Morgunblaðið - 08.02.1989, Síða 43

Morgunblaðið - 08.02.1989, Síða 43
MORGUNBLAÐE) IÞROTTJR MIÐVIKIIDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 „Mig dreymdi - fyrir sigrinum“ - sagði Mateja Svet frá Júgóslavíu , sem sigraði í svigi. Guðrún í 22. sæti „Mig dreymdi fyrir sigrinum og ég trúi varla að draumurinn hafi ræst. Þetta er ótrúlegt eft- ir öll þessi ár,“ sagði hin tvítuga Mateja Svet frá Júgó- slavíu í gærkvöldi. Svet stöðvaði sigurgöngu sviss- nesku stúlkunnar Vreni Schneider, er hún sigraði í svigi kvenna á heimsmeistaramótinu í Vail í Bandaríkjunum. „Ég er orð- laus. Ég var taugaóstyrk eftir fyrri ferðina því ég vissi að ég gæti unn- ið til verðlauna, en mikilvægast er að ég sigraði," sagði sigurvegarinn, sem fékk samanlagðan tíma 1:30.88 (44.02/46.86). Schneider var í áttunda sæti eft- ir fyrri umferð, en tók sig heldur betur á í þeirri seinni og hafnaði í öðru sæti á 1:31.49 (45.45/46.04). „Ég er ekki vélmenni og tapaði dýrmætum tíma í fyrri ferðinni. Ég vissi að ég myndi tapa á tímabilinu, KÖRFUBOLTI Pressu- vömKR gekk upp PRESSUVÖRN KR-inga í leiknum gegn Tindastóli í bikarkeppninni í gærkvöldi gekk úpp. Norðanmenn áttu fá svör við ákafari vörn vest- urbæinga og lyktir urðu þær að KR vann með 13 stigum, 81:68. Gestimir byijuðu vel í gær og komust í 8:0 og 10:2 en KR-ingar minnkuðu forskotið og komust yfír um tíma í fyrri hálfleik og höfðu SkúliUnnar 34:32 yfír í leik- Sveinsson hléi. skrifar í síðari hálfleik héldu KR-ingar uppteknum hætti og pressuðu þegar norðanmenn tóku boltan inn. Þetta gafst vel og fengu KR-ingar mörg stig með því að stela boltanum af leikmönnum UMFT. Tindastóli tókst að minnka muninn í 7 stig en undir lokin juku vesturbæingar muninn aft- ur og halda til Sauðárkróks á laugardaginn með 13 stig í far- teskinu. Leikmenn KR áttu jafnan leik en þó verður að geta afreka þeirra Matthíasar og Guðna í síðari hálfleik en þeir félagar hittu þá mjög vel. Hjá UMFT voru þeir Eyjólfur og Valur at- kvæðamestir en einnig vakti Bjöm athygli í fyrri hálfleik fyr- ir góðum leik. Tindastóll er með skemmtilegt lið, sem leikur hraðan körfuknattleik en það. vantar meiri aga í leik þeirra á stundum. Stig KR: Ólafur Guðmundsaon 15, Jóhannes Kristbjömsson 14, Guðni Guðnason 14, Birgir Mikaelsson 12, Matt- hías Einarsson 11, ívar Webster 8, Lárus Ámason 3, Lárus Valgarðsson 2, Gauti Gunnarsson 2. Stig UMFT: Valur Ingimundarsson 21, Eyjólfur Sverrisson 18, Bjöm Sigtryggs- son 11, Kári Marísson 10, Haraldur Leifs- son 8. í Digranesi vann ÍR UBK 119:65 og í fyrrakvöld vann b-lið UMFN b-lið ÍS 81:56. en ég get ekki verið óánægð með að lenda í verðlaunasæti. Ég sam- gleðst Svet, því heppnin hefur ekl^ leikið við hana á ferlinum," sagði Schneider. Bandaríska stúlkan Tamara McKinney var með besta tíma eftir ■ fyrri ferðina, en fékk bronsverð- launin. „Ég er mjög svo ánægð. Að vinna til verðlauna í tveimur greinum er nokkuð, sem mér hefur ekki tekist fyrr,“ sagði hún. Brautin var mjög erfið og féllu fimm af þeim sem gert var ráð fyr- ir að yrðu í einu af 15 fyrstu sætun- um, úr keppni í fyrri umferð, þar á meðal Anita Wachter frá Aust- urríki og Brigitte Oertli frá Sviss. 25 stúlkur féllu ú rkeppni í fyrri umferð og 10 í þeirri seinni, en 32». luku keppni. Guðrún Kristjánsdóttir fór á 1:42.53 (50.02/52.51) og hafnaði í 22. sæti, en var í 27. sæti eftir fyrri umferð. FOLK- ■ JEN Halvor Halvorsea, einn besti leikmaður Brann, hefur sagt upp samningi sínum við félagið með fyrirvara vegna niðurskurðar Brann i fjármálum. Frá Félagið stóð í mikl- Sigurjóni um og dýrum vallar- Einarssyni framkvæmdum og 'Nore9' tefldi djarft með kaupum á leikmönnum fyrir nokkr- um árum. Því var ákveðið að skera niður laun leikmanna, þjáifara og forráðamanna liðsins, en koma þess í stað á bónuskerfí og féllu þessar aðgerðir í misjafnan jarðveg. Sem kunnugt er þjálfar Teitur Þórðar- son liðið og Ólafur, bróðir hans,'*-' leikur með því. ■ OLE Gunnar Fidjestol sigr- aði á Noregsmeistaramótinu í skíðastökki, sem fram fór um helg- ina, stökk 110 m og 107,5 m og hlaut 218,5 stig. Erik Johnsen, silfurverðlaunahafinn frá ÓL' í Calgary varð annar, en Vegard Opass varð að láta sér nægja fjórða sætið. Hann hefur verið fastamaður í stökklandsliðinu, en vegna slaks gengis að undanfomu missti hann sæti sitt og tekur ekki þátt í HM í norrænum greinum, sem fram fer í Finnlandi á næstunni. í landslið- inu eru Fidjestol, Johnsen, Magne Johansen, Clas Brede Br&ten og Jon Inge Kjorum, sem stökk 111' m í fyrri umferð meistaramótsins, en féll í þeirri seinni. ■ NORSK blöð eru mjög upp- tekin af gengi Eriks Thorstvets hjá Tottenham og birta mörg þeirra ýtarlegar skýrslur um mark- manninn eftir hvem leik. M. a. birt- ir Dagbladid sérstakan dálk, þar sem allar hreyfingar Thorstvets mínútu fyrir mínútu era skráðar. ■ JOAO Havelange, forseti al- þjóða knattspymusambandsins, FIFA, hefur verið útnefndur til frið- arverðlauna Nóbels 1989. Stjórr.-»- - FIFA útnefndi hann — samþykkti tillögu þess efnis á þingi sínu í júlí í fyrra, að því er greint var frá um helgina. Heinrich Rothlisberger, forsetj knattspymusambands Sviss lagði tillöguna fram. Ástæða til- nefningarinnar er hve forsetinn hefur þótt duglegur við að auka áhugann á þessari vinsælustur—- íþróttagrein í heiminum, og bæta þannig samskipti þjóða í millum. Mæta íslendingar Dönum á Grænlandi í sumar? SVO gæti farið að íslenska landsliðið í handknattleik mætti því danska á Græn- landi í sumar. Grænlenska hejmastjómin á 15 ára afmæli í sumar, og hefur áhuga á að hafa íþróttavið- burð sem hluta af hátíðahöldunum — og er barátta íslands og Dan- merkur á handknattleiksvellinum efst á óskalistanum. Ef af verður fara leikimir fram í byrjun júní. „Við höfum fengið fyrirspum um þetta og svarað henni já- kvætt. Við höfum áhuga og reikn- um með, ef af þessu verður, að Danir komi hingað í lok maí og við leikum við þá einn eða tvo leiki hér áður en við föram til Grænlands," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ef ísland og Danmörk mætast á Grænlandi í sumar hefur verið talað um að landslið Grænlend- inga og Færeyinga mætist í for- leikjum fyrir viðureignir „stóra“ frændþjóðanna. Reuter Guðrún Krlstjónsdóttlr á fullri ferð í sviginu í gærkvöldi. Hún hafnaði í 22. sæti. SKIÐI / HM I VAIL HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ GETRAUNIR Aukaseðlar fyrir B-keppnina Tveimurseðlum bættvið hjá Getraunum SPÁNN Serrano meiddur SERRANO, hornamaðurinn kunni, verður ekki f liði Spánverja í B-keppninni í handknattleik í Frakklandi síðar í þessum mánuði. Hann sleit liðbönd f ökkla á dögunum og verður f rá æf- ingum í mánuð. Serrano, sem leikur með Barcelona, hefur verið besti maður Spánverja á flestum stór- mótum undanfarin ár, þannig að fjarvera hans FráAtla verður mikill Hiimarssyni áfall fyrir þá. á Spáni Cabanas, leik- maður Teka, leikur örugglega í hægra hom- inu í stað Serranos í keppninni. Bolea, leikmaður Michelin Valladolid, var valinn í landsliðs- hópinn eftir að Serrano meidd- ist. ÍSLENSKAR Getraunir munu bæta við tveimur getrauna- seðlum fyrir B-keppnina í hand- knattleik sem hefst í Frakklandi í næstu viku. Fyrri seðillinn verður úr undankeppninni en sá síðari úr milliriðlunum. Þessir seðlar munu bætast við en getraunir í ensku deildinni halda áfram á laugardögum einsog áður. Ihinu nýja sölukerfi getrauna er hægt að bæta við aukaseðlum við föstu vikumar. Aðeins þarf að merkja seðilinn sérstaklega fyrir handboltaleikina. Þessir leikir fara fram í miðri viku og hefst sala á seðlunum í næstu viku. Fyrri seðillinn gildir fyrir leiki 15. og 16. febrúar ög vérður sölu- kerfínu lokað kl. 18.45 þann 15. febrúar. Síðari seðillinn gildir fyrir leiki 20. og 21. febrúar og verður lokað fyrir sölu kl. 16.15 þann 20. Á fyrri seðlinum verða eftirtaldir leiki: V-Þýskaland — Noregur ísland — Búlgaría Spánn — Austurríki Pólland — Kúba V-Þýskaland — Holland Kuwait — Island ísrael — Spánn Kúba — Danmörk Noregur — Sviss Búlgaría — Rúmenía Austurríki — Frakkland Egyptaland — Pólland Síðari seðillinn gildir fyrir milíi- riðlana og því er ekki ljóst um hvaða leiki er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.