Morgunblaðið - 07.02.1989, Page 48
Átta lægðir á
veðurkortinu
Togarar í vandræðum í fárviðri
EKKERT lát virðist ætla að
verða á illviðri og snjókomu
næstu daga, samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofunni og i
gær mátti sjá átta lægðir á veður-
kortinu.
Á sunnudag og aðfaranótt mánu-
dagsins gekk djúp lægð yfir landið
og var víða fárviðri. Fjórir togarar
fengu á sig brotsjó útaf Austfjörð-
um og í Vestmannaeyjum gekk yfir
eitt mesta fárviðri sem menn muna
eftir. Snjór á láglendi er með mesta
„móti og vegir víða tepptir. Aðstoða
þurfti fólk sem komst ekki leiðar
sinnar. T.d. var 40 manna hópur
veðurtepptur í tvo daga í Þórsmörk.
„Það verður áfram suðvestanátt
með éljagangi um allt land eins og
verið hefur tvo síðustu daga,“ sagði
Gunnar Sigurðsson veðurfræðingur
þegar hann var spurður um veður-
útlitið. „Heldur dregur þó úr vindi
en frost verður áfram um allt land
með snjókomu þó svo að hugsan-
lega dragi til sunnanáttar. Núna
sjást einar átta lægðir á kortinu,
þar af ein mikil sem er væntanleg
um miðjan dag á fimmtudag, en
ekki víst hvort hún hittir á okkur.“
Þijár lægðir eru þegar teknar að
nálgast landið.
. I gær gekk á með éljum um allt
land og spilltist þá færð aftur og
samgöngur fóru úr skorðum. Fund-
um og sýningum var frestað víða
um land.
Sjá nánar frétt á bls. 2 og veð-
urkort á bls. 4.
Albert boðar stofhun
*nýs þingflokks ef saman
gengur í viðræðunum
Viðræðufundur Borgarflokks
og stjórnarflokkanna stóð fram
yfir miðnætti í nótt. Ákveðið var
að aðilarnir hjttust að nýju fyrir
hádegi í dag. í gærkvöldi benti
margt til þess.að upp úr viðræð-
unum væri að slitna en svo fór
ekki. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins settu Borgara-
flokksmenn það skilyrði fyrir
inngöngu í ríkisstjórnina að sölu-
skattur á matvælum yrði afiium-
inn 1. maí í vor.
*
Albert Guðmundsson sagði í
gærkvöldi að ef viðræðunefnd
Borgaraflokksins samþykkti að
ganga til samstarfs við stjórnar-
flokkana með skilmálum sem brytu
í bága við samþykkt aðalstjómar
Borgaraflokksins frá því um helg-
ina myndi hann beita sér fyrir stoftí-
un nýs þingflokks Borgaraflokks-
ins. Þar ættu þeir þingmenn flokks-
ins sæti sem ekki styddu stjómina
og það þýddi í raun klofning flokks-
ins. Hann sagði að stjómarflokk-
amir væru búnir að draga viðræðu-
nefnd Borgaraflokksins á asnaeyr-
unum í þessu máli, og sér sýndist
viðræðunefnd Borgaraflokksins
vera búin að gefa allt eftir.
Ingi Bjöm Albertsson sagði sig
úr viðræðunefnd Borgaraflokksins
á sunnudaginn þar sem hann væri
þeirrar skoðunar að þingflokkurinn
hefði farið á skjön við samþykktir
aðalstjómar.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölmennasta guðsþjónustan
Sameiginleg barnaguðsþjónusta allra sókna Reykjavíkurpró-
fastsdæmis var haldin í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Mun það
hafa verið Qölmennasta guðsþjónusta, sem haldin hefur verið
innandyra á íslandi, en kirkjugestir voru um 1.200. Hvert sæti í
kirkjunni var skipað og börnin sátu alls staðar þar sem pláss var
að finna.
Lifandi
humar á
erlenda
markaði
SMÁRI hf. í Þorlákshöfh hefur
fengið leyfi sjávarútvegsráðu-
neytisins tíl þess að liefja veiðar
á humri, sem ætlunin er að flytja
lifandi í keijum í land og flylja
síðan lifandi á erlenda markaði,
í Bandaríkjunum og hugsanlega
einnig í Japan.
Að sögn Þorvaldar Garðarssonar,
forstjóra Smára, mun verðmæti
humarsins stóraukast, jafnvel
margfaldast við þetta og segist
Þorvaldur vera vongóður um að
þessi tilraun, sem gerð verður í
samvinnu við sjávarútvegsráðu-
neytið og Hafrannsóknastofnun,
muni takast vel.
Þorvaldur sagði í samtali við
Morgunblaðið að veiðamar myndu
hefjast þann 15. mars næstkom-
andi, en hér er um alveg nýja veiði-
aðferð að ræða á humri hérlendis.
Humarvertíð hefst annars ekki fyrr
en í maímánuði. „Við rekum fisk-
eldisstöð og við ætlum að tengja
þessar veiðar þeim rekstri. Við er-
um með kör sem við munum setja
humarinn í og við komum honum
lifandi í land og höldum honum
áfram lifandi í keijunum og pökkum
honum síðan jafnóðum. Það verður
því óháð veðri og veiðum, hvað við
getum sent út,“ sagði Þorvaldur.
Þorvaldur sagði að humarinn
yrði veiddur í 1.000 til 1.200 gildr-
ur sem yrði komið fyrir á Selvogs-
banka. Humarinn myndi lifa áfram
í gildrunum, og ef lítið kæmi í
þær, þá væri bara hægt að vera
með fleiri gildrur og vitja sjaldnar
um þær. Hann teldi að hægt yrði
að ná þokkalegum afla, en það
ætti eftir að koma á daginn hvem-
ig veiðin í þær gengi. Verðmætið
myndi aukast gífurlega, en hann
kvaðst á þessu stigi ekki geta sagt
til um hversu mikið.
2,5% gengislækkun og 2,25% frávik frá ákveðnu meðalgengi heimilað:
Aðgerðirnar eru ekki nægi-
legar fyrir sjávarútveginn
- segir Halldór Asgrímsson - Vextir af spariskírteinum verði 5%
GENGI krónunnar var fellt um 2,5% f gær, samkvæmt ákvörðun
ríkisstjórnarinnar, og jaftiframt var Seðlabankanum heimilað að
skrá daglegt. gengi krónunnar með 2,25% fráviki frá ákveðnu meðal-
gengi. Þetta er hluti þeirra efiiahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, sem
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kynnti á Alþingi í gær,
og taka á ýmsum þáttum efhahagslífsins. Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra segir að þessar aðgerðir nægi ekki sjávarútveginum
og Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðvanna
segir að gengisfellingin hefði þurft að vera 10-12% svo frystingin
kæmist úr samfelldum 15 mánaða taprekstri.
| Leitað að
fertugnm
manni
BJÖRGUNARS VEITIR á Suð-
urlandi hófú í gærkvöldi leit
í Þorlákshöfti að 41 árs göml-
um manni frá Stokkseyri,
Þorvaldi Elíssyni. Þorvaldur
er tæplega 180 sm á hæð,
skolhærður og samsvarar sér
vel. Hann er í gráyrjóttum
jakka, svörtum buxum og
svörtum spariskóm.
Þorvaldur var í heimsókn í
Þorlákshöfn og ætlaði til
Stokkseyrar f fyrradag. Hann
festi hins vegar bifreið sfna rétt
fyrir utan Þorlákshöfn og fékk
far með annarri bifreið til baka.
Þorvaldur kom hins vegar aldrei
fram í húsi því í Þorlákshöfn sem
’ ~hann sagðist ætla í.
Þetta er í annað skipti sem geng-
ið er fellt á árinu og að auki hefur
gengið sigið gagnvart Bandaríkja-
dollar. Auk aðgerða í gengismálum
kjmnti forsætisráðherra aðgerðir í
sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði.
Ríkisstjómin hefur sett sér það
markmið, að vextir af verðtryggð-
um ríkisskuldabréfum verði ekki
hærri en 5% og aðrir vextir lagi sig
að því. Einnig er stefnt að því að
settar verði reglur um lágmarks-
tíma verðtryggðra fjárskuldbind-
inga, og að vextir verðtryggðra lána
verði óbreytanlegir á lánstímanum.
Steingrímur lýsti því yfir að við
núverandi aðstæður gæti ekki orðið
um kaupmáttaraukningu að ræða
í komandi kjarasamningum en ríkis-
stjómin teldi skynsamlegast að
leggja áherslu á atvinnuöryggi,
jöfnun kjara og lækkun fjármagns-
kostnaðar, launþegum til hagsbóta.
Jafnframt sé ríkisstjórnin reiðubúin
að stuðla að lækkun á verði mat-
væla, til að veija kaupmáttinn og
strangt verðlagseftirlit verður tekið
upp, þegar verðstöðvun lýkur.
Af sérstökum aðgerðum til að-
stoðar sjávarútvegi má nefna, að
samið hefur verið fmmvarp um
úreldingarsjóð fiskiskipa, sem
stuðla á að hagkvæmari útgerð með
því að kaupa skip og selja þau úr
landi eða eyða þeim. 100 milljónum
króna verður varið til niðugreiðslna
á raforkuverði til fiskvinnslufyrir-
tækja, sérstök þróunardeild verður
stofnuð við Fiskveiðisjóð íslands,
og ríkisstjómin ætlar að beita sér
fyrir þvi, að hugmyndir um afla-
og upplýsingamiðlun í sjávarútvegi
komi til framkvæmda. Þá verður
10-15 milljónum króna varið til
sérstaks gæðaátaks í fískvinnslu.
í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar
um efnahagsmál segir einnig að
skattlagning fyrirtækja verði tekin
til skoðunar, heimildir fyrirtækja til
að taka erlend lán verði rýmkaðar,
stefnt verði að sem mestu samræmi
í skattalegri meðferð mismunandi
spamaðarforma og að eytt verði
skattalegu óhagræði hlutafjáreign-
ar.
Sjá einnig bls 2, 18, miðopnu
og bls. 30.