Morgunblaðið - 07.02.1989, Page 38

Morgunblaðið - 07.02.1989, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 t Móðir mín og tengdamóöir, MARÍA JÓHANNSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 3. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Þórarinsson, Pálheiður Einarsdóttir. t Hjartkær sonur okkar og bróðir, MAGNÚS GRÉTAR HEIÐARSSON, sem lést af slysförum 27. janúar, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju miðvikudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Jón Heiðar Magnússon, Kolbrún Leifsdóttir og börn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFURÁ. HJARTARSON, áður á Hraunteigi 14, lést í Vífilsstaöaspítala laugardaginn 4. febrúar. Hjördfs Ólafsdóttir, Benedikt Óiafsson, Björg Ó. Berndsen, Ólafur H. Ólafsson, Elfn Karlsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, INGÓLFUR LÁRUSSON, Dvalarheimllinu Hlfö, fsaflrðl, lóst í sjúkrahúsi (safjarðar föstudaginn 3. febrúar. Fanney Jónasdóttir, Inga Guöbjörg Ingólfsdóttir, Hörður Ingólfsson. t Móðir mín og fósturmóðir, OLGA EGILSDÓTTIR, Vfðivöllum 16, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Egill Viktorsson, Jón Ingi Jónsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, ÁRÓRA SJÖFN ÁSGEIRSDÓTTIR hjúkrunarfrssðlngur, varð bráðkvödd á heimili sínu að morgni 5. febrúar. Helgi Grétar Kristinsson, Kjartan Sveinsson, Þórhildur S. Jónsdóttir, Ásgeir Sveinsson, Hanna Lára Sveinsdóttir, Lára Herbjörnsdóttir, Ásgelr Ármannsson og systkini hlnnar látnu. t Elskulega dóttir mín, systir og unnusta, ÓLÖF SÆUNN MAGNÚSDÓTTIR hárgrelðslumeistari, Noröurvangi 48, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 5. febrúar. Einfna Elnarsdóttlr, Kristján Magnús Hjaltested og systkini. t KRISTJÁN ALBERTSSON rithöfundur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Katrfn Thors, Margrét Thors. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóöir, GUÐBJÖRG KETILSDÓTTIR, Kópavogsbraut 20, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Sveinn Gamalfelsson, Sólveig Sveinsdóttir, Gamalfel Sveinsson, Vilborg Gunnlaugsdóttir. Eggert Loftsson frá Strönd — Minning Fæddur 19. apríl 1906 Dáinn 27. janúar 1989 Föstudaginn 27. janúar sl. and- aðist að elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Eggert Loftsson, Kleppsvegi 6 í Reykjavík. Eggert fæddist á Söndum í Með- allandi 19. apríl 1906, en GuðlaUg systir hans hafði fæðst deginum áður. Árið 1909 fluttist hann með foreldrum sínum að Strönd í Meðal- landi og átti hann þar heima meðan hann var í Meðallandinu. Foreldrar Eggerts voru Loftur Guðmundsson, oddviti, f. 4. desem- ber 1875 á Söndum, d. 11. apríl 1958 á Strönd, og kona hans, Guð- fínna Bjömsdóttir, ljósmóðir, f. 24. nóvember 1879 á Grímsstöðum, d. 11. febrúar 1934 á Strönd. Foreldrar Lofts voru Guðmundur Loftsson, f. 12. febrúar 1843 í Hjör- leifshöfða, d. 26. mars 1892 á Sönd- um. Kona 18.7. 1872: Guðrún Magnúsdóttir, f. 1841. Guðmundur var bróðir Markúsar Loftssonar, hins kunna bónda og fræðaþuls í Hjörleifshöfða. Foreldrar Guðmundar voru Loft- ur Guðmundsson, f. 1791 í Keldu- dal, d. 1856 í Hjörleifshöfða, og kona hans, Þórdís Markúsdóttir, f. 1799 í Bólstað, d. 1863 á Ketilsstöð- um. Foreldrar Lofts voru Guðmundur Loftsson, f. 1744, og seinni kona hans, Ástríður Pálsdóttir, f. 1762 að Breiðabólstöðum í Reykholtsdal. Móðir Lofts á Strönd var Guðrún Magnúsdóttir, f. 30. janúar 1841 á Stórólfshvoli, d. 1937 á Strönd, gáfuð kona og íjölfróð. Foreldrar hennar voru síra Magnús Nordal, f. 1814, d. 22. apríl 1854 í Rofabæ, og kona hans, Rannveig Eggertsdóttir, f. 1813 að Mosfelli í Grímsnesi, d. 1857 í Rofabæ í Meðallandi. Hún var dótt- ir sr. Eggerts, sonar Bjama land- læknis Pálssonar og Rannveigar, dóttur Skúla landfógeta Magnús- sonar. Séra Eggert var hestamaður mikill og rammur að afli, mikill fjör- maður og snarmenni. Bar Eggert á Strönd nafn hans> eða nánar tiltek- ið Eggerts föðurbróður síns, sem dmkknaði í Kúðafljóti, en það er sama nafnið. Foreldrar Guðfinnu vom Bjöm Bjömsson, f. 2. október 1844, d. 22. október 1936 að Hryggjum í Mýrdal, og fyrri konu hans, Guð- laugar Guðmundsdóttur, f. 1. ágúst 1844 í Hörgsdal, d. 16. apríl 1888 að Hryggjum. Foreldrar Guðlaugar vom Guð- mundur Guðmundsson, f. 13. mars 1818 að Núpum í Fljótshverfí, d. 1868 á Kálfafelli. Kona hans var Guðný, f. 1823, á Prestbakka, d. 1875 í Hraunkoti. Hún var dóttir sr. Páls Pálssonar, prófasts að Hörgsdal á Síðu, f. 1797 í Gufu- nesi, og fyrri konu hans, Matthildar Teitsdóttur, d. 1850 á Geirlandi. Eggert ólst upp hjá foreldrum sínum á Strönd, en Strandarheimil- ið var orðlagt myndarheimili og húsbændumir höfðingjar heim að sækja og héldu uppi hinni gömlu skaftfellsku reisn. Guðfinna var ljósmóðir og kunni vel að taka á móti gestum og það hvfldi sérstakur myndar- og menn- ingarbragur yfír heimilinu, og að Strönd var gott að koma. Eggert ólst upp á góðu heimili, þar sem margradda vorfuglar sungfu og svanir á hljóðum vetrar- kvöldum,. þar sem engin önguðu og norðurljósin bröguðu yfír hvítum sléttum vetrarins. Eggert var sonur hinnar mildu fegurðar Meðallands- ins. 21. nóvember 1935 gekk Eggert að eiga Jóhönnu Sigríði Amfínns- dóttur, f. 5. júlí 1901 í Lambadal í Dýrafirði, d. 1966. Varð þeim tveggja bama auðið. Matthías, f. 19. júlí 1936, og Guð- björg, f. 1. maí 1939. Eggert fluttist til Hafnarfjarðar 1935, en frá 1937 bjó hann í Reykjavík. Og þess skal getið, að þau systk- inin, Eggert og Guðlaug, létu aldrei merki gamla Strandarheimilisins síga. Strönd er einn af Sandabæjun- um. Þeir eiga landið austan Kúða- fljóts, að sunnanverðu, allt til sjáv- ar. Og þama er Kúðaósinn með sela- hjörðunum, hin mikla matarkista lágsveitanna, Meðallands og Álfta- vers. Þegar talað var um Kúðafljót, sögðu Meðallendingar aðeins „Fljótið" líkt og um lifandi veru væri að ræða. Og þetta var engin óvera, eitt mesta fljót á íslandi. Þungstreymt og lygnt þama suðurfrá og sá illa til brota. Síbreytilegt, stundum gott og gjöfult, en gat líka breyst í ófreskju, sem krafðist mannfóma. Þetta er höfuðfljót íslands, Kúðafljót þýðir höfuðfljót. En ægilegast var það í faðmlögum við Kötlu gömlu. Þama á austurbakka fljótsins sleit Eggert Loftsson bamsskónum. Hann kynntist því náið ungur og minntist þess vel á efri ámm, töfra þess og seiðmagns. Urðu þó ástaleikir þeirra honum ekki ofurefli því þama naut við Strandarhrossanna sem vom prýði- leg, með kynboma „vatnamennsku" í æðum eins og sá, sem um taum- ana hélt. Þá var Maríubakkakynið í fullum blóma í Meðallandinu og gæðingar margir. Því þetta var áður en skipu- leg kynbótastarfsemi hófst. „En nú er hún Snorrabúð stekkur" (Jónas Hallgrímsson). En það er önnur saga. Eggert var mikill hestamaður og átti tii slíkra að telja, þar sem var forfaðir hans sr. Eggert Bjamason. Þó mun Eggert Loftsson ekki hafa sinnt þessu áhugamáli sínu eftir að hann fór frá Strönd. Ef til vill ekki búist við að fínna hesta líka þeim, sem hann hafði þar. Minning: Petrína Halldórs- dóttir Kohlberg Petrína Halldórsdóttir Kohlberg lést í sjúkrahúsi í New York þann 30. janúar sl. Hún var fædd 11. september 1907 á Siglufirði. Foreldrar — Kristín Hafliðadóttir hreppstjóra Guðmundssonar og Halldór Jónas- son kaupmaður, Þingeyingur að ætt. Hún ólst upp í foreldrahúsum og stundaði síðan nám við Kvenn- skólann í Reykjavík. Ung að ámm fór hún til Kaupmannahafnar og kynntist þar fyrri manni sinum dr. Heinrich Röge og eignaðist með honum eina dóttur Kötlu, sem nú er búsett í Los Angeles. Petrína kom í heimsókn til ís- lands í september 1939 með dóttur sína. Þegar stríðið skall á fór Petrína til Danmerkur en skildi Kötlu eftir í umsjá Kristínar ömmu sinnar og kom svo árið eftir með ms. Esju í hinni svokölluðu Pets- amoför. Seinni manni sínum Sam Kohl- berg kynntist hún í Reykjavík og flutti með honum til Bandarílcjanna árið 1945, þar sem hún hefur átt heimili síðan. Þau eignuðust einn son, Dóra, sem búsettur er í New York. Sam lést árið 1973. Petrína, eða Nanna eins og hún Og fleira gæti Eggert Loftsson hafa erft af sr. Eggerti forföður sínum, sem ýmsar sögur gengu af. Því Eggert Loftsson var mjög sérstæður og gekk ekki í spor hvers sem var. Á þessari öld fjölmiðla og skoð- anaítroðnings, er mikil heilsubót að kynnast fólki, sem ekki fer troðnar slóðir. Hjá þeim hjónum Eggerti og Jó- hönnu var mikil gestrisni og gott þar að koma. Og svo var gamall fróðleikur húsbóndans og ættfræði ótæmandi. Ýmsa vinnu mun Eggert hafa stundað framan af árum, þar á meðal múrverk. En að síðustu vann hann mjög lengi hjá Flugfélagi ís- lands og síðar Flugleiðum. Jóhanna kona Eggerts dó fyrir mörgum árum, og síðustu árin bjó hann með Málfríði Sigfúsdóttur. Eggert veiktist af hjartabilun og átti í því síðustu árin. Ekki stóð það honum fyrir þrifum andlega. Hafði öngva trú á, að umskiptin milli lífs og dauða skiptu nokkru máli. Eitt sinn í þeim veikindum varð hann fyrir sérstakri reynslu. Hann var allt í-einu kominn yfír fljótið sem aðskilur heimana. Voru þar fyrir þrír vinir hans, sem löngu áður voru komnir yfír um. Og það sagði Eggert, að aldrei hefði sér liðið eins vel og þama. En með nýjustu tækni höfðu læknamir af að ná honum aftur yfír á hinn bak- kann. Þetta taldi Eggert að hefði ekki verið rétt, aðeins til að framlengja veikindin. Þessi skoðun gat þó ork- að tvímælis, því margt fólk átti með honum ágætar stundir, árin sem hann lifði vegna nýrrar tækni. Og ýmsir munu hafa sótt styrk til hans, þegar erfiðleikar steðjuðu að. En allt hefur sín takmörk og þar köm að tæknin dugði ekki lengur. Við þökkum góða samfylgd og biðj- um að heilsa aðstandendum. Nú er veikindunum lokið og „þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti" (Davíð). Þama handan fljótsins óskum við Eggerti Loftssyni góðs famaðar og blessunar Guðs. Ingimundur Stefánsson frá Rofabæ, Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum. var alltaf kölluð, var glæsileg og vel gefin kona. Þótt hún hafi búið erlendis mestan hluta ævinnar, tal-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.