Morgunblaðið - 08.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
17
eða þjónusta hennar, svo og starfs-
menn á hennar vegum, gætu átt ein-
hvetja aðild að slíkum málum.
Vel kæmi til álita svipuð skipan
hér á landi, t.d. í þá átt að núver-
andi rannsóknardeild loftferðaeftir-
litsins verði formlega flutt undir flug-
slysanefnd. Umfang rannsókna og
sívaxandi árlegur fjöldi rannsóknar-
mála benda til að slík tilhögun geti
verið tímabær.
Öryggfi í flugrekstri
Fyrir íslenskan flugrekstur gildir
fjöldi öryggisreglna, sem bæði
byggja á alþjóðlegum stöðlum, svo
og uppsafnaðri reynslu af samfelldu
atvinnuflugi við íslenskar aðstæður
í rúmlega fímm áratugi. Framfylgd
slíkra reglna hvflir fyrst og fremst á
herðum starfsmanna flugrekenda, en
einnig þarf þar til aðhald og eftirlit
þeirra stofnana ríkisins, sem falið
hefur verið að stuðla að bættu flugör-
yggi-
Við undirbúning áætlunarflugs
gilda tilteknar reglur um eldsneytis-
magn og varaflugvelli. Sérstök mörk
hafa verið sett varðandi hámarksvind
í farflugi yfír íslandi, svo og varð-
andi flug við ísingarskilyrði. Við blin-
daðflug þarf skyggni og skýjahæð
að vera yfír ákveðnum gildum. Hlið-
arvindur á flugbraut verður að vera
innan vissra marka, og er m.a. veru-
lega háður mældum hemlunarskil-
yrðum á flugbrautinni.
Engum, og síst af öllu flugrekend-
um, starfsmönnum þeirra, svo og
flugfarþegum, er greiði gerður með
óeðlilegum frávikum frá viðurkennd-
um öryggisstöðlum, er almennt gilda
fyrir áætlunarflug til og frá íslandi,
svo og í innanlandsflugi við erfíðar
aðstæður. Því er nauðsynlegt að
fram fari eðlileg rannsókn á öllum
þeim atvikum þar sem rökstuddur
grunur liggur fyrir um veruleg frá-
vik frá slíkum flugrekstrarreglum,
og með það markmið eitt fyrir augum
að niðurstöður slíkra rannsókna
stuðli að bættu öryggi í íslenskum
flugrekstri.
Höfundur er fotmaður Qugráðs.
Það er í þínum höndum hvað
verður um penínga heimilísins.
Þegar kemur að afborgunum
lána, er því undir þér komið að
borga á réttum tíma.
febrúar
Þar með sparar þú óþarfa útgjöld
vegna dráttarvaxta, svo ekkí sé
talað um ínnheímtukostnað.
var gjalddagí húsnæðíslána.
16. februar leggjast dráttarvextir á Ián með lánskjaravísitölu.
1. fnars leg'gjast dráttarvextir á lán með byggingaivísitölu.
Greiðsluseðlar fyrir 1. febrúar hafa verið sendír gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
c£h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00
Fermingarveislan er í góðum höndum hjá konditori
Myllunnar. Þaöan koma kaffihlaðborðin eins og
þau gerast best. Hvort sem gestirnir eru 20 eða
200 má treysta á fyrsta flokks veitingar, ferskar og
Ijúffengar. Á fermingarborðið setjum við
Feneyjatertur
Súkkulaðikökur
Eplakransa
Sachertertur
Kransakökur
Snittur
Brauðtertur
Rjóma-marsipantertur
Rubinstertur
Engar áhyggjur, amstur og bakstur. Við gerum
fermingarveisluna fyrirhafnarlitla.
Sunnudagana 12. og 19. febrúar verður kaffihlað-
borðið til sýnis í konditori Myllunnar í Kringlunni.
Upplýsingar og pantanir í konditori Myllunnar í
Kringlunni, símar 689140 og 689040.
KONDITORI í KRINGLUNNI