Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 1

Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 1
56 SIÐUR B/C 32. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísk mannréttindaskýrsla: Israelsstjórn sætir þungum ásökunum Washington. Reuter. í SKÝRSLU Bandaríkjastjórnar um ástand mannréttindamála á árinu 1988 eru ísraelar sakaðir um „verulega aukin mannrétt- indabrot" og aðallega gagnvart Palestinumönnum á Vesturbakk- anum og Gaza. Skýrslan, sem bandaríska ut- anríkisráðuneytið tekur saman, var birt í gær og segir þar frá ástandi mannréttindamála í 169 ríkjum. Er þar meðal annars að fínna ná- V-þýskt knattspymulið: Verjuauglýs- ingar leyfðar Frankfurt. Reuter. DÓMSTÓLL í Frankfurt hratt í gær úrskurði annars dómstóls frá þvi í apríl en hann hafði bannað annarrar deildar knatt- kvæma úttekt á uppreisn Palestínu- manna á hemumdu svæðunum og því lýst hvemig ísraelar hafa smám saman skert mannréttindi þeirra. Segir, að uppreisnin „sæki styrk sinn til palestínskrar þjóðemisvit- undar og vonarinnar um að hemámi ísraela ljúki“ og hafí komið ísra- elskum stjómvöldum og hemum i opna skjöldu. Æðsti lögfræðingur ísraelska hersins fór í gær hörðum orðum um skýrsluna og sagði að í henni væri ekkert tillit tekið til þeirrar hættu, sem biði ísraelskra her- manna á hemumdu svæðunum. í skýrslunni er þess einnig getið, að „merkilegar breytingar" hafí átt sér stað í Sovétríkjunum þótt enn sé of snemmt að spá um fram- haldið og Pólland, Ungveijaland, Suður-Kórea, Taiwan og Pakistan eru líka nefnd sem dæmi um ríki þar sem miðað hafí í rétta átt. Til úrslita dregur Reuter Talið er að um ein milljón manna hafí týnt iífí í styrjöld Sovétmanna og leppstjórnar þeirra í Afganist- an. Erfítt er að geta sér til um tölu særðra en á myndinni sjást menn, er misst hafa fætur af völdum jarðsprengja, biða þess á sjúkrahúsi í Kabúl að fá gervilimi. Áætlað er að sovéska herliðið hafí komið fyrir 30 milljón jarðsprengjum víðs vegar um landið. í Afganistan: Stj órn Najibullah býr sig undir umsátur skæruliða Þrjátíu þúsund rifflum dreift meðal flokksfélaga í höfuðborginni spyrnuliðinu FC Homburg að auglýsa veijur á búningum sinum. Vestur-þýska knatt- spyrnusambandið hafði farið fram á bannið. í forsendum nýja úrskurðarins segir að auglýsingin btjóti ekki gegn almennu siðgæði sem lúti sömu reglum í íþróttum og annars staðar í þjóðfélaginu. Bent er á að heilbrigðismálaráðuneyti lands- ins hafí mælt með notkun veija til að minnka hættuna á eyðnismit- un. FC Homburg gerir sér vonir um að vinna sér inn 200 þúsund mörk (6 milljónir ísl kr.) með auglýsing- unum. Kabúl. Moskvu. London. SÞ. Reuter. STJÓRN Najibullahs f Kabúl, höf- uðborg Afganistans, hefíir látið 30.000 félögum rikisstjórnar- flokksins í borginni f té riffla og segist staðráðin f að halda völdurn enda þótt sfðustu sovésku her- mennirnir séu nú á leið úr landi. Sfjómin býr sig nú undir langt umsátur. Sovéska fréttastofan TASS skýrði frá hörðum bardög- um f suð-austurhluta landsins. Þar réðust skæruliðar á flugvöll- inn f næst-stærstu borg landsins, Kandahar, en flugvélar stjórnar- innar vörpuðu sprengjum á stöðv- ar skæruliða. Flutningaþota á vegum Sameinuðu þjóðanna, er átti að fara til Kabúl frá Isl- amabad f Pakistan með 35 tonna farm af matvælum og lyfíum handa ungum bömum og bams- hafandi konum, tafðist af ókunn- um orsökum í Pakistan f gær, að því er talsmenn SÞ sögðu. Fulltrúar afganska stjómarhers- ins hvöttu, að sögn TASS, íbúa við Salang-þjóðveginn til að flýja heim- ili sín vegna þess að búast mætti við hörðum bardögum þar. íjóðveg- urinn er mikilvæg flutningaleið milli Kabúl og landamæra Sovétríkjanna og sagði fréttastofan að skæruliðar gerðu harða hríð að flutningabílum með matvæli og eldsnéyti á leið til höfuðborgarinnar. Háttsettir, sov- éskir embættismenn ítrekuðu að Sovétmenn myndu halda áfram að veita stjóm Najibullah stuðning og jafnframt að þeir væru sannfærðir um að afganski stjómarherinn væri fær um að hrinda árásum skæmliða- herjanna. Her stjómarinnar er mjög vel búinn skriðdrekum, fallbyssum, flugvélum og jafnvel nýtísku, sov- éskum eldflaugum af Scud-gerð og á pappímum em 55 þúsund manns í heraflanum. Margir þeirra em þó illa þjálfaðir eða ótryggir leppstjóm- inni í Kabúl. Sovéskur höfuðsmaður á leið frá landinu var ekki jafn bjart- sýnn á styrk stjómarhermanna og embættismennimir. „Tæknikunn- átta þeirra er léleg og siðferðis- þrekið lítið. Skæmliðamir hafa trúna að bakhjarli og þá staðreynd að almenningur styður ekki stjóm- ina,“ sagði höfuðsmaðurinn og dró enga dul á það að hann teldi innrás Sovétmanna í landið hafa verið mis- tök. Síðastliðinn sunnudag gengu nokkur þúsund varaliðsmenn fylktu ' liði fram hjá Najibullah á fjöldafundi í Kabúl en Kalasníkoff-rifflar þeirra vom ekki hlaðnir og fyrir gönguna var leitað á liðsmönnum. Enn munu nokkur hundmð sov- éskir hermenn gæta flugvallarins í Kabúl en allar vélar sovéska flug- hersins em á brott. Sjá ennfremur bls. 20: „Styrkja hrakfarirnar ...?“ og forystu- grein á miðopnu. Sakharov í Páfagarði SOVÉSKI nóbelsverðlaunahafínn Andrej Sakharov og kona hans, Jelena Bonner, taka við gjöf frá Jóhannesi Páli páfa II. þegar þau heimsóttu hann á mánudag. Ræddu þau meðal annars stöðu kaþólikka i Sovétrikjunum. Sakharov, sem kom til Ítalíu á sunnu- dag, sagði í gær að Vesturlandabúar ættu að beita sér fyrir því að Armenar, sem fangelsaðir hafa verið fyrir að krefjast þess að héraðið Nagorno-Karabak verði sameinað Sovét-Armeníu, yrðu látnir lausir. Sjá „Umbætur í Sovétrfkjunum . . . á bls. 20 Samstaða í Póllandi: Reynt að stöðva námuverkfall Varsjá. Reuter. VERKFALL, sem hófst á mánudag* hjá starfemönnnum brúnkolanámu í Póllandi, breiddist út í gær og höfðu 4.500 manns lagt niður vinnu er síðast fréttist. Lech Walesa, leiðtogi verkalýðssamtakanna Sam- stöðu, er nú eiga í samningaviðræðum við stjórnvöld um mögulega viðurkenningu á samtökunum, sendi fíilltrúa sína til námumanna til að reyna að fá þá til að liefja aftur störf. Verkfallið gæti stöðvað stærsta raforkuver landsins sem notar kol úr námunni. Námumennirnir hafa krafist kauphækkana én því hefur verið hafnað. í gær voru kolaflutningar til orkuversins stöðvaðir í 30 mínút- ur og hótuðu verkfallsmenn að koma í veg fyrir alla flutninga til versins ef yfirvöld yrðu ekki við kröfunum. Jerzy Urban, talsmaður stjórnvalda, sagði að þau hefðu vaxandi áhyggj- ur af kröfum um kauphækkanir samtímis því sem reynt væri að vinna bug á verðbólgunni. Að sögn tals- mannsins voru 173 kaupdeilur og 39 verkföll í landinu í síðasta mán- uði. Fulltrúar stjómvalda hafa gefíð í skyn að ókyrrðin í landinu geti orðið til þess að afturhaldsseggir í komm- únistaríkjunum fái aukinn byr í segl- in og krefjist þess að tekið verði í taumana í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.