Morgunblaðið - 07.02.1989, Side 28

Morgunblaðið - 07.02.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VBKmPn/JOVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 Tölvur Nýjar vinnustöðvar og einmenningstölvur frá DEC HINN 10. janúar sl. kynnti Digital Equipment Corporation (DEC) nýjar vinnustöðvar og bárust þegar 5 þúsund pantanir fyrsta daginn í VAXstation 3100. Ennfremur hefur DEC kynnt nýjar einmenningstölvur fyrir bandarískan markað. Þar að auki kynnti fyrirtækið nýjan hugbúnað til notkunar á vinnustöðvum sem býð- ur upp á áður óþekkta möguleika. Allar vinnustöðvamar bjóða upp á DECwindows, sem er staðlað umhverfi bæði fyrir notend- ur og forritara. Það er útfærsla Digitals á „X Windows". Notend- ur sjá í DEC-windows einkum gluggakerfi, líkt og á Macintosh. Þeir sem stunda hugbúnaðargerð fá með DECwindows staðlað þróunarumhverfi þar sem engu máli skiptir hvaða stýrikerfi ligg- ur að baki. VINIMUSTOÐ — VAXstation 3100 frá Digital er fyrirferð- arlítil borðtölva. Hún er samt allt að 4 sinnum hraðvirkari en minnsta VAX-vinnustöðin til þessa, VAXstation 2000. Tveimur vikum eftir tilkynningar Digital um hinar nýju vinnustöðvar setti Digital á markaðinn röð af tölvum, VAX 6300. Þessar vélar eru um 35% afkastameiri en fyrir- rennarar her.nar, VAX 6200. Hlutabréf Digital hækkuðu eftir kynningarnar í janúar. Þau stóðu í 109 dollurum 5/8 hluturinn og þeg- ar síðast fréttist 3. febrúar voru þau komin í 121 doilar 5/8. Haft var eftir verðbréfasölum að þessa hækkun megi að hluta rekja til ummæla ýmissa ráðgjafafyrirtækja á sviði fjárfestinga. Fyrsta DECwindows hjá ísal DECwindows verður í fyrstu fá- anlegt undir ULTRIX og VMS, en stutt er í MS-DOS útgáfu. Þá hefur OSF (Open System Foundation) ákveðið að nota DEC- windows frá DEC og hluta frá Hewlett Pacard og Microsoft í sín stöðluðu notenda- skil. Fyrsta DECwindows kerfið á íslandi verður sett upp á VAX vinnustöð með ULTRIX hjá ís- lenska álfélaginu í Straumsvík í marsmánuði. Þær vinnustöðvar sem DEC hef- ur sett á markaðinn er í fyrsta lagi VAXstation 3100 en stöðina má nota hvort sem er með VMS eða ULTRIX (DEC-útgáfan af UNIX). Þar að auki geta VMS-notendur keyrt PC-forrit sem gerð eru fyrir MS-DOS. Tölvan er um þrisvar sinnum hraðvirkari en VAXstation 2000 en á svipuðu verði. VAXstati- on 3100 fæst með ýmsum disk- stærðum og innra minni er 8-32 MB. Þessi vinnustöð er talin munu vekja mesta athygli hér á landi af hinum nýju vinnustöðvum frá DEC sakir óvenjulega lágs verðs miðað við afköst. VAXstation 3520 og VAXstation 3540 eru fjölgjörvakerfi (multi processor systems). Sú fyrrnefnda með 2 örgjörvum og hin síðamefnda með 4. Þessar stöðvar geta nýtt sér bæði VMS og ULTRIX og em eink- um hugsaðar fyrir mjög reikni- freka, grafíska vinnslu. Helsti munurinn á DECstation 3100 og VAXstation 3100 er sá að sú fyrrnefnda keyrir einungis á ULTRIX og er jafnframt hraðvirk- asta borðvinnustöð í heimi. Þessi stöð byggir á sérlegum RISC- örgjörvum frá MIPS Computer Sys- tems Inc. og telst vera 14 Dhrys- tone MIPS (milljónir aðgerða á sek- úntu). Samhæft umhverfi fyrir alla notendur Með DECwindows leggur Digital gmnninn að einu samhæfðu um- hverfi fyrir alla notendur, óháð vél- búnaði og stýrikerfi. Fyrstu forritin sem vinna í þessu umhverfi vom kynnt á sama tíma og DEC- windows. VAXpc er forrit fyrir vinnustöðvar sem hermir eftir MS- DOS og leyfir þar með notendum að keyra PC- forritin sín á öflugum vinnustöðvum. Gluggakerfið gerir mönnum kleift að keyra PC-forrit í einum eða fleiri gluggum samtím- is VMS-forritum í öðrum. Ef vinnu- stöðin er tengd tölvuneti sem inni- heldur ULTRIX-vélar er unnt að vinna á þeim gegnum enn einn gluggann. DECwindows byggir á X Window System VI1 sem þróað var við MIT í Bandaríkjunum. Það er einnig í samræmi við aðra staðla fyrir hluti eins og tölvunet, gagnaskipti, skjalaflutning' og borðútgáfustarf- semi (desktop publishing). VAX Decision Expert er kerfi sem styðst við DECwindows og er ætlað til að þróa kerfi fyrir sérfræð- inga sem notfæra sér aðferðir og tækni gerfigreindarinnar. Með sumum vinnustöðvunum sem kynntar voru 10. janúar, fylgir stýrikerfið með í handhægum pakka sem kallaður er Desktop- VMS, og felur jafnframt í sér hluti eins og DECwindows, DECnet, VAXcluster s/w og VAXpc. Þetta kerfi ásamt öllum handbókum er komið fyrir á geisladiski. Sá hluti af DECwindows sem kallast Book- reader er notaður til að kalla fram leiðbeiningar um Desktop- VMS. Fyrir nokkrum mánuðum til- kynnti Digital um áform sín að koma á sérstakri tilhögun fyrir samsett skjöl (compound document architecture — CDA). Nú litu fyrstu tólin sem lúta þessari högun dags- ins ljós. Hér er um að ræða DEC- write ritil (editor) fyrir samsett Orkumál Svipuð olíunotkun árið 2010 og 1987 — samkvæmt spá Orkuspárnefndar í ELDSNEYTISSPÁ Orkuspárnefhdar til ársins 2015 sem nýlega birtist í samnefndri skýrslu er gert ráð fyrir að heildarnotkun á olíu muni dragast nokkuð saman þegar liður fram á næstu öld vegna samdráttar í fiugi. Reiknað er með að árið 2010 verði heildarnotkun álíka mikil og hún var 1987 eða 759 þúsund tonn. í lok spátímabilsins, 2015, er áætlað að heildarnotkunin verði orðin 773 þúsund tonn eða tæplega 2% meiri en hún var árið 1987. skjöl og DECdecision. Með samsett- um skjölum er átt við skjöl sem eru samansett af texta og myndum. Með myndum er átt við hvers kyns myndrænar upplýsingar, línu- rit, teikningar, uppdrætti og ljós- myndir. CDA nær reyndar einnig yfir talað mál og seinna er að vænta vél- og hugbúnaðar sem lejrfir með- höndlun á talmáli samkvæmt CDA-högun. DECdecision er safn verkfæra fyrir sérfræðinga og stjórnendur til þess að auðvelda og flýta ýmsum útreikningum og birt- ingu niðurstaðna. DECdecision inniheldur m.a. töflureikni og við- skiptagrafík og vinnur að sjálfsögðu í nánum tengslum við DEC- windows. Með DECwrite er unnt að útbúa og vinna með skjöl sem fá tilteknar upplýsingar og gögn frá öðrum kerfum á sama tölvunet- inu t.d. DECdecision. Þetta kallar Digital Live Links eða „lifandj tengsl" milli viðfangskerfa. í tengslum við CDA hefur Digital kynnt þrjú önnur tæki þ.e. VAX- myndaskanna, tæki til að skanna myndir; VAXimage Scanning Application, forrit til að meðhöndla myndræn gögn og VAXimage Applfcation Services, hjálparforrit til þess að skrifa myndræn við- fangsforrit. Digital tilkynnti um ætlun sína að aðlaga ALL-IN-1 skrifstofukerfi að DECwindows. Verður þess þá ekki langt að bíða að notendur fái aðgang að upplýsingakerfum með mús. Loks hefur Digital tilkynnt um þá fyrirætlun sína að útbúa sérstök notendaskil fyrir VMS sem eru í fullu samræmi við POSIX (IEEE 1003.1). Þessi skil tryggja sameig- inlegan grunn fyrir gerð viðfangs- forrita og leyfa hnökralausan flutn- ing milli VMS, ULTRIX og annarra stýrikerfa, sem samræmast POS- IX-staðlinum. Ræða merkingar umbúða ÍSLENSKA umboðssalan hefur tekið við umboði fyrir John R. Hanson á Islandi, en það fyrir- tæki hefur sérhæft sig í ýmiss konar merkingatækni. Aðstoð- arframkvæmdastjóri og sölu- stjóri John R. Hanson eru stadd- ir hér á Iandi vikuna 5.—11. febrúar og veita þeir upplýsing- ar ásamt Gunnari Viðari Bjarnasyni hjá íslensku um- boðssölunni. í frétt frá fyrirtækinu segir, að John R. Hanson bjóði upp á breiða línu merkingatækja, allt frá stimplum upp í háþróaðar tölvu- stýrðar bleksprautur. Nokkur tæki séu komin í notkun hérlendis frá fyrirtækinu og fyrirhugi Isl. um- boðssalan að koma upp lager með bleki, blekpúða, stafasetti og fleiru sem þurfi til reksturs þessara tækja. I tilkynningu frá Orkuspámefnd segir að ef eingöngu sé litið á notkunina innanlands sé gert ráð fyrir aukningu allt spátímabilið um tæplega 4% eða úr 491 þúsund tonnum 1987 í 509 þúsund tonn 2015. A.ukin notkun eldsneytis á bifreiðar og tæki vegi þar þyngst en gert sé ráð fyrir að hún aukist um nálega 28% I spá nefndarinnar kemur einnig fram hvemig notkun olíu eftir teg- undum muni þróast. Gert er ráð fyrir að notkun bensíns muni auk- ast um 21%, notkun gasolíu og svartolíu verði nánast óbreytt allt tímabilið og notkun flugvélaelds- neytis dragist saman um 44% til 1995, en aukist síðan aftur og verði árið 2015 12% minni en á áripu 19-87., Spáin gerir ráð fyrir að litlar breytingar verði á hráolíuverði fram á miðjan næsta áratug. Verð- ið muni síðan hækka úr 20 dollur- um á tunnu 1995 í 25 dollara um aldamót. í lok spátímabilsins, árið 2015, er reiknað með að verðið verði komið í 40 dollara á tunnu' reiknað á föstu verðlagi 1986 sem er svipað verð og kringum 1980. Reiknað er með að bifreiðaeign landsmanna aukist úr 540 bifreið- um á hveija þúsund íbúa í tæplega 670 í lok spátímabilsins sem ásamt auknum fólksfiölda leiðir af sér um 38% fjölgun bifreiða. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að akstur auk- ist um 33% og jafnframt reiknað með spameytnari bifreiðum. Áæti- að er að olíunotkun tækja sem -fyrst. og- fremst. eru- notuð við ýmis konar mannvirkjagerð hafi verið um 25 þúsund tonn 1987. Samkvæmt spánni mun olíunotk- un á bifreiðar og tæki aukast um tæp 28% úr 177 þúsund tonnum 1987 í 226 þúsund tonn 2015. Loks er gert ráð fyrir mun minni notkuneldsneytis til flutninga með flugi. Ástæður þess eru annars- vegar sparneytnari flugvélar sem Flugleiðir munu taka í notkun 1989—1990 og hins vegar er búist við miklum samdrætti í flugi Flug- leiða milli Evrópu og Banda- - ríkjanna. • Útflutningur Isberg bætir við sig — Ludwig Janssen geíur eftir STÆRSTU umboðsfyrírtæki íslenskra ísfiskseljenda á Bretlandi, ísberg og Fylkir, juku markaðshlutdeild sína í ísfisksölum frá íslandi í fyrra. Ludwig Janssen, stærsti umboðsaðilinn í Þýskalandi, hefiir hins vegar gefið nokkuð eftir af markaðshlutdeild sinni, og seldi i fyrra um 51% íslenskra ísfiskafurða á Þýskalandsmarkaði, en hafði 1987 59% markaðshlutdeild. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fiski- frétta. í frétt blaðsins kemur fram, að ísfisksölur jukust í Bretlandi og Þýskalandi árið 1988 miðað við árið á undan. Árið 1987 voru 61.194 tonn af ísfiski seld á Bret- landsmarkaði, og keypti ísberg um 42% af því. 1988 voru svo seld 66.598 tonn, og var hlutdeild ísberg þá 46%. í Þýskalandi voru hins vegar seld 17.623 tonn 1987, og 20.522 tonn 1988.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.