Morgunblaðið - 08.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 3 Ég er ekki vön að vera hrædd - segir Katrín Petit, sloppin frá Kabúl „VIÐ vorum svo heppin að það stytti upp í Kabúl svo hægt var að halda flugvellinum auðum af snjó. VöUurinn er f nokkurs konar skál f faUegum snævi þöktum fjallahring er nær upp undir 3.400 m hæð og við komumst vandræða- laust þaðan f gærmorgun í flug tíl Nýju DeU,“ sagði Katrín Petit, eina konan sem fór með sfðustu vestrænu sendiráðsmönnunum frá Kabúl. Sovéskir hermenn eru nú að yfirgefa höfuðborg Afganist- an. Katrin og eiginmaður hennar, Raymond Petit, komu f gærmorg- un tíl Parfsar, þar sem Morgun- blaðið náði f hana f síma. Maður hennar hafði hins vegar farið nánast beint tíl viðræðna f utanrfk- isráðuneytinu. Hann veitti franska sendiráðinu f Kabúl forstöðu og fékk á fostudag skipun að heiman um að yfirgefa staðinn sfðastur Frakkanna. „Jú, það er rétt, við vorum síðust út. Engir eftir utan nokkrir í sendi- ráðum Austur-Evrópulanda, en þeir voru fáir og engar konur,“ sagði Katrín. „Það eru búin að vera óskap- leg læti í kringum ferðina. Við urðum að hafa 5-6 tíma viðdvöl í Nýju Delí og 35 franskir blaðamenn sendu Katrín Petit fréttir heim um gervihnött, svo okk- ur er sagt að við höfum verið í öllum fjölmiðlum hér í gær. Ættingi Raym- onds tók þetta upp og nú ætlum við að borða með fjölskyldunni í kvöld og sjá spólumar." Katrín sagði að þau hefðu síðustu vikumar talið öruggara að búa í húsinu sem þau leigðu en sendiráð- inu, þvf það er svo nálægt höllinni. Borgin er umkringd skæruliðum f fjöllunum. „Það hafa lengi fallið sprengjur á borgina, var bara svolít- ið svikahlé í nokkra daga. Það var ekki fyrr en nú síðast að við fluttum úr húsinu okkar f sendiráðsbygging- una, fómm þangað með nokkuð af húsgögnunum okkar, því við urðum að skilja allt eftir nema fatnaðinn. Jú, jú, það hafði fallið sprengja á sendiráðsbygginguna, en hún er stór svo þar var ágætt að vera og við vorum umkringd öðrum sendiráðs- byggingum. Manni leið auðvitað ekki vel þegar sprengjumar féllu. Fólk hefur fengið heilahristing og blætt úr eyrum, ef þær falla nærri. Það er mikill uggur í bænum, fólk óttast blóðbað og matarskort þegar Rússamir eru famir. Það er mjög lítið um mat í borginni og það sem til er kemur ekki fram, er einhvers staðar falið og á okurverði. En það var allt í lagi með okkur og mig sjálfa. Ég lét mér ekki líða illa og er ekki vön að vera hrædd. Mér líður yfirleitt vel alls staðar. Ég trúi á guð og held ekki að minn tími sé kominn, ég gæti alveg eins farið undir bíl í þessari ógurlegu umferð hér í París. Katrín sagði annríkið hjá Raym- ond hafa verið mikið. „Það slasaðist franskur blaðamaður og þurfti að koma honum undir læknishendur. Allt símasamband er slitið, svo öll fjarskipti fóru um gervihnött og áður en við fómm varð að taka tækin öll niður og með okkur til Nýju Delí og Parísar. Ég vona að við getum hvílt okkur þegar það mesta er afstaðið hér, kannski á íslandi. Annars veit ég ekki nema Raymond þurfi að fara aftur. Allt er svo óljóst núna,“ sagði Katrín Petit." Morgunblaðifl/Snorri Snorrason Nú þegar spjór er yfir öllu eiga smáfiiglamir víða erfitt með að finna sér æti, og því Inmna þeir vafalaust vel að meta þegar þeim er gefið fuglafóður. Kaupmannahöfin: Islendingur ákærður fyrir stórfellt fíknieftiasmygl ÍSLENDINGUR, 34 ára gamall, er nú fyrir rétti í Dan- mörku, ákærður fyrir að hafa smyglað til landsins og selt rúmlega sjö kíló af amfetamini og tíu kíló af hassi. Maður- inn hefúr aðeins játað hluta þessa. Þetta kemur fram í frétt danska dagblaðsins Politiken í gær. Þar segir, að 26 manns hafí verið handteknir vegna málsins. Lög- reglan álíti Islendinginn aðal- manninn í málinu, en ákæruvaldið hafí þegar fellt niður hluta ákær- unnar á hendur honum, sem fyall- aði um sölu á fímm kílóum am- fetamíns. í fréttinni segir að íslendingur- inn hafí viðurkennt að hafa farið ásamt kunningja sínum til Holl- ands í ágúst 1987, til að kaupa hass. Að því loknu fór hann heim tii íslands, en kunningi hans var handtekinn af tollvörðum í Röd- byhavn. í bifreið hans fundust 3,2 kíló af hassi og 2,2 kíló af am- fetamíni. íslendingurinn var handtekinn í Danmörku í aprfl á síðasta ári. Þá fundust 6,5 kfló af hassi f bif- reið hans og viðurkenndi hann að hafa smyglað því til landsins. í frétt Politiken er frá því skýrt, að ákæruvaldið hafí leitað eftir skýringum íslendingsins á þvl, hvemig á því stæði að hann ætti um 5 milljónir króna á banka- reiknigum í Lúxemborg, íslandi, Spáni og Belgíu. Á bankareikningi mannsins í Danmörku voru að auki um 2 milljónir, sem voru lagðar inn í erlendum gjaldeyrj. íslendingurinn gaf þá skýringu, að peningana hefði hann eignast vegna viðskipta með físk, bifreiðar og vegna sölu íbúðar. Málflutning- ur hélt áfram í gær, með yfír- heyrslum yfír manni, sem hefur hlotið dóm fyrir að hafa keypt 5 kfló af amfetamíni af fslendingíi- um. Samkvæmt upplýsingum fíkni- efíiadeildar lögreglunnar f Reykjavík hefur rannsókn þessa máls ekki teygt anga sína til ís- lands. Maðurinn hefur verið bú- settur erlendis í mörg ár. Tillögnr að skipulagi Tjarnargötu og vesturbakka Tjarnarinnar. Morgunblaðið/Júlíus Vesturbakki Tjamarinnar endumýjaður NÚ STENDUR yfir kynning á skipulagi við Tjarnargötu í Reykjavík og gefst íbúðaeigendum og fbúum við götuna, ásamt ölium almenningi, kostur á að koma með ábendingar og athuga- semdir. Sýning á tillögunum var sett upp í glugga Gallerí Borgar við Austurvöil í gær. Höfundur tillagnanna er Kjartan Mogens- en, landsiagsarkitekt. í tillögunum, sem ná til skipu- lags fy'amargötu og Tjamarbakk- anna, er gert ráð fyrir að ríkjandi gróðurmynd við götuna haldi sér, þ.e. niður hlíðina frá Suðurgötu og kirkjugarðinum niður að Tjöm. Tjamargatan verði einstefnugata frá Skothúsvegi niður til móts við hús númer 12, en þar er gert ráð fyrir tvístefnu vegna innkeyrslu í bílageymslur ráðhússins. Við Tjamargötu verða tvö hellulögð torg, annað fyrir framan Ráðherrabústaðinn og hitt niður undan húsi númer 20. Á torgun- um verða runnar, tré og bekkir. Torg þessi em í raun hugsuð sem hraðahindranir. Akrein verður malbikuð, nema í gegnum torgin, sem eru hellu- lögð sem áður sagði. Þá verða bílastæði og gangstéttir hellu- lagðar. Tré á torgum verða í keij- um og stakstæð tré á gangstétt- um og bílastæðum. í tillögunum er gert ráð fyrir að Tjamarbakkinn við Tjamar- götu verði endurgerður. Tveir set- pallar verða niður undir vatns- borði og göngustígur á milli. Götustæðið liggur hærra, líkt og nú er, og gróður á milli. Þá verð- ur sandfjara, eða vísir að sand- fjöru, niður af styttunni af Ólafí Thors, Við suðurenda Tjamarinn- ar. Höfundur reiknar enn fremur með gönguleið milli Ijamargötu og Suðurgötu, um lóð hússins að Tjamargötu 20. Þar verður þá gerð trétrappa á milli. Enn fremur er stungið upp á göngustíg, eða göngubrú, með Suðurgötu aust- anverðri, til að vegfarendur þar geti notið útsýnis yfir Tjömina. Endanlegur frágangur og hönnun norðurenda Tjamarinnar, þar sem ráðhúsið er nú að rísa, verður unninn í samvinnu við hönnuði ráðhússins. Júlíus Hafstein, formaður um- hverfismálaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessari tillögu væri verið að ganga frá Tjamarbakkanum til frambúðar. „Þessi lagfæring á bakkanum tengist byggingu ráðhússins, eins og lagfæring bakkans við Fríkirkjuveg og tenging hans við norðurbakkann," sagði Júlíus. „Núna tökum við vesturbakkann um leið og ráðhúsið rís, yfír í suðurbakkann og austurbakkann. Þar með erum við búin að móta Tjömina, að minnsta kosti um nána framtíð. Ég tel þessa fram- kvæmd þá mestu vöm sem gerð hefur verið fyrir Tjömina í Reykjavfk. Með þessu emm við ekki að minnka Tjömina, eins og sumir hafa haldið fram, heldur emm við að vemda hana," sagði Júlíus Hafstein, formaður um- hverfísmálaráðs. Tillögumar verða til sýnis í glugga Gallerí Borgar til 14. febr- úar og að því loknu hjá Bygging- arþjónustunni að Hallveigarstíg 1 út febrúarmánuð. Athugasemdir þurfa að hafa borist Borgarskipu- lagi fyrir 1. mars næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.