Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Tvíburi ogFiskur
Tvíburi og Fiskur eru ólík
merki. Sjálfstjáning þeirra er
ólík og sömuleiðis grunnvið-
horf og farvegur lífsorku
þeirra. Samband þeirra ein-
kennist því af togstreitu eða
þörf fyrir málamiðlun. Eirðar-
leysi, hreyfanleiki og flöl-
breytni er einkennandi, svo
og margs konar áherslu- og
stefnuskipti. Bæði merkin eru
breytileg og sækja stöðugt í
nýja þekkingu.
Tvíburinn
Tvíburinn þarf að fást við fé-
lagslega og hugmyndalega
iifandi málefni til að viðhalda
lífsorku sinni. Hann þarf að
taka virkan þátt í félagsstörf-
um eða vinna þar sem margt
fólk er í nánasta umhverfí.
Tvíburinn hefur ríka þörf fyr-
ir að tjá sig og ræða málin.
Fiskurinn
Fiskurinn er tilfinningaríkur
og þvf viðkvæmur og næmur.
Hann á til að vera sveiflu-
kenndur og óútreiknanlegur,
en er einnig flölhæfur og oft
listrænn. Fiskurinn er skiln-
ingsríkur, umburðarlyndur og
hjálpsamur. Hann þarf marg-
breytileika í lífsmynstur sitt.
Vegna næmleika síns þarf
hann að velja og hafna úr
umhverfisáhrifum. Hann þarf
því á reglulegri einveru að
halda eða þarf að skipta ann-
að slagið um umhverfi.
Rökoginnsœi
Mögulegar skuggahliðar eru
fólgnar í ólíku grunneðli
merkjanna. Tvíburinn metur
lífíð fyrst og fremst út frá
rökhyggju og vitsmunum, en
Fiskurinn styðst við innsæi
og tilfinningalegt mát sem oft
er erfitt að útskýra með orð-
um.
Hugsun og
tilfinningar
Þegar Tvíburinn vill síðan
ræða um reynslu sína er hætt
við að fátt verði um orðræðu.
Því er hætt við að þessi merki
eigi erfitt með að skilja hvort
annað. Jafnvel þó þau séu að
tala um sama málið er hætta
á misskilningi fyrir hendi og
gagnkvæmum ásökunum.
Tvfburanum getur átt til að
finnast Fiskurinn tilfinninga-
samur en honum getur aftur
fundist Tvfburinn kaldur og
tilfinningalaus.
Óstööugleiki
Þar sem Tvíburi og Fiskur eru
bæði breytileg merki getur
samband þeirra skort stöðug-
leika. Þeim getur hætt til að
fara úr einu í annað, án þess
að hafa skýr markmið. Ef
erfiðleikar steðja að er hætt
við að hlaupið sé í burtu, án
þess að útkljá málið.
Einvera og
félagslyndi
Aðra mögulega skuggahlið
má rekja til þarfar Tvíburans
fyrir fjölbreytilegan félags-
skap og þörf Fisksins fyrir
einveru og það að vilja velja
og hafna hvað varðar um-
gengnisfólk.
Menningarlíf
Eins og önnur merki sem eru
í spennuafstöðu þurfa Tvíburi
og Fiskur að gera sérstakt
átak til að vel gangi. Hinn
margumrædda málamiðlun
þarf að koma til sögunnar og
eins þurfa þau að skilja og
virða hið ólíka eðli hvors ann-
ars. Líkast til geta þau ekki
sfst sameinasc um menningar-
og félagsmál. Fiskur hefur oft
áhuga á listum, menningu og
andlegum málum og Tvíbur-
inn á fólki. Bæði Tvíburi og
Fiskur eru forvitin merki,
hafa áhuga á þekkingu og
margvíslegum fróðleik. Ef
þau rækta þennan þátt saman
ætti þeim að famast vel.
r*. a nni id
GARPUR
GRETTIR
DDCMn a ot a nn
dRcNDA öTAKK
UÓSKA
FERDINAND
SMAFOLK
MY BROTMER WA5
GONE BACK MOME
BECAU5E ME SAlP I
shoulpn't have been
LI5TENIN6TOA CACTU5
Bróðir minn er farinn
heim vegna þess að hann
sagði að ég hefði ekki átt
að hlusta á kaktus.
UJMO EL5E CAN I
U5TEKIT0?U)M0 EL5E
CAN I TALK TO ?
röj
© 1988 United Featuro Syndicate, Inc.
Hvern annan get ég hlust-
að á? Hvem annan get ég
talað við?
BRIDS
( Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Bridsbókmenntimar eru full-
ar af dæmum um sérkennilegar
stöður, þar sem hægt er að láta
slagi vamarinnar gufa upp eins
og dögg fyrir geislum sólar.
Sumar eru svo sjaldgæfar að
menn mega teljast heppnir er
þeir fá eitt tækifæri á spilaferlin-
um til að standast prófið. Það
kom því þægilega á óvart í rúb-
ertubrids fyrir skömmu þegar
spiladisimar röðuðu upp eftir-
farandi bókmenntaslemmu:
Suður gefur, NS á hættu.
Norður
♦ ÁK1076
VKD92
♦ K43
*6
Austur
II J 86543
♦ G875
♦ 83
Suður
♦ 9
VÁG107
♦ Á92
♦ ÁD1054
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf
1 spaði Dobl Pass 2 hjörtu
Pass 4 grönd Pass 5 lauf
Pass 7 hjörtu Pass Pass
Pass
Útspil: spaðadrottning. .
Fjögur grönd var „fimm-ása-
Blackwood" og suður sýni engan
eða þijá ása með svarinu 5 lauf.
Þar sem möguleikamir á því
að fríspila hliðarlitina vom ekki
miklir ákvað suður að fara út í
víxltromp. Var reyndar nokkuð
þakklátur fyrir að fá ekki tromp
út!
Fyrsta skrefið var að taka
ÁK í spaða og henda tígli. Síðan
kom laufás og lauf stungið með
tvistinum. Þegar ÁK í tígli héldu
var bjöminn unninn, því afgang-
urinn kom sjálfkrafa með því
að trompa á víxl lauf og spaða.
Fimm slagir til hliðar og átta á
tromp. Og austur mátti þola þá
niðurlægingu að undirtrompa
fímm sinnum.
Vestur
♦ DG854
▼ -
♦ D106
♦ KG972
MaMib
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI