stödd. Þó er
raungengi krónunnar enn hærra en
3vo að samkeppnisstaða útflutnings-
atvinnuvega og samkeppnisiðnaðar
sé viðunandi.
Rekstrarvandi þessara greina
stafar þó ekki síður af ýmsum djúp-
stæðum skipulagsvandamálum en af
því að almenn rekstrarskilyrði séu
erfíð. Á vegum fyrirtækjanna sjalfra
og stjómvalda er nú unnið að lausn
þessa skipulagsvanda bæði fjárhags-
lega og tæknilega. Þær umbætur og
þær fjölþættu aðgerðir sem ríkis-
stjómin hefur ákveðið í verðlagsmál-
um, peningamálum, ríkisQármálum
og á sviði útflutnings- og samkeppn-
isgreinanna sjálfra og sem ég mun
lýsa munu draga úr þörf fyrir gengis-
lækkun. Auk þess sýnir reynslan að
gengisbreyting sem raskar þeim stöð-
ugleika sem náðst hefur í verðlags-
málum á síðustu mánuðum gæti
reynst atvinnuvegunum hæpin hjálp.
Þá hefði umtalsverð gengislækkun
tvímælalaust óheppileg verðhækkun-
aráhrif á umþóttunartíma í verðlags-
málum í kjölfar verðstöðvunar.
Engu að síður er talið óhjákvæmi-
legt að lagfæra gengið lítillega og
bæta þannig rekstrarstöðu fyrirtækja
í útflutnings- og samkeppnisgreinum
og draga úr viðskiptahalla þjóðarbús-
ins. Jafnframt verður þar með eytt
óvissu í gengismálum. Þá telur rfkis-
stjómin einnig nauðsynlegt vegna
áframhaldandi óstöðugleika á erlend-
um gjaldeyrismörkuðum að auka
nokkuð svigrúm Seðlabankans til
þess að jafna út slíkar sveiflur. Slíkt
fyrirkomulag er nú í gildi í öllum
löndum Vestur-Evrópu þar á meðal
á Norðurlöndunum og í því felst í
sjálfu sér ekkert afturhvarf frá al-
mennum stöðugleika í gengismálum.
í ljósi þessa hefur ríkisstjómin
samþykkt að Seðlabankanum verði
heimilað að lækka gengið um 2V2
af hundraði nú þegar og jafnframt
verði staðfest heimild til bankans til
þess að ákveða daglegt gengi íslensku
krónunnar innan marka sem em 2,25
af hundraði til lækkunar eða hækkun-
ar frá hinu ákveðna meðalgengi.
Verðlagfsmál
Á meðan að því er unnið að ná
atvinnuvegunum úr þeim erfíðleikum
sem við blasa telur ríkisstjómin óhjá-
kvæmilegt að tryggja nokkra um-
þóttun í verðlagsmálum. Það mun
gert með tímabundnu ströngu verð-
lagseftirliti í kjölfar verðstöðvunar.
Fyrirætlun ríkisstjómarinnar verður
best lýst með þeirri samþykkt sem
hún hefur gert um verðlagsmál:
„Ríkisstjómin samþykkir að við lok
verðstöðvunar, sem í gildi hefur verið
frá því í lok ágúst á síðasta ári og
lýkur 28. febrúar nk., taki við sex
mánaða umþóttunartímabil í verð-
lagsmálum með sérstöku aðhaldi að
verðhækkunum. Ríkisstjómin felur
Verðlagsráði og Verðlagsstofnun að
framkvæma þessa ákvörðun og legg-
ur í því sambandi áherslu á eftirfar-
andi atriði:
— Ríkisstjómin telur nauðsynlegt að
náið verði fylgst með verðlags-
þróun í einstökum greinum eftir
að verðstöðvun lýkur. í því skyni
verði fyrirtækjum skylt að til-
kynna verðhækkanir og ástæður
fyrir þeim til verðlagsyfirvalda
þegar eftir er leitað. Komi í ljós
að verðhækkanir verði umfram
það sem brýn kostnaðartilefni og
afkoma fyrirtælqanna gefa tilefni
til skulu verðlagsyfírvöld beita
tímabundið ýtmstu ákvæðum
verðlagslaga eftir því sem efni
standa til. Til þess að tryggja ör-
ugg skil á upplýsingum til verð-
lagsstofnunar mun ríkisstjómin
leggja fram á Alþingi fmmvarp
til breytinga á 49. gr. verðlagslaga
um viðurlög við vanrækslu á til-
kynningaskyldu.
— Ríkisstjómin felur Verðlagsstofn-
un að fylgjast sérstaklega með
verðákvörðunum einokunar- og
markaðsráðandi fyrirtælq'a, sbr.
ákvæði verðlagslaga um slík fyrir-
tæki, hvort sem um er að ræða
einkafyrirtæki eða opinber þjón-
ustufyrirtæki. Þetta á einnig við
um verðákvarðanir sem teknar em
af samtökum starfsgreina en þau
hafa að öðm jöfnu meiri mögu-
leika en fyrirtæki í samkeppnis-
greinum til að snögghækka verð
í kjölfar verðstöðvunar.
— Ríkisstjómin hefur ákveðið að
leggja til tímabundna breytingu á
verðlagslögum þannig að á um-
þóttunartfmanum verði hækkun á
orkuverði háð samþykki verðlags-
yfírvalda.
— Ríkisstjómin felur Verðlagsstofn-
un að sinna verðkönnunum af ár-
vekni og kynna niðurstöður þeirra
rækilega. Jafnframt er nauðsyn-
legt að halda áfram samanburðar-
könnunum á verðlagi hér á landi
og í nágrannalöndum. Ríkisstjóm-
in mun styðja sérstakt átak á
þessu sviði.
— Loks leggur ríkisstjómin það fyrir
Verðlagsstofnun að hún taki upp
samstarf við verkalýðs- og neyt-
endafélög um aðhald að verðlagi.
Þetta er mikilvægt vegna þess að
opinbert verðlagseftirlit hversu
gott sem það er getur aldrei kom-
ið í staðinn fyrir árvekni neyt-
enda."
Vaxta- og peningamál
Ég hygg að ekki verði um það
deilt að hinn íslenski peningamarkað-
ur hefur farið mjög úr skorðum og
reynst atvinnulífinu og einstaklingum
þungur í skauti. Þótt vemlegur
árangur hafí náðst f lækkun vaxta
og fjármagnskostnaðar er frekari
lækkun nauðsynleg. Því hefur ríkis-
stjómin gert eftirgreinda samþykkt
á sviði peninga- og vaxtamála.
„Ríkisstjómin hefur mótað stefnu
í peninga- og vaxtamálum sem hefur
að meginmarkmiði að koma á lægri
raunvöxtum en stuðla jafnframt að
betra jafnvægi á lánamarkaði með
ýmsum umbótum í peninga- og
vaxtamálum. Helstu markmiðin em:
— Með samræmdu átaki verði unnið
að því að lækka raunvexti þannig
að vextir af verðtiyggðum ríkis-
skuldabréfum verði ekki hærri en
5% og raunvextir af öðmm fjár-
skuldbindingum lagi sig að því.
— Vaxtamunur hjá bönkum og spari-
sjóðum og öðmm lánastofnunum
minnki frá því sem nú er.
— Starfsskilyrði fjármálastofnana
verði samræmd með breytingum
á reglum um bindi- og lausafjár-
skyldu og hvað varðar heimildir
til tímabundinnar íhlutunar um
ávöxtunarkjör.
— Skipulag bankakerfísins verði
bætt og samkeppni aukin á lána-
markaði."
Til þess að ná fram þessum mark-
miðum hefur ríkisstjómin ákveðið
fjölþættar ráðstafanir sem ég mun
nú lýsa.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela
Seðlabankanum að stuðla að þvf að
vextir á lánamarkaðnum lagi sig að
vöxtum á ríkisskuldabréfum að teknu
tilliti til áhættu og annarra atriða sem
máli skipta. Ríkisstjómin hefur veitt
Seðlabankanum heimild til þess að
beita ákvæðum 9. gr. Seðlabankalag-
anna ef þörf krefur til þess að mark-
miðum ríkisstjómarinnar í peninga-
og vaxtamálum verði náð.
Ríkissjóður mun neyta stöðu sinnar
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra flytur ræðu sína í
sameinuðu þingi í gær.
sem langstærsti lántakandi á innlend-
um fjármagnsmarkaði til þess að ná
með samningum fram hóflegum
raunvöxtum á ríkisskuldabréfum,
m.a. þeim sem lífeyrissjóðir kaupa
af ríkissjóði og byggingarsjóðum
ríkisins, jafnframt því sem dregið
verður úr lánsfjárþörf ríkissjóðs með
ýtrasta aðhaldi að ríkisútgjöldum.
Seðlabanka íslands verður í sam-
ráði við viðskiptaráðuneytið falið að
veita nafnvöxtum lánastofnana sér-
stakt aðhald á umþóttunartímabili f
kjölfar verðstöðvunar þannig að sam-
ræmi verði milli raunávöxtunar verð-
tryggðra og óverðtryggðra lánssamn-
inga. Seðlabankanum verður jafn-
framt falið að beita sér fyrir endur-
skoðun á ávöxtunarkjömm viðskipta-
skuldabréfa og viðskiptavíxla og á
skiptikjarareikningum í innlánsstofn-
unum og einnig að fylgjast náið með
þróun vaxtamunar inn- og útlána og
beita ákvæðum f Seðlabankalögum
til að innlánsstofnanir leggi fram
áætlanir um þróun vaxtamunar sam-
hliða tilkynningum um vaxtaákvarð-
anir. Nefnd á vegum viðskiptaráðu-
neytisins sem vinnur að athugun á
þróun vaxtamunar í bankakerfinu er
falið að móta tillögur um minnkun
vaxtamunar.
Til að tryggja að markmið hehnar
nái fram að ganga hefur ríkisstjómin
undirbúið og mun leggja fyrir Alþingi
á næstu dögum ýmis frumvörp til
breytinga á lögum.
Ríkisstjómin mun leggja fram
frumvarp til breytinga á lögum um
Seðlabanka íslands þar sem verður
kveðið skarpar á um heimildir bank-
ans til að binda vaxtaákvarðanir inn-
lánsstofnana takmörkunum. Ríkis-
stjómin mun beita sér fyrir því að í
lögum um verðbréfafyrirtæki og
eignarleigustarfsemi verði hliðstæð
ákvæði þannig að allir aðilar á fjár-
magnsmarkaði sitji við sama borð f
þessu efni. Þá verður laust fé innláns-
stofnana skilgreint með markvissari
hætti en verið hefur og kveðið á um
að stærstur hluti viðurlaga sem
Seðlabankinn innheimtir af innláns-
stofnunum renni í ríkissjóð. Jafn-
framt verður reglugerð um bindi- og
lausaljárskyldu breytt þannig að mið-
að verði við ráðstöfunarfé innláns-
stofnana en ekki innlán eins og nú
er. Breyttar reglur um bindi- og
lausafjárskyldu munu jafna starfs-
skilyrrðí innlánsstofnana og koma
bönkum sem þjóna útflutningsgrein-
um til góða. Þær em jafnframt for-
senda þess að unnt verði að beita
bindiskyldu eða hliðstæðum kvöðum
á aðrar fjármálastofnanir en banka
og sparisjóði til þess að jafnræðis sé
gætt.
Ríkisstjómin mun leggja til breyt-
ingar á lögum um viðskiptabanka og
sparisjóði sem skilgreina nánar og
auka verksvið bankaráða meðal ann-
ars hvað varðar vaxtaákvarðanir,
gjaldskrár, skuldabréfaútgáfu og við-
skiptahætti jafnframt því sem þær
munu girða fyrir hagsmunaárekstra.
Ríkisstjómin mun flytja frumvarp
um breytingu á vaxtalögum til þess
að koma í veg fyrir ósanngjama
vaxtatöku og misneytingu á aðstöðu
í lánsviðskiptum. Þá verður lagt til
að í lögunum verði kveðið á um að
vaxtakjör fjárfestingarlánasjóða
verði áfram háð staðfestingu ríkis-
stjómarinnar.
Ríkisstjómin mun beita sér fyrir
því að fyrirliggjandi frumvörp um
verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði
og um eignarleigufyrirtæki verði að
lögum sem fyrst.
Ríkisstjómin mun á næstunni
kynna ákveðnar tillögur um sammna
lánastofnana hér á landi og áætlun
um aðlögun íslenska lánamarkaðar-
ins að breyttum aðstæðum í um-
heiminum. 1 þessu felst m.a. að
íslensku atvinnulífí verði tryggð sam-
bærileg aðstaða á fjármagnsmarkaði
og er í helstu viðskiptalöndum. Mark-
miðið er að stuðla að lækkun fjár-
magnskostnaðar fjölskyldna og fyrir-
tækja með aukinni samkeppni og
hagræðingu í bankakerfinu og nánari
tengslum innlends lánamarkaðar við
fjármagnsmarkaði f nágrannalöndun-
um. Heimildir íslenskra fyrirtækja til
þess að taka lán erlendis með ríkis-
ábyrgð eða ábyrgð banka eða sjóða
í eigu ríkisins verða takmarkaðar en
hins vegar verða heimildir fyrirtælq'a
til að taka erlend lán á eigin ábyrgð
rýmkaðar. Á næstu missemm verði
reglur um fjármagnshreyfíngar og
viðskipti með fjármálaþjónustu milli
íslands og annarra landa mótaðar á
gmndvelli tillagna ráðherranefndar
Norðurlanda um Efnahagsáætlun
Norðurlanda 1989—1992. Ríkis-
stjómin leggur áherslu á að búa
íslenska bankakerfíð undir breytingar
sem munu fylgja sameinuðum fjár-
magnsmarkaði Evrópu m.a. með því
að auka hagkvæmni þess þannig að
það geti staðist samkeppni við er-
lenda banka, hvað varðar vaxtamun
tryggingar o.fl. f framhaldi af því
verður m.a. kannað hvort heimila
megi viðurkenndum erlendum bönk-
um starfsemi hér á landi.
Þá mun ríkisstjómin flytja frum-
varp til breytinga á verðtryggingar-
kafla laga nr. 13/1979 um stjóm
efnahagsmála o.fl. þannig að þar
komi inn ákvæði sem heimili Seðla-
bankanum með samþykki viðskipta-
ráðuneytis að setja reglur um lág-
markstíma verðtryggðra fjárskuld-
bindinga og að vextir verðtryggðra
lána skuli vera óbreytanlegir á láns-
tímanum. Ríkisstjómin mun fela
Seðlabankanum að lengja lágmarks-
tíma verðtryggðra fjárskuldbindinga
og að vextir verðtryggðra lána skuli
vera óbreytanlegir á lánstfmanum.
Ríkisstjómin mun fela Seðlabankan-
um að lengja lágmarkstíma verð-
tryggðra flárskuldbindinga eftir því
sem verðbólga hjaðnar. I samræmi
við málefnasamning rfkisstjómarinn-
ar ætlar ríkisstjómin sér að koma í
veg fyrir vfxlhækkanir verðlags og
lánskjara þegar jafnvægi í efnahags-
málum er náð.
Seðlabankinn mun óhjákvæmilega
gegna lykilhlutverki í framkvæmd
stefnu ríkisstjómarinnar í peninga-
og vaxtamálum. Mun ríkisstjómin
fela honum að vinna að framgangi
þeirrar stefnu sem mörkuð hefur ver-
ið með fyrrgreindum ákvörðunum.
Ríkissjóður
Til að tryggja að markmið flárlaga
nái fram að ganga hyggst ríkisstjóm-
in fylgja markvissri aðhaldssteftiu á
sviði útgjalda ríkisins. í því sambandi
verður unnið að eftirfarandi:
— Gert verður markvisst átak til að
halda útgjöldum ráðuneyta, stofn-
ana og ríkisfyrirtælq'a innan
ramma fjárlaga.
— Eftirlit með launakostnaði verður
hert, en alls er stefnt að um 4%
niðurskurði launaútgjalda.
— Mótaðar verða reglur sem tryggi
fyrirhugaðan niðurskurð ferða-
kostnaðar, risna og sérfræðiþjón-
usta.
— Greiðsluáætlanir verða nákvæm-
ari en hingað til og komið verður
á mánaðarlegum fundum fjár-
málaráðuneytis og fjármálastjóra
ráðuneytanna til að tryggja fram-
gang þeirra. Stefnt verður að því
með gerð greiðsluáætlana að
draga úr árstíðasveiflum í fjármál-
um ríkissjóðs.
— Haft mun verða vfðtækt samráð,
m.a. við ríkisstarfsmenn og aðila
með reynslu í atvinnulífínu, um
leiðir til að spara í ríkisrekstrinum
án þess að draga úr sjálfri velferð-
arþjónustunni.
Afram verður unnið að umbótum
í skattamálum, sem miða að því að
breikka skattstofna, en lækka á móti
jaðarskatta og auka réttlæti í skatta-
málum án þess að auka heildarskatt-
byrði, en gera skattkerfíð réttlátara
og einfaldara og láta það stuðla mest
að hagkvæmni og réttum ákvörðun-
um í hagkerfínu. Á næstunni verður
unnið að eftirgreindum málum:
— Skattlagning fyrirtælq'a verður
tekin til skoðunar bæði út frá al-
mennum sjónarmiðum um skatta-
umbætur og varðandi samkeppn-
isstöðu íslensks atvinnulífs.
— Skattlagning eigna- og fjár-
magnstekna verður samræmd.
Skattlagning eigna og eignatekna
verður í því sambandi tekin til
endurskoðunar, svo og skattaleg
meðferð arðs og hlutafjáreignar.
Stefnt verður að sem mestu sam-
ræmi í skattalegri meðferð mis-
munandi spamaðarforma og að
eytt verði skattalegri meðferð
mismunandi spamaðarforma og
að eytt verði skattalegu óhagræði
hlutafjáreignar.
— Athugað verður hvort fjárfesting-
arskattur gæti e.t.v. leyst af hólmi
sérstakan skatt á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði og vömgjald á
byggingavörar.
— Sérstakt átak verður gert til að
bæta skattinnheimtu og draga úr
skattsvikum.
— Innheimtukerfí söluskatts verður
tekið til gagngerrar endurskoðun-
ar. Sett verða skilyrði fyrir sölu-
skattskyldri starfsemi. Samræmd-
ar og bættar verða reglur fyrir
innheimtumenn ríkissjóðs. Inn-
heimtukerfið sjálft verður styrkt,
bæði varðandi yfírstjóm og eftirlit
og sjálfa innheimtuna.
— Lög um gjaldþrot og greiðslu-
stöðvanir verða endurskoðuð til
að tryggja betur greiðslu á sölu- ’
skattskuldum.
Gert er ráð fyrir þvf í fjáriögum
að innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs
nemi 5,3 milljörðum króna, sem er
1,3 milljörðum króna umfram áætl-
aða innlausn spariskírteina. Mikil-
vægt er að greitt verði fyrir þessari
fjáröflun með ýmsum hætti, ef hún
á að takast samhliða því sem stefnt
er að lækkun raunvaxta. í því skyni
mun eftirfarandi verða gert:
— Áhersla verður áfram lögð á sölu-
herferð spariskírteina og reynt.
verður að greiða fyrir henni með
þvi að ná samkomulagi við banka
og sparisjóði um spariskírteina-
eign þeirra.
— Settar verða hömlur við útgáfu
bankabréfa með ríkisábyrgð.
— Ríkissjóður mun gefa út nýja teg-
und verðbréfa, sem verði sniðin
að þörfum lífeyrissjóða.
— Sala ríkisvíxla verður örvuð og
þeir þróaðir áfram sem tæki til
að fjármagna árstíðabundinn halla
ríkissjóðs.
Sjávarútvegur
Eins og áður er rakið er staða sjáv-
arútvegsins afar erfíð. Ríkisstjómin
hefur því gripið til margþættra að-
gerða honum til stuðnings og má þar
sérstaklega nefna starfsemi Atvinnu-
tryggingarsjóðs, og greiðslu sér-
stakra verðbóta á freðfisk úr Verð-
jöfnunarsjóði. Þessar aðgerðir hafa
komið í veg fyrir rekstrarstöðvun í
greininni og þær munu leiða til
traustari greiðslustöðu og bættrar
fjárhagsuppbyggingar margra fyrir-
tækja í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta
og þrátt fyrir þær almennu aðgerðir
í efnahagsmálum sem ég hef lýst em
frekari sértækar aðgerðir í þágu sjáv-
arútvegsins nauðsynlegar.
Eins og komið hefur fram em fjöl-
mörg af þeim fyrirtælqum sem ekki
fá skuldbreytingu í Atvinnutrygging-
arsjóði máttarstoðir atvinnu og bú-
setu í viðkomandi byggðarlögum. Ef
þau stöðvast mun af þvf leiða ómetan-
legt tjón og gífurlegur kostnaður,
ekki aðeins fyrir viðkomandi byggð-
arlag og íbúa þess, heldur fyrir þjóð-
arbúið allt. Ohjákvæmilegt er að
grípa til róttækra aðgerða til að
bæta eiginfjárstöðu slíkra fyrirtækja
°g tryggja áframhaldandi rekstur í
byggðarlaginu.
I þessu sambandi er sérstaklega
mikilvægur hlutafjársjóður sá er
stjómarandstaðan gerði tillögu um
og samþykktur hefur verið eftir aðra
umræðu í neðri deild um frumvarp
til laga um staðfestingu á bráða-
birgðalögum um aðgerðir í efnahags-
málum. Af stærð vandans er ljóst,
að sjóður þessi þarf að hafa mikið
fé til ráðstöfunar til ráðstöfunar til
kaupa á hlutafé. Þess er vænst að
viðskiptabankar og sjóðir sem hags-
muna hafa að gæta, kaupi hlutdeild-
arbréf í sjóði þessum. Einnig er æski-
legt að Alþingi geti ráðstafað fjár-
Sjá bls. 27.